Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Steftiir í verulega lækkun ráð- stöfunartekna heimilanna? Ráðgerð flárfesting 1989 sú minnsta í Þjóðarskútan — íslenzkur þjóðarbúskapur — sýnist sigla inn í nokkra efiiahagslægð. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1989, sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi 1. nóvember sl., er reiknað með þvi að heildar- afli dragizt saman um 4,5% á næsta ári. Reiknað er með nokkrum samdrætti í þorskafla, óbreyttum feng úr öðrum bolfisktegund- um, en minnni rækju- og loðnuveiði. I stuttu máli standa spár tíl 3% minni útflutningsframleiðslu sjávarvöru 1989 en í ár. Hinsvegar er reiknað með auknum útflutningsverðmætum hjá orkufrekum iðnaði, almennum iðnaði og fiskeldi, þann veg að heildarframleiðsla útflutningsgreina rýrni ekki milli ára. Engu að síður er gert ráð fyrir 2% samdrætti í heiidar-vöruútflutningi 1989 vegna minni útflutnings skipa og flugvéla og birgðasöfhun- ar í fiskeldi. 40 ár Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Gífurlegur viðskiptahalli við umheiminn er hluti af efnahags- vanda íslenzks þjóðarbúskapar. Forsætisráðherra segir í þjóð- hagsspá ríkisstjómarinnar, að það sé „sem fyrr eitt af meginmark- miðum ríkisstjómarinnar að stöðva vöxt viðskiptahallans og í framhaldi að skapa forsendur fyr- ir lækkun hans". Þetta hefur að vísu verið sagt áður — og ekki gengið eftir, fremur en fjárlagaá- kvæði um tekjuafgang hjá ríkis- sjóði, sem oftlega hafa endað í hrikalegum ríkissjóðshalla. I þjóðhagsspá hinnar nýju ríkis- stjómar stendur samt sem áður skýrt og skorinort: „Áætlun ríkisstjómarinnar um að viðskiptahalli aukizt ekki á árinu 1989 byggist á því að þjóð- arútgjöld í heild dragizt saman um 2,5%.“ Þessi stefnumörkun hefur hinsvegar ekki haft afger- andi áhrif á fjárlagastefnuna eða ríkisbúskapinn. Framlagt fjár- lagafrumvarp gerir ráð fyrir nokkurri aukningu ríkissjóðsút- gjalda sem og stórauknum al- mennum sköttum. II Svokölluð einkaneyzluútgjöld vega lang þjmgst í þjóðarútgjöld- um, nema nálægt tveimur þriðju hlutum þeirra. Þjóðhagsspá for- sætisráðhera segir einkaneyzluút- gjöld „ráðast að verulegu leyti af ráðstöfúnartekjum heimil- anna“. Algjör óvissa ríkir um hveijar þessar „ráðstöfunartekjur heimil- anna“ verða á næsta ári, eftir að frystingu samningsréttar og „verðstöðvun" lýkur 15. febrúar næstkomandi. Launa- og kaup- máttarþróun í landinu verður þá væntanlega að nýju samningsat- riði „aðila vinnumarkaðarins", nema ætlunin sé að hin miðstýrða forsjárhyggja sitji áfram á þeim réttindum, sem á stundum eru flokkuð undir almenn mannrétt- indi. En hvemig hyggur ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks að „ráðstöf- unartekjur heimilanna“ þróist í hennar höndum annó 1989? Svar- ið er að finna í þjóðhagsspá henn- ar, en þar stendur: „í þessari áætlun er reiknað með að ráðstöfunartekjur í heild verði 5-6% minni að meðaltali 1989 en á árinu 1988 . . . Á'þess- um forsendum verður reiknað með því að einkaneyzla verði 3,5% minni árið 1989 en á þessu ári.“ Þetta er sú áætlaða kaupmátt- arþróun komandi árs sem er grundvöllur þjóðhagsspár, efna- hagsstefnu og fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar. III Stundum er því haldið fram að ríkisvaldið eigi að halda að sér höndum um framkvæmdir þegar gróska er í atvinnulífinu og eftir- spum eftir vinnuafli er meiri en framboð. Ríkisvaldið eigi hinsveg- ar að auka framkvæmdaskrið í samdrætti, þegar bryddi á at- vinnuleysi. Sjálf segir ríkisstjómin að þjóð- arskútan sigli nú inn í efnahags- lægð og færir að sumu leyti fram gild rök: aflasamdrátt og minni þjóðartekjur en björtustu vonir stóðu til. Ljóst er og öllum að atvinnugreinar og fyrirtæki standa höllum fæti rekstrarlega. Gjaldþrot em daglegt brauð.-Upp- sagnir starfsfólks tíðari en um langt árabil. Kringumstæður af þessu tagi höggva að almennu atvinnuöryggi. Kringumstæður af þessu tagi réttlæta ekki umtals- verða tilfærzlu fjármuna frá At- vinnuleysistryggingasjóði í skömmtunarhítir fyrirgreiðslu- stjómmála. Og sízt af öllu rétt- læta þær aukna skattheimtu á fólk og fyrirtæki. En hvemig ætlar hin nýja vinstri stjóm að mæta versnandi horfum um almennt atvinnuör- yggi 1989, sem bitna harðast á þeim er sízt skyldi? í þjóðhagsspá hennar segir: „Áætlað er að heildarfjárfest- ing dragizt saman um rúmlega 3% á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að opinberar framkvæmdir minnki að raungildi um tæplega 4% frá 1988. Munar þar mestu um verulegan samdrátt í sam- gönguframkvæmdum, eða um 10%... Að venju ríkir mikil óvissa um fjárfestingar í atvinnu- vegunum. Hér er reiknað með því að fjárfesting atvinnuveganna dragizt saman um 4%. Gert er ráð fyrir samdrætti í öllum atvinnu- greinum nema flutningastarf- semi. Samkvæmt þessum áætlun- um verður fjárfesting í heild á næsta ári 17% af landsframleiðslu sem er lægra hlutfall en verið hefur í fjörutiu ár.“ Þetta er þjóðhagsspá sjálfrar ríkisstjómarinnar. Og þar á bæ leikur allt á reiðiskjálfi þegar ýjað er að því að nýta betur þriðju auðlind þjóðarinnar, orku vatns- falla, með byggingu nýs álvers, og auka þann veg skiptahlutinn á þjóðarskútunni. Á kortinu er sá hluti Bláftallaleiðarinnar sem kynntur verður í Úti- vistarferðinni. Útivist: BláQaUaleiðin kynnt Nýlistasafiiið: Sýning á skúlptúr, út- saumi og lágmyndum KRISTINN Guðbrandur Harðarson verður með sýningu á skúlptúr, útsaumi og lágmyndum í Nýlistasafiiinu við Vatnsstíg 19. nóvember til 4. desember næstkomandi. Sýningin verður opin virka daga frá klukkan 16 til 20 og um helgar frá klukkan 14 til 20, segir í frétta- ÚTIVIST efitir á sunnudaginn, 20. nóvember, til gönguferðar um hluta af gönguleiðinni úr BláQöllum til Reykjavíkur sem nýlega hefúr verið nefnd Blá- fjallaleiðin. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu, kl. 13 og verður ekið upp að Rauð- hnúkum við Bláfjallaveginn. Þaðan verður gengið eftir endilöngu Sand- felli og að Selfjalli en síðan liggur leiðin jrfir hrauntotu úr Hólms- hrauni yflr I Heiðmörk. Þetta er skemmtileg leið sem vert er að kynnast. Hugsanlega getur þarna orðið hentuð skíðagönguleið ef snjóalög reynast hagstæð. Þetta er gönguferð ætluð almenningi til ánægju, fróðleiks og heilsubótar eins og aðrar gönguferðir Útivistar. Rétt er að minna hér einnig á ár- lega aðventuferð Útivistar í Þórs- mörk helgina 25.-27. nóvember. (Fréttatilkynning:) tilkynmngu. Verkin á sýningunni eru unnin i margvísleg efni og sett saman úr Ijölda ólíkra hluta, til dæmis viði, gifsi, rusli úr ryksugupokum, kaffí- korgi, mold, plastílátum, glerkrukk- um, vatnsmálningu, herði, lýsispill- drykkjumennirnir sem valda mestu um hina miklu þörf fyrir sjúkra- rými. Svokallaðir „meðalneytendur" eru svo miklu fleiri að úr þeirra röð- um koma þeir sem fylla biðraðir eft- ir sjúkrahússvist. Ríkisstjóm, sem vill bæta heilbrigði þjóðar sinnar, verður að taka á áfengisneyslu því að engir einstakir þættir hafa jafn mikil áhrif á heilsufar fólks. Með þetta í huga verður að meta það takmark Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar að minnka áfengis- neyslu um fjórðung fyrir næstu alda- um, lyklum, ljósmyndum, tindátum, bronshesti, rakvélablöðum, stein- stejrpu, teikningum, tröllasúmsultu, gleri, sandi og vatnsrömm, segir í fréttatilkynningu. mót. Norræna bindindisráðið telur að virk heiibrigðisstefna í áfengismál- um verði að fela í sér takmörkun á neyslu. Reynslan hefur leitt í ljós að eftirfarandi leiðir em áhrifaríkar: 1. Verðlagning. Verð á áfengi verður að fylgja almennri verðlagsþróun. 2. Aðgengi. Fylgja þarf eftir aldurs- mörkum til kaupa á áfengi, auk stjómunar á fjölda vínveitingahúsa og sölustaða áfengis. 3. Upplýsing- ar. Veita þarf upplýsingar um líffræðilegan og félagslegan skaða af áfengisneyslu og reykingum. Kvenfélag1 Kristskirkju: Kaffisala KVENFÉLAG Kristskirkju, Landakoti, verður með kaffisölu, happdrætti og basar í Safiiaðar- heimili kaþólskra á Hávallagötu 16 á morgun, sunnudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Öllum hagnaði af þessari starf- semi verður varið til styrktar kirkj- unni og starfí hennar. Kaffisalan, happdrættið og bas- arinn er í Safnaðarheimilinu, Há- vallagötu 16, en ekki í Landakots- skólanum eins og verið hefur und- anfarin ár. Stykkishólmur: Fundað um bæjarmálin Stykkishólmi. Atvinnumálanefiid og ferða- málanefiid staðarins stóðu fyrir morgunverðarfúndi um bæjarmál- in í félagsheimilinu i Stykkishólmi 10. október. Á fúndinn voru boðn- ir aðilar vinnumarkaðarins og fyr- irtækja í bænum og mættu 36 manns. Sigurður Skúli Bárðarson hótel- stjóri sagði að ætlunin væri að halda fundi sem þennan fyrsta flmmtudag hvers mánaðar, næst 1. desember. - Ami Fjórðungnr rekstrarQár sjúkrahúsa í sjúkdóma tengda áfengisneyslu SJÚKDÓMAR tengdir áfengisneyslu taka til sín um 25% þess fjár- magns sem fer til reksturs sjúkrahúsa, segir í ályktun ráðstefnu Norr- æna bindindisráðsins sem haldin var í Kaupmannahöfii 20. til 21. október síðastliðinn. Á ráðstefnuninni var fjallað um heilbrigði, áfengi, markað, Alþjóðaheilbrigðismálastofiiunina og Evrópubandalagið, seg- ir í fréttatilkynningu frá ráðinu. í ályktuninni segir einnig, meðal annars: Það eru ekki verst fömu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.