Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 19 Svolítið eftir Valgeir Guðjónsson Fyrir tilstilli góðra manna og nútíma tækni barst undirrituðum blaðagrein eftir Atla Heimi Sveins- son, tónskáld og tónlistarkennara, alla leið til Buenos Aires suður í Argentínu. Hér sitjum við Atli Heim- ir saman á þingi Cisac, alþjóðasam- taka um hðfundarétt, ásamt Eiríki Tómassyni framkvæmdastjóra STEFs. Það hefur farið vel á með íslensku sendinefndinni, enda tók Atli Heimir ekki með í ferðina fílabeinstum þann sem hann skrifaði grein sína í og er fílabeinstuminn þar með úr sög- unni. Tilefni skrifa Atla Heimis er við- tal Vilhelms G. Kristinssonar við undirritaðan á Stöð 2 þann 8. nóv- ember, en þar bar höfundarétt á góma. Atla Heimi er mikið niðri fyrir í grein sinni eins og okkur er oft þeg- ar við ræðum um mikilvæg málefni. Slík mál tölum við Atli reyndar um mánaðarlega, yfir kaffísopa og smurðu brauði, á stjómarfundum STEFs; Atli er núverandi varaform- aður samtakanna en undirritaður er formaður FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) og situr jafnframt í stjóm STEFs. Samstarf okkar FTT-manna við meðlimi Tónskáldafélags ísland hef- ur verið með ágætum þau 2V2 ár sem FTT_hefur átt fulltrúa í stjóm STEFs. I sameiningu höfum við hnikað ýmsum málum áfram veginn til góðs fyrir jslensk tónskáld og textahöfunda. í grein sinni kemur Atli Heimir nokkuð inn á mál, sem oft hefur borið á góma og ýmsir hafa misjafna skoðun á, eða aðferð þá sem notuð er til að „verðleggja“ um mannleg samskipti hin ýmsu tónverk. Svokölluðum „léttum" höfundum hefur lengi þótt mega gera þar á ýmsar lagfæring- ar, ekki síst þegar haft er í huga að íslenskt dægurlag getur ekki komist uppúr lægsta flokki ('A), sama hver metnaður, kunnátta, vinna o.s.frv. liggur að baki. Svo dæmi séu tekin þýðir þetta að metn- aðarfyllstu verk Gunnars Þórðarson- ar lenda í sama verðflokki og smálög Atla Heimis Sveinssonar úr Ofvitan- um og að lag undirritaðs „Hægt og hljótt", sem Atli Heimir minnist á í grein sinni máli sínu til stuðnings, er metið til hálfs eða minna á við sönglög með píanóundirleik eftir meðlimi Tónskáldafélagsins. Innan höfundaréttar er slíkt mat á tónverkum ekkert sjálfsagt mál og félagar FTT líta til ýmissa ná- grannaþjóða okkar þar sem þessi flokkun hefur verið færð til sann- gimisáttar. Sérstök nefnd innan STEFs fjallar um málið og hillir undir breytingar. Atla Heimi verður mjög tíðrætt í grein sinni um vankunnáttu undirrit- aðs í höfundarétti, sem hann segir alvarlega og býður upp á kennslu í faginu meðan á ferð okkar stendur. Hann hefur að vísu ekki orðað þetta við mig hér syðra frekar en annað sem fram kom í sjónvarpsvið- talinu á Stöð 2, nema hvað hann sagði mér að hann hefði ekki séð eða heyrt viðtalið sjálfur. Atli Heimir tekur það sérstaklega fram að hann sé aðalfulltrúi íslensku sendinefndarinnar hér í Buenos Air- es. Hið rétta er að hann kallast form- aður sendinefndarinnar og er það í fjarveru formanns STEFs, Magnús- ar Eiríkssonar, sem ekki átti heim- angengt, enda er Atli Heimir vara- formaður. Undirritaður sér ekki ástæðu til að eltast við fleiri brauð- mola af borði meistara Atla Heimis. Þó er rétt að benda á, að fyrir utan að minna okkur öll á mikilvægi réttl- átrar varðveislu höfundaréttarins, eru þessi blaðaskrif okkar Atla Heimis vel til þess fallin að undir- strika hina víðfeðmu möguleika í „Við sitjum saman löng'- um stundum, ræðum um heima og geima og hlustum á argentínskan tangó en skiptumst á skoðunum um höfiinda- réttarmál á Islandi á blöðunum heima.“ mannlegum samskiptum á okkar tæknivæddu tímum. Við Atli Heimir leggjum á okkur 30 klukkustunda ferðalag um hálfan hnöttinn til að fræðast um og glöggva okkur á höfundaréttarmál- efnum heismbyggðarinnar. Við sitj- um löngum stundum, ræðum um heima og geima og hlustum á argen- tínskan tangó en skiptumst á skoð- unum um höfundaréttarmál í blöð- unum heima. Valgeir Guðjónsson Ég kann einfaldari og fljótlegri aðferð í tjáskiptum og ég veit að Alta Heimi Sveinssyni er kunnugt um hana líka. Buenos Aires þann 15. nóvember. Höfundur er tónlistarmaðw og formaður FTT. Háskóli íslands: Námskeið um fí skveiðistj órnun og fiskihagfræði NÁMSKEIÐ um fiskveiðistjórn- un og fiskihagfræði verður hald- ið 21.-23. nóvember á vegum endurmenntunarnefhdar Há- skóla íslands. Það er einkum ætlað starfsmönnum hins opin- bera og hagsmunasamtaka, sem fást við málefni sjávarútvegs eða hafa á þeim áhuga. í frétt frá endurmenntunamefnd segir, að stefnt sé að því að fólk, sem ekki hafi undirstöðumenntun í hagfræði eða viðskiptafræði geti haft gagn af námskeiðinu, en slík undirstöðumenntun muni þó auð- velda þátttakendum að fylgjast með námskeiðinu. Farið verður t.d. yfir hve mikið eigi að veiða úr fiskistofn- unum á hveijum tíma og hvemig þetta ráðist af hagrænum þáttum eins og vöxtum, aflakostnaði og áhrifum stofnstærðar á hann, hvert sé hlutverk hins opinbera í að ná besta veiðimagni á hveijum tíma og hvaða aðferðum megi beita til að ná sem hagkvæmustum fískveið- um. Fjallað verður um hömlur á stærð og notkun skipa og veiðar- færa, veiðileyfi, aflakvóta og skatt- lagningu veiða og/eða landaðs afla. Þá verða bornar saman stjómunar- aðferðir í ýmsum löndum. Framsetning námskeiðsins er í formi fyrirlestra, en þátttakendur verða hvattir til að setja fram spumingar um efnið jafnóðum og það er kynnt. Lítil áhersla verður lögð á stærðfræðilega framsetn- ingu, en notast verður við skýring- armyndir og línurit. Leiðbeinendur verða Rögnvaldur Hannesson, próf- essor við Norges Handelshöjskole í Bergen og Ragnar Arnason, dósent við Háskóla Islands. Sem fyrr segir verður námskeiðið 21-23. nóvember, eða frá mánudegi til miðvikudags, frá kl. 13-18. Skráning fer fram á aðalskrifstofu Háskólans, en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu endur- menntunarstjóra. 400 ný bflastæði Það er óþarfi að óttast skort á bílastæðum í KRINGLUNNI, því nú tökum við í notkun 400 í KRINGLUNNI eru nú 1600 ný bílastæði ókeypis bílastæði, flest undir þaki. Taktu lífinu létt og njóttu þess að versla í rólegheitum, óháður veðri og stöðumælum. Opið: Mánud.-föstud. til kl. 19:00, laugard. til kl. 16:00. Veitingastaðir, alla daga til kl. 21:00 og 23:30. lijíiUiS ik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.