Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Júgóslavía: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐJÓN GUÐMUNDSSON , Mesta kreppa frá lokum seínni heimsstynaldar „HVE MÖRG verða ríki Evrópu árið 2000? Svar: Tíu. Vestur- Evrópa, Austur-Evrópa og átta rfld f Júgóslavíu.“ Þannig hljómar júgóslavneskur brand- ari sem lýsir kannski betur hug Júgóslava til stjórnskipunar í landinu en hann spái til um ríkjaskipan Evrópu í framtí- ðinni. Sex iýðveidi og tvö sjálf- stjórnarhéruð í Júgóslavíu eiga í harðvítugum deilum. Serbar, sem eru 8,1 milijón talsins og eru Qölmennasta þjóðarbrotið í Júgóslavíu, vilja aukin ítök í sjálfsijórnarhéruðunum Kosovo og Vojvodina sem form- lega iúta sfjórn Serbíu. Frá mótmælafundi í Vojvodina. Um 20 þjóðarbrot byggja landið og þar eru þrjú tungu- mál ráðandi: Serbó-króatíska, sló- venska og makedóníska. Efna- hagur landsins er afar bágborinn. Erlendar skuldir nema um 920 milljörðum ísl. króna, verðbólga í landinu er um 236% á ári og at- vinnuleysi um 15% sem er það mesta sem þekkist í kommúnist- aríki. í kjölfar strangra aðhalds- aðgerða í efnahagsmálum hefur langlundargeð almennings brostið og mótmælendur hafa flykkst út á götur borganna og mótmælt kjaraskerðingum sem auk þess hafa kynt undir þjóðemisvakn- ingu í landinu. Sem dæmi um kjaraskerðingar má nefna að síðastliðið sumar voru laun verka- manna í dráttarvélaverksmiðju í Belgrað lækkuð á einum degi um 30%. Vikið af leið Titos Júgóslavar eru smám saman að víkja af leið Josips Broz Titos, sem var við völd í Júgóslavíu 35 ár. Með stjómarskránni 1974 tókst honum að sameina þegna þessa stóra og margslungna ríkis í eitt alríki í krafti skapgerðar sinnar og ástar á föðurlandinu. En nú eru átta ár liðin frá dauða Titos og áhrifa hans gætir í æ minna mæli. Stjómarskráin, sem nú þykir um flest úrelt og flestir Júgósla- var telja nauðsynlegt að breyta, kveður meðal annars á um að formaður júgóslavneska Komm- únistaflokksins skuli ekki vera lengur í embætti en eitt ár í senn og gegna formenn flokkanna í lýðveldunum sex því til skiptis. Með því vildi Tito dreifa völdum milli lýðveldanna. Sjálfsforræði lýðveldanna hefur hins vegar leitt af sér spillingu meðal embættis- manna og kynt undir þjóðemis- vakningu í landinu eins og fréttir undanfamar vikur bera með sér. Ríkisstjóm landsins gegnir frem- ur því hlutverki að draga úr völd- um hinna einstöku lýðvelda en að sameina landið í eina heild. Vest- rænir fréttaskýrendur hafa bent á að stjómmálamenn í Júgóslavíu hafa ekki hiotið undirbúnings- þjálfun til að takast á við þau vandamál sem nú blasa við, þ.e.a.s. grasrótarhreyfíngu sem krefst umbóta og breytinga á stjómskipun landsins. 100.000 Serbar flykktust til höfuðstöðva kommúnistaflokksins í Vojvodina og kröfðust þess að háttsettir menn í flokknum segðu af sér. Það undarlega var að héraðstjórn- in varð við óskum þeirra og sagði af sér. Stjómmálamenn eiga eng- in svör við kröfum borgaranna sem em drifnir áfram af eldmóði þjóðemiskenndar. Á mörkum tveggja heima Júgóslavía er á mörkum tveggja heima. Norðvesturhluti landsins, Slóvenía og Króatía, er undir vestrænum menningar- áhrifum. Þar er latneskt letur notað og efnahags- og stjóm- málalíf er vestrænna og fijálsara í sniðum _ en í suðausturhluta landsins. íbúar í suðausturhluta landsins em af ólíkum þjóðemum og þar heyrast mörg tungumál. Kýrillískt letur er þar enn notað. Formaður kommúnistaflokks- ins í Slóveníu, Milan Kucan, er talsmaður fijálsræðis. Hann vill auka völd lýðveldanna, fijálsari efnahags- og viðskiptahætti og hann er einnig talsmaður aukins umburðarlyndis gagnvart stjóm- málaskoðunum sem ekki em sam- kvæmt kennisetningum kommún- ismans. Undir hans stjóm hefur frelsi flölmiðla í Slóveníu aukist á undraverðan hátt og upp hafa sprottið stjómmálahreyfíngar á borð við græningja. Slóvenar em aðeins 8% íbúa landsins en engu að síður skilar lýðveldi þeirra 21% af gjaldeyris- tekjum landsins og þriðjungi þjóð- arframleiðslunnar. Hugmyndir Kucans um aukið sjálfræði hinna átta hluta Júgóslavíu njóta mikil fylgis í Króatíu, Bosníu, Vojvodina og Kosova. En aðeins Króatar taka einhuga undir hugmyndir hans um fijálsan markaðsbúskap og skoðanafrelsi. Serbar, sem tilheyra grísk- kaþólsku réttrúnaðarkirkjunni, hafa áratugum saman eldað grátt silfur við kaþólikka í Króatíu og múslíma af albönskum uppmna í suðurhluta Kosovo. Leiðtogi Serba, harðlínumaðurinn Slobod- an Milosevic, varð mjög vinsæll meðal Serba á síðasta ári þegar hann boðaði harðar aðgerðir gegn Albönum í Kosovo. Það tryggði honum einnig vinsældir meðal Makedóníumanna og Svartfell- inga sem fínnst þeim stafa ógn af Albönum en fæðingartlðni með- Reuter Slobodan Milesevic, formaður kommúnistaflokksins i Serbíu, og helsta von Serba um að ná yfírráðum yfír sjálfstjórnar- héraðinu Kosovo. Serbar í Kosovo hóta nú að flytjast unn- vörpum frá héraðinu segi hér- aðsstjórnin ekki af sér. al þeirra hefur aukist mjög hin síðari ár. Serbar, sem em þriðjungur júgóslavnesku þjóðarinnar, em ósáttir við að völd þeirra í stjóm landsins skuli ekki vera í samræmi við fjölda þeirra. Þá hefur orðið mikil þjóðemisvakning meðal Serba eftir að Milosevic tók við stjómartaumum í Serbíu. Tillögurum stjórnarskrárbreytingar A þingi miðstjómar Kommún- istaflokksins þann 19. október sl. í Belgrað ríkti óeining um breyt- ingartillögur á stjómarskránni sem lagðar vom fram. Þjóðþingið samþykkti þær hins vegar fyrir sitt leyti tveimur dögum síðar. Ekki er þar með sagt að tillögum- ar séu komnar f höfn því lýðveld- in geta hindrað framgang þeirra með því að greiða atkvæði gegn breytingunum. í breytingartillögunum, sem yfírstjóm landsins vill að verði samþykktar 29. nóvember á þjóð- hátíðardegi Júgóslava, er meðal annars gert ráð fyrir að lýðveldin og sjálfstjómarhémðin standi straum af kostnaði vegna hersins. Tillagan myndi auka mjög völd ríkisstjómarinnar og völd lýðveld- anna að sama skapi minnka. Kommúnistaflokkurinn í Slóveníu hefur sagt að hann standi gegn tillögunni. Þjóðþingið samþykkti einnig breytingartillögur f 34 liðum um efnahagsmál. I þeim tillögum er gert ráð fyrir að bændum verði \ ýV'? K Austurrfki í Ungverja- J land / /„. ,j Rúmenfa ii':' /. .Króatía.’BelgraS , ^áosnfá”,'. * '"X ^ JOGÓSLAVÍA SerbíaCc........ erpegovipa, N íu,“ Trtogradx ^lakedonf leyft að eiga allt að 30 hekturum lands í stað 10 hektara áður. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir að einkarekstur verði lögleiddur en fjöldi starfsmanna einkafyrirtæk- is er ekki tilgreindur en fram að þessu hafa þau mest mátt hafa fímm manns á launaskrá. Leyfí til einkareksturs veitir ríkisstjóm landsins og það fer að öllu leyti eftir því hvort þörf sé talin á við- komandi starfsemi hvort leyfí fá- ist. Aðrar mikilvægar breytingart- illögur fela í sér beina valdatil- færslu frá lýðveldunum til ríkis- stjómarinnar, heildarskattkerfí og nýjar reglur um kosningu á forsætisnefnd landsins. Þessar breytingartillögur hafa valdið talsmönnum efnahagsum- bóta miklum vonbrigðum. Einkum eru Slóvenar og Króatar, sem eru einörðustu talsmenn frjáls mark- aðsbúskaps og aukinna valda lýð- veldanna, vonsviknir. Hins vegar er andstaðan gegn þeim mest í Serbíu, Makedóníu og Svartfjalla- landi, þar sem efnahagsástandið er hvað verst. Þar óttast menn að fyrstu afleiðingar efnahagsum- bótanna verði aukið atvinnuleysi sem þegar þjakar lýðveldin. Slóvenar og Króatar vilja breyt- ingar sem myndu auka efnahags- legt sjálfstaeði lýðveldanna og gera þau óháðari tilskipunum frá Kommúnistaflokknum. Forseti slóvenska lýðveldisins, Janez Stanovnik, sagði nýlega á frétta- mannafundi í Bandaríkjunum að í Júgóslavíu ætti að koma á lýð- ræði með fijálsum markaðsbú- skap. Það væri eina leiðin til að takast á við efnahagsþrengingar landsins. Flótti Serba frá Kosovo Serbar, með Milosevic í broddi fylkingar, vilja aukin völd yfír- stjórnar landsins og innlimun Kosovo og Vojvodina. Því er harð- lega mótmælt af öðrum lýðveldum Júgóslavíu sem óttast að Serbar verði á ný sterkasta stjómmála- aflið í landinu og það var einmitt af þeirri ástæðu að Tito skipti Serbíu niður Vojvodino og Kosovo á sínum tíma. Talið er víst að Serbar samþykki ekki efnahags- breytingar, sem stjómarskrártil- lögumar gera ráð fyrir, nema því aðeins að Kosovo verði óaðskilinn hluti af Serbíu. Mikil þjóðemisvakning hefur orðið í lýðveldunum, og þá einkum í sjálfsstjómarhémðunum Kosovo og Vojvodina, þar sem minni- hlutahópar Serba telja sér mis- boðið. Serbar í Kosovo segja að íbúar héraðsins, 90% þeirra eru af albönskum uppruna, reyni að flæma þá frá héraðinu. Forseti Serbíu, Petar Gracanin, hótar því nú að segi héraðsstjómin í Kosovo ekki af sér innan nokkurra daga megi búast við því að Serbar flytj- ist unnvörpum frá héraðinu. Uppreisn þjóðarbrotanna í Júgóslavíu er alvarlegasta kreppa sem skollið hefur á í landinu frá lokum seinni heimsstyijaldar. Forseti landsins, Raif Dizdarevic, kom fyrir skömmu fram í ríkis- sjónvarpinu og varaði almenning við því að ríkisstjómin myndi grípa til „alvarlegra aðgerða" til að kveða niður mótmæli. Stjóm- málaskýrendur telja víst að hann hafí átt við að lýst yrði yfír neyð- arástandi en þeir telja jafnframt óvíst hvort þær aðgerðir dugi til að bæla niður þjóðemisvakningu í landinu. Það er því hver höndin upp á móti annarri í þessu víðlenda ríki og hugmyndafræðin ekki allstað- ar sú sama. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að júgóslavneska ríkið riðlist upp í átta sjálfstæðar eindir, eins og spádómurinn í upphafí greinar- innar gerir ráð fyrir. Alltént er júgóslavneski andófsmaðurinn Milovan Djilas þeirrar skoðunar. Hann segir jafnframt að átökin í Júgóslavíu eigi sér samsvörun í öðrum sósíalískum þjóðfélögum sem öll, hvert með sínum hætti, stefni að vestrænni stjómarhátt- um en hingað til hefur tíðkast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.