Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Starfsmenn Landhelgisgæslunnar: Oðinn verði ekki seldur en gerður út allt árið „Skipið er komið mjög til ára sinna og er í mikilli niðurníðslu“ segja starfsmenn Landhelgisgæslunnar um vitaskipið Árvakur og mót- mæla áformum ríkissljórnarinnar að Gæslan missi Óðin og fái Arvak- ur í hans stað. Starfsmannafélag Landhelgis- gæslunnar skorar á dómsmála- ráðherra og ríkisstjórnina að draga ekki úr starfsemi Gæsl- unnar og beita sér fyrir því að varðskipið Óðinn verði ekki selt eða tekið úr umferð, heldur gert út 12 mánuði á næsta ári eins og hin tvö varðskipin. Meðalald- ur varðskipanna sé nú 21 ár og það skjóti skökku við að stjórn- málamenn vilji skera Landhelgis- gæsluna niður á sama tíma og gerðar séu kröfur um stærri efiiahagslögsögu og aukið ör- yggi sjófarenda. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1989 er fjárveiting miðuð við að Óðinn verði ekki gerður út á næsta ári. Ekki er þó gert ráð fyrir fækk- un áhafna og þeirri hugmynd varp- að fram að Gæslan fái Árvakur frá Vitastofnun. Starfsmenn Gæslunn- ar segja í ályktun sem samþykkt var á nýlegum félagsfundi að skyn- samlegast sé að Landhelgisgæslan yfirtaki Vitastofnun alveg, þar sem Gæslan sjái nú þegar um viðhald skeija- og útnesjavita. Árvakur sé hins vegar kominn til ára sinna og í mikilli niðumíðslu og hugmyndir um að nota hann til landhelgis- gæslustarfa á að leggja á hilluna, segir í ályktuninni. Starfsmenn segjast einnig vilja benda á að TF-SYN, Fokker-flugvél Gæslunnar, sé orðin 11 ára gömul og ekki búin nægilega fullkomnum tækjum og þyrlan TF-SIF hafi rejmst full lítil til þeirra björgunar- starfa sem henni eru ætluð. Löngu tímabært sé að huga að smiði nýs varðskips og þörf sé á öflugri og stærri björgunarþyrlu. Til hagræð- ingar í ríkisrekstrinum mætti benda á þann möguleika að taka veiðieftir- lit af sjávarútvegsráðuneytinu og færa það að fullu til Landhelgis- gæslunnar. Þetta myndi spara sem svarar rúmlega 6 mánaða rekstri varðskips. „Það má segja að það sé orðin markviss stefna stjórnmálamanna að höggva stór skörð í starfsemi Landhelgisgæslunnar á 10 ára fresti. Stofnunin hefur verið meira og minna lömuð vegna fjárskorts. Undanfarin ár hefur þó verið hægt að merkja að stofnunin hafi verið að komast á réttan kjöl, þá á að höggva á aftur.“ Heilar kynslóðir starfsmanna hafi horfið vegna óvissuástands sem skapast hafí, en nokkur ár taki að þjálfa upp hæfa starfsmenn. í lok ályktunar Starfsmannafé- lagsins segir að milliþinganefnd sem skipuð var 1981 hafi staðið starfsemi Landhelgisgæslunnar fyrir þrifum með seinagangi sínum og brýnt sé að hún skili niðurstöðum fljótt um hvemig eigi að efla Land- helgisgæsluna. Ljósm: Gunnar G. Vigfússon. Skilríki afhent Nýr sendiherra Brazilíu á Islandi, Murillo Gurgel Valente, afhenti for- seta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, skihnki sín að Bessastöðum 4. október sl. Viðstaddur var utanríkisráðherra Jón Baldvin Hannibalsson. Þvottheldni og styrkleiki í hámarki í fjórum gljástigum • Kðpal innimafnlngln fæsí nú í fjórum gljastlgum. • Mu velur þu þann gljáa sem hentar þér best og malningin er tilbuin beint ur dóslnni. • Mú heyrlr það fortíðinni til að þurfa að blanda málnlnguna með herði og óðrum gljaefnum. VELDU KÓPAL I FJÓRUM GLJASTIGUM: 7 25 Metsölublad á hverjum degi! TVOFALDUR 1. VINMNGUR í kvöld handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.