Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Svar við „varnar- ræðu“ bæjarstjór- ans í Hafnarfirði eftirÁrna Grétar Finnsson Bæjarstjórinn í Hafnarfírði, Guð- mundur Ámi Stefánsson, ritar grein í Morgunblaðið sl. þriðjudag til vamar fjármálastjórn meirihluta Alþýðuflokks og Álþýðubandalags á bæjarsjóði Hafnarfjarðar. Tilefnið er viðtal, sem Morgunblaðið átti nýlega við undirritaðan og ritstjórn- argrein blaðsins um sama efni. Það sem einkum vekur athygli í umræddri grein bæjarstjórans, er hin mikla gremja hans yfir því, að um ijármálastjórn hans á bæjar- sjóði Hafnarfjarðar skuli fjallað í Morgunblaðinu. Jafnframt er það áberandi, hvernig hann forðast að víkja efnislega að fjölmörgum tölu- legum upplýsingum, sem frarn komu í viðtali blaðsins við mig. Ég nefni örfá dæmi: Það sem bæjarstjórinn forðast að nefna Bæjarstjórinn forðast að nefna þá staðreynd, að vextir og fjár- magnskostnaður bæjarsjóðs á sl. ári voru um 52 milljónir króna eða um 1 milljón á viku. Bæjarstjórinn forðast að minnast á það, að 30. september sl. var þegar búið að eyða úr bæjarsjóði allri fjárveitingu ársins til margra útgjaldaliða og í sumum tilfellum mun meiru. Bæjarstjórinn forðast að geta um það, að 30. september sl. var búið að eyða allri fjárveitingu ársins samkvæmt fjárhagsáætlun til greiðslu launa og nær 60 milljónir króna vantaði þá til launagreiðslna það sem eftir var ársins. í stað þess að ræða þessar og aðrar staðreyndir um þá óráðsíu, sem einkennt hefur fjármálastjóm bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í tíð nú- verandi meirihluta, grípur bæjar- stjóri til órökstuddra fullyrðinga og stóryrða. Þetta á sérstaklega við, þegar hann tekur til við að veija þá miklu skuldaaukningu, og þá sérstaklega aukningu lausaskulda bæjarsjóðs, sem átt hefur sér stað á yfirstandandi kjortímabili. Þar lætur bæjarstjórinn meðal annars falla eftirfarandi ummæli um þær tölulegu upplýsingar, sem eftir mér eru hafðar í nefndu Morgunblað- sviðtali: „Tölur eru meira og minna rang- ar og skáldaðar.“ Ennfremur seg- ir bæjarstjórinn: „Morgunblaðið át upp bullið í ritstjómargrein.“ Það er út af fyrir sig tilgangslít- ið, að rökræða Qármál bæjarfélags- ins við mann eins og núverandi bæjarstjóra, sem svarar tölulegum staðreyndum með því einu, að þær séu „skáldaðar" og „bull“. Til þess að taka af öll tvímæli um, að þær tölur, sem fram komu í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við mig um skuldastöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, annars vegar þann 15. júní 1986 og hins vegar þann 30. september 1988, tel ég rétt að birta hér ljósrit af uppgjöri bæjar- endurskoðanda á skuldum bæjar- sjóðs frá þessum tímum. Getur þá hver og einn gengið úr skugga um það, hveijar réttu tölurnar eru: Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Skuldirbæjarsjóðs 15. júní 1986 Skuldir og eigið fé: Reikningur Skammtímaskuldir: 1.1.-15.6.1986 1. Áfallnir ógjaldfallnir vextir 2. Samþykktir víxlar 3. Viðskiptaskuldir og ógr. kostn. 4. Næsta árs afborganir af langtímaskuldum Kr. 584.176 Kr. 8.274.463 Kr. 14.415.442 Kr. 10.553.302 Kr. 33,827.383 Langtímaskuldir: 1. Skuldabréfalán v/reksturs bæjarsj. 2. Skuldabréfalán v/BÚH Kr. 40.861.340 Kr. 30.448.404 Afborganir til greiðslu 15.6.-31.12.1986... Kr. 71.309.744 Kr. (10.553.302) Skuldir samtals: Kr. 60.756.442 Kr. 94.583.825 Skuldir bæjarsjóðs 30. september 1988 Bæjarsjóður Hafnarfjarðar Texti Skammtímaskuldir: Skuldir á bankareikningum Víxilskuldir Viðskiptaskuldir Efnahagsreikningur 1988 Samandreginn 30.9. 88 85.042.908 22.059.567 40.387.195 147.489.670 Langtímaskuldir: Tekin skuldabréfalán Tekin önnur lán 171.627.757 20.266.798 191.894.555 Skuldir samtals 339.384.225 Kaupin á Setbergi Bæjarstjóri víkur sérstaklega að kaupum bæjarins á landi Setbergs undir íbúðabyggð á síðasta kjörtímabili. Gagnrýnir hann það nú, að skuld vegna landakaupanna skuli ekki hafa verið framreiknuð. Hafnarfjarðarbær hefur tvisvar á undanfömum ámm þurft að ráðast í mikil landakaup, vegna nýrra íbúðahverfa, það er í Hvömmum og í Setbergi, en þessar lendur vom í eigu einstaklinga. I bæði skiptin hefur bærinn komið fram sem milli- liður milli seljenda landsins og þeirra, sem síðan hafa fengið þar byggingalóðir. Bærinn hefur tekið við upptökugjaldi frá lóðahöfum og notað það til að greiða með kaup- verð landsins. Skuld bæjarins, vegna þessara kaupa, hefur því í hvomgt skiptið verið framreiknuð og landið, sem keypt var hefur held- ur ekki verið uppfært til eigna hjá bæjarsjóði. Þennan frágangsmáta samþykktu bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, ásamt öðmm án athuga- semda í bæjarstjóm, þar á meðal núverandi bæjarstjóri. Stóryrði hans um þetta efni hitta hann því heldur óþyrmilega fyrir sjálfan. Fullyrðing bæjarstjórans um að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafí síðan samþykkt uppfærslu þessarar skuldar er röng. Þeir greiddu atkvæði gegn henni þegar meirihlutinn ákvað hana einhliða við afgreiðsiu reikninga bæjarsjóðs fyrir árið 1986. Það er hins vegar mál, sem ástæða er til að athuga nánar, hvort bæjarsjóður hefur að undanförnu ekki haft meiri tekjur af upptöku- gjöldum lóða í Setbergi, en hann hefur þurft að borga fyrir landið. SkrautQaðrir bæjarsljórans Bæjarstjóranum verður tíðrætt um framkvæmdir, sem unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili. Rétt er að staldra aðeins nánar við nokk- ur þau dæmi, sem hann kýs að nefna: 1. Bæjarstjórinn byijar á að hrósa sér af nýrri félagsmiðstöð i gamla Skiphóli. Kaup og endurnýj- un húsnæðis þessarar félagsmið- stöðvar hafa verið mjög umdeild, að ekki sé meira sagt. Fyrri eig- andi húsnæðisins hafði boðið það til sölu á kr. 6,5 milljónir, en ekki tekist að selja. Þá kom bæjarstjór- inn og bauðst til að kaupa hús- næðið á kr. 9,9 milljónir. Aldrei hefur fengist nein skýring á því hjá bæjarstjóra, hvers vegna bærinn keypti húsnæðið á þessu verði. Bæjarstjóri fullyrti að standsetning húsnæðisins undir félagsmiðstöð myndi kosta um 2—3 milljónir og taka 2 til 3 mánuði. Hún tók ár og fór í tæpar 20 milljónir. Kostnaður bæjarins við kaup og endurbætur á Skiphóli í dag nemur því nær kr. 30 milljónum eða um 67 þúsund krónum á fermetra. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins voru andvígir þessum kaupum og vildu byggja nýtt hús undir þessa starf- semi, en því hafnaði meirihlutinn. 2. Bæjarstjóri nefnir nokkrar fleiri framkvæmdir, sem flestar voru komnar vel á veg hjá síðustu bæjarstjóm og haldið hefur verið áfram með, en þó sumar eftir all- miklar tafir hjá núverandi meiri- hluta. 3. Bæjarstjórinn nefnir Hafnar- borg, sem gefin var Hafnarfjarð- arbæ á 75 ára afmæli kaupstaðar- ins 1983. Framkvæmdir við við- byggingu hennar voru komnar vel áleiðis 1986. 4. Sundlaug í Suðurbænum. Unnið var við að byggja aðalhúsið fyrir búnings- og baðaðstöðu í tíð fyrri bæjarstjórnar. Núverandi meirihluti stöðvaði hinsvegar áframhaldandi framkvæmdir í heilt ár, en lét síðan undan þrýstingi al- mennings og hóf vinnu við sund- laugarbygginguna að nýju. 5. Dagvistarheimilið, sem bæjar- stjóri nefnir hafði verið ákveðið, fjármagni veitt til byijunarfram- kvæmda og því valinn staður í Set- bergi af fyrri bæjarstjórn. Bæjar- stjóri iét það verða sitt fyrsta verk að breyta þeirri ákvörðun. Hann vildi ekki láta byggja dagheimilið í Setbergi heldur á Hamrinum. Gegn þessari ákvörðun hans reis gífurleg mótmælaalda og var þá ákveðið að byggja heimilið suður í Hvömmum. Allt þetta tafði málið verulega, enda var það loks tekið í notkun í vor, löngu á eftir upprunalegri áætlun. 6. Bæjarstjóri nefnir opnun nýrr- ar heilsugæslustöðvar. Bygging hennar var ákveðin af fyrri bæjar- stjóm og vel á veg komin á síðasta kjörtímabili. Rétt er að taka fram, að ríkið ákveður framkvæmdahraða slíkra stöðva, enda borgar ríkissjóð- ur 85% af byggingarkostnaði, en bæjarsjóður 15%. Onnur dæmi um framkvæmdir, sem bæjarstjóri nefnir sér til ágæt- is, eru yfirleitt á sömu bókina lærð, en þau skulu ekki rakin frekar að sinni. „Ekkert gerst í 12 ár“ Ekkert virðist fara meir í skapið á bæjarstjóranum, en hin grósku- mikla uppbygging, sem átt hefur sér stað í Hafnarfirði mörg undan- farin kjörtímabil, enda réð hann þá ekki ferðinni. Sjálfur hefur hann lýst því yfir í ræðu í bæjarstjórn, að ekkert hafí gerst í Hafnarfirði í 12 ár, áður en hann varð bæjar- stjóri 1986. Slíkt er nú ofstækið. Ef bæjarstjórinn gæfi sér tíma til að koma niður á jörðina, þó ekki væri nema augnablik, hlyti hann að átta sig á því, hversu hann og þeir aðrir, sem nú stjórna bæjarfé- laginu mættu vera þakklátir þeim mönnum, sem áður veittu Hafnár- fírði forystu. Núverandi meirihluti tók við bæjarfélaginu skuldlitlu og meira að segja með nokkrum millj- ónum í sjóði. Forverar núverandi Árni Grétar Finnsson „Hafnarfjörður var svo Qárhagsleg'a traust bæjarfélag og hefur það miklar tekjur, að misheppnuð sljórn Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags eitt kjörtímabil getur ekki sett bæjarfélagið á höf- uðið. Hafnarflörður hefur áður rifið sig upp úr öldudal vinstriflokk- anna.“ meirihluta höfðu komið í verk fjöl- mörgum framkvæmdum, svo sem lagningu hitaveitu í bæinn, malbik- un gatnakerfisins, byggingu skóla, íbúða fyrir aldraða, íþróttamann- virkja, dagvistarheimila, heilu íbúð- ar og atvinnuhverfanna, suður- hafnarinnar og fjölmörgu öðru, sem of langt yrði upp að telja. Síðast en ekki síst mætti minna bæjarstjórann á það, að fyrri bæjar- stjórn leysti vandamál bæjarútgerð- arinnar og stöðvaði þann mikla tap- rekstur, sem sífellt lenti á bæjar- sjóði með vaxandi þunga. Af tap- rekstri bæjarútgerðarinnar hefur núverandi meirihluti því ekki þurft að hafa áhyggjur. Ekki er ósenni- legt að sá vandi hefði riðið meiri- hlutanum að fullu, ef hann hefði þurft að kljást við hann. Ég hefi áður sagt og endurtek það hér, að Hafnarfjörður var svo fjárhagslega traust bæjarfélag og hefur það miklar tekjur, að mis- heppnuð stjórn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags eitt kjörtímabil getur ekki sett bæjarfélagið á höf- uðið. Hafnaify'örður hefur áður rifið sig upp úr öldudal vinstriflokkanna. Núverandi meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hlaut ekki meirihluta atkvæða í síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Staða hans er því veik. Það er því ástæða til að líta björtum augum til framtíðar, því möguleikar Hafnarfjarðar eru miklir, ef vel er á málum haldið. Höfundur er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í HafharGrði. Björg Atla sýnir í FIM-salnum BJÖRG Atla myndlistarmaður opn- ar í dag málverkasýningu í FIM- salnum í Garðastræti 6. Á sýning- unni, sem stendur til 4. desember, eru olíu- og akrýlmyndir unnar á síðastliðnum tveimur árum. Björg Atla nam við Myndlistaskól- ann í Reykjavík og Myndlista- og hand- íðaskóla Islands og útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1982. Hún hefurtek- ið þátt í samsýningum heima og erlend- is og haldið þijár einkasýningar, auk sýningarinnar í FÍM-salnum. Björg hefur setið í sýningamefnd Félags íslenskra myndlistarmanna og ritnefnd Sambands íslenskra myndlistarmanna. Sýningin í FÍM-salnum verður opin kl 14.00 - 19.00 alla sýningardagana. Björg Atla við eitt verkanna á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.