Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Tónlistarskóli Hafiiarfjarðar: Nemendur sýna bania- ég vinn með fullorðnum eða böm- um. Sumir eiga auðveldara en aðrir með að vinna með bömum, og það er mikið atriði að halda aga, en ég held að bömin hafí bæði gagn og gaman af að taka NEMENDUR í Tónlistarskóla Þátt 1 sýningu sem þessari." operu Frá æfingu á „Eldmeyjunni' Eiva Björk Rúnarsdóttír og Ásthildur Guðjónsdóttir með hljóð- Hafnarfjarðar sýna bamaóper- una „Eldmeyjuna“ í Bæjarbíói í Hafiiarfirði í dag, laugardag. Alls taka 60 böm og unglingar þátt í flutningnum, allt nem- endur skólans. Guðrún Ásbjömsdóttir tón- menntakennari er leikstjóri „Eld- meyjunnar" en hún hefur áður sett á svið bamasöngleiki með nemendum Tónlistarskólans í Hafnarfirði og Tónlistarskólans í Garðabæ. „Sýningin er rúmlega klukku- tíma löng, og í henni koma fram nemendur skólans á aidrinum sjö til 18 ára,“ sagði Guðrún í spjalli við Morgunblaðið. Óperan fjallar um gamlan mann, Yefín, sem býr í Úralfjöllum I Rússlandi. Sagan gerist einhvem tíma í fymdinni og segir frá leit Yefíns að gulli. Eldmeyjan, sem er göldrótt, hefur alla tíð freistað þeirra sem leita gullsins, og byggist óperan að miklu leyti á tilraunum eldmeyjar- innar til að freista gamla manns- ins og hafa áhrif á líf hans. Börnin mjög vandvirk „Margir halda að vinnubrögð séu ekki eins vönduð þegar böm eiga í hlut, en sannleikurinn er sá að böm em í eðli sinu svo vandvirk," segir Guðrún. „Ég vanda mig jafh mikið hvort sem færin sín. Guðrún setti upp bamasöng- leikinn „Bamabamsbjöminn dansandi" með nemendum Tón- listarskóla Hafnarflarðar fyrir þremur ámm. Fyrir fímm ánim setti hún upp „Litlu ljót“ f Hafnar- fírði og svo aftur í fyrra með nem- endum Tónlistarskólans í Garðabæ. „Bamaóperan Eldmeyjan var sýnd síðastliðið vor og svo var ein sýning fyrir fullu húsi í Njarðvík um síðustu helgi. Fyrir jólin setj- um við upp helgileikinn „Hljóðu kirkjuklukkumar" í Víðistaða- kirkju." Tónlistin í „Eldmeyjunni" er eftir Robert Long og textinn eftir Dorothy Gulliver. Guðfinna Ólafs- dóttir og Rúnar Einarsson þýddu textann og leikmyndimar gerði Halldór Vilhelmsson. Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir er hljóm- sveitarstjóri, en hún er einnig kennari við skólann. „Krisijana hefur staðið eins og klettur við hliðina á mér í þessum sýningum," segir Guðrún. „Þetta hefur alltaf virst óframkvæman- legt fyrirtæki í upphafi, en eftir hveija sýningu höfíim við séð að þetta var hægt.“ Guðrún lætur þess getið að hún hafí átt gott samstarf við aðra kennara skólans varðandi söngleikina sem hún hefur sett upp og stjómað. „Sér- staklega hafa skólastjóramir og þeir Eyþór Þorláksson og Guðni Þ. Þorláksson aðstoðað mig mik- ið.“ Foreldrar fylgist með tónmenntanámi barnanna Þegar tónmenntanám ber á góma segir Guðrún að mikilvægt sé að foreldrar fylgist með tón- menntanámi bama sinna. „Þegar foreldrar ákveða að senda bömin sín í tónlistarskóla, verða þeir að gera sér grein fyrir að það er mikil vinna að læra að spila á hljófæri, og það er mikilvægt að foreldrar sýni náminu áhuga, hlusti á bömin æfa sig og það er sjálfsagt að þeir komi þegar böm- in spila á samkomum í skólan- um.“ Guðrún segist vera sann- færð um að tónmenntanám og góður árangur í almennu námi haldist í hendur. „í tónlistamámi verða bömin að læra að skipu- leggja tímann vel. Þau verða einn- ig að beita sig aga til að ná ein- hveijum árangri, og þau sem halda áfram tónlistamámi skila í langflestum tilfellum mjög góðum árangri í almennu námi.“ Fimm bamakórar koma á sýn- inguna í Bæjarbíói á morgun. „Að loknum flutningnum er bömunum boðið upp á veitingar og síðan hittast þau aftur í Bæjarbíói og syngja hvert fyrir annað og einn- ig syngja allir kóramir saman fjögur lög. Ég vildi gjaman að samstarfið milli tónmenntaskóla og grunnskóla væri meira. Til dæmis væri hægt að fá böm í tónlistamámi til að leika á hljóð- færi á skemmtunum í skólanum, og margt annað. Ég er að sjálf- sögðu hlynnt því að böm fari í tónlistamám, og held að í tónlist- arskólunum séu bömin í óvenju- lega heilbrigðu og ömggu um- hverfí. Bömin byija oft hér í skól- anum um flögurra ára gömul, og í byijun byggist kennslan á ýmis- konar leikjum, þar sem bömin læra ýmislegt um tónlist og hljóð- færi án þess að þau geri sér grein fyrir að þau séu að læra. Elsti nemandi skólans núna er sextug- ur, en áður var hjá okkur nærri áttræður nemandi sem ákvað svona seint að læra á orgel.“ Nokkur börn tekin tali: Dálítið erfitt en en skemmtilegt ALLS taka 60 krakkar þátt í bamaóperunni, á aldrinum 7 tíl 18 ára. Góð stemmning rikti hjá hópnum þegar Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu. Mikið var skrafað og hlegið, en þegar Guðrún söngstjóri gaf merki um að kominn væri tími til að æfa, þögnuðu allir og settu sig í æfingarstellingar og biðu þess að Guðrún gæfi merki. Eftir æfinguna var rætt við nokkra þátttakendur. Steinunn Arnardóttir er 10 „Ég lærði fyrst á blokkflautu, og ára og hefur verið i píanónámi í fannst aðallega erfítt að læra að þijú ár. „Mig langar nú stundum að fara yfír á þverflautu, þegar ég nenni ekki að æfa mig á píanó- ið,“ segir Steinunn, sem fljrtur ljóð í „Eldmeyjunni" og er sögumað- ur. „Mér finnst gaman að ljóðum, sérstaklega þeim sem lýsa persón- um og umhverfí, en ég á ekkert sérstakt uppáhaldsskáld." Að- spurð um hvort henni þætti ekki erfitt að standa uppi á sviði og fara með ljóð, þar sem ekkert má fara úrskeiðis, segir Steinunn: „Það var svolítið erfítt á frumsýn- ingu, í fyrsta sinn fyrir framan fullan sal af fólki, en nú fínnst mér þetta bara gaman." Hún seg- ist sannfærð um að hún hafí mjög gott af að taka þátt í sýningu sem þessari. Vill flytja í sveit og búa með fullt af dýrum! Lítil, fínleg, rauðhærð tíu ára hnáta með minnstu gerð af fíðlu í fanginu, var næst tekin tali. Elva Björk Rúnarsdóttir er 10 ára og lærir bæði á píanó og fiðlu. halda rétt á boganum," segir hún um fiðlunámið, en hún leikur ein- mitt á fiðlu f óperunni. „Það er gaman að taka þátt í þessu,“ seg- ir hún, en þegar hún er spurð hvort hún hafí áhuga á að leggja tónlistina fyrir sig í framtíðinni segir hún ákveðin: „Nei, ég vil flytja úr öllum hávaðanum í borg- inni, upp í sveit og búa þar með fullt af dýrum!“ Dálítið erfitt . . . en skemmtilegt Björg Jóhannsdóttir 9 ára og Eygló Góa Magnúsdóttír 11 ára syngja báðar einsöng í „Eldmeyj- unni“. Björg hefur lært í tvö ár á selló, en Eygló er á fyrsta ári í píanónámi. „Það er dálítið erfítt að æfa, en það er skemmtilegt að vera með í þessu," segja.þær. „Við syngjum sko báðar einsöng, en það er ekkert erfítt, því við erum núna orðnar vanar því að syngja einar á sviði." Ofurlítið fliss fylgir í kjölfarið hjá þessum hressilegu stúlkum, sem halda áfram: „Það væri gaman að vera söngkonur þegar við verðum stór- ar. En við viljum ekki syngja svona klassískar óperur og svo- leiðis," segja þær og sýna með miklum tilþrifum hvað felst f því Björg Jóhannesdóttir, Steinunn Arnardóttir og Eygló Góa Magn- úsdóttir. Ásgeir Ólafeson og Jón Hallur Haraldsson. að syngja klassísk verk. „Það væri skemmtilegast að syngja svipaða tónlist og er í þessari bamaóperu, létta tónlist, söngleiki og þess háttar." Einbeitir sér að gítarnum Ásthildur Guðjónsdóttir 15 ára hefur lært í átta ár að spila á gítar og þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í sýningu á vegum Tónlistarskólans. „Ég er eingöngu í Tónlistarskólanum núna því ég tók mér frí frá al- mennu námi í vetur til að einbeita mér að’ tónlistamáminu. Ég reikna með að fara í Flensborg næsta haust." Ásthildur var spurð hvort hún léki á gítar með hljóm- sveit, eða tæki þátt í öðrum tón- listarflutningi utan skólans. „Ég er nú ekki í hljómsveit," svarar hún. „En ég hef lært lögin sem eru sungin á samkomum hjá KFUK og spila þar á samkomum." Skemmtilegast á sýningum „Það er auðvitað skemmtileg- ast á sýningum," segja þejr Jón Haukur Haraldsson og Ásgeir Ólafsson. Jón Haukur er 10 ára og hefur lært að spila á orgel í fjögur ár, en félagi hans, Ásgeir 11 ára, lærir á hinar ýmsu gerðir af blokkflautum og hefur gert það í tvö ár. „Það var stundum svolí- tið erfitt að æfa, við gerðum það tvisvar í viku, en svo þegar kemur að sýningu . . .“ og af svipnum má dæma að ekkert jafnist á við að taka þátt í sýningunum. Þeir hafa báðir tekið þátt í sýningum skólans áður og fínnst gaman að læra á hljóðfæri. „Jú við viljum halda áfram í tónlistamámi, en það er eiginlega svolítið snemmt að segja hvort hún verður að aðal- starfi þegar við verðum fullorðn- ir.“ Texti: Brynja Tomer MyndiriÞorkell Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.