Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 57 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hamlet: Mikið lista- verk Góður Velvakandi. Þegar ég lauk við að lesa grein Guðmundar G. Þórarinssonar „Hér er ég Hamlet prins Dana“. Þá minntist ég þess að ég og vinur minn fórum að sjá Jeppa á fjalli sem var leikinn um þær mundir. Alla sýninguna út hló ég eins og mér væri borgað fyrir það, ekki batnaði það þegar vinur minn var farinn að hlæja líka, en það var þegar Jeppi var hengdur upp í snöruna, þá lá við að ég sturlaðist af hlátri. Seinna hlotnaðist mér að fá leik- ritið og lesa það, og að sjá leikinn aftur. Þá kvað við annan tón. Ég var eins og negldur niður í sætið í Iðnó þegar ég rankaði við mér og varð þess var að ég hafði vatnað músum. Þvílíkri samúð fylltist ég fyrir hönd Jeppa á fjalli, að ég gat ekki tárum haldið. Hamlet eftir Shakespeare er annað listaverkið sem á víða hægt með að koma mönnum, sem þannig eru gerðir, í stemmningu. Hamlet ber eldheitar tilfinningar í btjósti til móður sinnar, og þolir ekki samveru henn- ar og konungsins, samband þeirra gerir hann sinnisveikan, sem orsak- ar það að hann hatar föðurbróður sinn, en faðir hans birtist honum sem er kominn til feðra sinna, og mætti undir vissum kringumstæð- um segja, að Hamlet hafi verið far- inn að sjá ofsjónir. Hamlet er lam- aður af hroðalegri innri baráttu sem hann á í vegna móður sinnar, þess- vegna dregst hefndin á langinn, svo alvarlegt er þetta að hann fer að hata kvenfólk, með öðrum orðum, hann úrkynjast. Þetta kemur á dag- inn þegar hann segir við Ófelíu. „Eg elskaði yður einu sinni.“ Og hún svarar: „Já, þér tölduð mér trú um það, herra prins.“ Leikritið Hamlet er mikið lista- verk og um leið mikill boðskapur til allra mæðra, um að fara gæti- lega í þessar sakir viðvíkjandi til- finningaríkum börnum. Dæmi eru til um það, að mörg börn á íslandi hafa orðið að bíta í sama súra eplið og Hamlet, þau eru til hér allt í kringum okkur, og hver hafa orðið örlög þeirra? Það er erfitt að tjá sig um það, svo hroðalegt getur það orðið. Ef einhver efast um að Hamlet beri að skilja eins og hér er gert, þá skal hinum sama bent á, að snúa sér til enskra leikhúsmanna, þeir vita hvaða skilning ber að leggja í Hamlet eftir Shakespeare. Guðmundi G. Þórarinssyni þakka ég fyrir vel skrifaða grein í Morgun- blaðinu 10.11.1988. Sökum þess að G.Þ. staldrar á stöku stað við það í greininni, hvort Hamlet hafi verið vitskertur, þá dró mig löngun til þess að benda á það sem skráð er hér að framan. Því að allt það, sem maður skilur, það getur maður skýrt. Bjarni G. Tómasson ERT ÞÚ í VANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gangi. Viðtalstímar á fimmtudögum. JLkrýsuvíi KURSAMTOKIN Komdu með á flísakynninguna Þessir hringdu . . Breytið áletruninni F.B. hringdi: „Ég kann því mjög illa að í mörgum verslunum fær maður kassakvittanir á ensku sem á stendur „YOUR RECEIPT - THANK YOU“. Það getur ekki verið mikið mál fyrir verslunareig- endur að koma þessu í lag. Ef ekki er hægt að breyta áletrun- inni hlýtur að vera hægt að taka hana alveg burt.“ Leiðinlegar framhaldssögur Konar að austan hringdi: „Ég hef lengi hlustað á fram- haldssögur útvarpsins en er alveg að gefast upp á því núna því fram- haldssögumar hafa verið svo leið- inlegar að undanfömu. Væri ekki hægt að fínna skemmtilegri sög- ur. Þá sakna ég þess mikið að ekki em lengur framhaldsmyndir í sjónvarpinu á síðdegis sunnudög- um. A sínum tíma var sýndi sjón- varpið Húsbændur og hjú og fleiri framhaldsmyndir síðdegis á sunnudögum og var það góður tími til að horfa á sjónvarp. Reyndar finnst mér dagskrá sjón- varpsins á sunnudögum alltof lé- leg. Það hlýtur að vera hægt að gera betur.“ Góðir útvarpsþættir frá Akureyri Ragnar Halldórsson hringdi: „Það er mál margra að útvarps- þættir frá Akureyri hafi í menn- ingarlegu tilliti orðið ríkisútvarp- inu notadtjúgir og verið í farar- broddi. Frábær var þáttur Arnars Inga sem fluttur var laugardaginn 12. þ. m. Þar komu við sögu tveir aldnir heiðursmenn og ekki kom á óvart að þeir skiluðu vel sínum hlut. Meiri athygli og aðdáun vakti þó frammístaða ungmenna sem ekki ræddu ómerkari mál en tilveruna og sjálfa lífsgátuna af meiri skynsemi og meiri þroska en títt er á þessu aldurskeiði. Athyglistverðast og lofsamlegast var þó hið látlausa og prýðilega málfar þeirra, hnökralaust og listilega fram borið, móðurmálið svo sem best mátti verða. Hér sannaðist gildi heimila, skóla og næmi einstaklinga þegar málið er klárt og kvitt framborið svo sem best má verða. Þátt þennan ætti að hljóðrita og ijölfalda til mm yöu 16-11-88 #002 1 X59.10 1 X94.50 2X121 .'50 1 -0.10VD dreifingar í öllum skólum lands- ins, jafnvel Háskólinn ekki undan- skilinn." Spillt þjóðfélag Birna hringdi: „Það gengur alveg framaf mér að kvikmyndin Síðasta freisting Krists sé sýnd hér á landi. Þetta er orðið álvarlegt, þetta þjóðfélag- ið er orðið svo spillt að manni verður hugsað til Sódómu og Gó- móru sem Guð eyddi. Sá tími kem- ur að Guð tekur í taumana og ef við höldum uppteknum hætti er voðinn vís fyrir hina óguðlegu." Sýnum mótmæli í verki Haukur Haraldsson hringdi: „Ég skora á alla kristna menn að sjá ekki þessa óhæfu, kvik- myndina Síðasta freisting Krists. í öðru lagi ættu kristnir menn ekki að skipta við kvikmyndahú- sið sem sýnir myndina ? framtí- ðinni og einnig að sjá til þess að böm þeirra fari ekki í þetta kvik- myndahús." Svört skjalataska Bryndís hringdi: „Þú hinn skilvísi finnandi svörtu skjalatöskunnar minnar, loksins færðu tækifæri til að skila henni en þarft ekki að kveljast lengur yfir að hafa ómerkta tösku í fórum þínum. Samtímis léttirðu af mér áhyggjum yfir að hafa tapað glósunum mínum, frönsku- bókunum mínum og öðru sem í töskunni var. Vinsamlegast hafðu samband í síma 21649 eða 40346.“ Kettlingur Óskað er eftir fresskettlingi helst svörtum eða svörtum og hvítum eða svörtum, hvítum og gulbrúnum. Sími 30018 e. kl. 17. Giftingarhringxir Giftingarhringur týndist fyrir síðustu helgi. í hringinn er greypt “Þinn Jón Ami“. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 77144. Týnd læða Tapast hefur 14 ára gömul læða frá Bergstaðastræti 28B. Hún gegnir nafninu Lóra og er hvít og grábröndótt alveg fram yfir augun og myndast eins og strik sitthvoru megin við þau. Annað eyrað á henni lafir og hún hefur dökka rönd á baki niður á skott sem er líka gráb- röndótt. Hún lokaðist inni í sumar í 14 daga rétt hjá og ef fólk vildi vera svo vænt að athuga í skúra og kjallara hjá sér væri það vel þegið. Lóra er gjörn á að pota sér alls staðar inn en er stygg og heyr- ir illa. Ef einhver veit um hana vin- samlegast hringið í síma 10539, 32877 eða Dýraspítalann í síma 674020. Fundarlaun. Opið laugardag og sunnudag kl. 10-16 KÁRSNESBR AUT 106 - KÓP AVOGI - SÍMI46044 RÝMINGARSALA Tekið til í kjallaranum 30-70% AFSLÁTTUR ÚTLITSGALLAÐ EÐA HÆTT í FRAMLEIÐSLU Bútar-gluggatjaldaefni bútar-áklæði værðarvoðir 50%-70% AFSLÁTTUR Borð, stólar, Ijós, lampar, blómapottar, leirvara, 30%-50% AFSLÁTTUR 16.-19. NÓVEMBER epcil FAXAFENI 7-Sími 687733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.