Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 21 Gullver aflahæstur Austflarðatogara: Margir AustQ ar ðatogar- ar búnir með kvótann Mestum afla landað á AustQörðum í fyrra, en mesta aflaverðmæti á hvern Vestfirðing Egilsstöðum. GULLVER frá Seyðisfirði aflaði mest Austfj arðatog-ara fyrstu átta mánuði þessa árs. Næstur i röðinni er Hoffell frá Fáskrúðs- firði. Afli Gullvers nam 3.646 tonnum að aflaverðmæti 120 milljónir. Almennt hefur Austfj arðatogur- unum gengið vel það sem af er þessu ári og margir eru ýmist bún- ir með kvóta sinn eða rétt að klára hann. Meirihluta þessa afla hefur verið landað í heimahöfn skipanna enda tengsl útgerðar og vinnslu sterk hér á Austurlandi. Yfirlit yfír afla og aflaverðmæti Austfjarða- togaranna fer hér á eftir, byggt á yfirliti Landssambands íslenskra útvegsmanna. í fyrra barst mestur afli á land á Austfjörðum af einstökum kjör- dæmum landsins, alls 422 þúsund tonn. Aflaverðmæti var 2,9 millj- arðar króna, sem eru 221.244 krón- ur á hvem íbúa fySrðungsins. Af þessum afla nam loðnuaflinn 111 þúsund tonnum. Norðurland eystra kom næst í röðinni með 216.655 tonn og Suðurland með 2-13.612 tonn. Aflaverðmæti var hinsvegar mest á hvem Vestfirðing 225.483 krónur. Af einstökum höfnum á Aust- fjörðum var mestum afla landað á Eskifirði, 105.238 tonnum, en Seyðisfjörður og Neskaupstaður fylgja fast á eftir. Þessir staðir eru með hæstu loðnulöndunarhöfnum landsins og er það meginástæðan fyrir þessu mikla aflamagni. Afla- verðmæti á hvem Eskfirðing var um 415 þúsund krónur en lands- meðaltalið er um 101 þúsund krón- ur. Reykvíkingar draga afla á land fytir sem nemur 15 þúsund krónum á hvem íbúa. Af heildarbolfískafla íslendinga er 89.564 tonnum landað erlendis eða 14,5%. Einungis í Reykjaneskjördæmi er meiri bol- fiskafli lagður á land eða 102 þús- Meðal- Medal- Brúttóv. Fjöldi Út- Afla- aflipr. Skipta- skipta- þús.ltr. Brúttó Bnúttó- Siðasti land- halds- magn úthalds- verð verðm. pr. innan- erlendis verð löndunar- ana dagar tonn dag PiAg úth.dag lands þús. kr. samtals dagur AlftafellSU 100 19 151 1372 9.1 24.79 225291.80 33830.6 13174.2 47004789 29-08-88 Barði NK120 23 184 2689 14.6 25.27 369356.21 66244.2 24667.3 90911469 31-08-88 BirtingurNK119 22 171 2493 14.6 24.73 360492.60 66059.0 15285.5 81344558 25-08-88 BjarturNK 121 24 182 2845 15.6 24.24 378924.03 74181.9 18113.1 92294931 22-08-88 BrettingurNSSO 3 31 394 12.7 27.51 349520.58 14324.0 0.0 14323991 21-08-88 Eyv. Vopni NS70 24 171 1195 7.0 22.13 154608.94 34929.2 0.0 34929154 12-08-88 GullverNS 12 ■ 25 199 3646 18.3 23.88 437537.53 88556.2 31592.5 120148677 304)8-88 HafnareySU 110 29 178 2076 11.7 22.13 258102.21 46189.8 16320.9 62510746 294)8-88 Hoffefl SU 80 26 192 2910 15.2 23.80 360732.55 75230.6 19580.3 94810916 054)9-88 Hólmanes SU1 24 195 2662 13.7 17.94 244897.78 67196.6 10739.9 77936434 29-08-88 Hólmatindur SU 220 23 206 2542 12.3 24.39 300979.26 62730.8 22712.2 85442969 064)9-88 Kambaröst SU 200 22 175 2312 13.2 23.22 306743.44 59415.2 13863.6 73278808 294)8-88 Ljósafell SU 70 18 126 1795 14.2 27.42 390640.72 41747.8 28494.3 70242042 084)6-88 Otto Wathne NS 90 14 225 1682 7.5 36.71 274402.08 14010.2 79898.5 93902707 154)8-88 Snæfugl SU 20 20 179 2800 15.6 25.27 395227.34 67783.0 34707.1 102490185 02-09-88 Sunnutindur SU 59 26 199 2417 12.1 24.75 300678.18 64758.5 16734.7 81493268 294)8-88 Þórh. Daníels. SF71 24 150 2243 15.0 23.11 345553.52 55321.3 16258.1 71579445 27-08-88 Samtals 366 2914 38073 932508.8 362136.3 1294645089 Sendiráð taki meiri þátt í útflutningsstarfsemi Opnun sendiráös í Japan í athugnn, segir utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun á starf- semi sendiráða íslands erlendis, að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanrikisráðherra. Þessi endurskoðun færi fram í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrri ríkis- stjómar að setja málefiii utanrík- isverslunar undir utanríkisráðu- neytið og hún væri unnin í nánu samstarfi við samtök útflutnings- greinanna. Stefnt væri að þvi að niðurstöður úr athugun ráðu- neytisins lægju fyrir nú um ára- Lög eftir Árna Gunnlaugsson KOMIN er út bók með 24 lögum eftir Áma Gunnlaugsson, lög- fræðing i Hafnrafirði. Heitir hún „Þú fágra vor“ eftir einu af lög- unum, en útgáfan er tileinkuð minningu móður höfúndar, Snjó- laugu G. Áraadóttur. Höfyndar ljóða við lögin eru: Séra Ámi Bjömsson prófastur, Ámi Grétar Finnsson, Ámi Gunnlaugs- son, Eiríkur Pálsson, séra Hallgrím- ur Pétursson, Helga Guðmunds- dóttir, Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð, Konráð Júlíusson, Ólafur Pálsson, Sara Karlsdóttir, Sigrún Konráðs- dóttir og Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Höfundamir hafa allir nema einn átt heima í Hafnarfirði. Sjö tónlistarmenn hafa útsett lögin, flest Eyþór Þorláksson. Hann og Sveinn Eyþórsson hafa nótna- sett nokkur laganna, en að öðm leyti er nótnaskriftin eftir Pál Hall- dórsson organista. Flest lögin em útsett fyrir einsöng og mörg em með bókstafahljómum. Ami Gunnlaugsson Káputeikningu gerði Bjami Jóns- son listmálari. Prentsmiðjan Hafn- arfjarðar annaðist prentvinnslu. mótin. „Það er verið að skilgreina hlut- verk sendiráðanna í þágu útflutn- ingsgreina og markaðsöflunar. Þá er lögð stóraukin áhersla á aðlögun íslensks atvinnulífs að Evrópu- bandalaginu og það mun hafa áhrif á forgangsröð verkefna á vettvangi sendiráða." Utanríkisráðherra var spurður hvort það kæmi til greina að leggja einhver sendiráð niður. Hann sagði ótímabært að segja nokkuð um það fyrr en athugun ráðuneytisins væri lokið. Aðspurður sagði Jón Baldvin að hugsanleg opnun sendiráðsskrif- stofu í Japan yrði skoðuð sérstak- lega. Sú hugmynd hefði komið upp áður, en ástæða væri til að kanna hana nú þar sem viðskipti við Japan hefðu stóraukist og útflutningur þangað færi vaxandi. Þessi athugun væri hins vegar á byrjunarstigi og engin ákvörðun tekin enn. Á næsta ári er áætlað að veita 240 milljónum króna í rekstur sendiráða eriendis og 12 milljónum að auki til viðhalds. Þetta er aukn- ing um 28% frá fjárlögum 1988. ísland rekur tíu sendiráð erlendis auk fastanefnda hjá EFTA og al- þjóðastofnunum í Genf og hjá Atl- antshafsbandalaginu í Brnssel. Dýrast í rekstri er sendiráð íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en til þess og aðalræðismanns í New York er veitt tæpum 29 milljónum króna. Minnstu fé verður hins vegar veitt til sendiráðsins í Briissel og hjá Evrópubandalaginu, eða rúmum 13 milljónum króna, samkvæmt fj árlagafrumvarpinu. Morgunblaðið/Björn Sveinsson Gullver NS er aflahæstur Austfjarðatogara fyrstu átta mánuði þessa árs. Stjórn Samtaka sparífláreigenda: Varað við skattlagningu sparifjár og afiiámi lánskjaravísitölu STJÓRN Samtaka spariQáreig- enda hefúr sent frá sér ályktun þar sem fagnað er stuðningi Gallerí Gangskör: Margrét Jónsdótt- irsýnir MARGRÉT Jónsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sinum í Gallerí Gangskör laugardaginn 19. nóv- ember kl. 15.00. Myndimar, sem eru vatnslita- og oliumálverk unnin á pappír, eru unnin á árun- um 1983—1985 og hafa feest sést opinberlega áður. Þetta er þriðja einkasýning Margrétar á Islandi, en að auki hefur hún haldið tvær einkasýning- ar í London og tekið þátt í fjölda samsýninga hér og erlendis, m.a. á öllum Norðurlöndunum. Að loknu námi í Myndlista- og handíðaskóla íslands stundaði Margrét framhaldsnám í St. Mart- in’s School of Arts í London 1984— 1986. Hún var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 og starfaði við það á árunum 1977—1981. Tilefni sýningarinnar er að Margrét er nýr félagi í Gallerí Gangskör og er þá vel við hæfi að kynna smá brot af verkum hennar þar. Öll verkin eru til sölu. Sýningin stendur yfir frá 19. nóvember til 4. desember og er opin virka daga kl. 12.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. Lokað á mánudögum. (Fréttatilkymimg) Margrét Jónsdóttir listmálari. Friðriks Sophussonar alþingis- manns við málefhi spariQáreig- enda og því frumkvæði sem hann hefur sýnt með því að flytja þingsályktunartillögu tíl eflingar frjáls peningalegs sparnaðar í landinu. Stjórnin hvetur ríkis- stjóraina til að hætta við áform sín um að skattleggja sparifé og afinema eða breyta lánskjaravísi- tölunni. Sljómin hvetur þingmenn til að samþykkja tillögu Friðriks Sophus- sonar sem fyrst og stuðla þannig að nýjum leiðum til að örva spam- að, draga úr eyðslu og eriendri skuldasöfnun, sem nú er komin á hættustig. Segir í ályktuninni að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu á góðri leið með að slá öll fyrri met Stjómin fagnar frestun ríkis- stjómarinnar á að hefja skattlagn- ingu flármagnstekna einstaklinga en varar jafnframt við áformum um að hefla þá skattlagningu á næsta ári. Lýsir hún yfir vonbrigðum sínum með ummæli forsætisráðherra að afnema skuli lánskjaravísitöluna á næsta ári þrátt fyrir síendurteknar viðvaranir sérfræðinga og álit Seðlabankans gegn því. „Það er mat sérfræðinga, að afnám láns- kjaravísitölunnar muni draga veru- lega úr innlendum spamaði, auka erlendar skuldir og rýra lífskjör og framfarir hér á landi. Tlmabundin lækkun verðbólgu er ekki nægur rökstuðningur fyrir afnámi láns- kjaravísitölunnar þar sem verð- bólguhvatinn í islensku efnahagslífi verður áfiram fyrir hendi," segir í ályktun stjómar Samtaka spariQár- eigenda. Inniskór úr ekta skinni Teg. Monica. Litir: Blátt og perluhvítt. Stærðir: 36-41. Verðkr. 2.680,- S. 689212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.