Morgunblaðið - 19.11.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 19.11.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Ráðstefiian um öryggi og samvinnu í Evrópu: Vínarráðstefnan dregst á langinn ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT bendir til að Ráðstefiian um öryggi og samvinnu, ROSE, í Vínarborg dragist enn á langinn. Frönsk stjórnvöld ákváðu nýlega öllum að óvörum að fara yfir drög að samþykktum ráðstefiiunnar sem þegar liggja fyrir. Það tekur væntanlega sinn tíma. Auk þess hefur endanlegt samkomulag um mannréttindaráðstefiiu í Moskvu ekki náðst en Sovétmönnum er mjög umhugað um að halda slíka ráðstefiiu. Unnið er að gerð erindisbréfs um afvopnunarviðræður austurs og vestur um hefðbundinn vígbúnað í Evrópu samhliða Vínarráðstefn- unni. Ágreiningur hefur ríkt um hvemig hlutlauöu ríkin, sem eiga aðild að Helsinki-sáttmálanum, eiga að fylgjast með framvindu afvopn- unarviðræðnanna þegar þær heíj- ast. Frakkar vilja ekki að viðræð- umar verði aðeins á milli aðild- arrikja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, 23 talsins, heldur að öll aðildarríki Helsinki- sáttmálans 35 talsins, eigi aðild að þeim. Talið er að þeir muni nú setja þess kröfu skýrt fram. Bandaríkja- menn em sérstaklega andvígir þessu, samkvæmt frétt Neue Ziircher Zeitung, og óttast er að skerist í odda með stjómvöldum í París og Washington. Vestrænir fulltrúar á Vínarráð- stefnunni hafa gagnrýnt stjómvöld í Tékkóslóvakíu harðlega að und- anfömu fyrir handtökur andófs- manna í Prag. Warren Zimmer- mann, sendiherra Bandaríkjanna, sagði í þessu sambandi að Banda- ríkjamenn gætu ekki sætt sig við að RÖSE-efnahagsráðstefna yrði Bretland: 350 ferþegar bíða í tíu tíma í risaþotu haldin í Tékkóslóvakíu vegna mann- réttindabrota þar. Rúmenía, Búlgaría, Austur- Þýskaland og Tékkóslóvakía standa í vegi fyrir því að samkomulag tak- ist um samþykkt um mannréttinda- mál. Sovétmenn hafa reynt að miðla málum en án árangurs. Sendiherra þeirra, Júrí Katsjlev, hrósaði nýlega tillögum óháðu ríkjanna um búsetu og trúfrelsi. Það er nýr tónn frá honum. Hér áður fyrr var viðkvæð- ið í ræðum hans alltaf að vestrænu ríkin væru að skipta sér af innanrík- ismálum þegar mannréttindi bar á góma. Bretar og Bandaríkjamenn hafa enn ekki veitt samþykki sitt við mannréttindaráðstefnu í Moskvu. Bandarísk sendinefnd hélt nýlega til Sovétríkjanna til að kynna sér ástandið þar. Fulltrúar í henni sögðu fyrir ferðina að Bandaríkja- menn myndu ekki sætta sig við mannréttindaráðstefnu í Moskvu nema allir pólitískir fangar yrðu látnir lausir, fleiri ferðaleyfi veitt, hætt yrði að trufla sendingar er- lendra útvarpsstöðva og fundir ráð- stefnunnar yrðu jafn aðgengilegir og tíðkast á Vesturlöndum. A lista, sem nefndin hafði með sér til Moskvu, voru nöfn yfir 150 póli- tískra fanga. Það eru mun fleiri en Sovétmenn segja að séu í haldi. Reuter Handrit Kafka selt á 80 milljónir króna HANDRIT rithöfundarins þekkta Franz Kafka að skáldsögunni „Rétt- arhöldin" var á fimmtudag selt á uppboði Sotheby’s-uppboðsfyrirtækis- ins í London fyrir eina milljón sterlingspunda (80 milljónir ísl. króna). Uppboðið tók aðeins tæpa mínútu en handritið var slegið Þjóðveija einum sem kvaðst hafa verið gerður út af örkinni af stjómvöldum í Vestur-Þýskalandi. Kafka var Austurríkismaður, fæddur árið 1883 í Bæheimi, sem nú tilheyrir Tékkóslóvakíu. „Réttarhöldin", sem höfund- urinn ritaði árið 1914, þykir tímamótaverk í bókmenntasögu 20. aldar en sagan var ekki gefín út fyrr en að Kafka látnum árið 1925. Bandaríkjamenn hvattir til aukinnar fiskney slu Washington. Reuter. Hjartaskurðlækna og aðra vísindamenn greinir nokkuð á um hve hollt sé að taka lýsi i stórum skömmtum en allir eru þeir á einu máli um, að fiskneysla sé góð og geti dregið úr hjartasjúkdómum. Kom þetta fram i umræðum á þingi bandarisku hjartaverndarsamtakanna Lundúnum. Daily Telegraph. 350 farþegar voru nýlega lokaðir inni í risaþotu í hartnær tíu tima eftir að ákveðið hafði verið að lenda þotunni í Prestwick í Skot- landi vegna þoku á Heathrow- flugvelli. Farþegarnir voru orðn- ir þreyttir á að sitja í flugvél- inni, enda áttu þeir niu tima flug- ferð frá Miami i Bandarikjunum að baki og flestir þeirra áttu ferð fyrir höndum til Miinchen í Vestur-Þýskalandi. Ekki er vitað með vissu hvers vegna farþegamir þurftu að bíða svo lengi í flugvélinni. Talið er að fjarskiptakerfið hafí bmgðist og hafa stjómendur flugvallarins í Prestwick lofað að bæta það en hvorki þeir né eigandi risaþotunnar, bandaríska flugfélagið Pan Am, segjast bera ábyrgð á biðinni. Talsmenn flugfélagsins halda því fíam að stjómendur flugvallarins beri ábyrgðina. Þeir segja einnig að breska flugfélagið British Air- ways, sem þurfti einnig að beina flugvélum sínum til flugvallarins vegna þokunnar í Lundúnum, hafi eitt fengið að nota fjögur af átta útgönguhliðum flugvallarins. Stað- fest hefur verið að farþegar British Airways hafí gengið fyrir. Farþegar risaþotunnar fengu hvorki mat né drykk fyrstu sjö tímana, en þá fengu þeir gos og kex meðan birgðir entust. Reykingamenn stóðust ekki mátið þegar sjö tímar höfðu liðið án þess að þeir fengju að reykja og sugu vindlinga af áfergju í sætum sínum og á salemum. Flugstjórinn neydd- ist því til að fara fram á að reykingamennimir fengju að standa fyrir utan þotuna í hálftíma til að sinna nikótínþörfum sínum. á fimmtudag. í máli sumra vísindamanna kom fram, að þótt fiskur væri hollur væri ekki enn fullsannað, að lýsi í stómm skömmtum kæmi í veg fyrir hjarta- sjúkdóma og annan krankleika. Aðr- ir urðu til að mæla þessu í mót og dr. Mark Milner, læknir við sjúkra- hús í Washington, sagði til dæmis, að batahorfur sjúklinga, sem tækju lýsi eftir aðgerð, væm miklu meiri en annarra. Ætti það sérstaklega við um þá, sem gengist hefðu undir æðablástur, en sú aðferð er í því fólgin, að leiðari er leiddur að stíflaðri kransæð og hún síðan víkkuð með því að blása út örlitla blöðm á leið- araendanum. Á árinu 1987 gengust 184.000 Bandaríkjamenn undir þessa aðgerð en hún er minni en hjartaþræðing, þegar bijóstholið er opnað og æð úr fæti grædd í og framhjá stíflu í kransæð. Sagði dr. Milner, að miklu minni hætta væri á, að blásnar æðar lokuðust aftur, væri tekið mikið lýsi í sex mánuði eftir aðgerð. Dr. Virgil Brown, forseti Medl- antic-rannsóknastofnunarinnar, hvatti í sinni ræðu alla Bandaríkja- menn til að neyta meiri fisks úr sjó og sagði, að lýsið ynni gegn skaðleg- um fitusýmm í daglegu mataræði. Mikkí mús sextugur: Kvikmyndastjarna og erind- reki Bandaríkjastjórnar Los Angeles. Reuter. TEIKNIMYNDAMÚSIN Míkki varð sextugur í gær og var haldið upp á daginn í Disneylandi í Flórída og Kaliforníu. Þar sem Mikki er teiknimyndamús gat hann verið viðstaddur veisluhöldin á báðum stöðum. í Kaliforníu var 5000 börnum hvaðanæva úr heiminum boðið í afinælið og í Flórída voru afinælisgestirnir um 4000, margir frá fátækum Qölskyldum. og við honum blasti að þurfa að Heiðursgestir í afmælinu vom Andrés önd, sem nú er 54 ára, og Mjallhvít sem varð fimmtug á þessu ári. Þrátt fyrir háan aldur er Mikki mús ennþá grannur og spengileg- ur og hár hans hefur enn ekki gránað. Hann hefur aldrei þurft að standa í stappi við umboðs- menn eða framleiðendur þó hann hafi leikið í 120 teiknimyndum. Walt Disney fékk hugmyndina að Mikka mús á lestarferðalagi árið 1928. Hann var þá fjárvana loka kvikmyndaverum sínum í Hollywood. Hann ákvað að kalla músina Mortimer en kona hans, Lillian, fannst það nafn of hátíð- legt og lagði til að músin yrði kölluð Mikki. í Hollywood gerði Disney fyrstu Mikka mús teikni- myndina. Hún nefndist „Víðáttu- bijálaður" (Plain Crazy) og þar kom lagskona Mikka til sögunn- ar, Mína mús. Enginn sýndi myndinni áhuga en Walt Disney lét það ekki á sig fá heldur gerði strax aðra teiknimynd. Henni var líka fálega tekið. Um þessar mundir lék söngvarinn A1 Jolson í kvikmyndinni „Jasssöngvarinn" sem markaði upphaf talmynda og hlaut myndin feiknagóðar við- tökur. Walt Disney sá hvert stefndi og gerði sína fyrstu Mikka mús teiknimynd með hljóði, „Gufubáta-Villi" (Steamboat Willie). Þar með var framtíð Mikka mús ráðin um ókomna tíð í rósrauðri tilveru kvikmynda- stjamanna. Árið 1932 hlaut Walt Disney Óskarsverðlaunin fyrir Mikka mús og í seinni heimsstyijöldinni gekk teiknimyndamúsin til liðs við Bandaríkjastjórn og birtist á veggspjöldum þar sem almenn- Walt Disney ásamt Mikka mús og Andrési önd. ingur var hvattur til að kaupa stríðsskuldabréf. Innrás Banda- ríkjamanna, Breta og annarra þjóða í Frakkland árið 1944 gekk undir dulnefninu „Mikki mús“. En þrátt fyrir víðtæk áhrif og skjótan frama voru Mikka mús nokkrar skorður settar. Frænda hans, Andrési önd, er fyrirgefið þó hann sýni af sér skapofsa og snúi jafnvel óæðri endanum að áhorfendum. En ef Mikki mús gerist á einhvem hátt dónalegur, skrifa foreldrar yfirmönnum Di- sney-kvikmyndaversins og kvarta undan ósvífninni og segja að teiknimyndamúsin skapi ekki gott fordæmi fyrir böm sín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.