Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 17

Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 17 Skúli Pálsson og Eðvarð Ingólfsson raeð bókina Morgunblaðið/Arni Sæberg. Æviminningar Skúla í Laxalóni komnar út Út er komin bókin „Baráttusaga Athafnamanns - endurminningar Skúla Pálssonar á Laxalóni“, skráð af Eðvarði Ingólfssyni rit- höfúndi. í kynningu á útgáfunni á vegum Æskunnar var rakinn ferill Skúla í stuttu máli m.a. með þeim orðum að hann væri „einn af framsýnustu athafha- mönnum þjóðarinnar á þessari öld, brautryðjandi nýrra atvinnu- greina, forsjáll og harðdugleg- ur.“ í fréttatilkynningu frá Æskunni segir m.a.: -í bokinni lýsir hann viðburðaríkri ævi sinni, uppvaxtará- rum á Vestfjörðum, minnistæðu fólki og margs konar umsvifum í atvinnulífinu. Hann stofnaði fyrstu veiðarfæragerðina hérlendis, und- irbjó jarðveg fyrir veiðar og verkun humars fyrstur manna, en þjóð- frægur varð hann fyrir fiskeldi og áratugabaráttu, sem hann háði við yfirvöld, vegna ræktunar regn- bogasilungs. Þetta er hressileg bók og skemmtileg. Skúli talar tæpit- ungulaust og skefur ekki utan af hlutunum. „Framkoma valdastofn- ana í minn garð er eitt mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinn- ar,“ segir hann. Bókin er 190 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Forsíðu- myndina tók Heimir Óskarsson, en Almenna Auglýsingaþjónustan sá um útlit. Minning’ar séra Rögn- valds Finnbogasonar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Trúin, ástin og efinn — minningar séra Rögn- valds Finnbogasonar á Staðastað sem Guðbergur Bergsson skráði. í fréttatilkynningu útgáfunnar segir m.a.: „Séra Rögnvaldur ræðir hispurslaust um þær róttæku lífsskoðanir sem hann hlaut í vega- nesti í foreldrahúsum og leit sína að leið til að samrýma þær hlut- verki drottins þjóns í íslensku þjóð- kirkjunni. Hann rekur efasemdir sínar og innri togstreitu er hann stendur reynslulaus frammi fyrir ábyrgð sálusorgarans uns hann sannfærist um að ekkert er tilviljun og honum er ætlað að takast á við hlutskipti prestsins. Inni í þessa margslungnu sögu fléttast ástir og tilfinningamál næmgeðja manns og tæpitungulausar lýsingar á sam- ferðamönnum — ávirðingum þeirra og mannkostum. Guðbergur Bergsson skráir sögu séra Rögnvalds af þeim djúpa og næma skilningi sem honum er gef- inn. Hann víkur hiklaust af troðnum Séra Rögnvaldur Finnbogason og Guðbergur Bergsson. slóðum íslenskra ævisagna þegar söguefnið gefur tilefni til og fyllir frásögnina ólgandi fjöri og kankvísi þótt undiraldan sé þung og alvöru- þrungin," segir að lokum í frétt Forlagsins. Trúin, ástin og efinn er 214 blaðsíður. Bókina piýðir mikill fjöldi mynda. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Björn Jónsson/AUK hf. hannaði kápu. Miðstjóm ASÍ: Gripið verði til að- gerða gegn leiguskipum MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Islands hefur beint þeim tilmæl- um til aðildarfélaga sinna að huga að aðgerðum gegn leigu- skipum sem mönnuð eru erlend- um sjómönnum. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt samhljóða ,af miðstjórninni, en þar segir ennfremur: „Miðstjóm ASI ítrekar fyrri samþykkt sína frá því í janúar síðastliðnum og skorar á viðskiptaráðherra að stöðva nú þegar öll leyfi til gjaldeyrisyfir- færslu vegna leigutöku erlendra skipa, sem mönnuð eru, erlendum sjómönnum og ætluð eru til reglu- bundinna siglinga að og frá íslandi. Þá skorar miðstjórn ASÍ á ríkis- stjórnina að hún beiti sér fyrir því að nú þegar verði úttekt gerð á stöðu íslenskrar kaupskipaútgerðar í samanburði við útgerðir kaupskipa á Norðurlöndum, þannig að saman- burður verði meðal annars gerður á rekstrarkostnaði áætlanaskipa og svokallaðra „trampara" þar sem meðal annars komi fram laun áhafnar og launatengd gjöld, olíu- kostnaður og tryggingar og farm- gjöld ofangreindra siglingaskipa." Bókum þjóðhætti og þjóðtrú BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefiir sent frá sér bókina „Þjóðhættir og þjóðtrú" sem Þórður Tómasson safiistjóri í Skógum skráði eftir Sigurði Þor- steinssyni frá Brunnhól á Mýrum í Hornafirði. Þórður í Skógum segir 'm.a. í formála bókarinnar: „Verk mitt er aðeins endurskin af frásögnum gamla mannsins. Heimur og hrynj- andi talaðs orðs hjá honum gæddu það lífi sem aldrei getur færst yfir á bók eða blað. Enn er sem ég sjái hann fyrir mér, hinn gamla þul, álútan í sæti, horfandi í gaupnir sér, líkt og úti á þekju með hugann víðs fjarri, en allt í einu er litið upp með glampa í augum, spurn eða athugasemd er færð fram og fróð- leikur látinn í té með eftirminnileg- um málhreim og sérkennilegum áherslum:-Bókin er vitni um trú, hugsunarhátt og venjur horfinnar aldar. Hún er einnig vitni um mann Þórður Tómasson sem ekki sigldi þann byr að vera eins og fjöldinn, mann, sem var mótaður ijarri þeirri öld sem hann þó lifði og hrærðist í. Hún fellur ekki undir það sem nefnt er bók- menntir, réttur hennar, ef einhver er, felst í því að hún geti orðið síðari rannsókn íslenskrar þjóð- menningar að einhveijum notum. Framan af þessari öld hefði verið hægt að taka saman bók sambæri- lega við þess í flestum sveitum landsins. Nú er það liðin tíð og önnur áþekk þessari mun ekki síðar sjá dagsins ljós.“ Gódan daginn! SÝNING laugardag og sunnudag kl. 13-17 Allar gerðir af flutningakerrum - hesta- kerrur - vélsleðakerrur - hjólhýsi- og það nýjasta: Kerrurfyrirfjórhjól. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. VÍKURVAGNAR - KERRUSALURINN, Laufbrekku 24 - Dalbrekkumegin - s. 45270. SMÍDUM SAMKVÆMT ÞÍNUM ÓSKUM Hornsófar - Sófa- sett Ledurklæddur hornsófiverd kr. 119.000,- stgr. Eitt besta úrval borgarinnar af leðurklæddum hornsófum og sófasettum. Einnig Leður look. Hagstætt irerð. Opið til kl. 16.00 laugardag. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375 TILBOÐ ÓSKAST í Cherokee Jeep 4x4 árgerð ’84, Scout Traveler S/W 4x4 árgerð ’79, Mitsubishi Rosa, 20 farþega, árgerð ’80, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 12-15. Jafnframt óskast tilboð í „JOY“ loftpressu diesel 600 cy. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SAL/I 1/ARAfARLfÐSEfGA/A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.