Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988' 11 Sjávarútvegs- menn álykta gegn sjálfiun sér eftir EyjólfKonráð Jónsson Fólkið stendur að vonum agndofa frammi fyrir þeirri staðreynd að meginatvinnuvegur okkar hafi verið mergsoginn svo að hann er á gjald- þrotsbarmi. „Persónuleg skoðun mín“ er sú að hitt sé hálfu meira undrunarefni að talsmenn sjávarút- vegsins grátbiðja enn þann dag í dag um meira af svo góðu. Megin- krafa þeirra er „hallalaus rikisfjár- mál“, þ.e.a.s. meira rán ríkisófreskj- unnar, eignaupptaka fjármuna fólksins og atvinnuveganna. Vita mennimir ekki að ríkið er dag hvem að sölsa í sinn hlut ógrynni fjár- muna frá þeim, eða hver á orðið það fé sem þeir hafa tapað, hver á frystihúsin og skipin? Eru það ekki ríkisbankar og sjóðir ríkisins og stofnanir? Hvemig væri að menn hlustuðu nú á Vilhjálm Egilsson og skoðanir hans á því hvemig arðinum af sjáv- arútvegi sé háttað og hvert hann hafi horfið, því að mín aðvörunar- orð í tíu ár hafa menn ekki viljað heyra. Og hvemig væri að umræður hæfust nú um nýtt rit sem Fjár- laga- og hagsýslustofnun hefur gefið út og nefnist „Ríkishalli, ríkis- skuldir og viðskiptajöfnuður við útlönd". Um efni það sem þar birt- ist og arðrán íslenska ríkisvaldsins almennt var nokkuð íjallað í maí og nóvember-desember á síðasta ári, en erfitt hefur verið þar til nú að fá upplýsingar um þetta efni og allan blekkingavefinn við fjárlaga- gerð, þar sem t.d. öll framlög til sjóða sem aftur lána féð með fullri verðtryggingu og vöxtum eru talin til gjalda. Með margháttuðum reiknings- kúnstum er þannig „sannað" að ríkissjóður búi við sífelldan halla og hann þurfi að rétta af hvað sem líður halla atvinnuvega og heimila. Þá muni verðbólgan gufa upp og almenn velferð leika við fólkið. Við þekkjum árangurinn síðasta hálfan annan áratuginn. A hvetju hausti er það reiknað út að „gat“ sé í ríkis- fjármálunum og það verði að fylla í. Upphæðin er eitt árið 3 milljarð- ar, næsta ár 4 o.s.frv. Skattar eru hækkaðir um rúmlega þá upphæð og allt er klappað og klárt. En þeg- ar líður á fjárlagárið uppgötva menn að gatið er stærra en í fyrra og hitteðfyrra og standa sjálfir á gati vegna þess að þeim hafði ekki verið sagt frá því að dálkarnir í fjár- lögum voru tveir, ekki bara tekju- dálkur heldur líka útgjaldahlið. Og nú einu sinni enn hafði gjaldahliðin hækkað fyrr og meir en tekjuhliðin. Þá er spurt: Hverslags ósvífni er þetta eiginlega? Hvað gerðist, jafn rækilega og reiknað var með tekju- afgangi. Af hveiju hækka gjöldin svona. Eru þau kannske bara bein- ar og óbeinar launagreiðslur og gjaldeyrisnotkun þegar upp er stað- ið? Hurfu kannske peningamir þeg- ar launin hækkuðu og gengið féll? Engin rök hefur undirritaður TÚLVUSKEYTING IVIEÐ CROSFIELD heyrt fært fyrir því að atvinnuvegir séu betur settir þegar ríkisvaldið rembist við að ná hallalausum fjár- lögum með stöðugum skattahækk- unum þ.e. gripdeild opinbera valds- ins. Enda væri sá ekki billegur sem gæti fært þau fram. Samt apar einn eftir öðrum kröfuna um „hallalaus" fjárlög sem hvergi þekkist í þjóð- löndunum sem hraðast sækja fram, m.ö.o. löndum þar sem atvinnuveg- imir em fjárhagslega sjálfstæðir, öflugir og fijálsir. Nægir þar að nefna Bandaríkin, Japan og Vest- ur-Evrópu. í mínum huga er engin leið að kveða verðbólgu f kútinn önnur en sú að lækka skatta verulega og reyna ekki að ná hallalausum fjár- lögum í nokkur ár a.m.k. eins og heitið var í stefnuskrá fyrri ríkis- stjómar, þótt hún sviki hana í upp- hafí þings í fyrra, réði sér þar með bana og setti meginatvinnuveginn á vonarvöl. Sjávarútvegi bjargar ekkert nema enn ein gengisfelling þar sem verðlagshækkunum af hennar völdum yrði eytt að fullu og rúmlega það með verulegri lækk- un neysluskatta. Þrívegis hef ég í þingflokki Sjálf- stæðismanna flutt formlega sömu tillöguna um að gengi yrði fellt um 12—15% og söluskattur lækkaður í 20%. Fyrst var tillagan flutt 29. febrúar, síðan í maí og loks á sam- eiginlegum fundi þingflokks og miðstjómar í september — alltaf sama tillagan því að „úrræðin“ í mars og maí vom verri en engin. Enginn held ég að vefengi það að 5% lækkun söluskatts mundi að fullu vega upp verðlagsáhrif af 13% gengisfellingu. Nú er hins vegar svo komið að skatta yrði að lækka meira til að fólk gæti lifað og at- vinnuvegir blómstrað. Beinast Iægi því við að lækka matarskattinn eins og Þorsteinn Pálsson lagði til í haust og yrði hann því á bilinu 4—9% eins og leyfilegt á að vera í Evrópubandalaginu að því er biýn- ustu nauðsynjar varðar eins og mat, húshitun, almenningssam- FOR.LAGSFRÉTT1 R Eyjólfur Konráð Jónsson „í mínum huga er engin leið að kveða verðbólgu í kútinn önnur en sú að lækka skatta verulega og reyna ekki að ná hallalausum Qárlögum í nokkur ár a.m.k. eins og heitið var í stefiiu- skrá fyrri ríkisstjórnar, þótt hún sviki hana í upphafi þings í fyrra, réð sér þar með bana og setti meginatvinnu- veginn á vonarvöl. Sjáv- arútvegi bjargar ekk- ert nema enn ein geng- isfelling þar sem verð- lagshækkunum af hennar völdum yrði eytt að fullu og rúm- lega það með verulegri lækkun neysluskatta.“ göngur o.fl., þó að almennur virðis- aukaskattur megi vera 14—20%. En það er nú eitthvað allt annað uppi á teningnum hjá nýju stjóm- inni sem þegar er að verða versta stjóm lýðveldisins. Og Kvennalista- konur sem famar em að tala um pólitík segjast ætla að styðja stjóm- ina til „allra góðra verka". Hver eru góðverkin konur góðar — eru það kannske skattahækkanir? Höfundur er einn afalþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks. ÚRVALS NOTAÐIR VÖRUBÍLAR MYNDAMÓT HF Við höfum 80 vörubíia á lager. Það borgar sig að hafa samband. Við höfum flestar gerðir af notuðum vörubílum - kranabílum - dráttarbílum - sendibíium: 6 og 10 hjóla. Hafið samband og leitið upplýsinga. Við borgum ferðina til Gautaborgar, ef af viðskiptum verður. Upplýsingar gefa: Sverker Zetterberg sími 9046 31 520860 Steindór Sighvatsson sími 9046 31 433388 SCANIA-BILAR í GAUTABORG AB EXPORTGATAN 37, HISINGS BACKA, Tel: 9046 31 520860 1) Grænt og gómsætt Ný bók um jurtafæði og matreiðslu þess á sælkeravísu Á síðustu árum hafa miklar breytingar orðið á mataræði fólks og þeim fjölgar stöðugt sem fá áhuga á jurtafæði. Margir snúa sér að því ein- göngu, aðrir kjósa að borða minna kjöt en áður og bera í stað þess á borð nýstárlega grænmetis- og jurtarétti. í fyrsta skipti kemur nú út á íslensku stór og glæsileg matreiðslubók um jurtafæði sem á íslensku hefur hlotið heitið Grænt og gómsætt og er samin af breska mat- reiðslumanninum Colin Spencer. Hann hefur um árabil ritað fasta greinaþætti um mat í breska stórblaðið The Guardian og á síðustu árum unnið ótrauður að því að kynna lesendum sínum þá hollustu, sem er að Finna í vel samsettu jurtafæði og kennt þeim að búa til úr því gómsæta rétti. Markmið hans er að líkja ekki eftir réttum sem venjulega eru matreiddir úr kjöti eða fiski, en láta heldur hráefnið njóta sín í nýjum réttum. Þá hefur höfundurinn feng- ið sex heimsfræga mat- reiðslumeistara til liðs við sig og hver þeirra setur sam- an sína veislumáltíð fyrir ólík tilefni. Fjölbreytt efni Grænt og gómsætt hefur að geyma notadrjúgar leið- beiningar um heilsusamlegt fæði og hvernig setja skal saman hollar máltíðir. Sér- staklega er hugað að þörfum bama, þungaðra kvenna, íþróttamanna og roskins fólks, svo og þeirra, sem neyta jurtafæðis án mjólkur og eggja. Hér er fjallað um þann háska sem fylgir ótæpilegri neyslu á salti, sykri, fitu og aukefnum og bent á, hvemig draga megi úr henni. í bókinni eru einn- ig greinargóðar leiðbeining- ar um hvað best er að eiga til í kæli eða búri, hvaða áhöld koma að mestu gagni og síðast en ekki síst er í bókinni myndskreytt orða- skrá, þar sem margt má læra um hinar ýmsu fæðutegund- ir sem matreiða skal. Þótt allt sem notað er í uppskrift- unum fáist hér á landi, þá vita margir ennþá lítil deili á sumu af því hráefni sem uppskriftimar gera ráð fyrir, og því er sérstakur fengur Grænt og gómsætt Colin Spencer Vm jtirtafœdi <><} rnatœiÖshi þéss *% ö sœikeravisu 0^ af þessum myndskreyttu lýsingum á grænmeti, korn- vörum, ávöxtum og kryddi. Bók sælkeranna Segja má með sanni að Grænt og gómsætt sé bók sælkeranna. Þar er fjallað ítarlega um matreiðslu jurtafæðis og boðið upp á alls konar rétti. Sumir eru einfaldir og ódýrir - aðrir íburðamiklir og glæsilegir. Alls em um 200 uppskriftir í bókinni. Hér er að finna mat við allra hæfi, bæði þeirra, sem neytt hafa jurta- fæðis lengur eða skemur, og hinna, sem hyggjast kannski breyta um mataræði. í bók- inni er einnig mikill fjöldi góðra ráðlegginga, sem að gagni mega koma í eldhús- inu. „Alltaf eru að verða breyt- ingar á því, hvaða matvæli fást og hvemig þau em not- uð,“ segir Colin Spencer í formála bókar sinnar. „Nú viljum við helst ferskan, einfaldan og glæsilegan mat með hreinu bragði og góðan undir tönn. Við viljum mat, sem er laus við rotvarnar- efni og önnur aukefni, mat sem gælir við bragðlaukana og skerpir hugann. Þessari bók er ætlað að færa ykkur þannig mat og hér hef ég leitast við að setja saman bestu máltíðir sem ég gat upphugsað. Þeir dagar eru liðnir þegar jurtafæði var þungt og bragðdauft. Þessi matur getur hins vegar feng- ið mestu sælkera, sem eru vanir að háma í sig kjöt, til að fagna fæði þar sem fer saman gott og eðlilegt bragð af matnum og hollusta.“ FORLAG1Ð1 ÆGISGÓTU 10. SIMI 9I-25I88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.