Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Þriðja bindi sögu Reykjavíkur ÞRIÐJA bindi bókarinnar Reykjavík — Sögnstaður við Sund — eftir Pál Líndal er kom- ið út hjá Erni og Örlygi. Fyrri tvö bindin tóku yfir bókstafina A—p en í þessu bindi lýkur staf- rófinu. Fyrsta uppsláttarorð þriðja bindis er Rafstöðvarvegur en síðasta uppsláttarorðið Öskjuhlíð. Ljóð eftir Sigrúnu Ragnars- dóttur BLEKBYTTAN hefur gefið út ljóðabókina 90° mýkt eftir Sigr- únu Ragnarsdóttur og er það hennar fyrsta bók. í bókinni eru 32 ljóð í þremur köflum. Myndir eru eftir Sigurð Þóri og lngiberg Magússon. Bókin er 60 blaðsíður, prentuð hjá Litbrá - offset og bundin hjá Flatey. í bókinni eru bæði gamlar og nýjar ljósmyndir, málverk, teikning- ar, kort og uppdrættir. Undirbún- ingur þessa ritverks er búinn að standa árum saman og hvað mynd- efnið snertir þá hefur þess verið aflað jafnt erlendis sem hérlendis, segir í fréttatilkynningu útgefanda. í kynningu útgefanda er vitnað í ritdóm eftir Aðalstein Ingólfsson sem birtist í DV þegar annað bind- ið kom út, en þar segir Aðalsteinn m.a.: „Fyrir utan sparisjóðsbókina hafa tvær bækur verið í reglulegri notkun á mínu heimili undangengið ár, nefnilega stóra fuglabókin hans Hjálmars Bárðarsonar og Reykja- víkurbók Páls Líndals, fyrsta bindi.“ „í fyrsta bindi Reykjavíkurbókar Páls mátti fletta upp á strætum, ömefnum og nafnkunnum bygging- um og ýmsu öðru frá A-G. Nú er hægt að halda áfram að fletta, því út er komið annað bindi þessa nota- dijúga verks, en það spannar yfir stafrófíð frá H—P. Formúlan er sú sama og í fyrsta bindinu: í sér- hverri flettu er velt upp beinhörðum upplýsingum um tiltekið hús, ör- nefni eða svæði, sögu þess til þessa dags, íbúa, ábúendur eða nafn- Páll Líndal kenndar persónur sem tengjast því með einhveijum hætti. En það er ekki hin löggilda sagnfræði sem gerir þessa bók svo skemmtilega aflestrar heldur ýmislegt það sem með henni flýtur, bæði með og án ábyrgðar, skemmtisögur og kveð- skapur um menn og málefni, frá- sagnir úr blöðum og tímaritum, svo og betri skáldskapur.“ Ritstjóri bókarinnar er Einar S. Amalds en myndaritstjóri Örlygur Hálfdanarson. Prentlögn annaðist Kristinn Siguijónsson. Viö höfum opnað nýjan bííasal fyrir notaða bíla að Brautarholti 33, undir nafninu: Af því tilefni vekjum við athygli á eftirfarandi: Stærsti bílasalur hérlendis — tekur yíir 100 bíla ••• Tölvuvædd birgðaskrá og söluskráning ••• Allir bílar inni — í björtu og hlýju húsnæöi • •• Prufuakstur beint úr bílastæöi í salnum ••• Aðeins bílar í góðu ástandi • •• Þjálfaðir sölumenn — hröð og örugg þjónusta ••• Verið velkomin á Bílaþing að Brautarholti 33 HEKLA hf. Mj ófi r ðingasögnr Vil- hjálms Hjálmarssonar BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út annan hluta af Mjófirðingasögum eftir Vilhjálm Hjálmarsson, en fyrsti hluti þeirra kom út 1987. Útgefandi kynnir Mjófírðinga- sögur II m.a. þannig á kápu: „Ann- ar hluti af Mjófírðingasögum Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrum al- þingismanns og ráðherra, rekur byggðarsöguna í átthögum höfund- ar eystra og spannar sveitina sunn- an fjarðar og í botni hans. Greint er frá bújörðum og landsnytjum á þeim slóðum og birt bændatöl með bólstaðalýsingum. Inn á milli er svo skotið ítarlegum köflum um síld- og hvalveiðar Norðmanna í Mjóa- fírði og af Sveini Ólafssyni, héraðs- höfðingja og alþingismanni, er sat óðalið Fjörð allan fyrri hluta aldar- innar, en af honum varð staðurinn víðfrægur." Ennfremur segir: „Mjófírðinga- sögur lýsa tímabili mikilla breytinga í lifnaðarháttum, sviptinga í at- vinnulífí og röskunar íbúafjölda. Sögusviðið er afmarkað, en þó vítt og sérstakt. Þar lifðu og störfuðu Mjófírðingar Vilhjálms á Brekku, dáðrakkir og eftirminnilegir þegnar Vilhjálmur Hjálmarsson sem lögðu af mörkum ærin drög að sögu lands og þjóðar.“ Mjófírðingasögur II eru 490 blaðsíður að stærð með mörgum myndum og að lokum fylgir nafna- skrá. Kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson. Bókin er unnin í prentsmiðjunni Eddu. Skáldsaga eftir Guð- mund Andra Thorsson BÓKAÚTGÁFA Máls og menn- ingar hefur sent frá sér skáld- söguna Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson. Þetta er fyrsta skáldsaga hans, en hann hefur áður birt eftir sig nokkrar smásögur, og hlaut ein þeirra verðlaun í Smásagnasam- keppni listahátíðar árið 1986. I kynningu útgefenda segir: „Að- alpersóna bókarinnar er Egill, 25 ára gamall námsmaður með skálda- drauma. Viðfangsefnið er sígilt: Héma er ungur maður, fullur af efasemdum um ríkjandi viðhorf, í leit að sjálfum sér og einhveiju æðra — ástinni. Sem hann telur sig finna umleið og hann kemur auga á Sigríði. Þá fara öll hans áform úr skorðum og ekkert er lengur eins og það var. Líf hans fyllist kæti — og angist." Mín káta angist er 155 blaðsíður að stærð, unnin í Prentstofu G. Benediktssonar, en Arnarfell sá um bókband. Kápu gerð Ingibjörg Ey- þórsdóttir. Bók um Hraftikels sögu eftir Hermann Pálsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Mannfræði Hrafiikels sögu og frumþættir eftir dr. Hermann Pálsson, pró- fessor í Edinborg. Útgefandi kynnir Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþætti og bókarhöfund m.a. svo: „Hrafnkels saga Freysgoða hefur orðið fræði- mönnum ærið rannsóknarefni og í þeim hópi munar vafalaust mest undanfarinn aldarfjórðung um dr. Hermann Pálsson prófessor í Edin- borg. Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir sannar enn hversu hann leggur sig fram um að sjá þetta forvitnilega en umdeilda lista- verk í nýju ljósi. Einkennist bókin líkt og hliðstæð rit Hermanns Páls- sonar af þekkingu og gerhygli. Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir er þriðja bindi í ís- lenskri ritskýringu. Bókin skiptist í fímm meginkafla sem bera eftir- taldar fyrirsagnir: Aðferðir, Hrafn- kels saga og aðrar ritningar, Drög að mannfræði, Ýmsir frumþættir og Spakmæli og önnur kjamyrði. Höfundur helgar Mannfræði Hrafn- kels sögu og frumþætti Peter Springborg í Ámasafni' í Kailp- Hermann Pálsson mannahöfn, útgefanda Hrafnkels sögu Freysgoða." Mannfræði Hrafnkels sögu og fmmþættir er 127 blaðsíður að stærð. Bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, en kápu gerði Sig- urður Örn Brynjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.