Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 27 Reuter Átök viðráðhúsið íHamborg Hópi 7.000 ungmenna og lögregluliði lenti saman fyrir framan ráðhúsið i Hamborg í gær. Mót- mælin beindust gegn Þingmannasamtökum Atlantshafsbandalagsins sem héldu fúnd í ráðhúsinu. Að sögn lögreglu slösuðust 15 lögreglumenn og 18 mótmælendur. Lögreglan lét til skarar skríða þegar ungmennin hófú að kasta gijóti og kveikja elda á ráðhústorginu. Fyrir mótmælunum stóðu Græningjar og ótilgreind friðarsamtök. Skrifstofustjóri Bandaríkjaforseta: Umdeildur meðal leiðtoga gyðinga Fyrrum kanslari V-Þýskalands: Ovíst hve lengi Gorbatsiov situr Hamborg. Reuter. HELMUT Schmidt, fyrrum kanslari vestur-Þýskalands, sagði í gær, að hann teldi aðeins helmingslíkur á, að Mikhaíl Gorbatsjov kembdi hærurnar sem leiðtogi Sovétríkjanna. Schmidt sagði, að vegna þessa yrðu Vesturlönd að nota tímann vel og reyna að ná sem mestum árangri í afvopnunarmálum. „Við Kúbustjórn: Samþykkir fiiðaráætlim Havanna. Reuter. KÚBÖNSK stjórnvöld hafa sam- þykkt áætlunina um frið í Suð- vestur-Afríku en samkvæmt henni verður Namibía sjálfstætt ríki og 50.000 kúbanskir her- menn verða fluttir frá Angóla. í stuttaralegri tilkynningu á for- síðu Granma, stjórnarmálgagnsins, sagði, að þessari samþykkt hefði verið komið á framfæri við Banda- ríkjastjórn en síðasta misse'rið hefur hún haft milligöngu í viðræðum ríkisstjórnanna í Angóla, Kúbu og Suður-Afríku. Er nú ekkert í vegi fyrir því, að friðarsamningamir verði undirritaðir á væntanlegum fundi í Brazzaville í Kongó. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvenær hann verður haldinn. í samningunum er kveðið á um, að kúbanska herliðið verði flutt frá Angóla á 27 mánuðum. 36.000 á fyrsta árinu, þegar Namibía verður sjálfstæð, og síðan 14.000 á 15 mánuðum. vitum ekki hve lengi Gorbatsjov verður við stjómvölinn eða hvort Sovétríkin verði enn á ný yfir- gangssamt stórveldi," sagði Schmidt á fundi hjá Þingmanna- samtökum Atlantshafsbandalags- ins. „Ef Gorbatsjov nær ekki þeim árangri í efnahagsmálunum, sem að er stefnt, má búast við leið- togaskiptum." Washington. Reuter. GEORGE Bush, verð- andi forseti Banda- ríkjanna, til- kynnti á fimmtudag að hann hefði ákveð- ið að skipa John Sun- unu, ríkis- stjóra New Reutcr Hampshire, John Sununu skrifstofustjóra forsetaembætt- isins. Bush virti þar með að vett- ugi fregnir um að aðstoðarmenn hans og leiðtogar bandariskra gyðinga væru mótfallnir þessu vali. Sununu er 49 ára að aldri og af líbönskum og bandarískum ætt- um. Hann kom til liðs við George Bush í forkosningum repúblikana í New Hampshire og stjómaði . kosningabaráttu hans þar. Robert Dole var talinn sigurstranglegast- ur fyrir forkosningamar í New Hampshire eftir stóran sigur í Iowa og talið er að hefði Bush tapað gæti það hafa kostað hann forseta- embættið. Raunin varð önnur og með aðstoð Sununus hófst sigur- ganga Bush í kosningabaráttunni. Þegar hann flutti þakkarræðu er sigurinn var í höfn að kvöldi kjör- dags nefndi Bush New Hampshire sérstaklega. Valið á Sununu stað- festir þá skoðun, að Bush líti þann- ig á, að hann hafí afhent sér lykil- inn að Hvíta húsinu. Sununu er sagður mikill skipu- leggjandi, drífandi framkvæmda- maður og harður í hom að taka í stjómmálabaráttunni. Vangavelt- ur um að hann yrði fyrir valinu sem skrifstofustjóri Bandarílqafor- seta komu af stað fregnum um að Unglingar í Bretlandi: Þurfa ekki að læra heima og horfa því á sjónvarp St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UNGLINGAR frá 11 ára aldri til 16 ára horfa álíka lengi á sjón- varp og nemur dvalartíma þeirra í skóla á hveijum degi, að þvi er kemur fram í frétt The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Tæplega helmingi 15 ára nemenda var ekki sett neitt fyrir að læra heima. Rannsóknarhópur í uppeldis- fræði við hákólann í Exeter lagði 79 spurningar fyrir 18.000 nem- endur á aldrinum 11-16 ára úr 121 skóla víðs vegar á Bretlandi. Það hefur tekið tíu ár að finna spurningunum form til að fá fram sönn svör. Niðurstöður úr könnun- inni verða birtar í heild nú í vik- unni. I könnuninni kom fram, að í fjöldamörgum skólum er ungling- um lítið sett fyrir að læra heima. 47% drengja og 41% stúlkna á sextánda ári (sem væru í níunda bekk í íslensku skólakerfi) hafði ekki verið sett neitt fyrir að læra heima. Þriðjungi drengja á tólfta ári og fjórðungi stúlkna var ekki sett neitt fyrir að læra heima. í stað þess að læra heima horfa unglingar mjög mikið á sjónvarp. 41% drengja I sjötta bekk og 35% stúlkna horfa á sjónvarp lengur en í þijár klukkustundir á dag og 10% drengja lengur en fimm klukkustundir. A fjórtánda ári fer að draga úr tímanum fyrir framan sjónvarpið. I níunda bekk horfa 37% drengja og 30 stúlkna á sjón- varpið lengur en þtjár klukku- stundir á dag. 18% drengja í sjötta bekk óg 13,5% stúlkna horfa lengur en eina klukkustund á hveiju kvöldi á myndbönd. Bóklestur kemst ekki í hálfkvisti við sjónvarp. Helmingur drengja í sjötta bekk og meira en þriðjungur stúlkna hafði ekki lesið sér neitt til skemmtunar daginn áður en spumingamar vom lagðar fyrir þau. í níunda bekk höfðu 68% drengja og 56% stúlkna ekki lesið sér neitt til skemmtunar daginn áður en þau voru spurð. Að jafnaði hjálpuðu 40% drengja til við heimilisverkin, og 60% stúlkna. Drengir vom að jafnaði athafnasamari en stúlkur, hjóluðu meira, tóku meiri þátt í íþróttum og léku sér frekar að tölvum. Ein skýringin á því er sú, að foreldrar halda stúlkum frekar innan dyra en drengjum af ótta um öryggi þeirra. 48% stúlkna úr öllu úrtakinu og 55% drengja segjast aldrei hafa byijað að reykja. Hinir hafa annað- hvort fiktað við það eða reykja að staðaldri. 13% drengja í sjöunda bekk höfðu keypt vin síðustu fjórar vikumar, áður en spumingamar vom lagðar fyrir. 12% þeirra hafði keypt bók. Einn af hveijum fimm drengjum í níunda bekk og ein af hveiju sex stúlkum segja, að sér hafi verið boðin eiturlyf. Sambærilegar tölur em ekki til fyrir eldri kynslóðir, en sérstakar áhyggjur vekja tölur um þá hneigð skóla að setja nemendum ekki fyr- ir heimaverkefni. nokkrir aðstoðarmanna Bush, þeirra á meðal Craig Fúller, skrif- stofustjóri varaforseta, vagm því algjörlega mótfallnir. Þeim þætti hann of reynslulítill og of hijúfur til að gegna embætti sem krefðist lipurðar í samstarfi við Bandaríkja- þing og aðrar valdastofnanir. Svo virðist sem Sununu hafi sóst eftir skrifstofustjóraembætt- inu með mikilli staðfestu, sem þyk- ir raunar einkenna hann mjög. Markmið hans á þessu ári hefur verið að tryggja kjör Bush í for- setaembættið. Hann gaf því ekki kost á sér í ríkisstjórakosningamar í New Hampshire 8. nóvember, en hann hafði gegnt embættinu í þijú kjörtímabil. Skoðanir Sununus hafa oft verið umdeildar. Hann "neitaði til að mynda á síðasta ári einn ríkisstjóra að fordæma ályktun Sameinuðu þjóðanna þar sem síonismi er lagð- ur að jöfnu við kynþáttahatur. Leiðtogar gyðingar hafa látið í ljós áhyggjur vegna þessa en einn þeirra, David Harris, sagðist í gær telja að skipun Sununus í embætti skrifstofustjóra myndi á engan hátt hafa áhrif á stefnu Bush varð- andi ísrael. Sununu, sem er kaþól- ikki, kvaðst ekki geta stutt for- dæminguna þar sem hann væri, sem arabískur Bandaríkjamaður, í góðri aðstöðu til að koma á viðræð- um um frið í Mið-Austurlöndum. Hann vísaði því hins vegar á bug að stuðningsmenn Israelsríkis væru kynþáttahatarar. Vestur-Þýskaland: Siissmuth lík- legur arftaki Jenningers Bonn. Reuter. RITA Siissmuth, heil- brigðisráð- herra Vest- ur-Þýska- lands, verður kjörinn næsti forseti þings- ins, að sögn reynds vest- ur-þýsks stjórnmála- Rita Siissmuth. manns í gær. Hún myndi þá taka við embættinu af Philipp Jennin- ger, sem sagði af sér í síðustu viku eftir ræðu sem hann flutti á vestur-þýska þinginu þegar Kristalsnæturinnar var minnst. Siissmuth, sem er kristilegur demókrati, hefur notið mikilla vin- sælda í skoðanakönnunum sem gerðar eru mánaðarlega af vikurit- inu Der Spiegel. Henni er ætlað að skapa forsetaembættinu í vestur- þýska þinginu á ný þann sess sem þykir hæfa. Alfred Dregger, þingflokksfor- maður kristilegra demókrata, sagði að flokkurinn myndi mæla með Sússmuth í embættið. Hans-Jochen Vogel, formaður Jafnaðarmanna- flokksins, sagði að Sússmuth „nyti virðingar innan flokksins". Stjóm- arandstöðuflokkamir hafa einnig lýst yfir stuðningi sínum við Ritu Sússmuth. nssn Ný þjónusta 1 llISoll 1 Mikiö úrval sturtuklefa og huröa. WVATNSVIRKINN HF. llflll Útvegum menn til uppsetninga. llaiO-HlQ ármÚLA 21 SI'MAR 686455 — 685966 I Hl llllll lll|l lll l HUi LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 l lll l\lll^glU>~--M l Mœtum einnig ö staðinn og gerum tilboö ef óskaö er — I li X^ | þér aö kostnaðarlausu. L- —1 Eitt símtal — fullkomin þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.