Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Annasamur fyrsti dagnr- inn hjá ungfrú heimi Lundúnum, frá Andrési Magnússyni, fr éttaritara Morgunblaðsins. ANNASAMT hefur verið.hjá Lindu Pétursdóttur, nýkrýndri ungfrú heimi, frá því að tilkynnt var um sigur hennar í Ungfrú alheims- keppninni í The Royal Albert Hail i Lundúnum á Smmtudagskvöld. Þegar eftir að krýningarathöfiiinni lauk hélt Linda til Grosvenor House Hotel þar sem krýningardansleikur var haldinn henni til heið Linda hélt þaðan heim á hótel um tvöleytið um nóttina en þegar morguninn eftir hófst leikurinn að nýju. Þá snæddi Linda morgunverð að viðstöddum fulltrúum fjölmiðla og voru fersk jarðarber meðal ann- ars á matseðlinum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftir hádegi í gær kom Linda fram í versluninni Top Shop við Linda byrjaði fyrsta daginn sem ungfrú heimur með því að snæða morgunverð að viðstöddum fúll- trúum fjölmiðla og voru fersk jarðarber meðal annars á mat- seðlinum. Oxford Circus og veitti aðdáendum sínum þar eiginhandaráritanir. Auk þess sem að nokkrir heppnir í hópi þeirra fengu ýmsar gjafir frá að- standendum keppninnar. Þegar þetta stóð sem hæst kom nánasta fjölskylda Lindu þar að og urðu að vonum fagnaðarfundir. Kunnu ljósmyndarar blaðanna jafn- framt vel að meta þessa óvæntu heimsókn. í gærkvöldi kom Linda svo fram í sjónvarpsþættinum Locals hjá sjónvarpsstöðinni ITV, sem er einn vinsælasti spjallþáttur í sjónvarpi hér á Bretlandi. Linda mun dveljast hér í Lundún- um fram á mánudag, en þá heldur hún heim ásamt fjölskyldu sinni. Auglýsingasljóri Top Shop sannspár: Ef til vill er önn- ur Hófí á leiðinni - sagði hann í maí um Lindu VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær) 1/EÐURHORFUR í DAG, 19. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1035 mb hæð og frá henni hæðarhryggur til suöausturs yfir austanvert Island. Við Vestfirði er hægðardrag sem þokast austnorðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Norðaustanátt, víðast kaldi. Él austanlands og á annesjum fyrir norðan, en léttir til sunnanlands og vestan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Vestan- og suðvestanátt, víða smá slydduél suðvestan- og vestanlands en úrkomulaust annars stað- ar. Hiti 0—3 stig.. HORFUR Á MÁNUDA6: Sunnan- og suðvestanátt, súld eða rigning suðypstan- og vestanlands, en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 2—5 stig. TAKN: •O ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað ||. Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / ' y r f f f Rigning f f f * f * f * ' * Slydda ' * f * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akurayri Reykjavfk hitl +4 1 veður skýjaó úrkoma Bergen 3 léttskýjað Helsinki 0 alskýjað Kaupmannah. 8 rigning Narssarssuaq 6 skýjað Nuuk 0 alskýjað Osló 2 léttskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 1 snjóél Algarve 21 Skýjað Amsterdam 11 skúr Barcelona 16 mistur Chicago 3 alskýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 9 rlgnlng Glasgow 7 hálfskýjað Hamborg 10 súld / Las Palmas 23 léttskýjað London 11 rigning Los Angeles 13 léttskýjað Luxemborg 9 skúr Madnd 12 mistur Malaga 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal 2 hálfskýjað New York 6 léttskýjað Parla 12 skýjað Róm 13 rigning San Diego 13 heiðsklrt Winnipeg 11 snjókoma „EF til vill er þama önnur Hófi á leiðinni,“ sagði Richard Birc- henell, auglýsingarsfjóri Top Shop, við Morunblaðið eftir að Linda Pétursdóttir var kjörin ungfiú ísland í maílok. Og hann reyndist sannspár, því Linda var í gær kjörin ungfiú heimur eins og Hólmfríður Karlsdóttir þrem- ur árum áður. Linda Pétursdóttir var valin ungfrú ísland úr hópi 11 fegurð- ardísa, á Hótel íslandi að kvöldi 22. maí. Hún sagði við Morgunblaðið eftir að úrslitin voru kunn, að henni hefðu komið úrslitin mjög á óvart, en hún bjóst þó við að lífið gengi sinn vanagang, þrátt fyrir úrslitin: hún ætlaði sér að ljúka menntaskól- anum og vildi síðan vinna þar sem tungumálakunnátta hennar kæmi að gagni. Nokkra athygli vakti að Linda þurfti að léttast um 8 kíló fyrir keppnina. „Þetta var dálítið erfitt en maður lét sig þó hafa það og erfiðið var þess virði,“ sagði Linda þá. í gærkvöldi uppskar hún enn ríkulegar laun erfíðisins. Borgardómur; Reykvísk endurtrygg ing sýknuð af kröfiim þrotabús Hafskips Agreiningur um kommu DÓMAR í tveimur ágreiningsmál- um þrotabús Hafskips h/f og Reykvískrar endurtryggingar h/f voru kveðnir upp í Borgardómi Reykjavíkur hinn 3. ágúst síðast- liðinn. Hvor aðila vann sitt málið en báðum hefúr nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. í blaðinu í gær var skýrt frá niðurstöðu í máli þar sem deilt var um endur- greiðslu ofgreiddra iðgjalda af gámatrygginum, en í máli þar sem deilt var um fjárhæð sjálfsá- hættu í uppgerðu tryggingamáli, var tryggingafélagið sýknað af kröfú þrotabúsins. Ágreiningurinn reis vegna mis- munandi skilnings á þýðingu kommu Jón Baldvin ræðir við Shultz ÁKVEÐIÐ hefúr verið að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, eigi sérstakar viðræður við George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á meðan fúndur utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins stendur í Brussel 8. og 9. desember næst- komandi. Sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Nicholas Ruwe,afhenti á fímmtudag Jóni Baldvini Hannibals- syni svarbréf Shultz varðandi hvala- málið. í bréfínu er harmaður sá misskilningur sem orðið hefur í þessu máli, og lýst er þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi um framtíðarlausn þess. (,) í ákvæði í vátryggingarsamningi aðilanna, sem löggiltur skjalþýðandi þýddi svo úr ensku máli: „...frádráttur skv. 12. gr. US $ 23.500,-, hækkar í US $ 50.000,- við vélartjón, gáleysi áhafnar.“ Forsaga málsins er sú að þann 16. febrúar 1985 varð vélarbilun í m/s Selá. Skipið var þá í hafi, á leið milli Póllands og Reykjavíkur. Tryggingafélagið bætti tjónið í sam- ræmi við skýrslu niðuijöfnunar- manns en dregið frá hærri upphæð- ina í framangreindu ákvæði. Þrota- búið taldi niðuijöfnun rétta en skildi ofangreint ákvæði þannig að einung- is ætti að hækka frádrátt við vélar- tjón, sem stafaði af gáleysi áhafnar. Niðuijöfnunarmaður sjótjónsins hafði lagt sama skilning í ákvæðið. Þá taldi þrotabúið að þar sem trygg- ingafélagið hefði ráðið orðalaginu, ætti að túlka vafann því í óhag. Tryggingafélagið túlkaði ákvæðið þannig að sjálfsáhætta væri $ jj 23.500-, nema við vélartjón eða tjón, sem rekja mætti til gáleysis áhafnar. Væri hins vegar fallist á túlkun \ þrotabúsins, bæri að líta svo á að tjónið hefði orðið af gáleysi áhafnar, þar sem skipafélagið hafí látið undir höfuð leggjast að kanna það sérstak- lega með sjóprófí. Dómarinn, Allan Vagn Magnús- son, komst að þeirri niðurstöðu að komma hefði verið sett á milli orð- ana „vélartjón" og „gáleysi" til að aðgreina vélartjón frá tjóni vegna vanrækslu áhafnar. Því taldi hann hærri frádráttinn eiga við í málinu og sýknaði Reykvíska endurtrygg- ingu h/f af kröfum þrotabúsins og dæmdi það til að greiða tryggingafé- daginu 150 þúsund krónur í máls- kostnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.