Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Tónleikar Tón- listarfélagsins Tónlist Jón Ásgeirsson Aðrir tónleikar Tónlistarfélagsins, sem haldnir voru á laugardaginn var, í íslensku Óperunni, voru helg- aðir nútímatónlist og þar flutt tón- verk eftir Messiaen, Debussy og frumflutt verk eftir Hafliða Hall- grímsson, samið við enska þýðingu á nokkrum ljóðum Önnu Akhmatovu. Flytjendur voru, auk Hafliða, söng- konan Jane Manning og píanóleikar- inn David Mason. I Tónleikamir hófust á lokaþættin- um á kvartettinum sem Messiaen samdi í fangabúðum Þjóðveija árið 1940, en í því verki fjallar hann um „endalok tímans". Um kvartett þenn- an ritar Howard Taubman í The New York Times. Þar stendur m.a.: „Ógerlegt er að segja til um hvort hið huglæga eða tónhugmyndimar séu forsenda sköpunarinnar hjá Messiaen, en þó er ljóst að í tónsköp- un sinni sækir hann beinlínis örvandi kraft í helgar lindir trúarinnar." Það gefur því ekki rétta mynd af þessu verki að leika aðeins einn þátt þess og þrátt fyrir ágætan leik hjá Haf- liða og David Mason vantar í raun of mikið til þess að hægt sé að fram- kalla þá stemmningu, sem þetta sér- kennilega verk býr yfir. Síðasta verkið var svo Harawi- lagaflokkurinn en þar blandast ein- læg kaþólsk trú höfundar saman við heiðna galdradulúð og á þar bæði við um áhuga hans á tónlist indíána og Austurlandabúa, eins og kemur fram í mörgum verka hans. Þetta sambland heiðinnar dulhyggju og kristinnar trúar mótar alla tónsköpun hans með sérkennilegum hætti en þó á einstaklega einlægan máta. Jane Manning flutti þennan langa og magnaða lagaflokk með glæsi- brag og sömuleiðis var leikur David Mason góður, en á köflum er hlut- verk píanósins mjög erfitt. Jane Manning frumflutti einnig lagaflokk Hafiiða við nokkur ljóða Akhmatovu og lék Hafliði undir á Hafliði Hallgrímsson selló. Ljóðin voru prentuð í efnis- skrána, en ljósin í salnum voru nær alveg slökkt svo að ekki var les- bjart. Þetta var til baga, þar sem tónsmíð Hafliða er í raun tónræn túlkun á texta en ekki lagasmíði, þar sem vel má komast af án þess að skilja eða heyra texta. Flutningurinn í heild var sannfærandi og vel út- færður, þó sellóundirleikur sé einum of einlitur. En eins og tónskáldið kynnti verkið á tónleikunum, valdi hann þá leið m.a. til að túlka ein- manaleikann í skáldskap Akh- matovu. Sellósónatan eftir Debussy var hins vegar dauflega flutt en þar þarf að leika mjög með alls konar blæ- brigðum, þ.e. mála með sterkum lit- um en fínlega dregnum línum og hið ýkta ávallt að vera hamið og aðeins gefið í skyn en ekkert sagt beint út. Það er fengur í því að heyra verk eins og Harawi-lagaflokkinn eftir Messiaen en mjög hefur vantað á að verk þessa meistara hafí verið flutt hér á landi. Erlendis eru starf- andi mikilhæfír listamenn sem sér- staklega leggja rækt við tónlist Messiaens og væri það þarft verk að fá þá til landsins, bæði til lærdóms og ánægju. Hreint ekki vitleysa, Snjólfiir! UNSÚNMDÍILD .EIKrÉtRSS^ tFNAEP9A«UMÍ(. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýndi í Bæjarbíói: Þetta er allt vitleysa, Snjólfiir. Leikstjóri, handiit, leikmynd og söngtextar:Guðjón Sigvalda- son Lýsing: Helgi Bragason Búningar og leikmyndavinna: Leikhópurinn Hljóð: Hilmar Þór Árnason Á vegum Leikfélags Hafnar- fjarðar hefur nú verið sett á lag- girnar unglingadeild fyrir nem- endur efstu bekkja grunnskólanna og var Guðjón Sigvaldason feng- inn til að halda námskeið fyrir unglingana og síðan var ráðist í að semja og setja upp þessa sýn- ingu. Skemmst er frá því að segja að hér eru unglingar vitanlega að fjalla um unglinga, vandamál þeirra, gleði og sorgir. Krakkam- ir eru mörg löt og hyskin í skólan- um, þau laumast til að bragða á víni, þau verða ástfangin, sum leiðast út í eiturlyf. Tilfinningarót unglingsára þegar ekkert kemur heim og saman, enginn skilur þau, foreldramir hafa steingleymt hvernig er að vera unglingur og sýndarmennska og töffheit em allsráðandi. Snjólfur kemur inn í þetta umhverfi, nýr nemandi, klæðir sig öðmvísi og fellur ekki inn í heild- ina. Unglingamir ráðast gegn honum og hæða hann og smá, en innst inni em þau þó aðeins að grípa til þess sem hópur, innan um og saman við em einstakir krakkar sem hugnast hann ágæt- lega. Stelpunni Anitu líst til að mynda piýðilega á hann, eini gall- inn er að hann sker sig úr hópn- um. Tveir ungir töffarar, Gutti og Brandur, koma honum til liðs, en samt er sýnilegt að hann verð- ur ekki tekinn í samfélagið fyrr en hann lagar sig að þeirra hátt- um. Ungmennin Rósa og Brandur fikta við eiturlyf og það magnast fljótlega og síðan tekur Brandur of stóran skammt í fávísi sinni og deyr og verður unglinginum meira en illa við eins og gefur að skilja. Þetta er hressandi sýning, Guð- jón Sigvaldason hefur af lagni og dugnaði skilið unglingana og veit- ir þeim frelsi til athafna en heldur þráðum samt í hendi sér, svo að ekkert fari að ráði úr böndum. Vel gert hjá Guðjóni og textinn er ágætur og segir lýsandi sögu. Mér finnst framtak Leikfélags Hafnarfjarðar með því að gefa unglingunum á þennan hátt kost á að koma fram til fyrirmyndar. Enda sýna mörg skemmtilega til- burði og allir skemmtu sér eins og best var á kosið. Meinlaust grín en blóðlaust Leikfélag Keflavíkur sýnir í Glóðinni Erum við svona? Revía eftir Huldu Ólafsdóttur Búningar og leikmunir: Hjördís Árnadóttir Leikmynd: Unnur Þórhalls- dóttir og Inga Stefánsdóttir Leikstjóri: Hulda Ólafsdóttir Revíuleikur þessi eftir Huldu Ólafsdóttur er nokkuð sérkenni- legur. Hefst á fjöldasöng leikara, þar sem flestir, einkum konumar, eru í búningum sem undirstrika þykkt vaxtarlag, en það gæti ver- ið liður í fyndninni. Svo kemur stuttur þáttur þar sem ungling- amir þrír eru að fara í skólann og fá sér prins póló og kók í morgunmat, að hvatningu móður- innar. Rífast og heimta peninga af pabbanum. Svo fara allir í vinnu og skóla og húsmóðirin syngur um hvað er leiðinlegt að gera húsverk. Eitt atriðið gerist á heilsuræktarstöð, þar sem er nýr leiðbeinandi og mjög þokka- fullur. Reynist líklega vera hommi. Æ, æ. Þá er að taka fyrir landbúnað- armálin í tengslum við fegurðar- keppni eða gripasýningu eða kynningu á nýju kjöti. Nokkrar stúlkur dilluðu sér og hurfu síðan á brott. Enn eitt atriði, líklega um ríkisstjómarmyndun. Inn á milli eru fluttir gamlir slagarar, það var sumt vel gert. Ofmælt er að kalla þetta revíu, þetta er einhvers konar uppákoma með gömlum lögum. Leikstjóm er mjög væg. Ritgerð um ísland eftir danskan skólakrakka, sem var lesin í upphafi, kom málinu í sjálfu sér ekkert við, en var það áheyrilegasta í „sýningunni." Sjálfsagt er að taka fram að Keflvíkingar troðfylltu salinn á efri hæð Glóðarinnar og skemmtu sér vel. Form og hausteidar Myndlist Bragi Ásgeirsson ■ '.o Margir málarar hafa haft þann háttinn á að vinna fyrst í klippi- myndum en yflrfæra þær svo á stærri málaða dúka. Leikurinn er mjög áhugaverður en getur um leið orðið í senn ein- hæfur og varasamur. Það er langur vegur frá sýn- ingu Björgvins Björgvinssonar í Ásmundarsal og þeirrar sem hann heldur í norræna húsinu þessa dagana og fram til sunnu- dags. I millitíðinni hefur hann víða farið og m.a. numið við listastofn- unina í Lahti í Finnlandi og stund- um sent okkur sem heima sitjum fróðleg fréttabréf af sýningunum 1 Finnlandi og þá helst þeim al- þjóðlegu — trúr uppruna sínum, en fínnsk nútímalist í breiðu sam- hengi er þó einmitt flestum hér- lendum lokuð bók, nema helst sú, sem er í takt við tónsprota Iist- páfanna í Köln og New York. Björgvin vill líka vera alþjóðleg- ur í list sinni og myndir hans á sýningunni spegla einmitt hina nýju upphefð hreinflatalistarinnar í heiminum. Hann færist mikið í fang því að slík list gerir miklar kröfur til iðkenda sinna um þekk- ingu á lögmálum myndflatarins — þekkingar, sem einungis fæst með áralangri og þrotlausri þjálfun. En ýmsar myndir á sýningunni lofa þó góðu svo sem nr. 1, „Eftir- vænting", sem er fjölþætt í formi en þó rökrétt, „Hausteldar" (5) sem er sér á báti hvað útfærslu og myndhugsun snertir, „Samein- ing“ (12) þar sem er einna líkast að eldstólpar gengi þvert yfír flöt- inn og „Formaleikur" (14), sem án vafa er hnitmiðaðasta myndin á sýningunni um samspil heitra lita og stórra einfaldra forma. Þrátt fyrir ýmsa hnökra og misjafna útkomu er margt sem gefur til kynna, að hér sé á ferð fijóangi, er hafí fullan hug á því að festa rætur . . . Orgeltónleikar í Seljakirkju ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Seljakirkja sem fyrir stuttu var vígð er falleg bygging og sl. sunnu- dagskvöld voru haldnir tónleikar, þar sem leikið var á orgel það, sem fyrrum var í Hóladómkirkju. Selja- kirkjusókn hefur þama eignast gott og lítið notað 12 radda orgel en uppsetningu þess annaðist Ketill Siguijónsson orgelsmiður. Lítið mun hafa þurft að breyta útliti org- elsins og er merkilegt hversu vel það fellur að sérkennilegum bygg- ingarstfl hússins. Raddir orgelsins eru mjúkar og fallegar og hvað hljómstyrk varðar hæfa þær kirkj- unni vel, sem er einstaklega vel hljómandi hús, trúlega vegna þess að hvolf þess er eingöngu af viði gjört. Það þarf að kanna hljómgæði kirkjunnar og líkur eru á því að þar megi halda kammertónleika, því auk ágætrar hljómunar komast um 350 hljómleikagestir fyrir f sæti. Orgelleikari kirkjunnar er Kjart- an Siguijónsson, sem hefur um 30 ára skeið starfað sem orgelleikari víða um land. Á efnisskránni voru verk eftir Froberger, Pachelbel, Clé- rambault, Buxtehude, J.S. Bach og Reger, allt höfundar sem setið hafa á orgelbekknum og spannar saga þeirra rétt 300 ár. Froberger fædd- ur 1616 og Reger dáinn 1916. Kjartan er traustur orgelleikari og var leikur hans yfirvegaður og skýr. Bestur var leikur hans í Pac- helbel og Buxtehude og sálmfor- leikimir eftir Bach voru einstaklega fallega hljómandi. Líklega er hljóð- færið nokkuð of hljómmjúkt, að stærri orgelverkin eftir Bach njóti sín að fullu. Tónstíll Clérambault naut sín einkar vel og sömuleiðis Benedictus eftir Reger, sem Kjartan lék ágætlega. Rétt er að óska orgelleikara til hamingju með sitt „nýja“ orgel og Seljasókn til hamingju, bæði með orgelið og fallegt Guðshús og þar fylgir sú ósk, að það verði einnig blessað af góðri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.