Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 58
58 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 LífHki náttúrunnar Skjaldborg gefiir út bók Marks Carwardines BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg hefur gefið út bókina Lífríki náttúrunnar eftir brezka dýra- fræðinginn Mark Carwardine. Þýðandi er Gissur Ó. Erlingsson. Sir David Attenborough skrifar formála, en hann er þekktur fyrir sjónvarpsþætti sína um lifríkið. í tilkynningu frá útgáfunni segir m.a. að bókin, sem er ríkulega myndskreytt, fyalli um fjölbreytt úrval þeirra þúsunda dýrategunda sem lifa á jörðinni. Hún greini frá tilbreytni í útliti, atferli og aðlögun- arhæfni, þá greinir bókin frá tengslum lífsins við vistsvæðin — frá fijósömum regnskógum hita- beltisins til harðbýlla freðmýra og heimskautasvæða. Hagnaður af bókinni rennur til Alþjóða náttúruvemdarsamtak- anna. Höfundurinn, Mark Carwardine, nam dýrafræði við Lundúnaháskóla og starfaði í 5 ár sem vísindalegur ráðgjafí við World Wildlife Fund — Alþjóða náttúruvemdarsamtökin. í því starfi hefur hann átt hlutdeild í fjölda mörgum vemdunarráðstöf- unum víðsvegar um heim. Hann hefur líka starfað að umhverfis- áætlunum á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vísindalegur ráðgjafi og rithöfundur. Hann hefur skrifað ijölda greina í blöð og tímarit, bæði í Bretlandi og öðrum löndum, og er höfundur bókar um náttúr- ulíf og friðunarmál á íslandi — hinnar fyrstu sinnar tegundar. Mark Carwardine flytur einnig reglulega þætti um náttúrufræðileg efni í útvarp. Bók um Viggó viðutan IÐUNN hefur sent frá sér teikni- myndasögu um Viggó viðutan eft- ir Franquin og nefiiist hún Kúnst- ir og klækjabrögð. í fréttatilkynningu útgefanda seg- ir m.a.: „Þetta er tólfta bókin um Viggö og félaga og hér segir meðal annars frá nýju ijómasprautunni hans Viggós og fleiri stórmerkum uppfinningum, sögulegum jólaundir- búningi, Kröflu-rafhlöðunum stór- kostlegu og flölmörgum öðrum uppá- tækjum. Það gengur mikið á þegar misskil- inn snillingur eins og Viggó tekur KUNST/R til sinna ráða og hann er oft býsna seinheppinn. Bjami Fr. Karlsson þýddi bókina. Bók um harmsög- ur og hildarleiki FRJÁLST framtak hefiir sent frá sér bókina Harmsögur og hildarleikir á 20. öld eftir bresku blaðamennina Nigel Bundell og Roger Boar í íslenskri þýðingu Björns Jóns- sonar skólastjóra. Atburðimir sem raktir eru í bók- inni eru eftirtaldir: Eldgosið í Mont Pelée 1902, jarðskjálftinn í San Francisco 1906, Titanic-slysið 1912, jarðskjálftinn í Tokyo 1923, loftförin R 101 árið 1930 og Hind- enburg 1937, endalok Morro Castle 1934, svartamarkaðshrað- lestin frá Napólí 1944, Lundúna- þokan þétta 1952, Le Mans 1955, jarðskjálftinn í Ágadir 1960, Vai- ont-stíflan 1963, flóðin í Flórens 1966, bandarískir og sovéskir geimfarar 1967 og 1971, jarð- skjálftinn í Perú 1970, eitranarfár í Irak 1971, Summerland-eldsvoð- inn 1973, flugslysið í Ermonville- skógi 1974, hvirfílbyljir í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna 1974, fellibylurinn Honduras 1974, Eitr- unarslys í Sevesco 1976, flugslysið á Tenerife 1977, hitabylgjan mikla 1980, olíuborpallur sekkur á Norð- ursjó 1980, stórbrani í Las Vegas 1980, eldgos í St. Helenu 1980, flugslysið við Potomac-fljót 1982 og skógareldar í Ástralíu 1983. Bókin Harmsögur og hildarleikir á 20. öld er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Kápuhönn- un annaðist Einar Pálmi Ámason. ÞJOÐ I HAFTI eftir Jakob F. Ásgeirsson ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á Islandi, 1931-1960. Sláandi bók sem dregur fram í dags- Ijósið atburði og staðreyndir sem margir hefðu kosið að legið hefðu í þagnargildi áfram. Hvað var „stófnauki nr. 13“? Efldist SÍS í skjóli haftanna? Hvað var „bátagjaldeyrir“? Hverjir voru hinir „pólitísku milliliðir“? Hverjir högnuðust á höftunum? Jakob F. Ásgeirsson skrifar hér æsilega og stórfróðlega bók um árin þegar pólitísk spilling, smygl og svartamarkaður grasseraði og öflug hagsmunasamtök risu upp í öllum áttum. ÞJÓÐ í HAFTI. Er sagan að pndnrtfllia siol Skáldsaga eftir Jack Kerouac MÁL og menning hefiir sent frá sér skáldsöguna Á vegum úti eftir bandaríska rithöfundinn Jack Kerouac. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin kom fyrst út árið 1957 ög þykir lýsa vel rótleysi þeirrar kynslóðar sem ólst upp eft- ir seinna stríð og stundum hefur verið kölluð „beatkynslóðin". Sögusviðið eru Bándaríkin þver og endilöng og andrúmsloftið er for- boði þess glundroða sem átti eftir að setja mark sitt á öll Vesturlönd áratug eftir útkomu bókarinnar. Enda sló bókin rækilega í gegn og hefur verið þýdd á fjölda tungu- mála. Hraðinn er aðalsmerki þessarar sögu. Fólk branar upp og niður síður hennar, persónur koma og fara, atvikin þjóta hjá og uppákom- umar reka hver aðra — undir dun- ar djassinn og sífellt er haldið af stað á nýjan leik til að brana um þjóðvegina á bílum og finna nýjan sannleik, nýtt fólk, nýja fyllingu eða einfaldlega ærlegt fjör." Ólafur Gunnarsson rithöfundur íslenskaði söguna og skrifaði eftir- mála um höfund hennar og bak- svið. Bókin er 284 blaðsíður, prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar. Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.