Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Bretland: Vextir hækkaðir vegna ótta við aukna verðbólgu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÁHYGGJUR vegna vaxandi verðbólgu voru raunveruleg ástæða vaxtahækkunar Englandsbanka síðastliðinn föstudag, en ekki við- skiptahallinn í október. Launahækkanir hafa verið 9,5% að jaíh- aði á þessu ári. Á föstudaginn hækkaði Eng- landsbanki vexti í níunda sinn frá því í júlí á þessu ári. Hækkunin nam einu prósenti. í júlí voru vext- ir 7,5%, en eru nú 13%. Síðastlið- inn fostudag voru einnig birtar töiur, sem sýndu, að viðskiptahalli Breta við útlönd í október hafði verið 2,5 milljarðar punda, og hef- ur aldrei verið meiri. Viðskiptahalli Breta stefnir nú í að verða 13 milljarðar punda eða meiri á yfírstandandi ári, og búist er við, að verðbólga í janúar fari í 7,6% og lækki síðan, þegar líður á árið. Hún er nú 6,4%. í forsend- um fjárlagafrumvarpsins í mars síðastliðnum var gert ráð fyrir fjögurra milljarða punda við- skiptahalla og ríflega 4% verð- bólgu á árinu. Fjármálaráðherrann, Nigel Lawson, hefur afgreitt viðskipta- hallann í október sem tímabundna hækkun, en hefur sætt hörðum árásum frá talsmönnum Verka- ERLENT mannaflokksins. Nú virðist ljóst, að ríkisstjórnin hafí verið búin að ákveða hækkun vaxta fyrr í vik- unni og notað tölumar um við- skiptahallann í október sem tilefni til vaxtahækkunarinnar. Ríkisstjómin óttast fyrst og fremst aukna verðbólgu, en það er mesta afrek stjómar Thatchers á síðustu tíu árum að hafa náð tökum á verðbólgunni. Nú hefur stjómin miklar áhyggjur af því, að verulegar launahækkanir, sem samið hefur verið um að undanf- ömu, stefni þessum árangri í voða. Hækkun vaxta dregur úr svigrúmi fyrirtækja til launahækkana. Árangur af þessari hækkun veltur á því, að stjómir fyrirtækja séu reiðubúnar að beita sér gegn launahækkunum. Þessi vaxtastefna hefur tvær hættur í för með sér: í fyrsta lagi að gengi pundsins hækki of mikið og geri mörg útflutningsfyrirtæki gjaldþrota. 1 öðm lagi að hús- næðismarkaðurinn hrynji. Þetta hvort tveggja gæti valdið sam- drætti í efnahagslífínu. Stjómvöld telja ekki ástæðu til að óttast hrun á húsnæðismark- aðnum og benda á, að iðnaður Breta hafí vaxið hraðar en helstu keppinauta að undanfömu, og telja, að útflutningsiðnaðurinn sé samkeppnisfær, þótt vextir hafi hækkað. Reuter Aðgangur takmarkaður Kínveijar hyggjast takmarka aðgang ferðamanna að keisarahöllinni í Peking, sem nefíid hefur verið Forboðna borgin. Er það gert til þess að koma í veg fyrir (jón á mannvirkinu. Verður að- eins 25.000 manns leyft að fara inn i höllina daglega frá næstu áramótum, en þeir eru nú að meðaltali 30.000. Reyndar hafa allt að 100.000 menn flykkst inn í höllina á frídögum. Israel: Reynt til þrautar að mynda nýja þjóðstíóm Jerúsalem. Keuter. MOSHE Katzav, atvinnumála- ráðherra ísraels, segir að flokk- ur sinn, Líkúd-flokkurinn, sé reiðubúinn að bjóða Verka- mannaflokknum tvö mikilvæg ráðuneyti til að greiða fyrir nýrri samstjórn flokkanna. Chaim Corfú, samgönguráðherra úr Líkúd-flokknum, segir að takist ekki að mynda stjórn með Verka- Palestínumenn kyarta undan ranglæti í ísrael Tel Aviv. Reuter. LEIÐTOGAR palestínska minni- hlutans í ísrael sögðust í gær hafa kvartað yfir því við Samein- uðu þjóðirnar að arabískir rikis- borgarar í ísrael væru órétti beittir. „Við ákváðum að koma orðsendingu á framfæri við Sam- einuðu þjóðirnar og ef engar breytingar verða til batnaðar næstu mánuðina munum við gera út sendinefind til New York,“ sagði Abed-el Wahab Darawshe, einn af fulltrúum araba í Kness- et, ísraelska þinginu. Leiðtogar 600.000 Palestínu- manna sem búa í j ísrael og njóta þar borgaralegra réttinda kvarta undan því að þeir séu meðhöndlaðir sem annars flokks þegnar og að bæjarfélög þeirra fái minna fé en samfélög gyðinga. Þeir segja að aröbum sé stundum neitað um vinnu „af öryggisástæðum" og að lögregla gangi út frá því að þeir séu hliðhollir skæruliðasamtökum Palestínumanna. Fyrr í mánuðinum reiddust Pa- lestínumenn í ísrael mjög þegar ríkisstjómin fyrirskipaði að 15 hús í bænum Taibe skyldu rústuð vegna þess að leyfí skorti fyrir byggingun- um. í þijá daga geisuðu óeirðir í bænum og Palestínumenn efndu til allsheijarverkfalls um allt ísra- elsríki vikuna á eftir. Moshe Arens, sem fer með sam- skipti fsraela og Palestínumanna { ríkisstjóminni, sagðist líta svo á að kvörtunin sem send hefur verið til Sameinuðu þjóðanna jafngilti því að leiðtogar Palestínumanna viður- kenndu ekki lengur ísrael og að þeir væru ekki lengur réttmætir fulltrúar araba í ísrael. „Minnihlutahópar víðs vegar um heim senda kvartanir til Sameinuðu þjóðanna," sagði Darawshe þegar ummæli Arens voru borin undir hann, „hvers vegna skyldum við ekki gera það? ísraelsk stjómvöld mótmæla ekki þegar Kúrdar eða Armenar senda sendinefndir til Sameinuðu þjóðanna. Við erum þjóðarbrot í Israel og aðgerðir okk- ar beinast ekki gegn ríkinu sem slíku." mannaflokknum í dag eða á morgun verði gengið til stjórnar- samstarfs víð smáflokka heittrú- armanna. Talið er að Líkúd-flokkurinn hafi boðið Verkamannaflokknum að Shimon Peres yrði áfram utanríkis- ráðherra og Yitzhak Rabin héldi vamarmálaráðuneytinu. Verka- mannaflokkurinn hefur tekið sér frest til morguns til að svara tilboð- inu en hann sleit stjómarmyndunar- viðræðum í síðustu viku meðal ann- ars vegna ágreinings um ráðherra- embætti. Harðlínumenn í Líkúd-flokknum eins og Ariel Sharon, viðskiptaráð- herra, hafa lagst gegn nýrri sam- stjóm tveggja stærstu flokkanna. Sharon telur að Verkamannaflokk- urinn muni torvelda fsraelum að ráða við tæplega ársgamla uppreisn Palestínumanna á hemumdu svæð- unum. Líkúd-flokkurinn hefur hald- ið viðræðum gangandi við smá- flokka heittrúaðra gyðinga sem unnu á í kosningunum 1. nóvem- ber. Hins vegar hafa gyðingar í Bandaríkjunum lagst gegn sam- steypustjóm Líkúd-flokksins og heittrúarmanna vegna þess að hinir síðastnefndu vilja þrengja skilgrein- ingu á hugtakinu „gyðingur". Fjölmiðlar í ísrael segja að Shim- on Peres, formaður Verkamanna- flokksins og utanríkisráðherra ísra- els, sé æfur vegna þess að hann var ekki látinn vita af för Avrahams Tamirs, ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins, til Sovétríkjanna um helgina. Tamir fór til Moskvu til að kanna árangur starfsemi ísra- elskrar sendinefndar sem verið hef- ur í borginni frá því í sumar. Tals- maður utanríkisráðuneytis ísraels segir að Tamir hafí farið til Moskvu sem almennur ferðamaður og hann hefði ekki í hyggju að hitta sovéska embættismenn. Engu að síður væri Tamir hæst setti ísraelinn sem far- ið hefði til Moskvu frá árinu 1967. Sovétríkin rufu stjómmálatengsl við ísrael það ár en samskipti ríkjanna hafa batnandi undanfarin tvö ár og þau hafa skipst á sendi- nefndum. Bandaríkjasljórn gagnrýnd fyrir að synja Arafat um vegabréfeáritun Washington. Reuter. SÚ ÁKVÖRÐUN bandariskra stjórnvalda að neita Yasser Arafat, formanni Frelsissamtaka Palestínu (PLO), um vegabréfeáritun til Bandaríkjanna til að ávarpa Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna 1. desember hefiir sætt mikilli gagnrýni víða um heim. Perez de Cuell- ar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á sunnudag að ákvörðun bandarískra sljórnvalda færi ekki saman við hlutverk þeirra sem gestgjafar Sameinuðu þjóðanna og myndi flækja umræð- ur um Miðausturlönd. í rökstuðningi utanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna er vitnað í þau orð Georges Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að Arafat standi fyrir hryðjuverkum, m.a. gegn Bandaríkja- mönnum. Talið er að Arafat hafí áformað að fara fram á það að hið nýstofn- aða ríki Palestínumanna fengi sæti í Allsheijarþinginu. Sarneinuðu þjóðimar höfðu beðið utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna að flýta fyrir afgreiðslu vegabréfsáritunar fyrir Arafat. Umsókn um vega- bréfsáritun og vegabréf Arafats var afhent ræðismanni Bandaríkjanna í Túnis á föstudag. Gyðingasam- félagið í Bandaríkjunum og 51 öld- ungadeildarþingmaður lögðust gegn því að Arafat fengi vega- bréfsáritun og á laugardag var því synjað. Arafat heimsótti Sameinuðu þjóðirnar árið 1974. Þá var hann fluttur með leynd í þyrlu frá Kennedy-flugvelli til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York. Samkvæmt samkomulagi ber Bandaríkjunum að hindra ekki ferð- ir manna til höfuðstöðvanna sem eiga löglegt erindi þangað. Hins vegar halda bandarísk stjómvöld því fram að þau hafí ætíð áskilið sér rétt til að veija eigið öryggi. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, sagðist styðja ákvörðun Shultz en talsmaður George Bush, varafor- seta, sagði að hann hefði engan hlut átt að máli og ekki hefði verið leitað álits hjá forsetanum tilvon- andi. Beittu ekki þrýstingi Stjómvöld í ísrael fögnuðu því um helgina að Arafat skyldi ekki fá vegabréfsáritun. „Þetta knýr heimsbyggðina til að velta því fyrir sér hvem mann Arafat hefur að geyma," sagði talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins. Hins vegar neituðu ísraelar því að hafa beitt þrýstingi á bandarísk stjómvöld í þessu efni. „Arafat er jafnmikill hryðjuverk- maður og , George Washington [fyrsti forseti Bandaríkjanna]," sagði Bassam Abu Sharif, ráðgjafí leiðtoga PLO, við fréttamenn þegar Arafat kom til Amman í Jórdaníu á laugardag frá írak. Leiðtogar arabaríkja hafa fordæmt ákvörðun bandarískra yfirvalda og utanríkis- ráðherrar Iraks og Egyptalands frestuðu för sinni til Bandaríkjanna á fund Allsheijarþingsins um Pal- estínumálið. Hussein Jórdaníukon- ungur segir að Bandaríkjamenn ætli sér að kæfa raddir hófsemdar- manna í PLO með því að neita Arafat um vegabréfsáritun. i Stjómvöld margra rílq'a í Austur- og Vestur-Evrópu hafa lýst furðu sinni vegna ákvörðunar utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna einkum vegna þess að Arafat hefur áður fengið að heimsækja Sameinuðu þjóðimar. Jacques Delors, formaður framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins, sagðist vera „hissa og vonsvikinn vegna þess að menn telja að framfarir hafí orðið innan hreyfíngar Palestínumanna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.