Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Fijálshyggjumenn snúa vöm í sókn: Kveða þarf niður orðagald- ur sérhagsmunaafLanna ÚTGÁFUFÉLAG Frelsins h.f. efhdi til ráðstefnu á Hótel Sögu á laugar- dag undir ýfirskriflánni „Geta fijálshyggjumenn snúið vörn i sókn?“. Þrír frununælendur voru á ráðstefiiunni. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son ræddi um hvað fijálshyggja væri. Guðmundur Magnússon Qallaði um fijálshyggjuna og stjómmálin og Hreinn Loftsson velti fyrir sér spumingunni hvort fijálshyggjan hefði brugðist. í máli þeirra allra kom fram að síðustu árum orðið vitni að uppreisn sjálft orðið „fijálshyggja" hefði verið rangtúlkað og misnotað af stjóm- málamönnum undanfama mánuði. Raunar komst Gunnar Jóhann Birg- isson fundarstjóri svo að orði í inn- gangsorðum sínum að stjómmála- menn hefðu notað orðið til þess að breiða yfir eða fela eigin mistök í stjóm efnahagsmála. I almennum umræðum benti Ólafur Bjömsson prófessor á, að orðið fijálshyggja snerti ekki sérstaklega stjóm pen- ingamála eins og margir héldu greinilega heldur lýsti það sljómar- háttum andstæðum alræðishyggju. Vom allir sammála um að nú væri tími til kominn að bregðast við og kveða í kútinn orðagaldur sérhags- munamanna sem dunið hefði á þjóð- inni undanfaraar vikur og mánuði. Eðli frjálshyggjunnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson svaraði í upphafi síns máls spuming- unni um hvað ftjálshyggja væri. „Eins og nú háttar í íslenskum stjóm- málum getur svarið ekki verið ein- faldara. Fijálshyggjan er sú skoðun að sjálfsaflafé þitt sé betur komið í vasa þínum en höndunum á Stefáni Valgeirssyni," sagði hann og bætti við: „Og hver hér inni er ekki fijáls- hyggjumaður í þeim skilningi?" Hannes Hólmsteinn rakti ýtarlega sögu ftjálshyggjunnar frá upphafi og greindi síðan frá því hvemig hún hefði þróast á íslandi. „Hún er vita- skuld reist á heilbrigðri skynsemi og kemur skýrt fram í venjulegri íslenskri alþýðuspeki. Sjálfur leið þú sjálfan þig, segir í Gróugaldri. Og sjálfs er höndin hollust, bæta al- þýðuspekingar við. Hver er sinnar gæfu smiður, segir í orðskviðum. Frjálshyggju sér líka stað í fomum sögum og nýjum. Steinunn hin gamla, landnámskona og frænka Ingólfs Amarsonar vildi til dæmis ekki þiggja jörð af frænda sínum að gjöf, heldur kaupa, þar sem það væri óhættara við riftingum. Hún vissi að í ftjálsum viðskiptum felst ákveðið sjálfstæði þar sem menn era í senn þiggjendur og veitend- ur....Matthias Johannessen skáld vitnar til reykvísks smákapítalista um það að sjálfstæði sé að sækja það eitt til annarra, sem unnt sé að greiða fullu verði. Og eftir öðram manni hefur Matthías, að hann geti sofið á nætumar, þótt öðram gangi vel. Öllu skilmerkilegar verður ekki komið orðum að fijálshyggjunni." Hannes Hólmsteinn sagði sfðan að nú væri risinn upp á íslandi hóp- ur manna sem telur sér vænlegast til fylgis að ráðast á fijálshyggjuna og þá einkum fyrir það sem hún ekki er. í þessu sambandi nefndi Hannes Hólmsteinn sem dæmi að andstæðingar fijálshyggjunar segja ftjálshyggjumenn betjast gegn opin- berri aðstoð við lítilmagnann. Þetta væri rangt. Frjálshyggjumenn væra hinsvegar andvfgir opinberri aðstoð við fullorðið og heilbrigt fólk sem gæti unnið fyrir sér sjálft. „Andstæðingar ftjálshyggjunnar haífa á síðustu árum tekið að kenna sig við félagshyggju en kjörórð fé- lagshyggjunnar virðist vera: Gott er að telja peninga úr pyngju annars. Það vantar ekki að félagshyggju- menn á íslandi fari á hveijum degi með ástaijátningar til 'þeirra sem minna mega sín. En þegar nánar er að gáð kemur tvennt í ljós. Þeir ætla sér í fyrsta lagi ekki að vera góðir fyrir eigið fé eins og miskunns- ami Samveijinn áður, heldur fyrir skattpeninga alls almennings....Og í öðra lagi ganga þeir ekki erinda lítil- magnans heldur þeirra sérhags- munahópa sem þeir telja sig með réttu eða röngu sækja til atkvæði." í lok máls sins sagði Hannes Hólmsteinn m.a.: „Við höfum á sérhagsmunanna hér á íslandi. Hér fyrirfínnast ýmsir hópar, svo ekki sé minnist á stærsta auðífélag okkar fslendinga Samband íslenskra sam- vinnufélaga, sem vora áður fyrr van- ir að fá innflutningsleyfi, gjaldeyri á útsölu og ódýrt lánsfé með því að veifa flokksskírteinum eða óútfyllt- um kjörseðlum framan í pólítíska skömmturfarstjóra. Vegna vaxta- frelsisins og annarra ráðstafana á siðustu áram þurftu þeir skyndilega að standa á eigin fótum og gátu það ekki. Nú hafa þeir og talsmenn þeirra hrifsað til sín stjómartaumana og hugsa sér gott til glóðarinnar. Þeir vilja ekki einbeita sér að þvi að hafa bakariið í fullum gangi heldur skipta þeim kökum sem aðrir hafa bakað. Þeir vilja ekki fylkja almenningi utan um frelsið sem er sameiginlegt hags- munamál okkar allra heldur etja stétt gegn stétt, byggð gegn byggð og konum gegn körlum. Þeir vilja ekki róa á fiskimiðin heldur gera út á öfundina. Og á bak við félagshyggju leyfi ég mér að segja ekki til nein ein sönn fijálshyggja. Sósíalistar halda margir að til sé einhver einn sannur sósíalismi og þegar bent er á gjaldþrot sósíalismans í Sovétríkj- unum, Kína, Kúbu og Víetnam svara þein „Já en þetta er ekki hinn raun- verulegi sósíalismi." Óg svo deila þeir sín á milli um það hver hinn sanni sósíalismi er. „Oft er eins og tveir þokulúðrar séu að kallast á út í hafsauga," segir Halldór Laxness, „og þá era það tveir sósíalistar." Vonandi tapa ftjálshyggjumenn aldr- ei áttum í slíkri þrætubókarþoku." Guðmundur taldi að eftir síðustu atburði á vettvangi stjómmálanna ættu fijálshyggjumenn ekki erindi í aðra fiokka en Sjálfstæðisflokkinn. Hinsvegar hefði frjálshyggjunni ver- ið tekið með blendnum tilfinningum hjá ýmsum innan þess flokks. „A síðustu áram hafa ýmsir sjálf- stæðismenn haldið því fram að nafn- giftin „fijálshyggja" sé afar óheppi- leg enda sé fijálshyggja allt annað en gamla góða sjálfstæðisstefnan," sagði Guðmundur. „Þið kannist öll við þennan söng og rausið um hina köldu fijálshyggju, óhefta markaðs- hyggju og peningasjónarmið og gróðahyggju sem séu í andstöðu við hlýja mannúðar- og velferðarstefnu Hreinn Loftsson f ræðustól. Á myndinni eru Guðmundur Magnús- son, Gunnar Jóhann Birgisson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Eðli málsins samkvæmt hlýtur slík rannsókn að verða í höndum þjóð- sagnafræðinga." I lok máls síns sagði Guðmundur að svarið við spumingunni um hvort fijálshyggjumenn gætu snúið vöm í sókn væri tvíþætt. Annarsvegar hvort þeir gætu brotist út úr ógöngum þeim sem hugtakið fijáls- hyggja hefur ratað í vegna spell- virkja ófyrirleitinna málvarga. Hins- vegar hvort ftjálshyggjumenn gætu snúið við blaðinu í hinum raunvera- legu stjómmálum og hrandið atlögu nýju vinstri stjórnarinnar að fijálsu framtaki og fijálsum viðskiptum og eignum og sjálfsaflafé almennings. „Eg er sannfærður um að svarið við þessum báðum spumingum er já,“ sagði Guðmundur Magnússon. Hefur frjálshyggjan brugðist? Síðastur framsögumanna var Hreinn Loftsson en hann leitaði svara Hluti gesta á ráðstefhu frjálshyggjumanna. þeirra glittir í félaga Stefán sem horfir ágrindaraugum á þá fáu aura sem við eram að reyna að öngla sam- an fyrir lífsnauðsynjum eða leggja fyrir.“ I Fijálshyggjan og stjómmálin Guðmundur Magnússon tók til máls að loknu erindi Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar. í inngangi sfnum ræddi Guðmundur ítarlega um merkingu orðsins „fijálshyggja". Hann gerði þetta, að eigin sögn, þar sem í stjómmálum yrði nú æ erfið- ara að tala um mikilvægar hugmynd- ir vegna þess hve óvönduðum mál- spellvirkjum hefði orðið ágengt í að útjaska orð sem eðlilegt og rökrétt væri að nota f slíkum umræðum. Taldi hann orðið ftjálshyggja hafa orðið mjög fyrir barðinu á hinum óvönduðu málspellvirkjum. „Við vitum þó hver grandvallar- hugmynd fijálshyggjunnar er og við vitum líka í stóram dráttum hvað ftjálshyggja er ekki,“ sagði Guð- mundur. „Þeir sem aðhyllast fijáls- hyggju eru með öðram orðum sam- mála um ákveðið grundvallaratriði en þeir geta verið og era í reynd ósammála um §ölmörg atriði er varða framkvæmd fijálshyggju. Hvað þýðir það til dæmis nákvæm- lega að ríkisvaldinu beri að setja sem minnstar hömlur við athafnafrelsi einstaklinga? Við þeirri spumingu er ekki til neitt algilt og rétt svar, heldur era svörin mörg og ólík. Hinu verður ekki á móti mælt að sjónar- mið þau sem teflt hefur verið fram í umræðum um stjómarskrármál, efnahagsmál, atvinnumál og menntamál sýna mikla hugmynda- auðgi og sköpunarkraft ftjálshyggj- unnar. En það er til allrar hamingju flokksins. Þetta er mikil og slæm fírra sem aldrei er studd neinum frambærilegum rökum en framhjá því verður ekki horft að þessi áróður hefur borið nokkum árangur. And- stæðingar ftjálshyggjunnar, hinir stjómlyndu áróðursmenn vinstri flokkanna og vinstri pressunar hafa óspart notfært sér þennan ágreining til að ala á sundurlyndi meðal sjálf- stæðismanna og skapa tortryggni gagnvart ftjálshyggju." I þessu sambandi sagði Guðmund- ur að málspellvirkjamir hefðu þama séð sér leik á borði og vart kæmi sú frétt í Tímanum, Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu um nauðungarapp- boð, gjaldþrot og uppsagnir starfs- fólks að ekki væri hnýtt við eða sett f fyrirsögn að þama væri fijáls- hyggjan í framkvæmd. „Sannleikurinn er sá að hugmynd- ir fijálshyggjunnar um einkavæð- ingu, aukið athafnafrelsi einstakl- inga, aukið atvinnufrelsi og tjáning- arfrelsi fara sigurfor um heiminn. Framkvæmd þeirra hefur hvarvetna leitt af sér aukna hagsæld, menningu og mannúð," sagði Guðmundur en vék svo aftur að Sjálfstæðisflokkn- um: „Deilumar um fijálshyggju í Sjálfstæðisflokknum hafa verið sorg- lega ófijóar. Þær hafa, sýnist mér, oftar en ekki byggt á misskilningi þar sem gagnrýnendumir f flokknum hafa í fyrsta Iagi trúað eins og nýju neti óhróðri andstæðinga flokksins um fijálshyggjuna. í því efni er lífsei- gust grillan um að frjálshyggjumenn séu á móti almannatryggingum eða jöfnun rétti allra til menntunar og heilbrigðisþjónustu. Það er rann- sóknarefni hvemig svona sögur kom- ast á kreik og öðlast líf og jafnvel aukinn lífsþrótt eftir því sem fleiri athugasemdir era við þær gerðar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg við spumingunni um hvort fijáls- hyggjan hefði bragðist. Hann rakti stjómmálasögu landsins frá lokum seinni heimsstryjaldarinnar og fram til dagsins í dag. Um þá þróun sagði hann m.a.: „Með viðreisninni má segja að fijálshyggjan hafí unnið sinn stærsta sigur hér á fslandi og árangurinn lét ekki á sér standa. Viðreisnarárin vora tímabil efna- hagslegra framfara og stöðugleika í stjómmálum....Með viðreisnarstjóm- inni urðu stjómlynd viðhorf að víkja en við tók tímabil sem við enn lifum og hvílir á granni þeirra róttæku aðgerða og kerfísbreytinga sem við- reisnarstjómin stóð fyrir í upphafi valdaferils síns. Vinstri mönnum hef- ur ekki tekist að bijóta niður þennan grann þrátt fyrir að Framsóknar- flokkurinn hafi setið nær samfellt í ríkisstjóm frá því 1971 og átt aðild að þremur ríkisstjómum á þeim tíma sem kenna má við sósíalisma eða vinstri stefnu. Ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur með reglubundnu millibili átt aðild að ríkisstjómum á sama tímabili og í ýmsu tillit tekist að treysta þær und- irstöður fijálsræðis sem flokkurinn festi í sessi á viðreisnarárunum þótt hann hafi látið undan á ýmsum mikil- vægum sviðum þar sem stjómlynd viðhorf ráða lögum og lofum til dæm- is í landbúnaðarmálum og sjávarút- vegsmálum." Hreinn gerði að umræðuefni þann áróður sem hafður hefur verið uppi gegn frjálshyggjumönnum á undanf- ömum áram en svo rammt hefði kveðið að þessum áróðri að hans heyrðist úr röðum þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. „Áróðurinn er þessi: Á undan- fomum áram hefur þröngur hópur fijálshyggjumanna náð tökum á Sjálfstæðisflokknum. Þessi hópur aðhyllist skefjalausa fijálshyggju þar sem réttur hins sterkari, réttur gróðahyggjumanna skal ráða en troðið skal á lítilmagnanum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þrengst og er ekki lengur hinn víðsýni flokkur þeirra Bjama Benediktssonar og Ól- afs Thors." Hreinn Loftsson vitnaði síðan til orða Davíðs Ólafssonar fyrrverandi seðlabankastjóra sem sagði honum á dögunum að margt væri líkt með áróðrinum gegn fijálshyggjunni nú og áróðrinum sem andstæðingar við- reisnarstjómarinnar beittu gegn henni á sínum tíma. Hreinn sagði að hann hefði farið að ráðum Davíðs og kynnti sér umræðumar sem fóra fram á Alþingi um fyrstu aðgerðir viðreisnarstjómarinnar. Hann sagði að tvennt hefði vakið athygli sína. í fyrsta lagi væra það að hluta til sömu mennimir sem standa í áróðrinum nú og þá. Nefndi hann þar sem dæmi Þórarinn Þórarinsson fyrrver- andi ritstjóra Tímans. Og í öðra lagi að áróðurinn hefði ekkert breyst. „Ég sagði að merkilegt atriði væri að áróðurssmiðimir gegn fijáls- hyggjunni væra hinir sömu og höfðu sig helst í frammi gegn viðreisninni á sínum tíma. En hitt er einnig at- hyglisvert að ef ekki er um sömu mennina að ræða virðist þetta hald- ast innan ákveðinni fjolskyldna. Það er enda alkunna að stjómmálaleg forysta gengur að erfðum hjá vinstri flokkum. Hér get ég vitnað til Hall- dórs Ásgrímssonar afa núverandi sjávarútvegsráðherra sem sagði orð- rétt við framangreint tækifæri [af- greiðslu á tillögu viðreisnarstjómar- innar um nýtt efnahagskerfí]: „Það bendir margt til þess að hin furðu- lega samsuða þessa frumvarps sé á þennan hátt meira og minna barin saman eftir erlendum fyrirmyndum án þess að nægilega sé gætt hvað er fært og við á hér hjá okkur. Svo era tillögumar auðvitað kryddaðar einræðislegu sjónarmiði skefjalauss kaptitalisma." Hreinn vitnaði í aðra forystumenn vinstri flokka frá þess- um tíma sem tóku í sama streng og Halldór Ásgrímsson eldri. í lok máls síns sagði Hreinn: „Vita- skuld stenst ekkert af þessum áróðri við nánari skoðun. Hvers vegna skyldu til dæmis vestrænar stjómun- araðferðir og vestrænt hagkerfí ekki eiga við á Islandi?...Vill nokkur ís- lendingur fremur að þjóðin verði hneppt f fjötra „austræns hagkerfis" sem öllum er ljóst að hefur beðið stórkostlegt skipbrot í ríkjum sósíal- ismans? Nei við vitum það öll að afturhvarf til kreppuhagkerfis Fram- sóknarflokksins er tímaskekkja." sagði Hreinn og vitnaði síðan til kvæðis Gríms Thomsen um Hákon jarl en lokalínur þess kvæðis era: „Hákoni varð það helst að falli að hlýddi hann ekki tímans kalli. Hreinn sagði að það hlyti að vera hlutverk ftjálshyggjumanna að koma í veg fyrir að horfið verði aftur til þess tíma sem var í íslenskum stjóm- málum og efnahagsmálum fyrir tfma viðreisnar. „Straumur tímans er með okkur frjálshyggjumönnum. Það sýnir reynsla nágrannaþjóðanna og það sýnir reynsla ríkjanna í Austur- Evrópu. Það yrði dýrkeypt fyrir þjóð- ina ljúki þessu stefnumóti við fortí- ðina með því að Hermannssyni verði það að falli að hlýða ekki tímans kalli. Kall tímans er á fijálslyndi og lausnir markaðarins en aldar boðam- ir munu bijóta stjómlyndið á bak aftur hér á landi rétt eins og annars staðar," sagði Hreinn Loftsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.