Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Skipulag umferð- ar í höfuðbormnni o g lausnir í umferðarmálum Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem ekur um höfuðborgina, að umferð er þar mikil á annatímum. Vegaframkvæmdir eru víða í gangi og er nú verið að undirbúa byggingu umferðarmannvirkja við Miklatorg og akbrautar í átt að Öskjuhlíð austanverðri. í Aðalskipu- lagi Reykjavíkur 1984-2004 kemur fram, að borgaryfirvöld eru stór- huga í öllum framkvæmdaáformum um vegalagnir á næstu árum. Bankað var „upp’á“ hjá Þorvaldi S. Þorvaldssyni forstöðumanni borgarskipulags Reykjavíkur og rætt við hann um skipulag byggðar og gatna í höfuðborginni. í framhaldi af því var rætt um umferð í borginni og mögulegar lausnir í umferðamálum. Framkvæmdir við Öskjuhlíð Við spurðum fyrst um fram- kvæmdir við Öskjuhlíð. „Þama er verið að leggja hluta af Bústaðaveginum sem byijað var á að vinna við í fyrra,“ svar- aði Þorvaldur. „Það er verið að færa veginn vestur fyrir slökkvi- stöðina og byggingamar sem em vestan við Skógarhlíð, en hún verður síðan gerð að húsagötu. Þessi færsla mun létta mjög um- ferðarþunga í íbúðarhverfum í vesturhluta Hlíðahverfís. Nú er verið að flytja Hring- brautina. Umferð frá suðurbyggð- um höfuðborgarsvæðisins á þar með mun greiðari leið til mið- borgarinnar, háskólasvæðisins ásamt vesturhluta borgarinnar og Seltjamamesi. Brú kemur í stað- inn fyrir Miklatorg og er nú verið að bjóða verkið út. Miklabraut á að fara undir þá brú og flyst hún suður fyrir Umferðarmiðstöð og hús læknadeildar. Það á að stækka lóð Landspítalans þannig að þar verði ein samhangandi lóð. Þetta er gert samkvæmt gömlum samningi sem gerður var á milli • ríkis og borgar. Þessi framkvæmd mun greiða fyrir umferð að Há- skólanum og fyrir þá sem eiga leið vestur í bæ. Hlíðarfóturinn á að koma inn á þessa fluttu Hring- braut rétt hjá Umferðarmiðstöð- inni.“ Hlíðarfótur Þorvaldur sagði að Hlíðarfótur væri ekki inni á framkvæmdaá- ætlun næstu 5 ára. „En sú braut þarf að koma," sagði hann, „burt séð frá því hver ákvörðun verður tekin um Fossvogsbraut. Vegur- inn um Hlíðarfót á að tengjast flugvallarsvæðinu eins og kemur fram í aðalskipulagi Reykjavíkur- borgar og deiliskipulagi um flug- vallarsvæðið sem samþykkt var í fyrra. Það á að flytja flugstöðina sjálfa og alla starfsemi flugvallar- ins austur fyrir flugvöllinn og mun hún koma fyrir sunnan Loftleiða- hótelið vestan við Hlíðarfót. Þá munum við losna við þessa miklu umferð í gegn um bæinn vestur Hringbraut og Siiðurgötu að flug- vellinum. Verður þetta sérstak- lega ávinningur fyrir Háskólann, en lóðir hans eru nú skomar í sundur af mikilli umferð um Suð- urgötu. Einnig tengist þessu ákvörðun um að taka upp umferð um endurnýjaða Njarðargötu." Umferðarmannvirki í Fossvogsdal Fyrirætlanir hafa verið um að byggt verði umdeilt umferðar- mannvirki mitt í íbúðarhverfum Fossvogsdals. Hver eru viðhorf borgarskipulags í því máli? „Það er engin lausn að færa þá umferð, sem ætlað er að fari um þá braut, að einhveiju öðru íbúðarhverfi," sagði Þorvaldur. Hann benti á að í aðalskipulagi kæmi fram, að brautin yrði yfir- byggð að hluta bæði framan við skólana og þár sem hún er næst íbúðarbyggð. Ákveðið hefur verið að nýta nokkur næstu ár til að fínna á þessu máli farsæla lausn og sjá það sem hluta af hrað- brautakerfi alls suður- og austur- hluta byggðar á höfuðborgar- svæðinu.“ Nú hefur verið rætt um að leggja breiðari veg niður Kópa- vogsdal? „Það er að sjálfsögðu ágætt að fá hann,“ sagði Þorvaldur, „fyrir þá sem búa sunnarlega í Breiðholti og Kópavogi, en Foss- vogsbraut er ætlað að taka um- ferðina sem kemur úr Árbænum, Breiðholtshverfum og athafna- hverfum austursvæða, Mosfells- bæ að hluta, að ógleymdri umferð til stjórnsýslustöðvar höfuðborg- arinnar og til flugvallarins frá Þorvaldur S. Þorvaldsson arki- tekt forstöðumaður borgar- skipulags Reykjavíkur. byggðum landsins alls. Við getum ekki tekið einn þátt út úr heildar- myndinni, við verðum að líta á umferðaræðar sem heild, rétt eins og æðakerfi líkama okkar. Það fer illa þegar stofnæðar slitna." Breikkun Miklubrautar Nú gæti verið að hluti Árbæ- inga áliti hagkvæmara að aka í bæinn um Miklubraut, það lá því beint við að spyija Þorvald hvort ekki væri á framkvæmdaáætlun að breikka Miklubraut. „Það er gert ráð fyrir að Mikla- brautin geti breikkað í 6 akreinar og að nokkur helstu gatnamót á henni megi útfæra mislæg. Slíkar framkvæmdir eru mjög dýrar og voldug umferðarmannvirki á tveimur hæðum, þegar nálgast miðborgina, geta orðið yfirþyrm- andi og mengunarvaldur. Áf því sem ég hefi áður sagt, má ljóst vera að framkvæmdir við Miklu- braut tengjast ákvörðun um Foss- vogsbraut." Elliðavogur, Sætún og Skúla- gata bjóða upp á hindrunarlitla umferð inn í miðborgina. Við spurðum Þorvald hvort ekki stæði til að beina umferðinni meira um þessar götur inn í bæinn. Hann sagði að það yrði gert þegar lokið hefði verið við að ganga frá strandveginum við Sætún og meðfram höfninni. Almenningsvagnakerfið Umferðarmannvirkjum fylgir röskun og mikill kostnaður, það er því eðlilegt að rætt sé um aðr- ar einfaldari lausnir á umferðar- vandanum. Umferðarmálin eru að verða mikið vandamál hér hjá okkur, þó ekki séu þau orðin jafn slæm og í mörgum stórborgum erlendis. í vikuritinu „Time“ var fyrir skömmu rætt um umferðar- vanda í erlendum stórborgum. Þar kom fram að umferðarvandi er minni í borgum þar sem áhersla hefur verið lögð á að byggja upp viðunandi almenningsflutninga- kerfi, eins og gert hefur verið í stórborgunum Miiunchen, Ham- borg og Frankfurt. Þorvaldar var spurður að því, hvort ekki væri talið hagkvæmt að bæta almenningsvagnakerfið hér og hvort ekki hefði komið til umræðu að reyna ná virkari sam- vinnu við nágrannabæjarfélögin um samræmingu á leiðum al- menningsvagna. „Ég held að þær umræður séu alltaf í gangi,“ svaraði Þorvald- -ur.„Það var til stofnun sem nefnd var skipulagsskrifstofa höfuð- borgarsvæðisins, en þar var reynt að samræma ýmsa samskipta- þætti. Eina tengingin, sem náðst hefur á milli sveitarfélaganna, varðandi almenningsvagnakerfið, er sú sem náðst hefur á milli Kópavogsbæjar og Reykjavíkur í sambandi við notkun skiptimiða. En nágrannabæjarfélögin bjóða ekki öll upp á samskonar strætis- vagnaþjónustu. Hafnarfjörður kaupir sína þjónustu af Landleið- um og þjóna þeir um leið Garðabæ og Bessastaðahreppi." Þorvaldur sagði að það þyrfti að ná miklu betri tökum á þessum málum, þ.e. almenningsvagna- þjónustunni. Á nýafstöðnum aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var skipuð samstarfsnefnd til að gera tillögur að samræmdu kerfi almennings- flutninga. Hann sagði að nú væri borgin að byggja nýja skiptistöð í Mjóddinni sem á að verða mið- stöð fyrir alla strætisvagna borg- arinnar og nágrannasveitarfélag- anna. Einnig er gert ráð fyrir að Önnur almenningsvagnamiðstöð verði reist í Kvosinni í Reykjavík. „Gott almenningsvagnakerfi er áuðvitað sterkasti kosturinn gegn ofnotkun einkabílsins," sagði Þor- valdur. „Við eru ekki nógu öflug í bili til að bera neðanjarðarlesta- kerfí, við verðum því að reyna að byggja upp strætisvagnakerfí og fylgjast vel með því sem gerist í tækniheiminum. Það er tiltölulega auðvelt að byggja upp þokkalega gott strætisvagnakerfi í borginni. Nýjar umferðaræðar eru upp- byggðar með hliðsjón af þeirri þjónustu. Forgangur strætisvagna í nýjum hverfum eins og í Ár- túnsholti eru vegir þannig lagðir að strætisvagninn hefur forgang. Þar sem vagninn stansar lokast umferðaræðarnar. í nýju hverfun- um sem verið er að skipuleggja í átt að Gufunesi, verða öll íbúðar- hverfín á Borgarholti, norður- byggð í Grafarvogi, byggð í kring- um almenningsvagnakerfíð. Þar er gert ráð fyrir því að strætis- vagninn fái sérleið að aka eftir í gegnum hverfín og að skólar og öll þjónustustarfsem liggi að strætisvagnaleiðum." En er nægjanlega mikið gert til að auðvelda strætisvögnum ferðir um borgina, þannig að fólk telji sig hafa ávinning af því að nota þá f stað einkabílsins? „Það er erfíðara að koma á sama fyrirkomulagi í grónum hverfunum og í nýju hverfunum," sagði Þorvaldur. „En með nýju umferðarlögunum hafa strætis- vagnar fengið forgang í umferð- inni, eins og merkin aftan á vögn- unum gefa til kynna. Æskilegast væri að strætisvagninn fengi víðar sérstakar akreinar. Það sem er þó nýtt í þessum málum — er að ef strætisvagn þarf að fara þvert á aðra umferð eða gangandi um- ferð, þá má stjóma umferðarljós- unum úr vagninum sjálfum með fjarstýringu. Lausn í umferðarmálum Ég hef ekki trú á að það takist að efla almenningsvagnakerfið á höfuðborgarsvæðinu fyrr en ríkið kemur inn í reksturinn. í flestum erlendum stórborgum er ríkið stór þátttakandi í bæði uppbyggingu og rekstri almenningsvagna og er litið á slíkt sem þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni. Umferð- arvandmál stórborga má að hluta til leysa með bættu almennings- vagnakerfi, það er talið þjóð- hagslega hagkvæmt. Höfuðborgin, eins og önnur byggð í landinu, getur ekki lifað og dafnað án góðra samgangna. Við þekkjum úr sögunni að góðar samgöngur hafa ávallt verið grundvöllur blómlegs menningar- og athafnalífs," sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson. Viðtal: Margrét Þorvaldsdóttir Hafiiarborg: Frábær hljómburður segir Egill Friðleifsson, kórstjóri Menningar- og listamiðstöðin Hafiiarborg í Hafharfírði. FYRSTU tónleikarnir í Hafiiar- borg, hinni nýju menningar- og listamiðstöð Hafiifírðinga, voru haldnir í nóvemberbyijun. Ástæða þess að ekki hefiir fyrr verið efiit þar til tónleika er sú að í húsinu er ekkert hljóðfæri. Þykir hafiifírskum tónlistar- mönnum það súrt í broti þar sem mjög góður hljómburður er í húsinu. Að sögn Egils Friðleife- sonar, stjórnanda Kórs Öldutúns- skóla, bar mönnum saman um það eftir tónleikana að hljóm- burður í Hafiiarborg væri hreint frábær og að vinna þyrfti bráðan bug að því að kaupa verðugt hljóðfæri í húsið. Egill sagði bæjaryfírvöld í Hafn- arfírði hafa staðið mjög myndarlega að uppbyggingu menningarmið- stöðvarinnar og þar væri nú mjög góð aðstaða til listiðkunar ýmis konar, en það vantaði tilfínnanlega gott hljóðfæri í húsið svo tónlistin mætti blómstra þar við hlið annarra listgreina. Milljónatugum hefði ver- ið eytt í Hafnarborg og allt mælti með því að fá þar úrvals hljóðfæri til að nýta þá fjárfestingu til fulls. Reynslan sýndi að nýting á menn- ingarmiðstöðinni í Gerðubergi hefði aukist til muna eftir að þangað var keyptur nýr Steinway-flygill og Hafnarborg hefði alla burði til þess að þar blómstraði öflugt menning- arlíf þ.m.t. tónlistarlíf ef gott hljóð- færi fengist. Á tónleikunum í byijun nóvember var notað hljóðfæri af Bösendor- fer-gerð, sem Leifur Magnússon hljóðfærasmiður lánaði, en á tón- leikunum komu fram Kór Öldutúns- skóla, Sólrún Bragadóttir sópran- söngkona, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari og Guðrún Guðmunds- dóttir píanóleikari. Sagði Egill þau öll hafa verið á einu máli um að húsið væri afburðagott til tónleika- halds. Það væri því mikið kappsmál að sem fyrst fengist verðugt hljóð- færi sem hæfði þessum afbragðs- stað. Friðarömmur: Svavar komi á friðarfræðslu FRIÐARÖMMUR á íslandi hafa afhent Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra, áskorun þess efiiis að hann beiti sér fyrir því að friðarfræðsla verði tekin upp í íslenskum skólum. I bréfinu segir orðrétt: „Frið- arömmur álíta friðaruppeldi og fræðslu undirstöðu friðar í heimin- um og telja það ekki geta beðið lengur að slík fræðsla verði tekin upp í íslenskum skólum. Frið- arömmur beina því þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann hlutist til um um að mörkuð verði stefna í friðarfræðslu á íslandi, sem tekin verði inn í námsskrá. Einnig verði viðleitni kennara til að takast á við þetta verkefni virt og studd. Valinn verði vinnuhópur nú þegar til að móta námsefni í þessum til- gangi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.