Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 50
\ 50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 »T-1 Alnæmisvika stendur nú ySr og lýkur henni 1. desember með al- þjóðlegum alnæmisdegi. Af þvi tilefni er efiit til tónleika í Há- skólabíói miðvikudagskvöldið 30. nóvember og hefjast þeir kl. 22. Þar koma fram þeir Bubbi Mort- hens, Hörður Torfa og Megas. Það er Landsnefnd um alnæmis- vamir sem hefur frumkvæði að þessu tónleikahaldi. Listamennirnir koma fram endurgjaldslaust og all- ur ágóði af tónleikunum rennur til Samtaka áhugafólks um alnæmis- vamir, sem stofnuð verða mánu- dagskvöldið 5. desember. Allt það fé sem safnast í Háskólabíói nýta Samtökin til styrktar smituðum og sjúkum. INNLENT Háskólabíó: Bubbi, Hörður og Megas gegn alnæmi Hljómplata til styrktar hjálparstarfi TVEIR starfsmenn ABC-hjálpar- starfsins fóru nýlega til Mexíkó til að skipuleggja hjálparstarf meðal ólæsra þar í landi. ABC-hjálparstarfið er samkirkju- legt og byggt á kristilegum grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ABC, þar sem ennfremur segir að megináherslan verði lögð á að veita þá hjálp sem kemur fólki að varanlegu gagni. Forgangsverkefni hjálparstarfsins er að kenna ólæsu fólki að lesa og skrifa og eru tveir starfsmenn þegar farnir til Mexíkó til að skipuleggja og hafa umsjón með starfinu. Innfæddir munu þó að mestu leyti annast kennsluna. ABC-hjálparstarfið hyggst fyrst og fremst afla fjár til starfsins með útgáfu og sölu á hljómplötum og var nýlega gefín út fyrsta platan, sem er 12 laga. Hún nefnist „Hjálpar- hönd“ og á henni koma fram ýmsir tónlistarmenn. Hjalti Gunnlaugsson hafði umsjón með gerð plötunnar. Einnig er tónlistin fáanleg á snældu og geisladisk, en verður ekki til sölu í almennum hljómplötuverslunum. Sölufólk mun hins vegar ganga í hús og bjóða hana til sölu. í frétt frá ABC segir að með því að senda íslenska starfsmenn til hjálparsvæðanna sé leitast við að tryggja að peningarnir sem aflast komist milliliðalaust til skila og nýt- ist beint til hjálparstarfsins. Hljóm- platan og hjálparstarfið verða kynnt á tónleikum á Hótel Islandi 23. nóv- ember næstkomandi. Hekla hf. hefur tekið í notkun nýjan sýningarsal þar sem fram fer sala á notuðum bilurn. Heitir bílasalan nú Bílaþing eftir að fyrra nafii bílasölunnar, Bjallan, var dæmt af fyrirtækinu. Þá var nýlega tilkynnt í Vestur-Þýskalandi hvaða bílar fengu guUna stýrið sem svo er nefiit og er hliðstæð viðurkenningunni BUl ársins. Þar komust bílar sem Hekla hefur umboð fyrir í verðlauna- sæti, Mitsubishi og Passat. Bílaþing er um 1000 fermetra salur á efri hæð í nýbyggingu Heklu hf. við Laugaveg og er við- bót við salinn þar sem notaðir bílar hafa verið seldir og er salur- inn Brautarholtsmegin. Finnbogi Eyjólfsson blaðafulltrúi Heklu segir salinn það rúmgóðan að auðvelt sé að leyfa viðskiptavinum að aka þeim út og inn til prófun- ar, ekki sé þörf eða ætlunin að leggja þeim svo mörgum í salinn að það verði ókleift. Gullnastýrið Sem fyrr segir hlutu bílar frá Mitsubishi og VW-verksmiðjunum góðar viðtökur í Vestur-Þýska- landi þegar veitt var viðurkenn- ingin gullna stýrið. í flokki minnstu bílanna, þeirra með allt að 1500 rúmsentimetra vélar- stærð, varð Mitsubishi Mirage í fyrsta sæti en Mirage er samheiti yfir Colt og Lancer. Fiat Tipo varð í öðru sæti og Renault 19 númer þrjú. í miðflokknum, þar sem eru bílar með 1501 til 2000 rúmsentimetra vélar, varð Passat í fyrsta sæti, Opel Vectra í öðru og Mitsubishi Galant í þriðja. Í þriðja flokki varð BMW 53 li í fyrsta sæti, Alfa 164 í öðru og VW-Corrad í því þriðja. Blaðið Bild am Sonntag stendur fyrir viðurkenningunni um gullna stýrið en dóminn skipa 25 evr- ópskir bflablaðamenn, ökumenn og aðrir sem koma nálægt málefn- um bflaiðnaðarins. Bflamir eru m.a. dæmdir út frá útliti, verði, þægindum hið innra, flutnings- getu, vélarafli, aksturseiginleik- um, tækni og spameytni. Hörður Torfa Þeir Bubbi, Hörður og Megas eiga það sammerkt að allir senda þeir frá sér plötur þessa dagana. Hörður gefur út tvær plötur sem hann kallar Rauði þráðurinn, en á þeim em 18 lög. Þeir Bubbi og Megas senda hins vegar frá sér sameiginlega hljómplötu sem þeir kalla Blár draumur og flytja þar fmmsamda tómlist með aðstoð nokkurra jasstónlistarmanna. í frétt frá Landsnefnd um alnæmis- vamir segir, að með framlagi sínu í Háskólabíói vilji þeir vekja at- hygli á aðstæðum allra þeirra sem smitast hafa eða sýkst af alnæmi. Sá hópur vaxi stöðugt og það sé biýnt að við finnum öll til ábyrgðar okkar gagnvart smituðum og sjúk- um og auðveldum þeim lífíð í bar- áttunni við fordóma og bábiljur. Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins: Kratar verða að skilja að við látum ekki traðka á okkur Hér eru sölumenn í Bílaþingi ásamt sölustjóra og blaðafulltrúa. í algengasta stærðarflokki bíla varð hinn nýi og breytti Passat í fyrsta sæti. Bílaþing hjá Heklu hf. í nýju húsnæði Bubbi Morthens Megas RÁÐHERRAR Alþýðubandalags- ins, þeir Ólafur Ragnar Grímsson Ijármálaráðherra og flokks- formaður, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur Sigfusson land- búnaðar- og samgöngumálaráð- herra, voru spurðir í þaula á opnum miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins síðastliðinn laugar- dag en á föstudeginum var rædd og samþykkt ályktun um um- hverfismál. Ljóst var að utanrík- ismál brunnu mjög á fundar- mönnum og féllu þung orð í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Svavar Gests- son sagði að i samsteypustjórn yrði að þola fleira en gott þætti. Flokksformaðurinn tók undir með Svavari og sagði að forystu- menn Alþýðuflokksins yrðu að sýna tillitssemi gagnvart sjónar- miðum Alþýðubandalagsins. Kjósendur flokkanna beggja krefðust þess og utanríkismálin mættu ekki verða til að fella stjórnina. Hjörleifur Guttormsson sagðist ekki viss um að stjómarseta Al- þýðubandalagsins yrði löng að þessu sinni. Hann sagði fólk vera orðið langeygt eftir árangri í efna- hagsmálunum og einnig sagði hann framferði Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra óþolandi; ítrekaðar ögranir hans yrði að stöðva. Hann spurði einnig hveijar væru forsendur fyrir störfum við- ræðunefndar iðnaðarráðherra um byggingu nýrrar álverksmiðju og minnti á andstöðu Alþýðubanda- „uppákomur krata“ yllu miklum áhyggjum. Kratar yrðu að skilja að þeir fengju ekki að komast upp með að traðka á Alþýðubandalag- inu. Aftur kvað við lófatak í salnum. Svavar Gestsson sagðist myndu beita sér fyrir því að starfsháttum útvarpsráðs yrði breytt í þá átt að ráðið fjallaði um dagskráratriði eft- ir á en ekki fyrir fram eins og nú tíðkaðist; núverandi skipan mála væri úrelt. Einnig sagði hann rétt að endurskoða starfsvið útvarps- réttamefndar og lækka bæri opin- ber gjöld sem litlar útvarpsstöðvar greiddu; þar væri um réttlætismál að ræða. Skúli Alexandersson gagnrýndi drög að ályktun fundarins þar sem gefið væri í skyn að leggja þyrfti niður fyrirtæki sem ekki stæðu undir sér. Skilgreina þyrfti betur hvaða aðferðum ætti að beita og honum líkaði ekki „tónninn í þessu“. I mörgum smáfyrirtækjum væru stjómendur óhræddir við að taka til hendinni „á gólfinu" þegar á þyrfti að halda og það væri ekki sök stjómenda þeirra að illa gengi heldur stjórnvöld og mistök þeirra í efnahagsmálum. Gengisfelling væri lífsnauðsyn fyrir sjávarútveg- inn og aðrar útflutningsgreinar. Fjármálaráðherra sagðist ekki ætla að endurtaka þau rök sem hann hefði áður borið fram gegn gengisfellingu. „Við þurfum að sýna að við, félagshyggjuöflin, get- um líka stýrt þjóðarskútunni út úr kreppu en ekki bara tekið við í góðæri," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í fundarlok. Ólafiir Ragnar Grímsson Qármálaráðherra og formaður Alþýðu- bandalagsins í ræðustól, á laugardag. Til hægri situr Svavar Gests- son menntamálaráðherra en til vinstri eru Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður flokksins og fundarstjóri, og Steingrímur Sigfússon samgöngumálaráðherra. lagsins við að hér væm stórfyrir- tæki sem íslendingar ættu ekki meirihluta í. Ólafur Ragnar sagðist vilja vara utanríkisráðherra við því að láta atkvæðagreiðslur hjá Sameinuðu þjóðunum splundra stjómarsam- starfinu en minnti jafnframt fund- argesti á að utanríkismálin hefðu jafnan reynst Alþýðubandalaginu erfið í samsteypustjómum. Réttara væri að hyggja að gerðum en orðum í þeim efnum. Skemmst væri að minnast ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen [sem Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson áttu sæti fj, í hennar tíð hefðu verið miklar hemaðarframkvæmdir hér á landi, m.a. í Helguvík. Allir Al- þýðubandalagsmenn gætu lært af þeirri reynslu. Ólafur sagði að AlþýðubandalagT ið hefði haft erindi sem erfiði í ál- málinu þar sem þeir hefðu lengi lagt áherslu á fullkomnar mengun- arvamir og raforkuverð sem ekki yrði undir kostnaðarverði. Viðræðu- nefnd iðnaðarráðherra ætti aðeins að kanna málið en ekki gera neina samninga. „Hver á þá að semja,“ kallaði þá Hjörleifur Guttormsson úr sal. „Ef þú hefur ekki skilið það þá hefurðu ekki skilið neitt af því sem þetta mál snýst um,“ svaraði Ólafur úr ræðustól. Fundargestir fögnuðu Steingrími Sigfússyni með lófataki er hann sagði að færi svo að Alþýðubanda- lagið samþykkti að lagður yrði varaflugvöllur með aðstoð Atlants- hafsbandalagsins myndi hann ekki sitja áfram í embætti samgöngu- málaráðherra. H^nn sagði að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.