Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 33 Sýningu Braga í Ný- höfii að ljúka Myndlistarsýningu Braga Ásg-eirssonar í Nýhöfii er nú að ljúka. Síðasti sýningardagnr er miðvikudagurinn 30. nóvem- ber og verður þá opið fi'á 10 til 18. Svala Lárusdóttir í NýhÓfn sagði í samtali við Morgunblaðið, að aðsókn að sýningunni hefði verið einstaklega góð og mikið af myndum selzt. Á sýningunni eru modelteikn- ingar frá Róm, Munchen, Osló og Kaupmannahöfn frá sjötta ára- tugnum, teikningar af fomum styttum í Napóli, gerðar árið 1950 og steinþrykk frá þessu ári við ljóð eftir Jón Helgason og Matt- hías Johannessen. 55 verk eru á sýningunni. Bragi Ásgeirsson, eitt verka hans í baksýn. Meir áritar Jólahlaðborð á Hótel Sögu UM SÍÐUSTU helgi var hinu árlega jólahlaðborði í Skrúði á Hótel Sögu hleypt af stokkunum. Jólahlaðborðið er opið á hveijum degi fram til 22. desember, jafitt i hádeginu sem að kvöldi. Þor- Iáksmessuskatan er síðan á há- degismatseðlinum þann 23. des- ember. Jólahlaðborðið er orðinn árviss þáttur i starfsemi Hótels Sögu og Gildis. Boðið er upp á jólaglögg á Mímisbar og síðan tekur jólahlað- borð f Skrúði við. Þetta forskot á jólastemmninguna hefur notið mik- illa vinsælda og þegar stærri hópar hafa tekið sig saman er jólahlað- borðið gjaman sett upp í hæfilega stórum veitingasal á 2. hæð Hótels Sögu eða í Grillinu. Á þessum sama tíma til jóla býð- ur Hótel Saga gistingu á hagstæðu verði. Tveggja nátta gisting með morgunverði, ásamt einni máltíð af jólahlaðborðinu í Skrúði, kostar frá kr. 4.290. Ölium landsmönnum býðst að notfæra sér þetta einstaka tilboð til jóla. (Fréttatilkynn ing) Ævisaga Béturs Finnbogasonar Menachem MENACHEM Meir áritar sjálfs- ævisögu móður sinnar, Goldu Meir, sem er núkomin út hjá Bókrúnu hf., í dag milli klukkan 16.00 og 18.00 í skrifstofu útgáf- unnar i Einarsnesi 4. Menachem, sem er kunnur selló- leikari, hélt tónleika sl. sunnudag á vegum félgasins ísland-ísrael, í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann er á förum til Danmerkur 30. þ.m. til tónleikahalds þar. Ævisaga: Péturs Finn- bogasonar Neðri hæð Lækjargötu 4 hrundi eins og spilaborg og efri hæðin lagðist upp að Lækjargötu 4. Lækjargata 4 brotnaði og lagðist upp að næsta húsi „BÍLLINN var í miklum hliðarhalla og stálbitar sem húsið hvíldi á skriðu út af pallinum. Atvikið er hins vegar ekki fullrannsak- að, svo það er erfitt að fullyrða nokkuð um ástæður þess,“ sagði Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggmgadeildar borgarverkfræðings. Á sunnudag skemmdist húsið Lækjargata 4 mikið þegar verið var að flytja það i Árbæjarsafii. Hluti hússins var fyrir nokkru fluttur í Árbæjarsafn, en þá var farið suður Lækjargötu, en ekki norður eins og nú. Á sunnudagsmorgun var húsið, skyldi falla saman, því ef húsið sem er tvílyft timburhús, komið á pall flutningabíls, sem ók með það norður Lækjargötu. Þegar bíllinn var við umferðarljósin fyrir neðan Bankastræti, þar sem mikill hlið- arhalli er á götunni, rann húsið út af pallinum, neðri hæðin lagð- ist saman og efri hæðin lagðist upp að Lækjargötu 2, sem skemmdist þó lítið. „Það var í raun lán í óláni að neðri hæðin hefði oltið á hliðina í heilu lagi hefði það skemmt húsið að Lækj- argötu 2 mjög mikið," sagði Guð- mundur Pálmi. „Á sunnudag tókst að koma húsinu í Árbæjarsafn, en það er mikið skemmt og nú er verið að kanna hvemig best verður að endurreisn þess staðið." Þegar hluti hússins að Lækjar- götu 4 var fluttur í Árbæjarsafn fyrir nokkru var farið með húsið suður Lækjargötu. Ekki rejmdi þvi á hliðarhallann fyrir neðan Bankastræti. En hvers vegna var farið norður Lækjaigötu í þetta sinn? „Verksfjórinn, sem sá um framkvæmdina, tók þessa ákvörð- un, en það var ekki í samráði við okkur," sagði Guðmundur Pálmi. „Ég hef ekki fengið fullnægjandi skýringu á því hvers vegna hann fór ekki þá leið sem áður var far- in og ætlunin var að fara nú. Mér þykir iíklegt að hann hafi talið betra að fara eftir Sætúni, þar sem ef til vill hefði verið hægt að fara þá leið án þess að þurfa að fjarlægja umferðarskilti og annað slíkt." / Hörður Runólfsson, verkstjóri, staðfesti að ákveðið hefði verið að fara eftir Sætúni til að losna við vandræði vegna umferðarljósa á Miklubraut. „Sá hluti hússins sem búið var að flytja var miklu mjórri en þessi síðari hluti og komst fram hjá götuvitum og umferðarmerkjum á leiðinni í Ár- bæjarsafn," sagði Hörður. „Við hefðum ekki getað flutt þennan hluta hússins eftir Miklubraut án þess að lenda í vandræðum. Hús- ið var hins vegar svö lélegt að það hefði aldrei þolað flutninginn alla leið. Fyrst það hrundi á annað borð þá var ágætt að það fór á þessum stað.“ Guðmundur Pálmi sagði að ekki væri enn ljóst hver bæri skað- ann, en fljótt á litið virtust verk- takamir vera ábyrgir. Félag eldri borgara í Kópavogi stofiiað Frá stofiofiindi Félags eldri borgara í Kópavogi. Ölafiir Jónsson formaður félagsins er í ræðustól. Morgunblaðid/ Arni Sœberg Konráð Guðmundsson hótelstjóri og Wilhelm Wessmann fram- kvæmdastjóri Gildis við jólahlaðborðið í Skrúði. VALFELL hefiir gefið út ævi- sögu Péturs Finnbogasonar, „í Hítardal og Kristnesi“, eftir Gunnar Finnbogason. Á bókarkápu segir: „Pétur Finn- bogason fæddist í Hítardal í Mýra- sýslu og þar ólst hann upp. Hann unni æskustöðvum sínum og dáði foma frægð staðarins. Hann gekk í Hvítárbakkaskólann, Menntaskól- ann á Akureyri, Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1936. Tuttugu og sjö ára gamall varð hann skólastjóri Bamaskólans í Glerárþorpi við Akureyri og litlu síðar skrifar hann: „Ég vil ekki láta þetta þorp af hendi fyrr en ég hefi komið ein- hverju umbótastarfí í framkvæmd." Pétur var farkennari í Vestur- Landeyjum og síðar kennari á Dalvík. Á báðum þessum stöðum skrifar hann dagbækur og þá síðustu ritar hann sjúkur maður á Kristneshæli. Dagbækurnar em allt í senn þróttmiklar, sannar og skáld- legar. Frá sumu er svo sagt, að það má telja álitamál, hvort birta eigi svo bersögul ástamál látins manns. En bráðlega breiðir tíminn tjald sitt yfir allt og ekkert verður eftir." Bókin er 270 blaðsíður. FÉLAG eldri borgara í Kópa- vogi var stofiiað um helgina, og af 140 manns sem mættu á fiind- inn gerðust rúmlega 100 stofin- félagar. Að sögn Ólafs Jónsson- ar, sem kosinn var formaður félagsins, hefur undirbúningur að stofnun þess staðið nokkuð lengi, en til stofhfundaríns hefði boðað hópur, sem um nokkurt skeið hefði unnið að undirbún- ingnum ásamt Sigurbjörgu Sig- urgeirsdóttur öldrunarfulltrúa hjá félagsmálastofiiun Kópa- vogs. Á fundinum var rætt um vænt- anleg verkefni félagsins, og fram kom ánægja með það starf sem unnið hefur verið á vegum félags- málastofnunar Kópavogs í þágu aldraðra. Jafnframt kom fram að meðlimir félagsins óska eftir að taka þátt í því starfí sem virkir aðilar, en ekki einungis sem njót- endur. Þá kom fram áhugi á að stofna til samstarfs við Félag aldr- aðra f Reykjavík og önnur sam- bærileg félög. Bergsteinn Sigurð- arson formaður Félags aldraðra í Reykjavík mætti á fundinn og flutti hinu nýja félagi ámaðaró- skir. Hann gat þess að í undirbún- ingi væri að mynda samband fé- laga aldraðra, sem kæmi fram sem ein heild gagnvart ríkisvaldinu og öðrum. Sfjóm Félags eldri borgara í Kópavogi skipa auk Ólafs Jónsson- ar þau Andrés Kristjánsson, Ágústa Bjömsdóttir, Árni Omólfs- son, Guðrún Þór, Soffía Jóhanns- dóttir og Tryggvi Benediktsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.