Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Menn og máJavextir Formálsorð Kristjáns Albertssonar með ritgerðasaftii í nýrri bók Nú fyrir jólin kemur út ný bók eftir Kristján Albertsson. Nefnist hún Menn og málavextir og er safh ritgerða sem flestar eru frá síðustu 30 árum. Stærsti hluti ritgerðanna Qallar um menningarmál svo sem bókmenntir fornar og nýjar, íslenska tungu, íslenska náttúru — svo að eitthvað sé nefnt. Ýmsar þessar ritgerðir er þegar víðkunnar, svo sem um Einar Benediktsson, Árná Pálsson, Halldór Laxness o.fl. SSðari hluti ritgerðarsafinsins er um stjórnmál og þau formálsorð sem hér birtast eru gTeinargerð fyrir honum: Óþarft er að fylgja þessu greina- safni úr hlaði með öðru en fáeinum orðum um þann hluta bókar sem snýst um stjómmál og sögu þjóðar vorrar á síðustu tímum, og þá eink- um um íslenska kommúnismann. Þykja má að þrátt fyrir það sem telja mátti misráðið eða hörmulegt í athæfi rússneska frumkommún- ismans á næstu árum eftir bylting- una 1917, hafi mikill þorri frjáls- huga manna í lýðftjálsum vestræn- um heimi viljað fara hægt í sakir um fordæmingu á kommúnisman- um minnugir þess að stefnumið hans var nýtt og betra þjóðfélag, meira réttlæti, meiri mannúð, en umfram allt útrýming allrar fátækt- ar í heiminum. Mönnum gat virst erfítt að taka afdráttarlausa af- stöðu til þess sem gerst hafði og ef til vill hefur ófáum fundist hálft í hvoru rétt að kommúnisminn fengi sitt tækifæri til að sýna hvað hann gæti staðið við og eftit af loforðum sínum um hamingjusamari heim. Þá tók jafnframt að búa um sig djúpstæður ótti við þá þróun sem hafði að markmiði alræði öreiganna — sem orðið gæti aðeins alræði harðstjómarklíku sem ríkti í nafni alls almennings en án þess að hann nyti meira frelsis til athafna og hugsunar en búpeningur í högum. Og svipaður ótti var engan veginn nýtilkominn. Þannig hafði Oscar Wilde laust fyrir aldamót skrifað sínu frægu ritgerð Mannssálin á valdi sósíalismans, þar sem hann var vinveittur meginhugsjón jafnað- armanna en lýsti jafnframt óhug sínum við tilhugsunina um það and- lega ástand sem orðið gæti hlut- skipti manna undir þröngsýnni of- stjóm og flokkseinræði. Ekki þarf að orðlengja um marg- vísleg og biturleg vonbrigði fijáls- huga manna um heim allan þegar rússneski kommúnisminn varð að því fyrirbrigði sem nefnt varð stalínismi. En öld hans má telja að staðið hafí að mestu óbreytt fram til síðustu tíma þegar nýir vald- hafar undir forystu Gorbachevs komu til sögunnar. í vitund manna á Vesturlöndum var stalínismi nafn- ið á oft og tíðum níðingslegri harðýðgi í stjómarháttum samfara vanmætti til að færa almenningi þá efnalegu hagsæld sem lofað hafði verið þegar „auðvaldinu" hefði verið steypt af stóli. Solz- henitsyn varð til þess að gefa heim- inum sannari og fyllri lýsingu 4 ánauðaroki og öllu þjóðfélagsböli stalínismans en nokkrum öðrum rit- höfundi hefur auðnast, og verk hans var afrek einstæðrar hetju- lundar. En hvemig mannlegri sál muni hafa vegnað á þessum tímum Rússlands verður ef til vill ekki síður best ráðið í af einstökum at- burðum úr einkalífí manna. Ekki er ólíklegt að mörgum hafi fundist hann fróðari um andlegt ástand rússnesku þjóðarinnar þegar dóttir Stalíns, komin yfír fertugt, þoldi ekki lengur við í ólofti stalínism- ans, flýði úr landi á laun með tvær hendur tómar, vildi mega lifa í fijálsum heimi vesturins og bað Bandaríkin um að vera sér miskunnsöm. Af kunnustu skrifum aðdáenda stalínismans veit ég ekki betur en að þeim hafí þótt allt í himnalagi þegar Stalín gerði álygar og réttar- morð að sinni skæðustu aðferð til að murka lífið úr nálega allri fremstu framheijasveit rússneska kommúnismans. Stalín var eftir sem áður lofsunginn sem mildur og föðurlegur vemdarvættur sinna mörgu Sovét-þjóða. Og þar kom að sumir íslenskir menn áttu það eitt æðsta boðorð að fallast á hvað sem væri í atferli stalínismans í algjörri hlýðni við leiðsögn og pólitísk fyrir- mæli valdhafanna í Moskvu. Svo gat virst sem til væru menn sem ættu sér ekki_ fegurri framtíðar- draum en að ísland yrði einhvem tíma innlimað í hina miklu ríkja- samsteypu Sovét-veldisins eins og fram kemur í frægum orðum Jó- hannesar úr Kötlum þegar hann orti: „Sovét-ísland, óskalandið — hvenær kemur þú?“ Eftir sameiginlegan sigur Sovét- ríkja og Vesturvelda í síðari heims- styijöld var svo komið að Rússamir höfðu innlimað í ríki sitt víðáttum- ikla landshluta frá öllum sínum grannþjóðum allt frá nyrsta Finn- landi til stranda Svartahafs og líka jafnað við jörðu ríki þriggja baltne- skra þjóða. Ekki var þó látið þar við sitja. Sovétherinn var nú orðinn hinn öflugasti í heimi og nú var tekið að beita mætti hans til að 'koma kúgunarfjötri á hveija þjóð af annarri. Menn hlutu að spyija sjálfa sig hvar yrði staðar numið í útþenslustefnu Sovétríkjanna. Ýmis tímanna tákn, smá og stór, vöktu megnustu tortryggni, svo sem snuðr ókunnra erlendra kafbáta inn í fírði og skeijagarða Svíþjóðar og Noregs. Á íslandi hlutu menn að taka eftir nánum tegslum íslenskra kommúnistaleiðtoga við stjómvöld í Moskvu samfara sívaxandi sendi- ráði Rússa í Reykjavík, húseignum þeirra og starfsmannafjölda marg- földum á við umsvif nokkurs ann- ars erlends sendiráðs á íslandi. Stofnun Atlantshafsbandalags vestrænna lýðfijálsra landa var óhjákvæmileg afleiðing af yfírgangi og útþenslu Sovétríkjanna og ísland halut að sjálfsögðu að gerast aðili að þessu bandalagi fremur en að láta ráðast hver yrðu örlög lítillar og vanmáttugrar þjóðar í heimi þar sem var einskis svifíst til að auð- mýkja og ræna minni máttar þjóðir eða afmá ríki þeirra með öllu. Þegar síðari heimsstyijöld var lokið og þar með hervernd Banda- ríkjanna á íslandi voru herstöðvar í landi voru lagðar niður og ameríski herinn hvarf á brott frá Islandi. Þó hafði samist svo um að nokkur hundruð amerískra flugvallar- manna mættu verða eftir í Keflavík og annast þar flugvallargæslu. Þess þótti þörf fyrir hagkvæmnis sakir til að tryggja sem greiðastar og öruggastar flugsamgöngur yfír Atl- antshaf meðan ameríski herinn hafði enn miklar skyldur að rækja eftir hrun Þýskalands og öll þau bágindi sem af því leiddi. Ef Banda- ríkjunum hefði verið neitað um þessa smávægilegu greiðasemi hefði það vart getað annað kallast en frámunalegur ruddaskapur og þá einkum þegar haft er í huga að Bandaríkjastjóm hafði á stríðsárun- um flest viljað gera Islendingum til hæfís sem þau framast gátu og meðal annars séð svo um að þeir gætu grætt á tá og fíngri og orðið að stríði loknu auðugri þjóð en nokkru sinni fyrr. Vit og sómatil- fínning þingmeirihluta bjargaði Kristján Albertsson þjóð vorri frá því að hegða sér hneykslanlega gagnvart Banda- ríkjunum. En mikið gekk á þegar barist var um svokallaðan Keflavík- ursamning og aldrei var á íslandi meira um annað mál skrifað af fár- ánlegri vitleysu en þann samning. Svo var vitfírringslega langt gengið að gasprað var um að með honum hefði ísland glatað sjálfstæði sínu. Þegar Norður-Kórea gerði árás sína á Suður-Kóreu 1951 með ve!- vild Kína og Sovétríkjanna að bak- hjarli og Bandaríkin vopnuðust til að hjálpa Suður-Kóreu, þá greip um sig víðtækur ótti við að þriðja heimsstyijöld væri í aðsigi og gæti hvað úr hveiju skollið yfír löndin. Allir stjómmálaflokkar á íslandi að einum undanskildum urðu þá sam- mála um að biðja Bandaríkin að taka aftur að sér hervemd á ís- landi. Og við það situr enn að yfír- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að Island sé varið land. Þó var til í landi voru önnur sögu- skoðun en sú sem hér er gerð grein fyrir í stórum dráttum. Saga Halldórs Laxness Atóm- stöðin verður ekki öðruvísi skilin en svo að skáldið haldi því framað dmkknir íslenskir ráðherrar í næt- ursvalli með amerískum herforingj- Hagkvæmt hreinlæti Handklæðakassar og sápuskammtarar. Þar sem mikiö álag er og kröfur geröar um þrifnaö koma þessir hlutir að góðum notum. Engar tafir eru, þar sem notendur þurfa lltinn tlma til aö þvo sér og þurrka, það er á hreinu. Þegar á heildina er litiö reynast handklæöa- kassarnir og sápuskammtararnir frá okkur ákaflega vel og eru ódýr kostur. í kössunum eru handklæði úrekta bómull, sem fer vel með hendurnar auk þess rúllar hand- klæöið uppá sig þegar tekiö er I þaö og þvl er alltaf hreint handklæði fyrir næsta mann/ Hægt er að velja um liti og geröir. Leitaöu upplýsinga. Skeifunni 11 Simar: 82220, 82221 og 34045 um hafí selt land vort Bandaríkjun- um til þess að það yrði þar notað sem kjarnorkustöð eins og nafn bókarinnar ber rækilega með sér. En svo að Islendingar hefðu um annað að hugsa meðan land þeirra væri selt áttu íslenskir valdamenn að hafa tekið tii þess sniðuglega bragðs að láta sem þeir væru að grafa jarðneskar leifar ástsælasta skálds Islendinga í þjóðargrafreit á Þingvöllum með hátíðlegri viðhöfn en raunar hefði ekki verið að molda yfír annað en eitthvað af dönskum jarðarleir eða ef til vill slatta af sardínum, sömuleiðis innfluttum frá Danmörku. En nú gerist það undur að þessi saga verður í meiri háveg- um höfð en nokkurt íslenskt skáld- rit annað en aðeins Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. íslenskir og erlendir menn fást til að þýða bók- ina á margar þjóðtungur og í sænskum og norskum þýðingum er sagan einfaldlega látin heita Land til sölu. Ekki þykir tjá að bjóða þjóð- inni minna en tvær leikgerðir af sögunni.'auk þess sem gerður var sænskur söngleikur sama efnis. Þá þótti tilvalið að reyna að gera sög- una að landkynningu um heim allan með því að gera úr henni kvikmynd með ensku tali. íslenskir leikarar voru fengnir til að leika í myndinni og hafa vafalaust lagt sig fram um að gera söguna sem áhrifamesta. íslenskur háskólakennari í bók- menntafræðum gerði skólaútgáfu af Atómstöðinni þar sem ítarlegar skýringar lögðu megináherslu á pólitískt sannleiksgildi sögunnar. Þegar söngleikurinn hafði verið sýndur í Stokkhólmi lauk megin- þorri blaða um endilanga Svíþjóð upp einum munni að hér hefði ver- ið leitt í ljós hvemig íslendingar hefðu glæpst á að farga sjálfstæði sínu í hendur Bandaríkjanna. Samt varð einmitt þessum söngleik drasl- að upp á svið íslenska þjóðleik- hússins til að heiðra hinn mikla skáldjöfur Halldór Laxness á átt- tugasta og fímmta afmæli hans. I einu af bréfum sínum til Georgs Brandes reynir Matthías Jochums- son að vekja áhuga hans á dularfull- um fyrirbrigðum sem til þess bendi að mannssálin eigi sér framhaldslff eftir dauða líkamans. í svarbréfí sínu segir Brandes að mannleg heimska sé eina yfimáttúmlega fyrirbrigðið'sem hann hafí nokkm sinni haft kynni af. Það næði engri átt að kalla heimska alla þá menn sem hafa þolað eða hossað og vegsamað landssölusögu Halldórs Laxness. Um hitt er ég sannfærður að allt dálæti á sögunni er yfímáttúrlegt fyrirbrigði, eitthvað sem hvorki heilbrigð skynsemi né nein vísinda- leg þekking gæti með nokkm móti skýrt. Aldrei verður á allt kosið sem æskilegt megi þykja og erlendur her á íslenskri gmnd er auðvitað ill nauðsyn, en eigi að síður alger nauðsyn eins og allt er í pottinn búið hér á vomm hnetti. Bandarísk stjómvöld sýna allan hug á að vera íslendingum eins góðviljuð og fram- ast verður við búist. Þetta ber mjög að þakka og þá fyrst og fremst þá hervemd sem okkur er látin í té. Enn er haldið áfram að ófrægja vamarmálasamstöðu Banda- ríkjanna og íslands jafnt á beinan sem óbeinan og á stundum lág- kúmlegan hátt og spilla fyrir viti- borinni hugsun um varnarmál þjóð- ar vorrar. Meðan svo er virðist mér sitthvað sem ég hef skrifað um stjómmál vera enn í góðu gildi til fróðleiks og til íhugunar fyrir Ies- endur. Ég læt mér nægja að hafa ekki fleiri orð um ástæður til þess að hér birtist sá hluti bókar minnar sem nefnist „Safn til sögu íslands". Þó hefur mér líka fundist greinar mínar, endurprentaðar hér, oft hafa verið sprottnar af þörf til að forð- ast „hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu,“ eins og skáldið kemst að orði. Jakob F. Ásgeirsson hefur veitt mér, sjóndöpmm manni, ómetan- lega aðstoð við val á greinum og margt annað sem lýtur að útgáfu bókar minnar og kann ég honum miklar þakkir fyrir ágæta hjálp hans. 'Vs Réykjavík, 29. sept. 1988 Kristján Albertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.