Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 43 Blaðasnápar á gervihnattaöld Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skipt um rás („Switching' Channels“). Sýnd í Bíóhöllinni. Bandarisk. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Handrit: Jonathan Reynolds, byggt á leikritinu „The Front Pag-e“ eftir Ben Hecht og Charles MacArthur. Framleiðandi: Martin Rans- hohoff. Kvikmyndataka: Fran- cois Protat. Helstu hlutverk: Kathleen Turner, Burt Reyn- olds, Christopher Reeve, Nead Beatty og Henry Gibson. Fyrir næstum hálfri öld skrifaði einhver frægasti handritshöfund- ur gömlu Hollywood, Ben Hecht, leikritið „The Front Page“ (Fors- íðan) með samstarfsmanni sínum, Charles MacArthur, svarta kómedíu um blaðamannastéttina í Chicago. Úr því varð kvikmynd- in „My Girl Friday" með Cary Grant árið 1940. Arið 1974 var gerð Önnur frábær bíómynd úr leikritinu með Jack Lemmon og Walter Matthau. Hún hét einfald- lega Forsíðan. Og núna í ár var enn ein bíóútgáfa af leikritinu gerð en hún heitir „Switching Channels" eða Skipt um rás og er sýnd í Bíóhöllinni þessa dag- ana. Leikritið hefur verið fært í nú- tímalegra horf og er nú í takt við fá gerfíhnattaöld sem við lifum. stað gömlu blaðasnápanna með vindlana í kjaftinum eru komnir fallega snyrtir sjónvarpsfrétta- menn og í stað gömlu blaðarit- stjómarinnar er komin sjónvarps- fréttastofa á gervihnattasjón- varpsstöð. En það eru stórstjömur í aðalhlutverkunum sem fyrr; Kathleen Tumer leikur aðalfrétta- manninn (Hildy Johnson í leikriti Becht), Burt Reynolds er frétta- stjórinn hennar og fyrrum eigin- maður í þessari útgáfu og Chri- stopher Reeve leikur vonbiðil hennar, sem ætlar að hafa Tumer úr fréttamennskunni, stjóranum til mikillar hrellingar. Inní það blandast svo eltingaleikur við frétt aldarinnar, aftöku á alræmdum morðingja sem við nánari kynni reynist hin mesta písl. Skipt um rás er allt í senn svört kómedía, farsakenndur gaman- leikur og satíra á nútíma fjöl- miðlafár og spillta pólitíkusa. Myndin ristir að vísu ósköp grunnt með sínum stórlega ýktu persón- um og kringumstæðum. Persón- umar eru sumar full vitlausar, hlægilegar skrípamyndir en aldrei raunverulegar; ekki halda að þetta sé eitthvað í líkingu við „Broadcast News“. En keyrsla leikstjórans Ted Kotcheffs er svo hröð og handritið svo stútfullt af hnyttni og húmorísku orðaskaki að þú hefur aldrei tíma til að líta til baka. Áherslan er öll á textann og meira að segja Burt Reynolds, sem verið hefur hálfsofandi í síðustu myndum sínum, vaknar og tekur fullan þátt í ærslaleikn- um. Það er frekar óvenjulegt leik- araliðið í myndinni, aðalleikaram- ir koma sitt úr hvorri áttinni og hafa ekki verið orðaðir sérstak- lega við farsa eins og þennan undanfarin ár. Kathleen Tumer er eins og hundrað manns í hlut- verki sem kannski er langt undir hennar getu en hún nýtur sín greinilega í og sýnir hvað hún getur verið ótrúlega kraftmikil og skemmtileg leikkona. Christopher Æf .v, Sjónvarpsfréttafarsi: Reynolds og Turner í myndinni Skipt um rás. Reeve er einkar frábrugðinn því sem við eigum að venjast í hlut- verki vonbiðilsins og millans Bla- ine Binghams. Hann er sérstak- lega aulalegur pabbastrákur og framleiðendurnir, sem stækkað hafa hlutverkið, hafa sérstaka skemmtun af því að gera þennan íturvaxna fyrrum Súperman, hryllilega lofthræddan. Og harð- jaxlinn Burt Reynolds er talsvert líflegur eins og áður sagði. Skipt um rás er ekki á neinn hátt eftirminnileg bíómynd en það er auðvelt að skemmta sér á henni eins og það er gaman að góðum brandara sem þú heyrir en gætir ekki munað þó þú ættir lífið að leysa líf þegar þú ætlar að segja hann sjálfur. Gamaldags örlagastundir Á örlagastundu („Time of Dest- iny“). Sýnd í Regnboganum. Bandarísk. Leikstjóri: Gregory Nava. Handrit: Ann Thomas og Gregory Nava. Framleiðandi: Ann Thomas. Kvikmyndataka: Jim Glennon. Tónlist: Ennio Morricone. Helstu hlutverk: William Hurt, Timothy Hutton, Melissa Leo, Stockard Cnann- ing og Francisco Rabal. Er þetta ekki eins og klippt útúr Sögusafni heimilanna? Það er stríð og Jack og Josie unnast hugástum en pabbi hennar er al- farið á móti ráðahagnum. Þau stelast til að gifta sig, 'nann er hrifmn á víg,,ellina í Evrópu — kveðjustund á lestarstöðinni með tilheyrandi myndatöku og tónlist — og skrifar henni ástarbréf; þau ætla að hittast aftur í gömlu kirkj- unni þeirra eftir stríðið — endur- fundir á lestarstöðinni o.s.frv. en í millitíðinni ætlar vondi bróðir hennar, Martin, að hefna föður síns og drepa Jack og skráir sig á vígvellina líka. Þar er Jack að tjá drykkjufélögunum ást sína á stúlkunni heima; hún er alltaf með mér, hérna, segir hann og grípur um hjartað ... Klipp, klipp, klipp. Við tökum þetta alltsaman aftur. Því miður. Ekki hægt. Þið sitjið uppi með næstum algerlega úrelta stríðsrómantík sem erfítt er að sjá að eigi nokkurt erindi á hvíta tjaldið í dag eins og það er matre- itt hér í stanslausu sólarlagi með tónlist Ennio Morricone reiðubúna til að hækka sig ef þarf að auka á tilfínningasemina. Saklaus eða öllu heldur bamaleg og sæt stríðsrómantíkin með sínum lang- dregnu kveðjustundum og enn lengri aðskilnaði hefði getað gengið fyrir 30 árum en við erum öllu tortryggnari í dag. „Við skul- um komast heim,“ segir Jack af innlifun við Martin í stríðinu og mann varðar ekki um það eitt andartak hvemig fer. Jack, eins og sagan öll, er gömul klisja betur geymd í Sögusafni heimilanna en filmuöskju anno 1988. Það er margt fallegt i mynda- töku Jim Glennon og klippingar eru stundum útsjónarsamar en sagan er ólíkindaleg í meira lagi og gengur ekki upp. Og það er ekki einu sinni hægt að treysta á góðan leik. Stjömumar William Hurt og Timothy Hutton nálgast persónurnar hvor úr sinni áttinni, annar með ofleik og hinn vanleik. Hurt í hlutverki hins hefndar- þyrsta Martins virðist vera meira með Óskarinn í huga en hlutverk- ið og sýnir, með hjálp handrits- höfundanna, algerlega óræða per-' sónu; hann vill hefna föður síns en faðir hans þoldi hann ekki og smánaði; hann hefur tvö ár til að drepa Jack þegar hann er með honum í hemum en í staðinn ving- ast hann við hann; þegar hann kemur aftur heim í stríðslok vill hann aftur ólmur drepa Jack og er allt í einu orðinn morðóður geðsjúklingur. Á meðan gerir Hutton svo lítið úr viðkvæmri aðalpersónu sinni, svo dauflegur og líflaus, að hún verður nánast aukaatriði; hann gengur í gegnum myndina án þess að gera nokkum hlut nema sakna kærustunnar. Sá eini sem einhver almennilegur töggur er í er sá gamli Francisco Rabal, sem leikur höfuð fjölskyld- unnar, nautstyggan baska. Leikstjóra og öðmm handrits- höfundi Á örlagastundu („A Time of Destiny"), sem sýnd er í Regn- boganum, Mexíkananum Gregory Nava (varð frægur fyrir „E1 Norte“, ósynd hér eins og svo margar listilegar myndir), mis- tekst að setja okkur inní örlaga- stundir persóna sinna. Hand- bragðið er úrelt á sögu sem er of fjarlæg manni og erfítt er að fá nokkum botn i ef maður hefur þá nokkurn áhuga á því. Fríkirkjan í Reylgavík: Safnaðar- félag slofnað SAFNAÐARFÉLAG Frikirkjunn- ar í Reykjavík var stofnað laugar- daginn 12. nóvember á Hótel Borg. Á stofhfiindinum voru um 100 manns og voru á annað hundrað stofiifélagar skráðir. Tilgangur félagsins er að byggja upp og viðhalda öflugu safnaðar- starfi við Fríkirkjuna og geta allir fermdir safnaðarmenn orðið félagar. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn og á hennar fyrsta fundi sama dag skiptu stjórnarmenn með sér verkum sem hér segir: Þorsteinn Þorsteinsson, formaður. Sigríður Karlsdóttir, ritari. Heidi Kristiansen, gjaldkeri. Margrét Helgadóttir, meðstjóm- andi, Júlíus P. Guðjónsson, meðstjóm- andi. Varamaður var kjörinn Ólafur Jónsson frá Skála,_og endurskoðend- ur vom kjörnir Ásthildur Alfreðs- dóttir og Guðrún Pétursdóttir. Við félaginu blasa mörg verkefni. Meðal annars telja frumkvöðlar þess nauðsynlegt að halda áfram sáttatil- raunum vegna uppsagnar sr. Gunn- ars Bjömssonar og þannig leitast við að koma í veg fyrir áframhald- andi sundmngu innan safnaðarins. Aukið félagsstarf mun væntan- lega efla innbyrðis kynni safnaðar- fólks og þannig stuðla -að farsælli lausn þess vanda sem söfnuðurinn hefur ratað í. (Fréttatilkynning) Húsavík: Flugvöllurinn lokaður vegna ofaníburðar Húsavik. Húsavíkurflugvöllur var i þijátíu ár aldrei ófær vegna aur- bleytu en að þeim árum liðnum var ekið ofan á hraunmölina leir- lagi, sem siðan hefur gert hann ófæran svo að vellinum hefur orðið að loka. Þessi ofaníburður var sóttur út á Tjömes þar sem hann hefur verið notaður í vegi og þótt vera allleiðin- legur í miklum bleytum. Þótti því mörgum heimamanninum undar- legt að þekja flugvöllinn með þessu leirlagi en einhveijir ráðamenn, mér er tjáð ekki verkfræðingur flug- málastjómar, vildu þetta og það var gert. Verður ekki eitthvað gert til þess að bæta úr þessu? - Fréttaritari Ljúffengir kjötréttir meö súpu, brauöi og kaffi á aðeins frá 790 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og líttu inn í Lindina. Þar færöu fullkomna máltíð á frábæru veröi. Hótel Lind er staöur fyrir alla fjölskylduna. & - mrsizmp RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.