Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Stórfelldur útflutn- ingur verkeftia eftirlngólf Sverrisson í umræðum um íslenskan málm- og skipaiðnað hafa menn löngum litið framhjá þeirri staðreynd að til- vist þessara iðngreina ein hefur sparað útgerð og fiskvinnslu ómældar fjárhæðir. Það er ekki ein- asta að málm- og skipaiðnaður hafi sannað getu sína og samkeppnis- hæfni með því að inna vel af hendi ýmisskonar þjónustu og framleiðslu fyrir sjávarútveg og fiskiðnað held- ur er hægt að tilgreina ótal dæmi þess að erlendir aðilar hafa beinlín- is lækkað verðið til þess að krækja í verk vegna þess að íslenskar smiðjur buðu Iægra en þeir. Hefðu þær ekki verið til, hefðu þessir út- lendingar ekki haft nokkra ástæðu eða löngun til að lækka verðið. Meðferð útboða Það er svo annað mál að vinnu- brögð af því tagi sem að framan er lýst eru fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi. Því miður eru allt of mörg dæmi þess að meðferð útboða á vegum ofangreindra við- skiptavina íslensks málm- og skipa- iðnaðar standist ekki lágmarkskröf- ur um eðlilega viðskiptahætti. Til þess að færa stoðir undir þessa fullyrðingu skal sagt frá þremur útboðsverkum, sem því mið- ur eru ekkert einsdæmi. Útgerð bauð út smíði og uppsetn- ingu vinnslukerfis um borð í tog- ara. Sex tilboð bárust í kerfið, öll frá innlendum aðilum utan eitt, sem var frá dönsku fyrirtæki. Þrjú lægstu tilboðin voru frá íslenskum fyrirtækjum en að danska var með það fjórða lægsta. Eftir nokkum tíma fréttist á skotspónum að viðkomandi útgerð hefði gengið til samninga við danska fyrirtækið án þess svo mik- ið sem að tala við nokkurt hinna íslensku. Verkið fór til Danmerkur og viðleitni innlendu fyrirtækjanna til að fá sama tækifæri og að er- lenda var ekki ansað. Boðið var út vindukerfi í skip. Við opnun tilboða kom í ljós að íslenskt fyritæki bauð lægsta verð. Erlent tilboð hljóðaði upp á 8 millj- ónum króna hærri upphæð en það íslenska. Ekki leið á löngu áður en erlendu bjóðendumir gengu frá til- boði sínu og buðu vindurnar á sama verði og íslenska vélaverkstæðið sem lægst var. Skömmu síðar kom upp samskonar dæmi, og lækkaði þá þetta sama útlenda fýrirtæki til- boð sitt um 2 milljónir króna. I báðum tilvikum voru vindumar keyptar frá útlöndum. íslenska fyr- irtækið sem hafði með tilboðum sínum stuðlað að mikilli lækkun var ekki virt viðlits. í ofangreindum dæmum lögðu íslensku fyrirtækin í umtalsverðan kostnað við tilboðsgerðina enda höfðu þau ástæðu til að ætla að allir sætu við sama borð eins og sjálfsagt þykir þar sem viðurkennd- ar leikreglur em í heiðri hafðar. Jafii réttur bjóðenda Auðvitað verða menn að sætta sig við niðurstöðu útboða ef þeir hafa boðið hærra en aðrir eða sann- að þykir að varan eða þjónustan sé lakari en keppinautanna. En á móti verður að gera þá sjálfsögðu kröfu að útboð tryggi jafnan rétt allra bjóðenda en ekki sé farið út á þann hála ís að mismuna bjóðend- um og hafa uppi ýmsskonar eftir- mál sem ekki geti talist góðir við- skiptahættir. I því sambandi má benda á að hjá flestum öðrum at- vinnugreinum en þeim sem hér eru til umræðu er talið sjálfsagt að fara eftir ákvæðum staðalsins ÍST-30 en hann hefur að geyma almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir. I einni grein þessa staðals segir: „Bjóðanda er þó ekki heimilt að breyta verði, greiðsluskilmálum eða öðru sem hefur áhrif á samkeppnisstöðu hans.“ Þetta eru raunar svo sjálfsögð ákvæði að ekki ætti að þurfa að benda á þau, en af þeim dæmum sem tekin voru hér á undan sést að ekki er vanþörf á ,því. Það er auðvitað eðlilegt að gera ítrustu kröfur til íslenskra málm- og skipa- iðnaðarfyrirtækja, en þær mega ekki byggjast á því að annar aðilfnn hafl sjálfdæmi um leikreglur og hagi síðan seglum eftir erlendum vindum. Útflutningur á atvinnu En mál þetta snýst ekki aðeins um eðlilegar leikreglur. Að baki blasir við sú dapurlega staðreynd, að með því að fara í kringum viður- kennda viðskiptahætti er oft á tíðum verið að færa erlendum sam- keppnisaðilum íslenskra smiðja gríðarleg verkefni á silfurfati; út streymir gjaldeyririnn og eftir sitja íslensku fyrirtækin og starfsmenn þeirra og fá ekki rönd við reist. En þótt mikið sé um slíkan út- flutning verkefna þá eru auðvitað fjölmörg dæmi um að vandasöm verk séu leyst af hendi hér innan- lands bæði í skipum og flskvinnsl- um, enda er staðreyndin sú — eins og dæmin sanna — að innlendur iðnaður er oftast vel samkeppnisfær að þessu leyti, þ.e. ef hann er ekki beittur ójöfnuði hér innanlands af þeim sem síst skyldi. Menn verða líka að hafa í huga hversu gríðarlega þýðingarmikill íslenskur málm- og skipaiðnaður er grundvallaratvinnuvegum okkar, sjávarútvegi og fiskvinnslu. Sann- leikurinn er sá að þessar atvinnu- greinar geta ekki hvor án annarar verið og verða því að skapa það traust sín á milli sem er forsenda eðlilegra samskipta. Það verður hinsvegar ekki gert með því að beina verkefnum í óeðlilegum mæli til útlanda og skilja fyrirtæki og mannskap eftir verkefnalaus — jafnvel þó þau uppfylli allar kröfur um samkeppnishæfni. Þýðing innlendrar fram- leiðslu og þjónustu Enda þótt ekkert væri hugsað um aðra hagsmuni en útgerðar og fiskvinnslu, þá yrði þessum ágætu greinum lítill greiði gerður með því að fá útlendingum alla vinnu á umræddu sviði og láta þá um leið hafa sjálfdæmi um verðlagningu. Slíkt býður alvarlegri hættu heim. Nýlegt dæmi útskýrir það vel. Skip varð vélarvana fyrir skömmu og var dregið til hafnar. 'Umtals- verð viðgerð var óumflýjanleg og heyrðist þá það viðhorf að ekki yrði komist hjá að vinna verkið erlendis. Þegar það fréttist var óskað eftir að verkið yrði boðið út og íslenskum smiðjum gefinn a.m.k. kostur á að leggja fram tilboð. Við þessu var orðið og bárust þrjú tilboð, tvö frá íslandi og eitt erlent. íslensu smiðj- umar buðu 3,5 og 4,5 miiljónir króna í verkið en það erlenda 7,5 milljónir. Lægsta tilboði var tekið. Hvað hefði nú gerst ef verkið hefði ekki verið boðið út? Eflaust hefði mun dýrari kostur orðið ofaná — og þá er spurt aftur: Hversu mörg af þeim verkefnum — bæði viðgerðir og smíði véla og tækja — sem fleytt er til útlendinga viðstöðu- laust án útboða innanlands eru dýr- ari en annars væri? Hve miklir fjár- munir í mynd dýrmæts gjaldeyris fara á eríenda silfurfatið vegna þess eins að ekki var leitað tilboða hér heima. Og einnig kemur sú spuming fram hverjir hagnast mest á því að færa sem stærstan hlut þesara verkefna á erlendar hendur. Svörin skyldu menn hugleiða áður en síðasta verkið verður unnið innanlands. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að samkeppnishæfar smiðjur starfi hér á landi í framtíð- inni við aðstæður eins og hér hefur verið lýst. Fyrr eða síðar láta þær undan síga ef ekki verður spyrnt við fótum. Þá gerist margt: Vönduð innlend framleiðsla verður ekki lengur á boðstólum — lagt verður af að lagfæra innfluttu framleiðsl- una og koma henni í gang eins og algengt er að gera þurfi, t.d. eftir að skip eru búin að vera í endurnýj- un erlendis svo mánuðum skiptir — ekki verður hægt að sinna neyðart- ilfellum vegna þess að iðnaðar- mennirnir eru farnir til annarra starfa o.s.frv. Þetta er auðvitað ástand sem enginn óskar sér. Engu að. síður gæti það blasað við fyrr en margan gmnar. Niðurlag I þessum línum hefur verið bent á brotalamir í meðferð tilboða í iðn- aðarverkefni fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu. í annan stað hefur gríðarlegur útflutningur verkefna JUVEL ER ÁN ÓÆSKILEGRA AUKEFNA S.S. BRÓMATS OG BLEIKIEFNA I bakstur og til matargerða r. 2kg. JUVEL í JÓLABAKSTURINN! UVEL HVEITI Ingólfur Sverrisson „Hve miklir flármunir í mynd dýrmæts gjald- eyris fara á erlenda silfurfatið vegna þess eins að ekki var leitað tilboða hér heima. Og- einnig kemur sú spurn- ing fram hverjir hagn- ast mest á því að færa sem stærstan hlut þess- ara verkefiia á erlend- ar hendur.“ verið gerður að umræðuefni og bent á hættur sem slíkri þróun get- ur fylgt í framtíðinni, ekki einasta fyrir málm- og skipaiðnaðinn, held- ur einnig — og ekki síður — fyrir útveg og vinnslu. Engin ástæða er til þess að benda á einhvem einn aðila og gera hann að sökudólgi; svo einfalt er málið ekki. Hér er um sameiginleg vanda- mál margra aðila að ræða og úrbæt- ur aðeins hugsanlegar að allir legg- ist á eitt. Fleiri koma þar líka við sögu og má í því sambandi nefna að bankakerfið veitir þeim sem kjósa að fara með verk tii útlanda allt að því sjálfkrafa bankaábyrgðir á meðan innlendum smiðjum er neitað. Þetta ríður oft á tíðum baggamun hvort verkið er unnið hér á landi eða ekki. Þarna er mik- il nauðsyn á að jafna aðstöðu og fleira mætti upp telja. Að lokum er rétt að vitna í orð hins þekkta athafnamanns Sigurðar Sveinbjömssonar forstjóra þegar þessi mál bar á góma. Hann sagði „það eitt að íslenskar smiðjur eru til, er sparnaður fyrir viðskiptavini okkar í útgerð og vinnslu, en hins- vegar er það enginn spamaður þeg- ar til lengri tíma er litið að láta útlendinga eina ráða verðlaginu. Hættan er sú að okkur, sem rekum málm- og skipaiðnaðarfyrirtæki verði gert ókleift að sinna þessu mikilvæga hlutverki og falla þá fleiri í valinn en við“. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags málmiðnaðarfyrirtækja. MYNDAMÓT HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.