Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Helft Purrksins. Kamarorghestar Fræfill Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS STUÐ RIFJAÐ UPP Sid Vicious og Steinþór Stefánsson eiga margt sameigin- legt. Báðir voru þeir langir, grannir, svarthærðir og spiluðu á bassa með tímamóta pönkhljómsveitum; Sid með Sex Pistols og Steinþór með Fræbbblunum. Sid fékk strax eftir andlátið þá viðurkenningu sem hann átti skilið; andlit sitt á merki og stuttermaboli en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að andlits Steinþórs fór að gæta á húsveggjum Reykjavíkur. Ástæðan; minningartónleikar á Tunglinu 10. nóvember. Það var létt yfir tónleikunum, enginn jarðarfararsvipur á fólki, ættingjar og vinir fylltu salinn. Hljómsveitin Október reið á rokkvaðið. Tölvuvæddur kvart- ett með Hönnu Steinu (áður í Dá) í fararbroddi. Mér fannst hljómsveitin fremur ósannfær- andi, lögin máttlaus og sneydd öllu sem hugsanlega gæti náð inn fyrir haus áhorfandans. Ef gítarleikarinn Frikki hefði ekki sýnt ágætis stuðtakta hefði það sem fyrir augu bar allt eins get- að verið leiðinlegt myndband á lélegum styrk. Pönkelliheimilið Daprinsip var næst. Pollock- bræður og Gunnþór bassahetja vitnuðu í gömul afrek og rokk- frasa. Maðurinn við hliðina á mér var samt frekar hrifinn og sagði: „Gömlu greyin standa sig.“ Fleiri ellibelgir fylgdu í kjöl- farið: Q4U. Þau hefðu gjarnan mátt æfa sig aðeins því á tón- leika kemur fólk ekki til að hlýða á hljómsveitaræfingar. Þeim tókst að haltra í gegnum nokkr- ar gamlar lummur en flestir höfðu þó mest gaman af því þegar söngkonan Ellý missti af sér hárkolluna. Kamarorghest- arnir komust næst varla fyrir á sviðinu en orguðu samt nokkra kamarslagara með öldruðu leik- klúbbs- og Kristjaníuyfirbragði. Sýndist mér nokkrir hippar í salnum hafa gaman af en ég fór og keypti mér popp í sjoppunni við hliðina. Þegar ég kom inn aftur var Sniglabandið leður- gallað á sviðinu og allmargir sniglar í móð á dansgólfinu. Greinilegt var að margir voru í huganum komnir á sniglaball. Líklega er það vænsti markaður- inn fyrir hið gamaldags iðnaðar- rokk sem Sniglebandið flytur. Þó mega þeir eiga það að þeir eru meira sannfærandi mótor- hjólamenni án eurovision-Stef- áns og útfærsla þeirra á „Born to be wild" var markviss og góð. Næstir læddust á sviðið Bragi og Einar Örn og djömm- uðu tvö Purrkslög til heiðurs snigiar Steinþóri. Mæltist það vel fyrir og fengu sumir jafnvel krampa í aðra stórutána. Oft hefur maður heyrt sagt í gamansömum tón að „pönk- árin“ yrðu örugglega rifjuð upp á öldurhúsi eftir tíu ár eða svo. Víst er að þegar Fræbbblarnir stigu á'sviðið fór um allflesta gamalkunnug spennu- og fagn- aðartilfinning ættuð úr Kópa- vogsbíói eða Hótel Borg og upp- rifjunarspakmælið fékk byr undir báða vængi. Fræbbblarnir eru að mínu mati vanmetnasta rokk- hljómsveit íslandssögunnar. Þeir hafa aldrei verið góðir hljóð- færaleikarar en lögin eru flest snilld og runnu nú eitt af öðru framan í gapandi salinn. „Bjór“, „Hippar", „Dauði" og fleiri gull- korn hristu dansgólfið og allt var sem áður: Valli hoppaði með áhorfendum, Stebbi var í kryppu við trommusettið, skyrætan Tryggvi lamdi gítarinn líkt og um teygjuæfingar væri að ræða og Kiddi og Arnar svifu sem gufu- bólstrar í vinstra horninu. Nei fyrirgefiði: Ekki var allt sem áð- ur, þungbrýnda bassaleikarann vantaði og þessvegna eru litlar líkur á að þetta rosalega „come-back" endurtaki sig. Vegna skipulagsgalla (Fræbbbl- arnir hefðu vitanlega átt að vera síðastir) stigu norðanmennirnir í Lost á sviðið næst. Þeir stát- uðu af tveimur söngvurum og léku nokkur lög, þ. á m. nokkur eftir Steinþór sem lék með þeim á kafla. Fengu Lost þokkalegar móttökur þrátt fyrir að almennt væru menn enn í Fræbbbla- hrifningarvímu. Lost hafa allt sem nægja ætti í ágætis rokk- hljómsveit; ágæta spila- mennsku, sviðsframkomu og texta en samt er eins og ein- hvern „neista" vanti — kannski er það neisti betri lagasmíða. Eitt af fimm bestu rokkböndum á íslandi í dag var síðast á svið- ið: Langi Seli og Skuggarnir. Öll tímasetning var riðluð svo Skuggarnir léku aðeins fimm eða sex lög, meistaraverkin „Morgan Kane“ og „Horfinn Heimur" þar á meöal og eitt nýtt sem var undir miklum bítla- og hippaáhrifum, lag sem jafnvel gæti kallast tónverk ef menn vilja. Skuggarnir og Seli eru óneitanlega mest „töff" bandið í dag og eru töffheitin saman- sett úr meðfæddum hæfileika og leikrænum tilþrifum. í lok tónleikanna var húsið á suðupunkti og sumir heyrðu í lúðrum almannavarria fyrir utan. Linnti ekki látum fyrr en Fræbbblarnir höfðu þeyst í gegnum „Nekrófíll í paradís" og móðir Steinþórs hafði þakkað fyrir gott kvöld. GLH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.