Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu: Gert ráð fyrir skyndieffcir- lifci á sviði mannréttinda Rætt við Hjálmar W. Hannesson sendiherra sem setið hefiir ráðstefiiuna fyrir Islands hönd M ARGT bendir til þess að fram- haldsfundi Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE/CSCE), sem hófst í Vínarborg- I nóvember árið 1986 ljúki í desember eða skömmu eftir áramót. Fundur- inn hefur dregist mjög á lang- inn en að sögn Hjálmars W. Hannessonar sendiherra, sem verið hefiir aðalsendimaður ts- lands á fundinum, má vænta sögulegra samþykkta í loka- skjali hans einkum á sviði mannréttindamála. Þá er enn- fremur gert ráð fyrir því að nýjar viðræður um jafiivægi og niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar fi-á Atlantshafi til ÚralQalla heflist skömmu eftir að Vinarfundinum Iýkur og munu íslendingar taka þátt í þeim viðræðum ásamt öðrum aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins og ríkjum Var- sjárbandalagsins. Viðræður þessar munu koma í stað MBFR-viðræðnananna svo- nefiidu um jafna og gagn- kvæma fækkun herja i Mið- Evrópu sem staðið hafa í 15 ár og litlum sem engum ár- angri skilað. Vínarfundurinn er þriðji fram- haldsfundur Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu sem hófst í Helsinki og lyktaði með undirritun Helsinki-sáttmálans árið 1975. Framhaldsfundir fóru sfðan fram í Belgrad í Júgóslavfu og í Madríd en þriðji framhalds- fundurinn fer nú fram f Vínarborg með þátttöku 35 ríkja. Fjölmargir aðrir fundir sérfræðinga hafa einnig verið haldnir á vettvangi RÖSE og ber þar einna hæst Stokkhólmsráðstefnuna i um af- vopnun og aðgerðir til að skapa gagnkvæmt traust í Evrópu. Henni lauk í seþtember árið 1986 með undirritun Stokkhólmsskjals- ins um traustvekjandi aðgerðir þar sem m.a. var kveðið á um að þátttökuríkjunúm væri skylt að veita upplýsingar um fyrirhugað- ar heræfingar væri umfang þeirra yfír ákveðnu marki og um eftirlit sérfræðinga annarra ríkja með þeim. ' Þess hafðí verið vænst að Vínarfundinum iyki í haust en svo varð ekki. Hins vegar hafa ýmsir þekktir evrópskir stjómmálamenn látið í ljós þá von að unnt verði að undirrita lokaskjal hans á þessu ári eða í byijun þess næsta. Lokaskjalið næstum tilbúið Hjálmar W. Hannesson var fyrst spurður hvemig viðræðun- um hefði miðað og hvort fundar- lok væm f augsýn. „Viðræður þessar hafa farið fram f mjög vin- samlegu andrúmslofti austurs og vesturs. Andrúmsloftið er allt annað en á fyrri fundunum sem einkenndust af ásökunum og deil- um einkum á sviði mannréttinda. Þess vegna höfðu menn gert sér vonir um að Vínarfundinum myndi ljúka miklu fyrr. Starfsvik- umar em hins vegar orðnar á 9. tug eða mun fleiri en á fundinum í Madrid. Skýringamar em marg- ar en t.d hafa komið fram 150 tillögur og em margar þeirra merkilegar. Þær þarf að grand- skoða sem er óheyrilega tímaf- rekt. Nú hefur tekist að leggja lokahönd á á að giska 90 prósent lokaskjalsins, sem byggir á þess- um tillögum og þar er kveðið á um mun stærri skref í samkiptum austurs og vesturs en menn höfðu gert sér vonir um í upphafí," sagði Hjálmar og bætti við að hann teldi enn rétt hugsanlegt að fundinum lyki fyrir jól. Helsinki-samþykktin hundsuð Þess væri á hinn bóginn að gæta að viðræðumar gætu dreg- ist á langinn af ýmsum sökum og nefndi Hjálmar sem dæmi vald- beitingu tékkneskra öryggissveita gegn andófsmönnum sem söfnuð- ust saman nýverið er 70 ár voru liðin frá því landið hlaut sjálf- stæði. „Atburðir sem þessi vekja ævinlega athygli og þeir em tafar- laust teknir til umræðu á ráð- stefnunni. Þama var lögregluliði og óeinkennisklæddum öryggis- vörðum sigað á um 5.000 manns og táragasi og kylfum óspart beitt. Hálfum mánuði síðar var fundi á vegum mannréttindasam- takanna „Charta 77“ hleypt upp og einn helsti leiðtogi samtakanna handtekinn. Atburðir sem þessi, sem bijóta í bága við grundvallar- reglur Helsinki-samþykktarinnar, tefla vitaskuld fyrir því að unnt sé að taka ákvarðanir um nýjar reglur á þessu sviði, sem einmitt er verið að ræða á ráðstefnunni. Því hljóta menn eðlilega að krefj- ast skýringa á þessu framferði". Hjálmar sagði að viðræðum um öryggismál innan RÖSE hefði miðað vel áfram eins og berlega hefði komið í ljós á Stokkhólmsr- áðstefnnunni auk þess sem fyrir lægi að hafnar yrðu nýjar viðraeð- ur um fækkun hefðbundina vopna í Evrópu. Því leggðu fulltrúar vestrænna ríkja á það ríka áherslu að sambærilegum árangri yrði náð á vettvangi mannréttinda- mála í anda Helsinki-samþykktar- innar. „Mannréttindi eru orðin viðurkenndur þáttur í alþjóðasam- skiptum". Skyndieftirlit með mannréttindum Hjálmar var inntur eftir því hveija hann teldi mikilvægustu efnisþætti þeirra draga sem fyrir lægju að lokasamþykkt Vínar- fundarins. „Markverðast þykir mér að okkur hefur tekist að fá samþykkt ákvæði um skyndieftir- lit á sviði mannréttindamála. Þetta hefur tekist á vettvangi öryggismála, bæði á Stokk- hólmsráðstefnunni auk þess sem þetta er mikilvægur liður í eftir- litsákvæðum afvopnunarsáttmál- ans sem leiðtogar stórveldanna undirrituðu í Washington í desem- ber á síðasta ári. Nú hefur tekist að að ná fram skyndieftirliti með mannréttindum og munu ríkin ekki geta neitað erlendum sendi- mönnum um leyfí til að fara inn í landið komi fram krafa í þessa veru ,“ sagði Hjálmar og bætti við að enn væri ekki fyrirliggjandi hvemig framkvæmd þessa eftir- lits yrði háttað 1 einstökum ríkjum. Bandaríska tímaritið News- week fullyrti nýlega að Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefði í viðræðum við hinn bandaríska starfsbróður sinn, George Shultz, sagt Sovét- stjómina reiðubúna til að gefa öllum pólitískum föngum frelsi og heimila skyndieftirlit, sem að auki myndi taka til geðsjúkrahúsa en herra. Sovétmenn hafa oftlega úrskutð- að þá sem gerst hafa sekir um andóf gegn stjómvöldum geð- veika. „Eg veít ekki annað en að þetta sé rétt,“ sagði Hjálmar. Breytt afstaða Rúmena Hann lagði hins vegar áherslu á að hveiju einstöku ríki væri tryggt neitunarvald á vettvangi RÓSE og gæti þannig eitt tiltekið ríki eða hópur þeirra komið í veg fyrir undirritun lokaskjalsins. „Sovétmenn hafa til að mynda ítrekað bent á það að þeir geti ekki ráðið afstöðu annara ríkja Austur-Evrópu," sagði Hjálmar er hann var spurður hvort eitthvað væri hæft í fullyrðingum þess efn- is að Rúmenar og Tékkar hefðu reynst ófáanlegir til að fallast á tilslakanir á vettvangi mannrétt- indamála. Sagði hann fréttir þess efnis að afstaða Rúmena hefði tafíð fyrir viðræðunum eiga við rök að styðjast en bætti því við að upp á síðkastið hefðu rúm- ensku fulltrúamir fundið fyrir al- gjörri einangrun á ráðstefnunni sem aftur hefði leitt til þess að Rúmeníustjóm hefði fallið frá ýmsum kröfum sínum á þessum vettvangi. Enn væri hins vegar ekki unnt að segja til um hversu langt Rúmenar væm reiðubúnir til að ganga þar eð landið væri öldungis lokað. Hins vegar væri ljóst að þeir hefðu a.m.k. að hluta til fallið frá þeim áformum að jafna þúsundir þorpa við jörðu og flytja íbúana, sem flestir em af ungverskum ættum, á brott. Áform þessi hafa verið fordæmd víða um heim og samskipti Ung- veija og Rúmena hafa versnað mjög af þessum sökum. „Rúm- ensku fulltrúamir hafa ekki verið sérlega áberandi upp á síðkastið í Vín og það er vonast til að þessí vandi leysist," sagði Hjálmar. Viðræður um hefðbundinn herafla Hjálmar kvaðst einnig telja mikilvægt að í drögum að loka- skjali Vínarfundarins væri gert ráð fyrir því að haldinn yrði fram- haldsfundur ráðstefnunnar um öryggi ogtraustvekjandi aðgerðir. Þessar viðræður yrðu fluttar frá Stokkhólmi til Vínarborgar og fæm fram samhliða viðræðum um jafnvægi og niðurskurð hefð- bundins vígbúnaðar. Ræddar yrðu frekari traustvekjandi aðgerðir í anda Stokkhólmssamþykktarinn- ar og væm miklar vonir bundnar við framhaldsfundinn. Samhliða RÖSE-viðræðunum hafa fulltrúar allra sextán ríkja Atlantshafsbandalagsins og sjö ríkja Varsjárbandalagsins fundað í Vín um erindisbréf fyrirhugaðra viðræðna um jafnvægi og niður- skurð hefðbundins vígbúnaðar frá Atlantshafi til Úralfjalla. Að sögn Hjálmars W. Hannessonar hefur viðræðum þessum sömuleiðis mið- að vel áfram og á einungis eftir að leysa nokkur ágreiningsefni sem flest em tæknilegs eðlis. Gert er ráð fyrir því að fundahöld geti hafíst fljótlega eftir að Vínar- fundi RÖSE lýkur. Viðræður þess- ar munu taka til hefðbundinna vopna og herafla á landsvæði þátttökuríkjanna í Evrópu. Að- spurður sagði Hjálmar það liggja ljóst fyrir að ekki yrði rætt um fækkun kjamorkuvopna, bann við framleiðslu efnavopna eða tak- markanir flotaumsvifa. Engin slík ákvæði yrði að fínna í erindis- bréfínu og væri ljóst að hefja þyrfti enn aðrar viðræður með nýju erindisbréfí vildu bandaiögin tvö ræða níðurskurð þessa hluta heraflans. Hjálmar kvað margt benda til þess að nýju viðræðumar gætu reynst mun gagnlegri en MBFR- viðræðumar sem minnst var á hér að framan. Síðamefndu viðræð- umar hefðu einungis tekið til tak- markaðs landsvæðis í Mið-Evrópu og þær hefðu í raun aldrei komist af stað vegna deilna um ýmsar tæknilegar skilgreiningar. Nú væri stefnt að þvf að binda enda á þær og þótt enn væm ákveðin ágreiningsefni óleyst mætti ganga að því sem vísu að nýju viðræðumar myndu reynast mun heppilegri vettvangur til að ræða fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu. Menn gerðu sér á hinn bóginn fullkomnlega grein fyrir því að viðræöur um niðurskurð hefðbundinna vopna myndu reyn- ast gífurlega flóknar og að mörgu leyti mun vandasamari en samn- ingaviðræður um fækkun kjam- orkuvopna. Sagðist Hjálmar að lokum ekki geta sagt til um hversu lengi sérfræðingar ríkjanna 23 kæmu til með að sitja við samningaborðið en kvað ljóst vera að viðræðumar myndu reyn- ast langar og strangar. Á.Sv. 360 keppendur í stærðfræði- keppni framhaldsskóla Eins og undanfarna vetur er stærðfræðikeppni framhalds- skólanema í tveimur hlutum þetta skólaár. Þriðjudaginn 25. október 1988 fór fram keppni í fyrri hluta. Hún var á tveimur stigum: neðra stigi, sem var ætl- að nemendum á fyrri tveimur árum framhaldsskóla, og efra stigi, sem var ætlað nemendum á seinni tveimur árum fram- haldsskóla. Alls tóku 360 nemendur úr 18 skólum þátt í keppninni, þar af 191 nemandi á neðra stigi og 169 nem- endur á efra stigi. Viðurkenningar- skjöl hafa verið veitt efstu keppend- um á hvoru stigi. Auk þess verður 10 efstu keppendum á neðra stigi og 20 efstu keppendum á efra stigi keppninnar boðið að taka þátt í lokakeppni, sem fer fram í Háskóla íslands í mars 1989. Tvö fyrirtæki, ístak og Steypustöðin hf., styðja keppnina dyggilega þetta ár. Niðurstöður stærðfræðikeppn- innar verða hafðar til hliðsjónar við val þátttakenda í Ólympíukeppni Norðurlanda í stærðfræði, sem verður haldin í hinum ýmsu skólum keppenda 10. apríl 1989, og Al- þjóðlegri ólympíukeppni í stærð- fræði sem fer fram í Vestur-Þýska- landi í júlí 1989. Neðra stig í efstu sætum, frá 1— 21, á neðra stigi keppninnar voru eftirtaldir keppendur: I, —2. Ragnhildur Geirsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð 1.-2. 3. 4. 5. -6. 5.-6. 7. 8. 9. 10. II. -12. 11.-12. 13. 14. -15. Siguijón Ingólfsson Pétur Ó. Matthíasson Sæberg Sigurðsson Arnaldur Gylfason Sigurjón Jónsson Tryggvi Helgason Hörn Hrafiisdóttir Birgir Örn Arnarson Hersir Sigurgeirsson Verslunarskóla íslands Menntaskólanum við Hamrahlíð Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Menntaskólanum í Reykjavík Fjölbrautaskólanum I Breiðholti Menntaskólanum við Hamrahlíð Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum á Akureyri Menntaskólanum við Hamrahllð Katrin Á. GunnarsdóttirMenntaskólanum í Reykjavík Sigurður I. Grétarsson Flensborgarskóla Gestur Guðjónsson Fjölbrautaskóla Suðurlands Amar Geirsson Menntaskólanum við Hamrahlíð 14.—15. Eiríkur Símonarson Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 16. Jón H.J. Gunnlaugsson Menntaskólanum í Reykjavík 17. —18. Baldur Már Bragason Fjölbrautaskóla Vesturlands 17.—18. Þórður Magnússon' Menntaskólanum við Hamrahlið 19.—21. Jón ómar Erlingsson Verslunarskóla fslands 19.—21. Kristján Kristjánsson Menntaskólanum í Reykjavík 19.—21. Pétur Reynisson Menntaskólanum við Hamrahlíð Efra stlg 1 tuttugu efstu sætunum á efra stigi keppninnar voru eftirtaldir nemend ur: 1. Guðbjörn Freyr Jónsson Menntaskólanum á Akureyri 2. Halldór Ámason Menntaskólanum í Reykjavík 3. Ásta Kr. Sveinsdóttir Menntaskólanum í Reykjavík 4. Jón Þorvaldur Heiðarsson Menntaskólanum á Akureyri 5. Gunnar Pálsson 6. Agni Ásgeirsson 7. Halldór Pálsson 8. Kristján Leósson 9. Bergþór Hauksson 10. Hrafnkell Kárason 11. Ólafur Páll Jónsson 12. Leifur Geir Hafsteinsson 13. Katrín María Þormar 14. Sigurður Öm Jónsson 15. Jón Tómasson 16. Stlgur Stefánsson 17. Y ngvi Þór Siguijónsson 18. Ólafur Öm Jónsson 19. Helgi Gunnarsson 20. Hörður Kvaran Menntaskólanum á Akureyri Menntaskólanum í Reýkjavík Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum á Akureyri Menntaskólanum við Sund Menntaskólanum á Akureyri Menntaskólanum við Hamrahlíð Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum I Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólanum í Reykjavík Fjölbrautaskóla Suðumesja Menntaskólanum á Akureyri Menntaskólanum í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.