Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 49 Arsæll Sveinsson —- árvak- ur maður og farsæll eftir Aðalstein Jóhannsson Á síðustu árum hef ég fjallað nokkuð um athafna- og afreksmenn í Vestmannaeyjum í þáttum hér í Morgunblaðinu. Sá nafnalisti er ekki þrotinn, og langar mig að þessu sinni að nefna Ársæl Sveins- son, sem naut þeirrar virðingar að vera heiðursborgari Vestmannaeyja síðustu æviár sín. Þar fór maður yfirgripsmikill í athöfnum. Hann byijaði sem sjómaður, bátsformað- ur og útgerðarmaður og gerðist eftir það iðnrekandi, kaupsýslumað- ur og félagsmálafrömuður. Ársæll Sveinsson fæddist í Vest- mannaeyjum 31. des. 1893. For- eldrar hans voru Sveinn Jónsson frá Steinum undir Eyjafjöllum, trésmíðameistari í Eyjum og síðar í Reykjavík, og fyrsta kona hans Guðrún Rögnvaldsdóttir. Sveinn var greindur maður og dugandi og sat um skeið í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hann stofnaði timburverksmiðjuna Völund, og tók Sveinn sonur hans við forstjórastörfum þar og stjórn- aði fyrirtækinu langa hríð. Meðal gerðist hann umsvifamikill atvinnu- rekandi í landi. Hann kom á fót fiskverkunarstöð fyrir báta sína, stofnsetti skipasmíðastöð og drátt- arbraut og hafði um skeið alla timb- ur- og byggingarvöruverzlun í Eyj- um. Sem dæmi um árvekni og lipurð Ársæls í viðskiptum get ég sagt frá því, að þegar Ragnar Jóhannsson bróðir minn var skipstjóri á Hugin I frá ísafirði á stríðsárunum, sigldi hann eitt sinn sem oftar með ísfisk til Bretlands. Þá henti það í vondu veðri í Fjallasjónum út af Portlandi (Dýrhólaey) að skipið fékk á sig brotsjó, svo að það laskaðist nokk- uð. Sneri Ragnar þá skipinu til Eyja og leitaði eftir viðgerð í drátt- arbraut Ársæls Sveinssonar. Hann lá ekki á liði sínu, lét gera við skip- ið með hraði og bjargaði þannig miklum verðmætum frá skemmd- um. Hann vissi glöggt, hve mjög er áríðandi að koma ísuðum fiskin- " um á áfangastað hið fyrsta. Þá er þess að geta, að Ársæll Sveinssson var góður félagshyggju- maður. Sjálfstæðisflokkurinn fól honum ýmis trúnaðarstörf. Hann ist með öllu í næstu andrá. Skipti það engum togum, að bátinn bar upp í hafnargarðinn, þar sem hann brotnaði í spón og öll áhöfnin fórst. Að vísu náðist til eins manns með lífsmarki, en hann dó í höndum björgunarmanna. Mig minnir að áhöfnin hafi verið 5 manns. Þetta atvik minnir óþyrmilega á hve'mig líf sjómanna hangir iðulega á blá- þræði, og ekki fóru Eyjamenn var- hluta af slíkum áföllum. Það var því ekki að ófyrirsynju að stofnað var Björgunarfélag Vestmanna- eyja, og þar stóð Arsæll Sveinsson í stafni sem framkvæmdastjóri um árabil, óragur og raunsær. Ársæll var hamingjumaður í einkalífi sínu, kvæntist ungur af- bragðskonu, Laufeyju Sigurðar- dóttur. Þau reistu heimili sínu myndarlegt hús, Fögmbrekku, þar sem þau bjuggu æ síðan. Húsið rúmaði auk fjölskyldunnar 1—2 tugi vermanna um vetrarvertíðina, og voru þeir líklega flestir þar einnig í fæði. Sýnir það dugnað húsfreyj- unnar, ekki sízt þegar litið er til Tr í \ Ársæll Sveinsson á hafharbakk- anum í Vestmannaeyjum. barnahópsins þar á bæ. Þau hjónin eignuðust níu böm, 5 dætur og 4 syni. Tvær dætranna dóu ungar, og einn sonur þeirra, Sveinn, varð ekki langlífur, andaðist 1968 og hafði þá verið mjög virkur í atvinnu- rekstri föður síns og systkina, en þessi ijölskylda sýndi ávallt mikla samheldni við starfrækslu fyrir- tækja sinna. Laufey húsmóðir lézt sex ámm á undan syni sínum, en Ársæll lifði konu sína í sjö ár, dó 14._ apríl 1969, 75 ára að aldri. Á gamlársdegi 1963, þegar Ár- sæll Sveinsson átti sjötugsafmæli, var hann gerður að heiðursborgara Vestmannaeyjakaupstaðar, og stóðu allir bæjarfiilltrúarnir sem einn maður að þeim virðingarvotti við hinn ötula athafnamann. Höfimdur er tæknifræðingur. MYNDAMÓT HF Vélbátur að fara í róður. systkina Ársæls og Sveins yngra var Júlíana listmálari. Ársæll Sveinsson byijaði útgerð- arferil sinn innan við tvítugt, er hann gerðist meðeigandi að 10 tonna báti með tveimur öðmm mönnum, og var hann mótoristi þar um borð þijár vertíðir, en eftir það eignaðist hann bát að fullu og öllu og gerðist formaður hans. Komst hann þá þegar í hóp aflasælustu formanna, enda sótti hann sjóinn með góðu samblandi af gætni og hörku. Magnús Jónsson formaður og ritstjóri, sem ég hef áður ritað um hér í blaðið, lét þess eitt sinn getið, að þeir Ársæll hafi fylgzt að í sjósókninni margar vertíðir og oft verið á svipuðum slóðum í fiski- drætti, og hafí Ársæll verið feng- sæll og farsæll. Ársæll eignaðist allmarga báta um dagana og smájók „flota“ sinn, bæði að fjölda og tonnatali. Við andlátið átti hann 4 báta, samtals 600 tonn að burðarþoli, þar af vom tvö mjög glæsileg skip, sem hann keypti eftir að hann komst á áttræð- isaldur. Árið áður en hann lézt, 1968, sótti hann skip sitt ísleif nýsmíðað til Noregs, svo að ekki var bilbugur á þeim merka manni. Eftir að Ársæll hætti formennsku sat í aldarfjórðung í bæjarstjóm, var forseti bæjarstjórnar um skeið og lengi formaður hafnamefndar. Hann sat í stjórn margra félaga, var t.d. formaður Bátaábyrgðarfé- lags Vestmannaeyja ámm saman og einnig veitti hann fomstu Björg- unarfélagi Vestmannaeyja. I sambandi við björgunarmálin kemur mér í hug atvik frá því er ég var ungur patti í smábamaskóla hjá Þórhildi Þorsteinsdóttur frá Laufási, líklega á áttunda eða níunda ári. Þetta var morgunskóli og komið fram undir hádegi. Þá berst sú fregn með einhveijum að- komumanni, að mótorbátur hafi farizt fyrir stundu þar við höfnina og áhöfnin dmkknað. Við krakk- amir tókum til fótanna, þegar tímanum lauk, og hlupum ofan á Skansinn fullir forvitni, en hálf- smeykir vegna alvöm atviksins. Tildrög slyssins vom þau, að þegar bátamir höfðu samflot út úr hafnar- mynninu í hvössum mótvindi á leið á miðin, stanzaði vélin í einum þeirra. Annar bátur bauðst þá til að taka hann í tog, en áður en af því yrði, virtist sem vélin væri að taka við sér, svo að aðstoð var hafn- að. En sá bati stóð aðeins ör- skamma stund, því að vélin stöðvað- r.v-'s'-i-‘v'. faH ip» -■■■■' yv, \ f..*, 1 i , \$gjrssa im í Árgerð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja bíða, en á töluvert hærra verði. Daihatsu Charade Verðfrákr. 452.600,-. Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki. Við bjóðum kjör við allra hæfi og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrval notaðra bíla. BRIMBORG HF. SKEIFUNNI 1 5 - SÍMI 685870. Daihatsu - Volvo - Viðurkennd gaeðamerki NÝ SÍMANÚMER: Söludeild 685870 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900 Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mæta gífurlegri hækkun bensínverðs í orku- kreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. Nú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bílakaupum. Kynntu þér hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annaö. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðið uppá. í því eru engar blekkingar um vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. .. — ...—■ i ii .. —— ———— smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. National olíuofnar Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Rafborg sf., Rauðarárstig 1, s. 11141. I.O.O.F. 8 = 1701130872 = 9III. □ HAMAR 598811297-1 Fri. O EDDA 598829117 = 2 I.O.O.F. Rb. 4 = 13811298III Gh. □ EDDA 598829117 - 1 Atkv. AD-KFUK Fundur i kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstig 2b. Jesú fagnað. Hópur sér um efni fundarins. Munið bænastundina kl. 20.00. Allar konur velkomnar. Basar félagsins verður laugar- daginn 3. desember kl. 14.00. Konurl Skilið munum á föstu- dagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.