Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Vilja Marcos heim Reuter Þúsundir stuðningsmanna Ferdinands Marcos, fyrrverandi Filippseyjaforseta, kröfðust þess á mótmælafundum í Maníla, höfúðborg Filippseyja, um helgina, að Marcos yrði leyft að snúa heim. Krafðist mannQöldinn þess að efht yrði til herbyltingar gegn Corazon Aquino, forseta. Þegar stuðn- ingsmenn forsetans fyrrverandi streymdu til borgarinnar á laugardagskvöld var sveitum stjómar- hersins þar skipað i viðbragðsstöðu þegar Nýr kornsölusamn- ingur undirritaður Moskvu. Rcuter. FULLTRÚAR stjórnvalda í Sov- étríkjunum og Bandarikjunum hafa lokið við gerð kornsölu- samnings sem gildir til ársloka 1990. Gennadíj Gerasimov, tals- maður sovéska utanríkisráðuneyt- isins, skýrði frá þessu í gœr og kvað ráð fyrir því gert að Sovét- menn keyptu níu milljónir tonna af korai og sojabaunum frá Bandaríkjunum á ári hveiju. Gerasímov sagði að samningurinn væri í raun framlenging á fimm ára komsölusamningi ríkjanna sem rann út í september á þessu ári. Kvað hann fulltrúa ríkjanna tveggja einnig hafa ákveðið frekari viðræður um framlengingu samningsins. Lokið var við gerð samningsins í gærmorgun en viðræðumar höfðu staðið yfir í átta mánuði. Upphaflega vildu bandarísku fulltrúamir að samningurinn yrði framlengdur til fimm ára en Sovétmenn lögðu á hinn bóginn til að samið yrði til eins árs. í síðustu viku komu sovésku fulltrú- amir á fund hinna bandarísku starfs- bræðra sinna í Washington og tókst þar að miðla málum í deilunni. Bandaríkjamenn hafa selt kom tii Sovétríkjanna undanfarin 12 ár en framleiðsla sovéskra bænda nægir ekki til að anna eftirspum innan- lands. Þrátt fyrir umbótatilraunir Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga hefur ekki tekist að auka kom- framleiðslu í Sovétríkjunum og var raunar skýrt frá því í sovéskum fjöl- miðlum í síðasta mánuði að fram- leiðslan í ár yrði minni en í fyrra. írak: Saddam Hussein hyggst innleiða fjölflokkakerfi Pólitískum föngum og flóttamönnum veitt uppgjöf saka Baghdad. Reuter. SADDAM Hussein, forseti íraks, hefúr ákveðið að starfsemi stjórn- málaflokka verði leyfð i landinu en flokkur forsetans, Baath- flokkurinn, hefúr farið með völdin i rúmlega 20 ár. Þá hefúr syni forsetans, sem sakaður er um morð, verið sleppt úr fangelsi þar til réttað verður i máli hans. Hussein skýrði frá því í sjón- syni hans, Uday, hefur verið sleppt varpsávarpi á sunnudagskvöld að ákveðið hefði verið að leyfa starf- semi stjómmálaflokka í landinu án nokkurra skilyrða. „Nýir flokk- ar verða stofnaðir og munu þeir starfa við hlið þeirra eldri,“ sagði Hussein en fram til þessa hafa hinir ýmsu smáflokkar í landinu lotið stjóm Baath-flokksins. Und- anfarin tvö ár hefði verið unnið að undirbúningi _þess að innleiða fjölflokkakerfi í Irak. Kvaðst for- setinn á hinn bóginn hafa ákveðið að skýra ekki frá þessu fyrr en nú þar eð hann hefði óttast að ákvörðunin yrði túlkuð á þann veg að írakar hygðust einvörðungu fylgja fordæmi annarra þjóða víða um heim. Virtist forsetinn með þessum orðum vera að vísa til stjómmálaumbóta Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Forsetinn skýrði ennfremur frá því að allir pólitískir fangar í írak yrðu náðaðir auk þess sem þeim sem flúið hefðu land yrði einnig veitt uppgjöf saka. „Hér ræðir um almenna sakaruppgjöf til handa öllum þeim sem búa í írak eða dveljast utan landsins. Njósnarar og þeir sem njósnuðu fyrir Irani og herafla þeirra verða þó ekki náðaðir," bætti hann við. Loks til- kynnti forsetinn að írakar myndu ekki hafa afskipti af innanríkis- málum annarra Arabaríkja. í máli Husseins kom fram að úr fangelsi en hann er sakaður um að hafa banað Jjjóni föður síns í októbermánuði. Aður hafði Hus- sein hitt ættingja hins látna að máli og að sögn forsetans fóru þeir fram á að ákæran á hendur syninum yrði látin niður falla þar eð verknaðurinn væri „í samræmi við vilja Guðs“. Uday, sem er 24 ára að aldri, var handtekinn þann 20. október og var hann sakaður um að hafa banað þjóni föður síns, Kamel Hanna Jajjo, tveimur dög- um áður á eyju einni á Tígris- fljóti. Hussein sagði þjóninn hafa verið ofurölvi og hefði hann ítrek- að skotið af byssu sinni upp í loft- ið. Hefði hann hundsað með öllu fyrirskipanir Udays um að slíðra skotvopnið. Sonur hans hefði þá ætlað að slá þjóninn með priki en svo óheppilega hefði viljað til að höggið hefði komið í höfuð manns- ins. Áður hafði Akram Abdul- Qader Ali, dómsmálaráðherra Ir- aks, skýrt forsetanum frá því að engin lagaleg rök væru fyrir því að halda syninum í fangelsi þar til réttað yrði í máli hans. Pakistan: Utnefning'u forsætis- ráðherra flýttað kröfii Bhutto Islamabad. Reuter. GHULAM Ishaq Khan, starfandi forseti Pakistans, mun útnefna nýjan forsætisráðherra landsins næstkomandi fimmtudag og sveija hollustueið og taka við völd- um á föstudag, að sögn pakist- anska sjónvarpsins. Benazir Bhutto, leiðtogi stjómar- andstöðunnar, hefur gert tilkall til starfs forsætisráðherra, en flokkur hennar, Þjóðarflokkurinn, hlaut flest sæti í þingkosningunum 16. nóvem- ber sl. Heimildir herma að forsetinn hafi ætlað að draga útnefningu forsætis- ráðherra enn lengur, en fyrir áköf mótmæli Bhutto hafi hann ákveðið að útnefningin færi fram viku fyrr en fyrirhugað var. Hugðist Khan bíða til 7. desember eða þar til ljóst væri hvaða flokkar myndu skipa meirihluta á þingi, en það kemur saman 5. desember. Ákveðið hefur verið að efna til forsetakosninga í Pakistan 12. des- ember næstkomandi. Verður þá kjör- inn arftaki Mohammads Zial-ul- Haqs, sem beið bana í flugslysi í ágúst sl. Tilkynnt verður 6. desem- ber hvaða menn verði í kjöri. Þing- menn og fulltrúar á fylkisþingunum fjórum kjósa forseta. Kjörtímabil hans verður íjögur ár. ERLENT Frakkland: Leyniþjónustan fær ádrepu Trevea. Frá Steingrimi Sigfurg^eirssyni, fréttaritara Morgnnbladsins. FRÖNSKU leyniþjónustunni, DGSE, er ekki borin fallega sagan í bók sem nefiiist Services secrets og kom nýlega út í Frakkl- andi. Höfúndar bókarinnar, blaðamennirnir Bemard Violet og Jean Guisnel, rekja meðal annars nokkur dæmi um það að hernað- arleyndarmál hafi gengið manna á milli og nánast verið gerð hálfopinber vegna hégóma embættismanna. Einnig telja þeir starfsmenn leyniþjónustunnar ekki vera nógu vel að sér og nefiia þvi til stuðnings að þar á bæ sé fátítt að nokkur tali tungumál á borð við rússnesku, kínversku eða arabísku sem eru þó mjög mikilvæg í þessari atvinnugrein. Meðal þeirra dæma sem rekin þar sem Heitir punktar urðu á eru í bókinni má nefna útgáfu fréttabréfs sem bar nafnið Points chauds eða Heitir punktar. Útgáfa þess var hafin fyrir nokkrum árum og var tilgangurinn með henni að halda allra æðstu ráða- mönnum Frakklands, teljandi á fingrum annarrar handar, vel upplýstum um þróun heimsmála. Við ritun fréttabréfsins var stuðst við upplýsingar sem fengist höfðu gegnum símahleranir, nákvæmar gervihnattamyndir af hemaðar- lega mikilvægum mannvirkjum sem Bandaríkjamenn létu Frökk- um f té og mat leyniþjónustunnar á stöðu mála. Áskrifendunum, sem upphaflega átti að vera fímmtán, fjölgaði hins vegar ört skömmum tíma eitt helsta stöðu- tákn franska embættiskerfisins. Þegar ritið barst á morgnana fóru Ijósritunarvélamar í ráðuneytun- um í gang enda enginn embættis- maður maður með mönnum nema hann hefði Heita punkta á skrif- borðinu hjá sér. Eins og gefur að skilja getur það komið sér mjög illa fyrir stjómvöld að leynilegar upplýsingar fari of víða — ekki síst ef þær stangast á við opin- berar yfirlýsingar ráðamanna. Slíkt atvik átti sér stað þann 27. nóvember 1984 þegar dag- blaðið Liberation birti frétt þess efnis að Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, hefði fengið leyniiegt minnisblað frá leyniþjón- ustunni þar sem skýrt var frá því að Líbýumenn hefðu þijú þúsund manna herlið í norðurhluta Chad og því til viðbótar 57 skriðdreka, 7 herþyrlur og töluvert magn af eldflaugum. Þetta kom forsetan- um í klípu því rúmum mánuði áður hafði hann hitt sjálfan Khad- afi á Krít til þess að halda upp á það að Líbýumenn hefðu alfarið haft sig á brott frá Chad. Banda- ríkjamenn höfðu litla trú á því að Khadafi hefði sig á brott og hafði þáverandi vamarmálaráðherra Frakklands, Charles Hemu, verið sýndar gervihnattamyndir í bandaríska sendiráðinu sem sýndu hið gagnstæða. Opinber- lega sögðu þó frönsk stjómvöld að Líbýumenn hefðu haft sig á brott. Til þess að koma í veg fyr- ir frekari atvik af þessu tagi barst vamarmálaráðuneytinu harðorð skipun frá forsætisráðuneytinu um að hætta útgáfu Heitra punkta þegar í stað. Voru lesend- ur fréttabréfsins þá orðnir um tvö hundmð. í staðinn var ákveðið að helja útgáfu annars fréttabréfs sem styddist við opinberar upplýs- ingar, þ.e. aðallega úr dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Yfirmenn leyniþjónustunnar virðast ekki heldur vera mjög varir um sig. Að því er segir í tímaritinu L’Evenement du jeudi þá getur hver sem er orðið sér úti um nöfn þeirra fyrir 120 franka og 25 til viðbótar í póst- burðargjöld, en það er verðið á árbók fyrrum nemenda Polytec- hnique, einnar æðstu mennta- stofnunar Frakklands. Flestir yfirmanna DGSE hafa útskrifast úr Polytechnique og er nöfn þeirra að finna meðal hinna 30.000 nafna í árbókinni. Em leyniþjón- ustumennimir auðþekkjanlegir á því að þeir em yfirleitt skráðir starfsmenn hjá einhverri deild hersins sem ekki er til. Með þessu móti fundu Guisnel og Violet nöfn, heimilisföng og símanúmer 54 yfirmanna leyniþjónustunnar. Höfðu sumir þeirra jafnvel verið svo vinsamlegir að láta síma- númerið í sumarbústaðnum fylgja með. Clouseau virðist enn vera einhvers staðar á kreiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.