Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 Hraðfrystihús Stöðvarijarðar fær greiðslustöðvun: Tapið í ár 52 milljónir á 9 mánaða tímabili Hraðfrystihús StöðvarQarðar hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Tíminn verður notaður til að leita leiða til lausnar vandanum. Til greina kemur að sögn Guðjóns Smára Agnarssonar, framkvæmdastjóra hússins, að selja annað skip fyrirtækisins og fiski- mjölsverksmiðju annars vegar og hins vegar aö sameinast Hraðfrysti- húsi Breiðdælinga með aðstoð opinberra sjóða. Öllu starfsfólki verður sagt upp nú um mánaðamótin. Tap fyrirtækisins er 52 milljónir fyrstu 9 mánuði ársins, en hagnaður var 15 miUjónir á sama tíma í fyrra. Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar á talið lánshæft miðað við það, sem auk fiskvinnsluhúsa og fiskimjöls- verksmiðjunnar tvo togara, Kamba- röst og Alftafell. Álftafell hét áður Krossanes og verður hugsanlega selt nú. Það var byggt árið 1979 og lengt í Danmörku 1985 og sett í það ný aðalvél. Skipið er rúmlega 39 metra iangt og 300 tonn að stærð. Fiski- mjölsverksmiðjan er smá í sniðum og hefur fyrst og fremst verið notuð til að braeða fiskúrgang. Hjá fyrir- tækinu vinna alls tæplega 100 manns og eru flestir með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Guðjón Smári sagði, að sótt hefði verið um lán til Atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgreina, en sér virtist ólíklegt að fyrirtækið yrði VEÐUR hann hefði heyrt. „Á fyrstu 9 mánuðum árins 1987 var hagnaður af rekstri fyrirtækisins 15 milljónir króna. Á sama tíma í ár var tap upp á 52 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið rekið á mjög svipaðan hátt þessi tímabil bæði, afli svipaður og unnið á svipaðan hátt. Jafnframt hefur aðhald í rekstri verið verulegt og fjárfestingum hald- ið í lágmarki. Það sem breytist eru fyrst og fremst ytri skilyrði. í 20 til 30% verðbólgu að minnsta kosti hef- ur verið fylgt svokallaðri fastgengis- stefnu. Hefði raungengið verið stöð- ugt, má reikna með því að tekjur fyrirtækisins í ár hefðu verið um 50 milljónum króna meiri, en raunin verður, einnig kemur til fall dollarans og lækkun á verði afurða erlendis. Háir vextir skipta einnig verulegu máli. Skilyrðin eru gjörsamlega óvið- unandi þannig að dæmið getur ekki gengið upp,“ sagði Guðjón Smári. Hofsóshreppur: Hofsós að vetri til. Endui^koðunarfyrirtæki rannsakar flárreiður ENDURSKOÐUN hf. vinnur nú að rannsókn á Qárreiðum og rekstri Hofsóshrepps fyrir fé- IDAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 1. DESEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandjnavíu er vaxandi 1018 mb hæö og hæðarhryggur vestur um ísland. Við Suðvestur-Graenland er víðáttumikil 956 mb lægð á hreyfingu norð-norðaustur. I kvöld og nótt fer að hlýna í veðri, fyrst vestan til og á morgun verður víðast 3—6 stiga hiti. SPÁ: Allsnörp suðvestanátt. Skúrir um landið mestallt, én þó úr- komulaust á Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðaustanátt - kaldi eða stinningskaldi, víða rigning sunnan- og austanlands, en þurrt að mestu annars staðar. Hiti 4—6 9tig. s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -j o H'rtastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [y Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma htti veftur Akureyri +2 léttskýjað Reykjavik 0 léttskýjað Bergen +2 léttskýjað Helsinki +11 heiðskírt Kaupmannah. +2 skýjað Narssarssuag 5 rigning Nuuk 3 rigning Osló +8 léttskýjað Stokkhólmur +9 háifskýjað Þórahöfn 6 alskýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 11 rigning Barcelona 11 mistur Chicago vantar Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt 10 rigning Glasgow 6 rigning Hamborg +1 skýjað Las Palmas vantar London 13 skýjað Los Angeies 12 heiðskírt Lúxemborg vantar Madríd 4 þoka Malaga 16 hélfskýjað Mallorca 18 skýjað Montreal 1 alskýjað New York 4 heiðskfrt París 11 súld Róm 17 þokumóða San Dlego 12 heiðskfrt Winnipeg +16 heiðskírt lagsmálaráðuneytið í framhaldi af tílkynningu hreppsnefiidar- innar tíi ráðuneytisins um að það geti ekki staðið í skilum. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum ber ráðuneytinu að láta slíka rann- sókn fara tafarlaust fram og verða ákvarðanir um framhald málsins byggðar á niðurstöðum skýrslunnar. Húnbogi Þorsteins- son skrifstofustjóri félagsmála- ráðuneytisins segir að óskað hafi verið eftir að rannsókninni yrði hraðað og býst hann við niðurstöðum einhvern næstu daga. Björn Níelsson sveitarstjóri Hofsóshrepps sagði við Morgun- blaðið þegar óskað var eftir fjár- hagsaðstoð ráðuneytisins að heild- arskuldir sveitarfélagsins væru rúmar 50 milljónir, þar af 34 millj- ónir umfram viðskiptakröfur, en tekjumöguleikar á næsta ári 17 milljónir. í sveitarstjómarlögunum segir að komi í ljós við rannsókn á vegum félagsmálaráðuneytisins að íjár- • hagur sveitarfélags sé slíkur að það geti ekki með eðlilegum rekstri staðið straum af lögboðnum út- gjöldum eða öðmm skuldbinding- um sínum sé ráðuneytinu heimilt að veita því styrk eða lán úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga til þess að koma fjárhag sveitarfélagsins á réttan kjöl með þeim skilyrðum sem ráðuneytið setur. Ráðuneytið getur heimilað eða lagt fyrir sveitarstjóm í því tilviki að leggja allt að 25% álag á útsvör, aðstöðugjöld og fast- eignaskatta. Ef greiðslubyrði sveitarfélagsins umfram greiðslugetu er svo mikil að ekki muni rætast úr í bráð get- ur ráðuneytið svipt sveitarstjóm fjárforráðum og skipað fjárhalds- stjóm, enda hafí fjármálastjóm sveitarfélagsins verið í ólestri, aðr- ar ráðstafanir muni ekki duga eða sveitarstjóm hafi vanrækt svo skyldur sínar samkvæmt lögum að vandræði hafí hlotist af. Fjárhalds- stjóm tekur við stjóm fjármála sveitarfélagsins og má enga greiðslu inna af hendi úr sveitar- sjóði nema með samþykki hennar. Ályktanir sveitarstjómar og nefnda á hennar vegum um útgjöld em ógildar nema fjárhaldsstjóm sam- þykki þær. Afar sjaldgæft er að sveitarfélög hafi óskað eftir aðstoð félagsmála- ráðuneytisins með þessum hætti. Síðast mun eitthvað í þessa átt hafa gerst árið 1952 þegar málefni Kaldrananeshrepps komu til kasta ráðuneytisins. Ekki var þar þó um sams konar vandamál að ræða. Húnbogi Þorsteinsson segir þó al- gengt að sveitarstjómarmenn leiti ráða hjá ráðuneytinu en hann veit ekki um að önnur sveitarfélög hyggist fara sömu leið og Hofsós- hreppur. Kópavogur: Byggingafélagið Hamrar gjaldþrota BygfíPHfrafélagið Hamrar hf. í Kópavogi heftir verið tekið til Kópavognr: Um 50 gjald- þrot á árínu Um 50 gjaldþrotaúrskurð- ir hafa verið kveðnir upp á þessu ári i Kópavogi. f fyrra urðu 4 félög gjaldþrota í Kópavogi en 12-13 hafa þeg- ar verið tekin til skipta á þessu ári. Að sögn Guðgeirs Eyjólfs- sonar, skiptaráðanda í Kópa- vogi, hefiir gjaldþrotum ein- staklinga hins vegar ekki fjölgað frá fyrra ári. Þá voru 50 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota í Kópavogi en það sem af er þessu ári hafa 37 eða 38 úrskurðir verið kveðnir upp í málum ein- staklinga í Kópavogi. gjaldþrotaskipta. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri eigenda, mánuði fyrir gjaldþrot, voru skuldir 25 milljónir umfram eignir. Að sögn Guðgeirs Ey- jólfssonar skiptaráðanda í Kópavogi er gjaldþrot Hamra sennilega stærsta gjaldþrot í Kópavogi á yfirstandandi ári. Meðal eigna félagsins eru tvær fasteignir, ein í Kópavogi og ein í Ólafsvík. Að sögn Bjama Ásgeirs- sonar hdl. bústjóra í þrotabúinu, eru báðar fasteignimar mikið veð- settar. Lausafé búsins hefur verið auglýst til sölu og er tilboðsfrestur til 6. desember. Innköllun krafna í búið hefur enn ekki birst. Að sögn bústjórans hafa flestir starfs- menn, sem hann áætlaði að hefðu verið 8-15 talsins, og nokkrir fyrri eigenda stofnað með sér hlutafé- lag, sem gert hefði tilboð í eignim- ar. Bjarni vildi ekki skýra frá efni tilboðsins og sagði að afstaða yrði ekki tekin til þess fyrr en að lokn- um fyrrgreindum fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.