Morgunblaðið - 01.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988
29
Upphafsmenn vísindafélagsins:
Signrður Nordal prófessor. Agúst H. Bjarnason prófessor
Dr. Helgi Björnsson. Bók um
rannsóknir hans á jöklum á eld-
Qallasvæðum er nýkomin út á
vegum Vísindafélags Islendinga.
fundi var kosin fyrsta stjóm félags-
ins: Ágúst H. Bjamason forseti, Ein-
ar Arnórsson ritari og Guðmundur
Finnbogason féhirðir. Tilgangurinn
var samkvæmt 3. grein félagslaga
að styðja vísindastarfsemi á íslandi.
í ávarpi á sextugsafmælinu sagði
Magnús Magnússon m.a.:„Á fyrstu
fundum félagsins var, auk erinda-
flutnings um margvísleg efni, tals-
vert rætt um útgáfu vísindarita.
Fyrsta rit félagsins kom þó ekki út
fyrr en árið 1923. Var það rit Guð-
mundar G. Bárðarsonar um Fornar
sjávarminjar við Borgarfjörð og
Hvalfjörð. Á þeim 60 árum sem liðin
em síðan félagið var stofnað hafa
verið gefin út 60 rit. Af þeim 42
svokölluð Rit Vísindafélags íslend-
inga og 12 hefti af Greinum, en það
em söfn styttri ritgerða sem útgáfa
hófst á árið 1935. Auk þess hefur
komið út í heftum mikið ritsafn um
Heklugosið 1947-48. Þau hefti hafa
nú verið bundin saman í tvö bindi.
Loks hafa verið gefin út 2 hefti af
Science in Iceland á ámnum 1968-70
og Árbók.“ Síðan hefur verið haldið
áfram útgáfu rita m.a. af ráðstefnum
sem félagið hefur gengist fyrir, svo
sem fyrr en getið.
Þegar litið er yfir skrár yfir rit
og greinar Vísindafélags Islendinga
sést að mest af þessum vísindalegu
ritgerðum er á erlendum málum,
framan af mest á þýsku og á seinni
ámm á ensku — þá ekki talin söfn
erinda sem flutt hafa verið á íslensku
ráðstefnunum á undanförnum ámm.
En árið 1929, er félagið hafði gefið
út 3 rit, hóf það bókaskipti við 40
erlend vísindafélög og vísindstofnan-
ir, sem haldist hafa æ síðan og auk-
ist og hefur fengið mikið af erlendum
vísindaritum með skiptum. Hefur
Háskólabókasafn séð um þessi bóka-
skipti og varðveitir þau rit sem ber-
ast, sem fyrr er sagt. I fyrmefndu
ávarpi sagði Magnús Magnússon
m.a.: „Útgáfa vísindarita á íslandi
er enn mikilvægt hlutverk. Að vísu
em aðstæður breyttar á þessu sviði
eins og öðram. Sérfræðingar kjósa
helzt að senda greinar sínar til birt-
ingar í erlendum, eða innlendum sér-
fræðiritum. Á hinn bóginn skiptir
miklu að geta gefíð út hér á landi
stærri ritverk og ráðstefnurit, eins
og vísindafélagið hefur gert á undan-
fömum ámm, en þau em því og Is-
landi til sóma að ógleymdum höfund-
unum.“ Sýnist félagið hafa einmitt
aukið þennan þátt starfsemi sinnar
á undanfömum ámm.
„Samvinna milli vísindamanna frá
mismunandi sérsviðum er ekki síður
mikilvæg en innan sérsviðsgreina,"
segir Magnús Magnússon ennfrem-
ur. „Alþjóðleg samvinna vísinda-
manna á breiðum gmnni er mikils
virði, ekki síður fyrir íslendinga en
aðra. Það er meira sem tengir
vísindamenn saman að hugarfari og
hugsunarhætti en aðskilur þá að
tungu og þjóðemi. I þessu sambandi
vil ég nefha Intemational Council
of Scientific Unions, ICSU, sem að
vísu nær yfir raunvísindi eingöngu.
Þessi stofhun er samtök vísindafé-
laga í fjölmörgum löndum og al-
þjóðlegra sérsambanda. lslendingar
em aðilar að nokkmm sérsambönd-
um, í stærðfræði, jarðfræði, landa-
fræði og jarðeðlisfræði, en em ekki
aðilar að ICSU . . . Að lokum vil ég
nefna það mikilvæga hlutverk
Vísindafélags íslendinga að brúa bil-
ið milli visindagreina, bæði innan
hugvísinda og raunvísinda og milli
þessara vísinda. Sérfræðingar tala
sem sérfræðingar í sínum sérfélög-
um. En það er einnig mikilvægt að
þeir tali sem vísindamenn í Vísinda-
félagi Islendinga og á víðara vett-
vangi, því að, eins og vel hefur verið
sagt, vísindin em ein.“ Og þegar
skoðuð er félagaskrá þessa virðulega
vísindafélags má sjá að þar er mikið
mannval og fólk úr ýmsum greinum
vísinda til að miðla hvert öðm af
þekkingu sinni. Sigurður Nordal
kemur einnig inn á mikilvægi þessa
þáttar í sínu erindi: „ . . . sjálf funda-
höldin, erindi, umræður um þau og
ekki sízt meiri kynni og samvistir
en annars hefðu orðið milli manna
með ýmiss konar sérþekkingu og
áhugamál. Þessi starfsemi hefur ver-
ið nokkum veginn óslitin og reglu-
bundin frá upphafí til þessa dags,
enda kostnaðarlítil. Um þetta segja
fundarbækur mikið, en samt ekki
allt. Félagsmönnum getur á undan
og eftir sjálfum fundunum farið
ýmislegt á milli, sem sé engu minna
virði en það, sem bókað er. Þegar
ýtt er undir menn, að þeir segi tíðindi,
hver frá sínu heygarðhomi, er það
að minnsta kosti tilraun þess, að
vinna gegn þeirri þröngsýni, sem er
eðlileg hætta af sívajiandi sérhæf-
ingu og afmörkun þeifra sviða sém
hver éinstaklingur getur kannað“.
(Samantekt EPá)
ORLANE
P A R I S
Kynnum nýjungarfrá Orlane í dag milliki 13.00-18.00.
Snyrtistofa Sigríðar Guðjóns.
Eiðistorgi 15. \ '
GULLVÆGAR
BÆKUR
sannur glaðningur
fyrir bókavini
ORN OG
ORLYGUR
SÍÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 66
Fegurð íslands og
fornir sögustaðir
Svipmyndir og sendibréf úr
íslandsför W.G. Collingwoods
1897
Islandsvinurinn Collingwood lýsir í móli,
vatnslitamyndum og Ijósmyndum iandi og
þjóð í lok síðustu aldar.
Haraldur Hannesson, Asgeir S. Björnsson,
Björn TH. Björnsson, Janet Collingwood
Gnosspelius skróðu formóla o.fl.
„Ömetanleg gjöf ... ó helgan blótstall
lands okkar og sögu" Björn TH. Björnsson
Reykjavik sögustaður við
Sund, þriðja bindi
Póll Líndal slcróði
Reykjavíkur bækurnar geyma mikinn fróð -
leik um elstu byggð ó Islandi.
í þeim er mikill fjöldi gamalla og nýrra mynda.
„Nú er komið að lokum hins ágæta bóka-
flokks um Sögustaðinn við Sund, sem Páll
Líndal hefur sett saman i samráði við aðra
fróða menn og myndasmiði, og verður vork
þeirra að teljast bæði hagkvæmasta og
skemmtilegasta uppsláttarrit um Reykjavik
sem hér hefur verið gefið út."
Aðalsteinn Ingólfsson. DV.