Morgunblaðið - 01.12.1988, Page 39

Morgunblaðið - 01.12.1988, Page 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 39 JHffgniiftlftfrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Fullveldi til framtíðar Iheimsstyqöldinni fyrri, 1914-18, komst los á tengsl íslands og Danmerkur. Á fyrstu áratugum aldarinnar fengu og hugmyndir um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða og þjóð- arbrota ríkari hljómgrunn í Evrópu. Þessar hugmyndir ýttu m.a. undir baráttu Dana fyrir endurheimt þess hluta Slesvík- ur, sem þeir misstu til Þjóð- verja árið 1864. Þær gáfu og frelsisbaráttu íslendinga byr í segl, bæði hér heima og í Dan- mörku. Með sambandslögunum 1. desember 1918 var ísland síðan viðurkennt fullvalda ríki. 1. desember er sigurdagur í íslenzkri sögu. Að baki fengins fullveldis var löng og ströng barátta. Margir unnir áfangar, m.a. heimastjórn 1904 (emb- ætti ráðherra íslands), háskóli í Reykjavík 1911 og siglinga- fáni 1917. Við vórum áfram í konungs- sambandi við Danmörku. Danir fóru áfram með íslenzk ut- anríkismál fram að hernámi íslands 1940. Þeir önnuðust og gæzlu fiskveiðilandhelgi ís- lands um sinn. Ríkisborgara- réttur var aðskilinn en gagn- kvæmur í báðum löndunum. Það var ekki fyrr en með stofn- un lýðveldisins íslands, 17. júní 1944, að lokaskref sjálfstæðis- baráttunar var stigið. Það skref var innsiglað með 200 mflna fískveiðilögsögu árið 1975. Árið 1918 færði þjóðum Evr- ópu ekki aðeins frið, heldur jafnframt ný tækifæri til heil- brigðra samskipta. Þau tæki- færi vóru ekki nýtt hyggilega, á heildina litið. Síðari heims- styijöldin, 1939-44, var sorg- legur vitnisburður um það. — Árið 1918 færði og fleiri þjóð- um en íslendingum fullveldi. í hópi þeirra vóru Eystrasaltsrík- in þijú: Eistland, Lettland og Litháen. Sáttmáli Hitlers og Stalíns, í upphafí síðari heims- styijaldarinnar, færði þessar þijár smáþjóðir í fjötra á ný, sem enn hafa ekki verið leystir. Hlutskipti okkar varð annað. Við treystum fullveldi okkar og öryggi með aðild að Atlants- hafsbandalaginu, vamarsám- tökum lýðræðisþjóða, sem tryggt hafa frið í okkar heims- hluta í fjörutíu af sjötíu full- veldisárum okkar. Þijú Norður- lönd, Danmörk, Island og Nor- egur, sem öll vóru hemumin í síðari heimsstyijöldinni, þrátt fyrir yfírlýst hlutleysi, gerðust, reynslunni ríkari, stofnaðilar að þessu friðarbandalagi, til að tryggja betur þjóðaröryggi sitt. Reynslan hefur fært þeim heim sanninn um, að þar var rétt að málum staðið. Kristján Albertsson, rithöf- undur, segir meðal annars í formálsorðum fyrir ritgerða- safni sínu, sem kemur út nú fyrir. jólin: „Stofnun Atlantshafsbanda- lags vestrænna lýðfijálsra landa var óhjákvæmileg afleið- ing af yfirgangi og útþenslu Sovétríkjanna og ísland hlaut að sjálfsögðu að gerast aðili að þessu bandalagi fremur en láta ráðast hver yrðu örlög lítillar og vanmáttugrar þjóðar í heimi þar sem var einskis svifist til að auðmýkja og ræna minni máttar þjóðir eða afmá ríki þeirra með öllu.“ Örlög Eystrasaltsríkjanna þriggja, sem fögnuðu fullveldi eins og íslendingar árið 1918, segja í raun allt sem segja þarf um það, hvað réði aðild þriggja norrænna þjóða að Atlants- hafsbandalaginu. Sú barátta sem þessar Eystrasaltsþjóðir eiga í á líðandi stund fyrir þjóð- frelsi og þegnréttindum á og samúð allra réttsýnna manna. Það sem að okkur snýr, Is- lendingum, á sjötíu ára afmæli fullveldis okkar, er að treysta menningarlegt, stjórnarfars- legt og efnahagslegt sjálfstæði okkar í nábýli nýrra tíma. Við þurfum að varðveita og ávaxta arfleifð okkar. Standa vörð um þjóðemi okkar, tungu, bókmenntir og sérkenni; það sem gerir þjóð að þjóð. Við þurfum að treysta stoðir lýðræðis og þingræðis, sem þjóðskipulag okkar hvílir á, velferð fólks og borgaraleg þegnréttindi. Við þurfum að færa út kvíar á sviði menntunar, þekkingar og tækni, ekki sízt í í þágu atvinnuveganna. Við þurfum að treysta samkeppnisstöðu þeirra og búa vel reknum fyrir- tækjum eðlileg rekstrarskilyrði. Það verður ekki gert með fom- eskju haftabúskapar. Við þurfum að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu, afkomu og efnahag þjóðarinnar, m.a. með því að breyta óbeizlaðri orku fallvatna í störf, útflutn- ingsverðmæti og lífskjör. Og við eigum áfrarr) að tryggja fullveldi okkar og ör- yggi með eðlilegu samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir. Fullveldishátíð stúdenta: Sjötíu ára afmælis minnst með fjölbreyttri dagskrá STÚDENTAR standa að þessu sinni fyrir mjög fjölbreytilegri dagskrá í tilefhi fúllveldisdags- ins. Dagurinn hefst með stúd- entamessu í Háskólakapellu, en eftir messu munu stúdentar leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar, forseta. Kl. 14.00 hefst hátíðarsamkoma í Há- skólabíói, þar sem heiðursgestur verður forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Að lokinni hátið- arsamkomu skiptast hátíðar- höldin í þijá hluta: Menningar- vöku í Norræna húsinu, málþing í Odda og bíósýningu í Há- skólabíói. Hátíðinni lýkur síðan með stúdentadansleik á veitinga- staðnum Tunglinu. Stúdentamessa Guðfræðinemar standa fyrir stúdentamessu á 1. des, eins og mörg undanfarin ár. Messan fer fram í Háskólakapellu í Aðalbygg- ingu og hefst hún kl. 11.00. Sr. Kristinn Ágúst Friðfínnsson þjónar fyrir altari og Eiríkur Jóhannsson guðfræðinemi predikar. Hátíðardagskrá í Háskólabíói Hin hefðbundna hátíðardagskrá fer fram í Háskólabíói og hefst hún kl. 14.00. Dagskráin hefst með því að Sveinn Andri Sveinsson, formaður SHÍ og 1. des.-nefndar, setur hátíð- ina. Að lokinni setningu ávarpar Valdimar K. Jónsson, forseti verk- fræðideildar og varaforseti Há- skólaráðs, stúdenta. Að loknu ávarpi Valdimars flytur Háskólakórinn nokkur lög, undir stjóm Áma Harðarsonar. Að söng Háskólakórsins loknum flytur Hlíf Steingrímsdóttir lækna- nemi 1. des.-ávarp stúdents. Mun hún í ræðu sinni taka til umfjöllun- ar stöðu stúdenta, jafnt innan Há- skólasamfélagsins, sem úti í þjóð- félaginu. Pétur Gunnarsson rithöfundur flytur erindi að loknu 1. des.-ávarpi stúdents. Efni erindisins er ætlað að koma á óvart og verður þess vegna ekki greint frá því hér. Hátíðardagskránni lýkur með því að alvaran nær hámarki. Þeir bræð- ur Þórhallur og Haraldur Sigurðs- synir flytja þá létt gamanmál. Kynnir á hátíðinni í Há- skólabíói verður Flosi Ólafsson. Heiðursgestur: Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Verður ísland gjaldþrota á21. öld? Stúdentar standa fyrir málþingi á 1. des. í tilefni af fullveldishátíð- inni. Viðfangsefni málþingsins er sú spuming, hvort ísland verði gjaldþrota á 21. öld. Er með þess- ari spumingu annars vegar verið að horfa á hvort umhverfisþættir geti orðið þess valdandi áð fiskveiði- auðlindir okkar eyðist og hins vegar hvort við séum efnahagslega undir það búnir að takast á við slík áföll. Ávarp: Olafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra. Framsöguerindi: Markús Á. Ein- arsson veðurfræðingur, Svend Aage Malmberg haffræðingur, Sigrún Helgadóttir líffræðingur, Sigurður Magnússon kjameðlis- fræðingur, Þór Sigfússon viðskipta- fræðinemi og Guðmundur Magnús- son hagfræðiprófessor. Að loknu kaffihléi verða pall- borðsumræður. Fundarstjóri: Guðmundur John- sen hagfræðinemi. Menningarvaka stúdenta í Norræna húsinu hefst kl. 16.00 menningarvaka stúdenta í tilefni af fullveldisdeginum. Ungir tónlist- armenn úr Tónlistarskólanum í Reykjavík flytja nokkur verk og lesið er úr verkum ungra rithöf- unda. Dagskráin er svohljóðandi: Hulda Bragadóttir, píanó. C. Debussy: Hommage a Rameau (Óð- ur til Rameau). C. Debussy: Prelúdía nr. 5 (Hæðirnar á Anacapri). Guðmundur Andri Thorsson les úr bók sinni Mín káta angist. Sigurdríf Jónatansdóttir, mezzósópran. Lára Rafnsdóttir, píanó. Jón Nordal: Hvert örstutt spor. Páll ísólfsson: Heyr, það er unnusti minn. Sigfús Einarsson: Ein sit ég úti á steini. Lesið úr bók Gyrðis Elíassonar, Bréfbátarigningin. Katarína Óladóttir, einleikur á fiðlu. J.S. Bach: Partíta nr. 1, fyrir einleiksfiðlu. Allemanda Double. Sarabande Double. Lesið úr bók Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, Markaðstorg guðanna. Halldór Hauksson, píanó. Sig- urbjörn Bernharðsson, fiðla. Stefán Örn Arnarson, selló. F. Mendelssohn: 1. kafli úr Píanótríói í d-moll, opus 49. Molto Allegro agitato. Kynnir: Eiríkur Jóhannsson, guð- fræðinemi. Bull Durham í tilefni af 1. des. býður Há- skólabíó stúdentum á bíó. Myndin sem boðið er á er stórmyndin Bull Durham, sem frumsýnd verður í febrúar á næsta ári. Aðalhlutverk eru í höndum Kevins Costners („No Way Out“ og „The Untouchables") og Susan Sarandon („The Witches of Eastwick“ og „Atlantic City“). Bull Durham greinir frá ungri stúlku, Annie Savoy, sem ekki að- eins er mikill áhugamaður um hafnabolta, heldur og hafnabolta- mennina. í upphafi hvers leiktíma- bils velur hún úr efnilegasta leik- manninn og gerir að elskhuga sínum og nemanda. Á meðan þjálf- arinn kennir leikmönnunum hafna- bolta, opnar Susan fyrir þeim aðrar hliðar lífsins. Leikstjóri og handritshöfundur er Ron Shelton („Under Fire“ og „The Best of Times"). Sýning myndarinnar hefst kl. 17.00 og er hleypt inn eins og hús- rúm leyfir. Framvísa þarf stúdenta- skírteinum. Stórdansleikur Að kvöldi 1. desember er haldinn stórdansleikur á veingastaðnum Tunglinu, Lækjargötu. Húsið verð- ur opnað kl. 22.00. Dansað verður undir tónlist nýs skífuþeytis til kl. 3.00. Stúdentar geta nálgast miða hjá sínu félagi. Avarp 1. desember-nefndar: Kemur í Mut stúdenta að leysa vanda framtíðarinnai ■ STÚDENTAR í Háskóla íslands óska landsmönnum til hamingju með fúllveldisdaginn og sam- gleðjast landsmönnum með þau timamót, að 70 ár eru liðin frá þvi að ísland varð fúllvalda ríki. Stúdentar hafa í áratugi haldið hátíðlegan fullveldisdaginn og hef- ur fullveldishátíð stúdenta skipað veglegan sess á þessum degi. Hátíð- arnefnd 1. des.-hátíðarhaldanna, sem skipuð er fulltrúum frá öllum deildum og Stúdentaráði, hefur ein- sett sér að gera þessum tímamótum sem veglegust skil. Undanfarin ár hafa hátíðarhöldin vegna 1. desember verið tileinkuð ákveðnu málefni eða þema. Hefur sérstaklega verið litið til málefna sem tengjast Háskóla íslahds. I ár er hins vegar megináhersla lögð á tímamót þau sem felast í 70 ára fullveldi íslands. En á sama tíma og glaðst er vilja stúdentar vekja máls á stöðu sinni, bæði inn- an háskólasamfélagsins og meðal annarra þjóðfélagsþegna. 1. des.-nefnd vill vekja athygli á því að talsvert skortir á að aðstaða stúdenta til náms sé fullnægjandi. Að miklu leyti er þetta fjársvelti Háskólans að kenna, en Háskólan- um væri jafnframt rétt að líta í eig- in barm. Stundum virðist það gleymast að án stúdenta væri af- skaplega lítill tilgangur með há- skólastarfi. í teikningum að nýjum byggingum gleymist oft að gera ráð fyrir aðstöðu fyrir stúdenta. Einnig . hafa hagnýt sjónarmið varðandi I aðstöðu til náms oftlega verið látin víkja fyrir útlitssjónarmiðum. Er það von nefndarinnar að myndar- legt átak verði gert í því á næstu mánuðum og árum að bæta aðstöðu stúdenta til náms og félagslegs starfs. 1. des.-nefnd telur einnig tíma- bært að hugað sé að stöðu stúdenta í samfélaginu. Varar nefndin við þeirri þróun að stúdentar fjarlægist aðra hópa samfélagsins; hvorki Háskóli íslands né stúdentar mega missa sjónar á frumþáttum sam- félagsins. Hroki eða skilningsleysi gagnvart þeim stéttum sem vinna hörðum höndum að því að sjá þjóð- inni fyrir gjaldeyristekjum og gera stúdentum það kleift að stunda nám og Háskóla íslands að starfa, er nokkuð sem alls ekki má eiga sér stað. Með slíku væru stúdentar að grafa undan eigin tilveru. Einnig verða stúdentar að vera vel á varð- bergi gagnvart því að aðrir þjóð- félagshópar geri sér ranghugmynd- ir um Háskóla íslands og starfið þar. Gagnkvæmur skilningur er lyk- ilatriði þess að þjóðin styðji vel við bakið á stúdentum og Háskóla ís- lands. íslendingar börðust lengi fyrir þvi að verða fullvalda og sjálfstæð þjóð. Töldu mætir menn á borð við Jón Sigurðsson að aðeins með því móti gæti íslenskt samfélag þróast í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Á sama hátt berst Háskóli íslands fyrir auknu sjálfstæði sínu gagnvart ríkisvaldinu. Frelsi há- skóla og sjálfstæði er forsenda þess að hann eigi raunverulegt frum- kvæði í sínum málum í átt til fram- fara. I tilefni fullveldisdagsins standa stúdentar fyrir málþingi, þar sem allað er um þá spumingu hvort sland verði gjaldþrota á 21. öld út frá umhverfis- og efnahagsleg- um forsendum. Er þá horft til þess hvort vist- fræðilegar breytingar geti orðið til þess að hrun verði á fiskistofnum okkar og þá hvort íslenskt hagkerfi gæti verið undir slíkt búið. Þeir sem nú stunda nám í Háskóla íslands yrðu meðal þeirra sem í fararbroddi væru, kæmi til slíkra hamfara, því stúdentar eru vaxtarbroddur sam- félagsins; örlög framtíðarinnar eru í þeirra höndum. 1. des.-nefnd hvetur stúdenta til þess að gera sér glaðan dag á full- veldisdeginum og minnast ættjarð- arinnar. Neskaupstaður: Búið að frysta 1.000 tonn af síld Neskaupstað. NÚ ER búið að frysta um 1.000 lestir af síld fyrir Japansmark- að hjá Síldarvinnslunni. I tilefni af því bauð fyrirtækið starfsfólki frystihússins upp á veitingar. I stuttu ávarpi gat fram- kvæmdastjórinn, Finnbogi Jóns- son, þess meðal annars að síldirn- ar sem fólkið væri búið að raða í öskjur fyrir Japansmarkað væru nú orðnar um það bil 3,3 milljón- ir talsins. Útflutningsverðmæti' þessara 1.000 tonna er um 40 milljónir króna. Alls er búið að frysta um 1.250 lestir af síld hjá Síldar- vinnslunni á þessari vertíð. - Ágúst Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Starfsfólk Síldarvinnslu Neskaupstaðar gæddi sér á tertu, sem það gaf Síldarvinnslunni, í tilefni þess að 1.000 tonn af síld höfðu verið firyst fyrir Japansmarkað. Könnun Félagsvísindastofiiunar á notkun tannlæknaþjónustu: Arleg útgjöld einstaklings til tannviðgerða 15.000 kr 61% notfærðu sér tannlæknaþjónustu á 12 mánaða tímabili Könnun sem Félagsvísinda- stofhun Háskóla Islands gerði fyrir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið í apríl 1987 leiddi í Ijós að 61% svarenda, sem voru á aldrinum 18 til 75 ára, höfðu farið til tannlæknis á síðustu 12 mánuðum. Að jafnaði greiddu þeir samtals 10.800 krónur, en það jafngildir um 14.940 krónum á núgildandi verðlagi samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofiiunar. Mikill munur er á notkun tann- læknaþjónustu milli aldurshópa. Um 70% svarenda á aldrinum 18 til 39 ára fóru til tannlæknis á þessu tímabili, en aðeins um fíórð- ungur fólks á aldrinum 60 til 75 ára. Könnun þessa lét heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið gera í fram- haldi af samþykkt þingsályktunar í desember 1986 þess efnis að ráð- herra yrði falið að kanna áætluð árleg útgjöld fjölskyldna og einstakl- inga vegna tannlækninga og hversu oft einstakir aldurshópar notfærðu sértannlæknaþjónustu. Úrtakið var 1.500 manns á aldrin- um 18 til 75 ára á öllu landinu og var það tekið úr þjóðskrá. Nettósvör- un var 76,9%. Fram kom allnokkur mismunur á notkun tannlæknaþjónustu eftir starfstéttum. Um 50% verkafólks, bænda og sjómanna fóru til tann- læknis á síðustu 12 mánuðum, um 60% iðnaðarmanna og 70% skrif- stofufólks, kennara, atvinnurekenda og sérfræðinga. Þegar spurt var um ferðir til tannlæknis síðustu fjórar vikur höfðu heldur færri bændur og sjómenn farið en verkamenn og held- ur fleiri atvinnurekendur og sérfræð- ingar en skrifstofufólk almennt. Bændur, sjómenn og verkafólk virðast oftar hafa farið í blandaðar aðgerðir en hinar stéttimar og einn- ig farið fleiri ferðir þegar þeir á annað borð notfærðu sér þjónustu tannlækna. Skrifstofufólk og kenn- arar hafa einnig alloft farið í bland- aðar aðgerðir, en hafa oftast sloppið með venjulega hreinsun eins og at- vinnurekendur og sérfræðingar. En samkvæmt könnuninni var meðal- kostnaður við venjulega hreinsun um 3.000 krónur miðað við verðlag í apríl 1987, rúmlega 7.000 krónur fyrir venjulega holufyllingu, 12-13 þúsund fyrir blandaðar aðgerðir og á þriðja tug þúsunda fyrir umfangs- meiri aðgerðir. Nokkur munur kom líka fram eft- ir landshlutum, því 66% svarenda úr Reykjavík höfðu farið til tann- læknis á síðustu tólf mánuðum, 57% á Reykjanesi og 52% á landsbyggð- inni. Lítill sem enginn munur var á fjölda ferða karla og kvenna til tann- læknis. Um þriðjungur þeirra sem fóm til tannlæknis fór einu sinni á tíma- bilinu, um fjórðungur fór tvisvar sinnum og um 13% fóm þrisvar sinn- um. Tæplega 30% þeirra sem fóm einhvern tíma á árinu til tannlæknis fóm fjórum sinnum eða oftar. Samanburður var gerður við svip- aða könnun sem gerð var í Svíþjóð á ámnum 1968, 1974 og 1981. Bendir hann til að notkun íslendinga á tannlæknaþjónustu árið 1987 sé álíka algeng og var í Svíþjóð árið 1974. Árið 1981 notfærðu 67% Svía sér þjónustu tannlækna. Upplagseftirlit viku blaða og tímarita Verslunarráð íslands hefúr á undanfornum árum boðið útgef- endum blaða og tímarita að nýta sér upplagseftirlit til þess að fá upplagstölur staðfestar af hlut- lausum aðila. Um skeið hafa ein- göngu tvö dagblöð, Morgunblaðið og Dagur, nýtt sér þessa þjónustu. Nú hefúr upplagseftirlitinu verið skipt og vikublöð og tímarit verið aðskilin frá dagblöðum i eftirlit- inu og birtingu upplagstalna. Útgefendur eins vikublaðs og fjög- urra tímarita hafa gert samning við Verslunarráðið um upplagseftirlit. Fleiri útgefendur em að búa sig undir slíka samningsgerð, en til þess að eftirlitið verði framkvæmt með eðlilegum hætti þurfa útgefendur að sundurgreina bókhald sitt í samræmi við það. Þessi tegund útgáfu, vikublöð og tímarit, er rekin með mjög marg- breytilegum hætti. Af því leiðir að upplýsingar um dreifingu og sölu verða ekki sambærilegar í öllum til- vikum, en skýringar verða gefnar þar sem það á við. Sum blöð em raunar ekki seld, heldur gefin, og í þeim tilvikum kann að reynast útilok- að að sannreyna dreifingu, að Vikublöð Tímabil Fjöldi 1988 útg. tölubl. Víkurfréttir Jan-ap. 17 Tímarit maí-ág. 17 Tímabil Fjöldi 1988 útg. tölubl. Heilbrigðismál Jan-ap. 1 maí-ág. 1 Heimsmynd Jan-ap. 2 maí-ág. 2 Þjóðlíf Jan-ap. 4 maí-ág. 4 Æskan Jan-ap. 3 maí-ág. 3 minnsta kosti fyrst um sinn. Að þessu sinni verða engar sölutölur birtar, en stefnt er að því að birting þeirra hefjist með næstu útgáfu upplagst- alna, eftir fjóra mánuði. Tölur upplagseftirlits vikublaða og tímarita verða birtar á fíögurra mán- aða fresti. í hvert sinn ná tölumar yfir tvö fjögurra mánaða tímabil. Þar koma fram tölur um fjölda útgefinna tölublaða, meðaltal prentaðra ein- taka, meðaltal eintaka í dreifingu og meðaltal seldra eintaka þar sem það á við. Tölum um söludreifingu og sölu verður einnig skipt í áskriftir og lausasölu. Trúnaðarmaður upplagseftirlits Verslunarráðsins er Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi hjá Endur- skoðunarmiðstöðinn hf. — N. Mancher. Skýringar við þær upplagstölur sem nú verða birtar em þessar: 1) Staðfest með skoðun á bók- haldsgögnum, þ.e. reikningum og afhendingarseðlum frá prentsmiðjum og reikningum vegna pökkunar og útsending- ar til áskrifenda. 2) Samkvæmt upplýsingum frá útgefendum. 1) 2) 2) Prentað Borið út Lagt fram upplag í hús og til dreif. (meðalt.) stofnanir í versl. (meðalt.) (meðalt.) 5.170 3.870 1.300 5.300 3.940 1.360 1) 1) 2) Prentað Dreift í Dreift í upplag áskrift lausasölu (meðalt.) (meðalt.) (meðalt.) 8.080 7.016 8.100 7.462 9.462 1.372 7.940 10.051 1.321 8.580 7.750 2.632 4.246 8.633 4.116 4.271 10.523 8.816 10.300 8.734 (Fréttatilkynning-)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.