Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 23 verkum. Tískusveiflur hafa einnig haft áhrif í þessum- málum. En það er ljóst að ef íslendingar hætta hval- veiðum þá munu Grænfriðungar gerbreyta áróðri sínum. Um leið og við beijumst gegn losun kjarnorku- úrgangs á höfunum gætum við t.d. hvatt fólk til að kaupa íslenskan fisk! — Bandaríkjamenn, sem veiða túnflsk í herpinót, drepa tug-\ þúsundir höfrunga, á Kyrrahafinu ár hvert er hvalirnir festast í nótinni . Mörgum Islendingum finnst ein- kennilegt að þið skulið ekki eyða meira púðri í baráttuna gegn þessu ijöldadrápi en eltast þess í stað við það lítilræði sem íslendingar veiða nú. Hvað viltu segja um þetta? í upphafi áttunda áratugarins drápu bandarísku fiskimennirnir að jafnaði 200 þúsund höfrunga á ári en vegna áróðurs okkar hefur talan lækkað niður í nokkra tugi þúsunda. Á þessu ári laumaðist fulltrúi okkar um borð í túnfiskbát til að fylgjast með veiðunum og taka myndir. Það er því ljóst að við beijumst af krafti gegn þessum veiðum. — Samtökin hafa að sjálf- sögðu takmarkað fé og mannafla. Hve miklu fé er eytt í baráttuna gegn höfrungadrápinu og hve miklu gegn vísindaveiðum íslendinga og Suður-Kóreumanna? Fjárhæðimar segi ég ekkert um en við eyðum um það bil tvisvar sinn- um meira fé í baráttuna gegn höfr- ungadrápinu. — Þið hafið staðið framarlega í baráttunni gegn súru regni sem hefur valdið miklum skemmdum á skógum og stöðuvötnum 'Skand- inavíu. Talið er að megnið af þess- ari mengun komi frá Bretlandi. Haf- ið þið reynt að fá Skandinava til að hætta að kaupa breskar vörur? Ef það hefði verið mögulegt þá hefðum við reynt það en ég efast um að það sé hægt að fá Svía til að hætta að kaupa breskar vörur. — Hvers vegna? Slíkar aðgerðir eru yfirleitt mjög óvinsælar í landinu og það yrði erfitt að skipuleggja þær. Auk þess eru viðskiptaþvinganir alltaf neyðarúrræði eins og ég sagði áður. — íslendingar eru háðari ut- anríkisviðskiptum en nokkur önnur þjóð. Getur verið að viðskiptaþving- unum sé beitt í hvalveiðimálinu vegna þess að Islendingar liggja vel við höggi? Það er auðvitað ljóst að fyrir okkur er það léttara að hafa áhrif á þjóð eins og Japani með því að efna til mótmæla en hvetja fólk til að hundsajapanskar vörur. Við verð- um að velja þær leiðir sem eru fær- ar og áhrifaríkastar í hveiju tilviki. íslendingar ættu að huga vel að því hver ímynd þeirra er á aiþjóðavett- vangi, góð ímynd í hugum neytenda er afar mikils virði. Þið eigið sjálf allt undir því að höfunum sé ekki spillt og eigið því samleið með Græn- friðungum sem eyða miklu af kröft- um sínum í baráttu gegn sjávarm- engun. Wffierlsewiií po öíl myndbönd séueins? Spáirþúímyndgæðin? eruhágæða myndbönd, TTf\ á betra verði en eldri og /*~f L/ ófullkomnari myndbönd. VBEOCASSETTE HighQualityTape Fáðumeira fyrir krónurnar þínar, - spáðu í Skipholti31 - Sími680450 TVEIR MEISTARAR ORÐSINS Sigurður A. Magnússon BISKUP mwsw Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur látið fáa íslendinga ósnortna. Að baki þessa meistara orðsins liggur svipvindasamur og fjölþættur æviferill, sem Sigurður A. Magnússon bregður hér ljósi á. Æviskeið séra Sigurbjöms hefur legið um kröpp kjör bemskuára í Meðallandi, erfið námsár í Reykjavík og Uppsölum, prestskaparár á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluár í Háskóla íslands og langan embættisferil á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamarbaráttunni og baráttunni fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Höfundur bregður upp sérlega ljósri og blæbrigðaríkri mynd af séra Sigurbimi í þeim margvíslegu hlutverkum, sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans. í bókinni era yfir 100 ljósmyndir. TVEIR EULLTRÚAR HEIMSBÓKMENNTANNA Nóbeisverðlaunahafinn Isaac Bashevis Singer: JÖFUR SLÉTTUNNAR Sagan gerist á löngu liðnum tímum á söguslóðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrkviði hjátrúar, fáfræði og frumstæðra lifnaðarhátta. f heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmið. Þessi nýja saga Singers er sjöunda bók hans, sem Hjörtur Pálsson hefur þýtt. JÖFUR SLÉTTUNNAR staðfestir eftirfarandi ummæli bandaríska stórblaðsins NEW YORK TIMES: „Singer er höfundur, sem skrifar í anda hinnar miklu frásagnarhefðar. Þar er mitt á meðal vor ósvikinn listamaður, sem á erindi að gegna í bókmenntunum11 Verðlaunahafi Norðuriandaráðs AnttiTuuri: Bókin segir frá því hvemig óbreyttur hermaður upp- lifir hinn skelfilega hildarleik þegar finnska þjóðin þurfti að verjast innrás sovétmanna veturinn 1939-40. Vetrarstríðið stóð einungis í 105 sólarhringa, en er ein- hver mannskæðasta og grimmilegasta orrahríð, sem háð hefur verið. Sagan sýnir á áhrifamikinn hátt æðruleysi Jiess manns, er leysir af hendi það hlutverk, sem honum er ætlað að gegna í þágu föðurlandsins, en að vísu er ekki laust við að kaldhæðni og beiskju gæti stundum frammi fyrir yfirþyrmandi ofurefli. Þýðandi sögunnar er Njörður P. Njarðvík. SETBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.