Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 •fáldast inum Morgunblaðið/Sverrir heimi“ var kynnt. Talið frá vinstri unnar, Arni Gunnarsson og Hanna aðarlaus böm, en það verkefni er nú komið á lokastig og mun rekstur þess hefjast á næsta ári. í samvinnu við systurstofnanir á hinum Norðurlöndunum hefur mat- vælum og sáðkomi verið dreift í Mósambík, en þar er alvarlegur matarskortur ií nokkrum hémðum landbins, óg erfitt að koma vistum á áfangastað. IFram að þessu hefur verið nauðsynlegt að fljúga með vaminginn til áfangastaða, en sam- kvæmt síðustu fréttum mun land- leiðin vera að opnast, og verður þá auðveldara og kostnaðarminna að halda hjálparstarfinu áfram. Á þessu ári hefur Hjálparstofnun kirlq'unnar tekið þátt í kostnaði við stíflugerð í Víetnam, en hún stuðlar að bættri hrísgijónauppskeru smá- bænda, og gerir þeim kleift að brauðfæða sig sjálfir. Þá hefur Hjálparstofnunin kostað nokkur smærri þróunarverkefni í Indlandi og Eþíópíu, sem hjálpa mörgum íbúum þessara landa til sjálfshjálp- ar. Hjálparstofnun kirkjunnar sinnir ekki einungis hjálparbeiðnum er- lendis frá, heldur styrkir hún einnig neyðarstarf á íslandi, og var t.d. Kvennaathvarfínu í Reykjavík ný- lega veittur 500 þús. króna styrkur vegna íjárhagsörðugleika. Pramundan bíða Hjálparstofnun kirkjunnar mörg hjálparverkefni. Eitt þeirra er uppbyggingarstarf vegna mikilla flóða í Bangladesh, sem urðu á síðastliðnu hausti. Flóð- in hafa gert 25 milljónir manna heimilislausa, og enn er mikil hætta á að sjúkdómar breiðist þar út. Þetta er annað árið í röð þar sem gífurleg flóð hafa orðið í Bangla- desh, og þar versnaði ástandið enn, þegar fellibylur gekk yfír landið í byrjun desember. Matvælaaðstoð í Mósambík verð- ur haldið áfram í samvinnu við syst- urstofnanir á Norðurlöndum, og í litlu þorpi í suðurhluta Indlands hefur Hjálparstofnun kirkjunnar ákveðið að veita fé til byggingar nýs skóla fyrir fátækustu bömin í þorpinu, en nýlega var skóli fyrir þau brenndur til grunna af ofstæk- ismönnum. Þá verður einnig styrkt bygging heimilis fyrir vangefín böm í þorpinu Tamil Nadu, sem er í suðurhluta Indlands. Um er að ræða böm frá lægstu stéttum og stétt- lausum fjölskyldum, en þeir hópar em hvað verst settir. Heimilið verð- ur byggt af þorpsbúum sjálfum og rekið af innlendri kristniboðsstöð. Morgunblaðið/Þorkell Lagt verður 10% vörugjald á til dæmis timbur, sement, innrétt- ingar og húsgögn, verði frum- varp fjármálaráðherra að lögum. áherslu á að vörugjald sem lagt er á sælgæti og gosdrykki verði hækk- að sem fyrst úr 14% í 25%,“ sagði Kristinn Bjömsson framkvæmda- stjóri Nóa-Síríusar. „Það þýðir að íslensk framleiðsla yrði með 25% vörugjaldi en sú erlenda með 14% vörugjaldi fyrst um sinn, þar sem til em í landinu birgðir af innfluttu sælgæti sem 14% vömgjald hefur verið greitt af. Hins vegar þyrfti að greiða 25% vömgjald af íslensk- um birgðum. Við sættum okkur ekki við þetta. Kvennalistinn hefur gefið í skyn að hann styðji vömgjaldshækkun á sælgæti og gosdrykkjum vegna manneldissjónarmiða. Innflutning- ur á sykri hefur hins vegar verið um 11 þúsund tonn á ári en sælgæt- is- og gosdrykkjaframleiðendur hafa einungis notað innan við 3 þúsund tonn af þessu magni á ári. Okkur fínnst því eðlilegast að lagt yrði sama vömgjald, til dæmis 10%, á allan sykur," sagði Kristinn Bjömsson. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, hefur lagt fram frumvarp um hækkun á vöru- gjaldi á sælgæti og gosdrykkjum úr 14% í 25%. Ég trúi því hins vegar ekki að þetta vömgjald verði að vemleika. Það er skynsamlegra að draga saman seglin í ríkisbúskapnum en að hækka skatta," sagði Eyjólfur Ax- elsson. „Ekki sama gjald á íslenskri og erlendri framleiðslu“ „Fjármálaráðherra leggur AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Pakistan Hversu mikið svigrúm feer Benazir til athafiia? SÚ rökrétta ákvörðun sem Ishaq Khan forseti Pakistans tók, er hann skipaði Benazir Bhutto í embætti forsætisráðherra, hefur mælst vel fyrir á Vesturlöndum og vitaskuld fagna fylgismenn Benazirs ákaft. Menn gera sér greiii fyrir því hvílik timamót þessi skipun er. Þar með er ekki sagt, að stjómmálaskýrendur telji að þar með sé vandi Pakistana leyst- ur í eitt skipti fyrir öll. Kannski þvert á móti. Þvf að hvað sem mælskusnilld og persónutöfrum Benazirs Bhutto líður, er það ómótmælanlegt, að enginn veit hvort hún hefur stjórn- unarhæfileika og hvort hún hefiir lag á að velja sér ráðgjafa sem gætu gagnast henni f þvi flókna verkefhi sem hennar bíður. Itímaritinu Far Eastem Ec- onomic Review segir Hamish McDonald í Islamabad, að það hafi komið mörgum á óvart, hversu andi Zia fyrverandi for- seta var fyrirferðarlítill í kosn- ingunum. Einnig hefði vakið at- hygli ýmissa, hve Benazir Bhutto dró smátt og smátt í land með alls konar yfírlýsingar og stefnu- mál eftir því sem á leið kosninga- baráttuna. Hún hafði í upphafí heitið því, að stjóm hennar myndi veija miklu fjármagni til að reisa skóla um allt land, en nú eru aðeins um 20-25 prósent Pakistana læs- ir. Hún hafði einnig lagt áherslu á að fé yrði látið renna til fá- tæks fólks sem ætti sér naumast þak yfír höfuðið og allir ættu rétt á því að hafa nóg að bíta og brenna. En úr þessu dró sem sagt þegar á leið og Benazir sagði sjálf, að hún gerði sér grein fyrir, að þetta væru langtíma- markmið, sem vitanlega bæri að stefna að, en fráleitt að vænta þess að hægt væri að leysa allan vanda í einu vetfangi. Samkvæmt grein í Economist sem heitir „sigurvegari í hlekkj- um“ hefur Beanzir orðið að draga enn meira í land. Hún hefur fallist á að Pakistan styðji áfram afganska skæruliða og veiti þeim skjól. Að sönnu skal nú tekið fram, að ég minnist þess ekki að hafa heyrt að Bhutto væri með stefnubreyt- ingu í huga varðandi þetta mál. En hún hefur einnig orðið að fallast á að 34 prósent ríkistekna renni til hersins, eins og áður. Þegar hún var innt eftir skýring- um þessa, svaraði hún stutt og laggott að þetta væri nauðsyn- legt til að ekki yrði skellt á her- lögum í landinu. Þá hefur hún samþykkt að í öryggisráði ríkis- ins sitji auk hennar, forseti landsins, yfirmenn hersins og yfírráðherrar fylkjanna fjögurra sem Pakistan byggja. Þar sem Þjóðarflokkur Benaz- irs hlaut aðeins afdráttarlausan meirihluta í einu fylkjanna, Sind, sem jafnframt er heimafylki hennar, er sýnilegt að forsætis- ráðherrann yrði í minnihluta inn- an ráðsins ef til ágreinings kæmi. Sumir spá því, að Benazir muni fara að umdeildu fordæmi Indiru Gandhi á Indlandi á sínum tíma og reyna með ýmsu móti að tryggja sér stuðning fylkis- höfðingjanna, en þar með er ekkert sagt um hvort henni tekst það og einnig gæti allt slíkt makk vakið upp átök og ólgu, sem hún vill sjálfsagt forðast í lengstu lög. Economist nefnir enn eitt sem Benazir hafi orðið að fallast á til að ná embætti forsætisráð- herra. Það sé að styðja til endur- kjörs Ishaq Khan forseta þann 12. desember næstkomandi. Fylkisstjórnir og þingið í Isl- amabaad kjósa forsetann. Með þeim Ishaq og Benazir eru engir sérstakir kærleikar, en hún mun þó vera á því, að hann hafi átt drjúgan þátt í, hversu kosning- Reuter Benazir heftir þegar tryggt sér sess í mannkynssögunni sem fyrsti kvenforsætisráðherra í múhameðstrúarríki. En enginn veit hveijir stjórnunarhæfileik- ar hennar eru. Með stuðningsmönnum. amar fóru heiðarlega fram og hún meti það við hann. Við fráfall Zia forseta á síðasta sumri var efnahagur landsins allur í upplausn og það er nánast óhugsandi að Bhutto geti leyft sér að standa við nota- leg kosningaloforð um skóla- byggingar og að reist verði hálf milljón nýrra íbúða árlega. Það myndi kalla á stórlega aukna verðbólgu og trúlega myndi Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig gera athugasemdir við það snar- lega ef Pakistanar stæðu ekki í skilum við skuldunauta sina. Þegar sigurviman mesta er rannin af Benazir Bhutto og stuðningsmönnum hennar og orð duga ekki lengur ein og sér, heldur verða að koma til athafn- ir og þær kannski ekki vinsælar, mun reyna á stjómkænsku henn- ar. Margir hafa þó þyngstar áhyggjur af því, að hún hafi lát- ið hjá líða að setja sig inn í efna- hagsmál landsins, hafí á þeim takmarkaðan áhuga og ekki sér- lega mikinn skilning. Ráðgjafar hennar hafa bent henni á að réttast væri að sækj- ast eftir að fá heim til starfa á ný ýmsa pakistanska sérfræð- inga sem vinna hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Alþjóðabankan- um. Það sé í augnablikinu eina leiðin sem sé vit í að fara að svo stöddu. Benazir Bhutto hefur fram að þessu ekki látið margt frá sér fara um hvaða stefnu hún hyggst móta. Hún hefur verið önnum kafín við að gefa yfírlýsingar um að hún verði forseti allrar þjóðar- innar, að hún vilji græða sárin sem herforingjastjómartímabilið hefur skilið eftir sig með þjóð- inni, að hún fyrirgefi þeim sem ofsóttu föður hennar. Beinar tillögur og áþreifanleg- ar hugmyndir hafa enn ekki séð dagsins ljós frá henni. Stuðn- ingsmenn hennar segja að hún vilji ekki flana að neinu, heldur kynna sér málin af kostgæfni. Það verður hún ekki hvað síst að gera nú, þegar hún hefur hálft í hvoru verið vængstýfð áður en hún reyndi að taka flug- ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.