Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JDESEMBER 1988 Afengisverslunin; Sjálfsafgreiðslan ekki fyrr en eftir jól SJÁLFSAFGREIÐSLA kemst ekki á í útibúi ÁTVR á Akureyri fyrr en eftir jól, að sögn Hauks Torfasonar, forstöðumanns úti- búsins. Gert hafði verið ráð fyrir því að takast mundi að gera þær breyting- ar á húsnæðinu sem nauðsynlegar eru fyrir síðustu mánaðamót, en verkið hefur dregist. Þegar hefur verið hafíst handa við að færa fatahengi og eldhúsað- stöðu starfsmanna upp á aðra hæð, en afgreiðslusvæðið á jarðhæðinni mun stækka sem því nemur. Það stækkar því talsvert, og auðveldar starf afgreiðslumanna mjög, og sparar þeim „nokkur pör af skóm hveijum á ári“, eins og einn þeirra komst að orði — þegar þeir hætta að þurfa að hlaupa fram og til baka í versluninni til að ná í flöskur fyr- ir viðskiptavinina. Morgunblaðið/Rúnar Þór Úr útibúi ÁTVR á Akureyri. Veggurinn þar sem flöskurnar eru til sýnis verður flarlægður þegar sjálfsafgreiðslan verður tekin upp. Aðalsteinn Vestmann sýnir í Útvegsbankanum AÐALSTEINN Vestmann, kenn- ari og myndlistarmaður, hefur opnað sýningu á níu myndum — sex vatnslitamyndum og þremur olíumálverkum — í afgreiðslusal Útvegsbankans á Akureyri. Aðalsteinn hefur lengi starfað sem myndmenntakennari við Bamaskóla Akureyrar. Hann hefur haldið einkasýningar á Akureyri og í Reykjavík, og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga víða um land. Útvegsbankinn hefur staðið fyrir myndlistarsýningum reglulega í nokkur ár og er þetta sú 14. í röð- inni. Sýning Aðalsteins er sölusýn- ing. Aðalsteinn Vestmann Á fyrsta degi Löwenbráu-bruggunar í Sana í gær. Frá vinstri: Baldvin Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Sana, Lothar Sallinger, bruggari frá Vestur- Þýskalandi, og Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas. Tilraunabruggun á Löwenbrau hjá Sana: Of hátt bjórverð ýtir und- ir áframhaldandi smygl - segir Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas TILRAUNABRUGGUN á Löwenbráu bjór hófst í gær í Sana á Akur- eyri. Sérlegur bruggari frá Löwenbráu-verksmiðjunni í MUnchen í Vestur-Þýskalandi, Lothar Sallinger, er staddur á Akureyri til að sjá um bruggunina ásamt Skotanum Robert Thompson, yfirbrugg- ara Sana. Lagt var í 8.000 lítra í gær og í dag verður lagt í aðra 8.000 lítra. „Við gerum tilraun með tvær gerðir Löwenbrau-bjórs, önnur verður líklega 5,2% að styrkleika og hin 5,6%. Eftir 2-3 vikur verður síðan hægt að smakka bjórinn og þá koma menn frá verksmiðjunum í Þýskalandi til að smakka hann mað okkur. Sú gerðin sem mönnum lýst betur á verður svo fyrir val- inu,“ sagði Ragnar Birgisson, for- stjóri Sanitas, í samtaii við Morgun- blaðið á Akureyri í gær. Ragnar sagði forráðamenn San- itas hafa hugsað sér að vera með fjórar tegundir sterks bjórs á mark- aðnum: Sanitas Pilsner sem yrði um 4,5% að styrkleika, -Sanitas Lageröl um 5,5% og Viking-bjórinn sem er um 6,5% og síðan Löwen- bráu-bjórinn sem verður 5,2% til 5,6% eftir því hvor gerðin verður valin. . Engin takmörk um styrkleika skv. reglum alþingis I fyrradag kynntu Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, og Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, hvemig staðið verður að bjór- sölu og kom þá m.a. fram að sterk- asti bjórinn sem seldur verður hjá ÁTVR verður 5,6% að styrkleika. Ragnar Birgisson sagði í gær að Alþingi hefði sett reglur um sölu bjórs á íslandi og það hefði ekki verið gert með neinum takmörkun- um um styrkleika. Því tryði hann því ekki að þessi takmörk yrðu sett í reynd. Ragnar sagðist ennfremur telja verð allt of hátt, skv. þeim hug- myndum sem kynntar voru í fyrra- dag. 33 sentílítra dós af íslenskum Kjötiðnaðarstöð KEA með hakk í dýrasta flokki á markaðnum; lu eig’um vui a uu^i ■ a hráefni í nautahakkið bjór mun kosta 115 krónur en Ragnar sagðist telja eðlilegra að dósin yrði seld á 80 krónur. Svo hátt verð ýtir undir áframhaldandi smygl „Eðlilegt væri að fólk greiddi 80 krónur fyrir innlenda framleiðslu, 100 krónur fyrir erlendan tankabjór sem tappaður er hér á landi og 130 krónur fyrir alerlendan bjór, inn- fluttan. Í dag em alla jafna greidd- ar 145 krónur fyrir dós af smygluð- um bjór, þannig að ef verðið verður svo hátt sem um hefur verið talað mun það ýta undir áframhaldandi smygl. Svo hátt verð er því ekki stuðningur við íslenskan iðnað. Við teljum líka að innlendir aðilar ættu að mega koma með eins margar tegundir á markaðinn og þeir vilja. Við viljum koma fram með fjórar tegundir — öðru vísi er ekki hægt að stunda vöruþróun. Gömlu verk- smiðjurnar erlendis eru búnar að þróa sína vöru í mörg hundruð ár — það viljum við fá að gera nú. Það er mín skoðun að fólk verði að fá að velja og í framhaldi af því munum við svo ákveða nánar hvað við framleiðum," sagði Ragnar. Sköpum atvinnu og gjaldeyri Ragnar sagði það hljóta að vera markmið íslenskra stjómvalda að styðja við íslenskan bjóriðnað, „nú á tímum atvinnuleysisvofunnar. Við sköpum atvinnu og við sköpum líka gjaldeyri," sagði hann. Isfiskur í Hull: \ - segir Leifur Ægisson, verkstjón NAUTAHAKK frá Kjötiðnaðarstöð KEA er í flokki með því dýrasta sem selt er á markaðnum, skv. könnun sem verðlagsstofiiun kynnti í fyrradag. Leifur Ægisson, verkstjóri á Kjötiðnaðarstöðinni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að stöðin treysti sér ekki til að selja ódýrara nautahakk en hún gerði „Við kaupum okkar nautakjöt frá siáturhúsum á verði sem gefið er út af framleiðsluráði landbúnaðar- ins. Við bjóðum upp á tvenns konar nautahakk, annars vegar úr naut- gripakjöti, sem við seljum á 385 krónur kflóið í heildsölu og hins vegar ungnautahakk, úr UN-1- kjöti, í pökkum í loftskiptum um- búðum, á 420 krónur kflóið. Við eigum ekki völ á ódýrara hráefni og treystum okkur þar af leiðandi dag. ekki til að selja hakkið ódýrara en við gerum," sagði Leifur. Hann gagnrýndi að ekki kæmi fram í umræddri könnun úr hvaða verð- flokkum hakkið væri unnið, en á því mætti finna a.m.k. hluta skýr- ingar á því hve misdýrt h^kkið væri. Einungis ungnautakjöt í Hrísalunds-hakkinu í könnuninni kemur fram að Kjörmarkaður KEA í Hrísalundi selur dýrasta nautakjötshakk á landinu, á 630 krónur kflóið. Fitan í hakkinu í Hrísalundi er 12%, sem er með því mesta skv. könnuninni. Leifur sagði að hakkið sem selt er í Kjörmarkaðnum væri hakkað á staðnum, en hann vissi þó að í versl- uninni væri einungis notað ung- nautakjöt — UN 1. Hann sagði ennfremur að 10% fita væri talin heppileg í hakki, en 9-11% fita væri talin í góðu lagi. Leifur sagðist ekki vita úr hveiju þeir framleiddu sitt hakk sem seldu það á miklu lægra verði en Kjötiðn- aðarstöð KEA, „en ég treysti mér ekki til að bjóða hakk, sem selt yrði með söluskatti út úr búð á 420 krónur kflóið, nema nota í það K-3- kjöt, sem er af gömlum kúm,“ sagði hann. Leifur upplýsti að verð á UN-l-kjöti frá sláturhúsum til vinnslustöðva væri 290 kr. kílóið, en kflóið af K-3-kjöti væri hins veg- ar á 178 krónur. Heimaslátrun? Leifur sagðist ennfremur hafa heyrt að mikið væri um heimaslátr- un hér á landi. „Hvert fer allt þetta kjöt?“ spurði hann. „Það er selt eitt- hvert á mun lægra verði en' við hjá Kjötiðnaðarstöð KEA kaupum okk- ar lqöt. Þetta er mál sem verðlags- og heilbrigðisyfirvöld ættu áð sjá sóma sinn í að hafa eftirlit með, og mál sem lögregluyfirvöld ættu að skoða," sagði Leifur Ægisson. Björgvin seldi fyrir 16 millj. Dalvík. TOGARINN Björgvin EA 311 seldi á mánudag um 177 tonn af ísfiski í Hull. Mjög gott verð fékkst fyrir aflann, eða um 16 milljónir króna. Allt að 150 kr. fengust fyrir ýs- una, yfír 110 kr. fyrir stórþorsk og um 80 kr. fyrir grálúðu. Alls var Björgvin með um 130 tonn af þorski, en afgangurinn var ysa, grálúða og koli. Sala þessi kom nokkuð á óvart, því fiskverð hefur verið lágt áerlend- um mörkuðum að undanfömu. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.