Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 56

Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 'A í 3C .! : [ J DaQ UT V M1 ,C IC i V.I3UUSJiOi: Morgunblaöið/Bjami Davíð Scheving Thorsteinsson leitar að besta bjór i heimi. Bjórgerð á íslandi: Er að leita að besta bjór í heimi - segir Davíð Scheving Thorsteins- son. Vífilfell hyggst brugga eigin bjór „ÉG HEF verið að leita að besta bjór í heimi til að flytja inn i tönkum og tappa á héma,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson hjá Sól hf. aðspurður um hvort hann hyggðist láta fyrirtæki sitt bragga bjór eftir uppskrift erlendra framleiðenda. Davíð segir það vera óðs manns æði að fjárfesta í bruggunarverksmiðju á meðan engar upplýsingar liggja fyrir um hver bjórsala getur orðið hér á landi. Vífilfell hf. hyggst sömuleiðis átappa Pripps bjór og e.t.v. brugga eiginn bjór síðar. „Við höfum mjög mikinn hug á þessu, ég hef verið að leita að ' besta bjór í heimi,“ sagði Davíð og bætti við að það gerði hann meðal annars með því að smakka sjálfur á hinum ýmsu tegundum og einnig með því að gefa nokkr- um hópi manna að smakka og kanna viðbrögðin. Þá hefur Davíð verið í sambandi við sérfræðing í bjórmálum og með hans hjálp komist í samband við nokkra framleiðendur sem til greina kem- ur að eiga viðskipti við. Þeir eru allir á meginlandi Evrópu og stað- settir skammt frá viðkomustöðum fslenskra kaupskipa. „Það væri óðs manns æði að byggja bruggverksmiðju á meðan salan er óljós,“ sagði Davíð. Þess vegna segir hann að ætlunin sé að flytja inn bjór f tönkum og tappa á hér undir vörumerki fram- leiðandans. „Það vantar hins vegar ennþá að koma því á hreint hvemig verð- ur farið með átöppunina, sem er jú mesta vinnan við bjórgerðina. Þetta er millibilsástand sem varir í tvö til þijú ár þar til við getum farið að brugga sjálfír, ef salan gefur tilefni til þess.“ Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf braggar nú þegar sterkan bjór undir eigin vörumerki. Jóhannes Tómasson forstjóri Ölgerðarinnar vildi sem minnst um það segja hvort fyrirtækið hyggði á braggun annarra tegunda með leyfí þeirra framleiðenda og undir þeirra vöra- merki. „Það er ýmislegt í bígerð hjá okkur, en ég vil ekkert frekar um það segja," sagði Jóhannes. „Það er vissulega hugsanlegt, en við ætlum samt að bíða með bragghúsið þangað til við sjáum hvemig salan verður," sagði Lýð- ur Friðjónsson hjá Vífílfelli. „Þangað til töppum við á.“ Hann sagði að um yrði að ræða Pripps bjór og ef af braggun verður, væri möguleiki á að tegundum fjölgi. Til greina kemur að Vífíl- fell braggi þá eiginn bjór undir eigin vöramerki. „Þetta á þó allt eftir að skýr- ast. Við viljum ekki Qárfesta fyrst og sjá svo til hvort ijárfestingin ber sig, eins og virðist vera svo vinsælt í dag. Það er líka alveg óvfst enn hverjir fá að selja og bragga bjór, það fer eftir verald- legum og andlegum eiginleikum manna að því er virðist, þannig að allt er þetta með fyrirvara um þessi atriði." Byggung bsf: Verið að reyna að leysa mál- in á jafiiréttisgrundvelli - segir Jón Baldvinsson, fi’amkvæmdastjóri „ÞAÐ ER engin óvild frá stjóm félagsins i garð félagsmanna. Það er bara verið að reyna að leysa málin á jafiiréttisgrundvelli fyrir alla,“ sagði Jón Baldvinsson framkvæmdastjóri Byggung bsf. Hann sagði að rekja mætti málið tvö ár aftur í tímann þegar kaupendur íbúða í fimmta áfanga við Seilugranda og Rekagranda voru ósáttir við uppgjör byggingarkostnaðar og neituðu að greiða reikninga. Bygg- ung hefiir nú stefiit um 30 aðilum af þessum 60 fiölskyldna hópi og fleiri verður stefiit á næstunni. Krafist er greiðslu fyrir byggingar- kostnað, en á sínum tíma var lokið við þessar íbúðir með þvi að taka fé frá öðrum áföngum, sem ekki er leyfilegt, í stað þess að stöðva framkvæmdir við fimmta áfanga, að sögn Jóns. Hann segir að það hafi hækkað byggingarkostnað við aðra áfanga. „Það eru 542 fjölskyldur sem eru hópum sem eru í gangi í dag. Hann að byggja í fimmta, sjötta, sjöunda, níunda, tíunda og ellefta áfanga," segir Jón. „A sínum tíma gerir fram- kvæmdastjóri Byggung bráðabirgð- auppgjör fyrir fimmta hóp sem það fólk var ekki ánægt með. Það taldi sig vera að borga meira en fyrri hópar. Úr því var skipt um endur- skoðendur. Þá var þetta allt rann- sakað og Húsnæðisstofnun kom inn f málið. Síðan varð algjör endur- skipulagning á Byggung í fyrra, rekstrinum, bókhaldinu og allri starfseminni. Þá kemur í ljós að fímmti hópur á að greiða. í byggingarsamvinnufélögum er greitt samkvæmt sannanlegum byggingarkostnaði. Þá er kostnaður- inn þannig að fimmti hópur hefur lægstan byggingarkostnað af þeim getur ekki sagst vera að borga meira en ellefti hópur. Pimmti hópur hefur skuldað síðastliðin tvö ár og auðvitað má ekki flytja fé á milli hópa, eins og var gert hér áður fyrr. Við höfum verið að fá hópana til að greiða skuldir sínar niður og það hefur gengið mjög vel með hópa númer sex, sjö, níu og tíu. 11. hópur hefur alltaf verið í inneign þar til nú að hann er að komast niður á rétt- stöðu. En fimmti hópur neitar að borga. Hann skulda okkur tæpar fímmtíu milljónir. Það er fé sem er auðvitað tekið af hinum.“ Jón sagði að fé frá öðrum bygg- ingaráföngum hefði verið notað til að ljúka fimmta áfanga, f stað þess að stöðva framkvæmdir eftir að kaupendumir neituðu að borga. Það fé þurfi kaupendur fimmta áfanga nú að greiða til baka. „Fimmta hóps maður á að borga fyrir tveggja herbergja íbúð, miðað við síðustu áramót, 2 til 2,2 milljón- ir. Hann er kannski búinn að borga í henni 1.600 þúsund og skuldar 600 þúsund. Tveggja herbergja fbúð á markaði í dag kostar yfir þijár millj- ónir. Tveggja herbergja íbúðimar í 6. og 7. hópi hafa verið á bilinu 2,5 til 3 milljónir. Frá 2,7 og upp úr í 9., 10. og 11. hópi. Ef maður á eft- ir að borga upp í endanlegt kostnað- arverð íbúðarinnar, þá skuldar hann það.“ Jón segir að þessar skuldir 5. hóps hafi hækkað byggingarkostnað hinna hópanna. „Aðför fimmta hóps manna fyrir tveimur árum olli því að féiagið næstum stöðvaðist á síðasta ári.“ Hann segir að þetta hafi lengt byggingartímann og aukið einnig óbeinan kostnað til dæmis vegna þess að fólk þurfti að vera lengur en ella í leiguíbúðum. „Þeir eru að segja að byggingarkostnaður sé ekki réttur. Endurskoðun hf er búin að fara ofan í kjölinn á þessu og hefur gefið skýrslu um málið. Ur þessu fæst ekki skorið nema með dómi. Ef dómur fellur þannig að 5. Tímaritið Impact International: Budweiser er vinsælasta bjórtegund heimsins TALSMENN ATVR segja að tillit verði tekið til þess, hvaða bjórteg- undir ætla má að íslendingar þekki, þegar valdar verða þær tegundir 20 mest seldu bjórtegundir í heiminum árið 1987 (Magn er gefið upp í milljónum hektólítra. 1 hektólítri jafngildir 100 lítrum). Tegund Magn Hlutdeild f heimssölu Budweiser 60,0 6,2% KirinBeer 25,0 2,6% MillerLite 23,0 2,4% Heineken 15,6 1,6% Antarctica 13,0 1,3% Brahma Chopp 12,5 1,3% Miller High Life 11,6 1,2% Polar 10,8 1,1% Coors Light 9,8 1,0% Castle Lager 9,5 1,0% Busch 9,4 1,0% Bud Light 9,4 1,0% Corona 9,4 1,0% Coors 9,3 1,0% Sapporo Draft 9,1 0,9% San Miguel Pale Pilsen 9,0 0,9% Old Milwaukee 8,7 0,9% Carlsberg 8,0 0,8% Aguila 8,0 0,8% Guinness 7,2 0,7% sem seldar verða f áfengisverslun- um hér á landi. Hér á eftir er birt skrá yfír mest seldu tegundimar 1987, samkvæmt upplýsingum tímaritsins Impact Intemational, en það tímarit er sérhæft fyrir bjór- markaðinn. Budweiser, mest selda bjórteg- und í heimi, er bandarískur bjór, Kirin er japanskur, Miller Banda- rískur og Heineken hollenskur. Af öðram tegundum á listanum má nefha að Coors og Old Milwaukee era bandarískar tegundir, einnig Bud Light, Sapporo er japanskur bjór, Carlsberg danskur og Corona mexíkanskur. Söluhæstu ffamleiðendur heims (hver þeirra framleiðir nokkrar teg- undir) era Anheuser-Busch (Bud- weiser, Busch) með 11% heims- markaðarins, Miller Brewing Co. með 5,8%, Heineken með 5,2%, Kirin með 3,7% og Bond Corp’ með 3,6%. Samtals eru þessir fímm framleiðendur með tæp 30% af heimsffamleiðslunni árið 1987. 39. ársþing LH: Þinghald á hverju ári _______Hestar____________ Valdimar Kristinsson Enn einu sinni var tillaga um þinghald annað hvert ár felld á ársþingi Landssambands hesta- mannafélaga. Voru 57 á móti til- lögunni en 12 meðmæltir. Olli þessi niðurstaða vonbrigðum margra því talið var að í þetta skipti ætti hugmyndin um þing annað hvert ár mikinn stuðning. Heldur þótti mönnum sem sóttu 39. ársþing LH samkoman róleg eins og undanfarin ársþing hafa reyndar verið og vora kosningamar meira að segja lausar við alla spennu. Kári Amórsson frá Gusti í Kópa- vogi var kjörinn formaður án mót- framboðs en athygli vakti að sautj- án þingfulltrúar skiluðu auðu svo telja má að ekki hafi ríkt einhugur um Kára þótt ekki kæmi framboð á móti honum. Þrír nýir stjómar- menn vora kosnir í aðalstjómina að þessu sinni, þeir Jón Bergsson, Freyfaxa á Héraði, Sigurður Hall- marsson, Grana á Húsavík, og Guð- mundur Jónsson, Herði í Kjósar- sýslu, en hann hefur setið í vara- stjóm um árabil. Auk J>ess eru í stjóminni þeir Skúli Kristjónsson, Faxa, Gunnar B. Gunnarsson, mmm Fundarmenn á ársþingi Landssambands hestamanna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sleipni Selfossi, og Kristbjörg Ey- vindsdóttir, Fáki Reykjavík. í vara- stjóm vora kjörin Ingimar Ingi- marsson, Léttfeta í Skagfafirði, Sigfús Guðmundsson, Smára í Hreppum, Sigbjöm Bjömsson, Faxa Borgarfirði, Hreinn Árnason, Gusti K'opavogi, og Elísabet Þó- rólfsdóttir, Andvara Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.