Morgunblaðið - 08.12.1988, Side 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988
/fég hef horft <x þer\r\an Spurniuga"
þátt i l^drerx éc, hefaJdreú getcÁ
svcuraá neinni spurningu."
Ekki svona hávaða. Ná-
grannarnir halda að ég sé
fullur...
í»essir hringdu ..
Virðið stöðvunarskyldu við
gangbrautir
Of langt gengfið
Vegfarandi hringdi:
„Fyrir nokkru var um það skrifað
í Velvakanda að réttur gangandi
vegfarenda við gangbrautir væri
slæglega virtur og fór ég í fram-
haldi af því að taka eftir hvemig
þessu er í rauninni varið. Tilfellið
er að flestir ökumenn virða rétt
gangandi fólks og nema staðar. En
ærið oft nema ökumenn ekki staðar
fyrr en þeir eru alveg komnir að
gangbrautinni og með því setja
þeir auðvitað gangandi vegfarendur
í hættu. Hinir eru þó mun verri sem
skeyta ekki um rétt annara og gefa
í þegar þeir sjá gangandi mann við
gangbraut svo að viðkomandi þori
ekki annað en að bíða eftir að frekj-
an fari framhjá. Þó slíkir ökumenn
séu í miklum minnihluta eru þeir
því miður allt of margir. Varðandi
þetta þyrfti að gera átak því það
er því miður oft brotið á gangandi
fólki í umferðinni og það virðist
ekki hafa neina möguleika á að leita
réttar síns.“
Smekkleysa
68G7-6975 hringdi:
„Mér minnst það ósmekklegt í
þættinum Á tali hjá Hemma Gunn
að ónafgreind persóna kemur inn á
sviðið í tíma og ótíma og hrópar
guð, guð. Við eigum ekki að leggja
guðs nafn við hégóma og þetta hlýt-
ur að særa tilfinningar trúaðs
fólks."
2085-8087 hringdi:
„Fólk er almennt orðið hneykslað
á framkomu forseta Alþingis og
fjármálaráðherra gagnvart
Magnúsi Thoroddsen. Mál hans
hefur verið blásið upp í fjölmiðlum
og miklu meira gert úr en efni
standa til. Eins eru margir hneyksl-
aðir á misheppnuðu skemmtiatriði
í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn
þar sem þetta mál var tekið fyrir
á ósmekklegan hátt.“
Óviðeigandi ummæli
Elín Friðríksdóttri hringdi:
„í umræðuþætti sem Magdalena
Schram var með fyrir nokkru var
rætt um hundahald í Reykjavík. Þar
hélt einhver karl þvi fram að ekki
væri ólíku saman að jafna, að láta
bömin á bamaheimili og hafa hund-
ana eina heima. Mér finnst þetta
hreinasta móðgun við bömin,
uppalendur og alla sem hlut eiga
að máli. Á bamaheimilum fá börnin
kennslu, mat, umönnun og félags-
og uppeldislega meðferð. Stundum
ef til vill betri en hægt er að veita
heima, þó að ekki sé átt við að for-
eldrar megi sleppa sínum þætti í
uppeldinu og fæstir foreldrar hafa
böm sín lengri tíma í þessum skól-
um en nauðsynlegt er. Hugsum
okkur móðir sem lfður illa að vera
ein heima alla daga með eitt bam.
Getur það bam verið betur sett en
bam sem er stund úr degi á bama-
heimili? Enginn er að tala um
hvítvoðunga eða nýfædd böm í
þessu sambandi."
Seðlaveski
Seðlaveski tapaðist á leiðinni frá
Snorrabraut niður í Tryggvagötu
hinn 30 nóvember. Finnandi er vin-
samlegast beðinn að hringja í síma
36689 eftir kl. 19.
Filmur
Nokkrar áteknar filmur töpuðust
í grennd við Sparisjóð Reykjavíkur
við Skólavörðustíg fyrir skömmu.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 34553.
Alvarlegt að breyta ímynd Krists
Til Velvakanda.
Ég get varla orða bundist lengur
yfir hve lítið tillit er tekið til krist-
inna manna. Fyrst þurfum við að
þola gerð myndarinnar „Síðasta
freisting Krists", síðan sýningu
hennar hér á íslandi og þar á eftir
hrifningu manna á myndinni, hve
vel hún hafí tekist sálfræðilega, svo
og að Kristur hljóti að hafa orðið
fyrir mannlegum freistingum
o.s.frv.
Fólk verður að kynna sér biblíuna
áður en það fer að staðhæfa hluti
sem þessa. Biblían kennir okkur að
Jesús hafi bæði verið Guð og mað-
ur. Það að Jesús var Guð sannar
að hann var fullkominn og stóðst
allar þær freistingar sem reynast
okkur mönnunum erfiðar. Það að
Jesús kom sem maður til jarðarinn-
ar var einfaldlega gert til þess að
mennimir gætu kynnst kærleika
og vilja Guðs áþreifanlega.
Það er orðið alvarlegt þegar hlut-
um sem þessum er haldið á lofti
og reynt er að breyta ímynd Krists
í kvikmynd. Fullkomnun og kær-
leikur Krists eru látin víkja fyrir
veikgeðja kvikmyndahetju.
S.B.
HÖGNI HREKKVÍSI
1 „ pAÐ EfZ E/NS GOTT FYWR ÞlG AP SKILA PeSSO!
Yíkverji skrifar
Ný útvarpsstöð tók til starfa á
höfuðborgarsvæðinu í síðustu
viku. Er það Hljóðbylgjan, sem til
þessa hefur eingöngu starfað á
Akureyri. Víkveiji kunni vel að
meta stöðina þegar hann eyddi
sumarfríi sínu á Akureyri í fyrra.
Því lagði hann við hlustir nú um
helgina. Er skemmst frá því að
segja að Hljóðbylgjan sannaði einn-
ig ágæti sitt syðra. Lögin féllu að
smekk Víkverja og þulimir voru
þægilegir áheyrnar. Ef stöðin held-
ur sínu striki mun hún vafalaust
einnig festa rætur sunnanlands sem
norðan.
XXX
Menn eru stöðugt að búa til ný
orð. Sum festast í málinu, en
önnur eiga ekki annað líf en það
augnablik, sem tók að tala þau.
Sum orð verða til, þegar menn
ræða í hugsunarleysi um eitthvert
mál og aðrir taka við í hugsunar-
leysi. Oft er þá um að ræða eitt-
hvert sérsvið, þar sem menn notast
við slæm orð eða slettur í samtölum
sín í milli. Þessi orð koma svo eins
og skrattinn úr sauðarleggnum yfir
aðra. Víkveija brá til dæmis, þegar
hann las í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins orðið „mínútulegur".
Orðið kom fyrir, þar sem fjallað
var um þáttagerð á Stöð 2 og þá
aðila, sem styrkja hana jneð fjár-
framlögum í auglýsingaskyni fyrir
sig og sitt fyrirtæki. Markaðsstjóri
Stöðvar 2 vildi ekki segja hvað það
kostar að vera styrktaraðili. En
síðan stendur í Morgunblaðinu, að
markaðsstjórinn hafi sagt, að
„mínútulega séð“ væri það ódýrara
og kynningin í mörgum tilfellum
betri en nokkur auglýsing.
Það tók Víkveija innan við
mínútu að dæma orð þetta til dauða.
XXX
Svo bregðast krosstré sem önnur
tré. Um hendur Víkveija fór
fyrir skömmu fréttatilkynning frá
móðurmálskennurum. Þar var með-
al annars íjallað um námsefni fyrir
1
íslenzkukennslu i öðrum löndum.
Og þá var skrifað um fólk, sem
hefði áhuga á að „flytjast erlendis".
Víkveiji man enn góða grein í
Morgunblaðinu fyrir nokkru, þar
sem rætt var um muninn á að fyra
til útlanda og vera erlendis. Sá, sem
hana skrifaði, er móðurmálskennari
að atvinnu og hefði betur fengið
að líta yfír fréttatilkynninguna, sem
starfsbræður hans létu frá sér fara.
XXX
Og nú er bókaútgáfan í algleym-
ingi. Víkveiji dagsins sér tals-
vert af þeim tilkynningum, sem
útgefendur láta fylgja bókunum.
Ekki er nú verið að spara lýsingar-
orðin í þeim ritsmíðum. Víkveija
minnir, að hann hafi um svipað leyti
á síðasta ári gert þessa texta að
umtalsefni. í fljótu bragði er alveg
sömu sögu að segja nú, hvað varð-
ar notkun lýsingarorða í hástigi.
Hér á við það sem einhver sagði
einhvers staðar einu sinni um annan
mann. „Hann var heimsfrægur um
hálfan bæinn heima."