Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 74
74
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR.8. DESEMBER 1988
ítRÍfniR
FOLK
■ MATTHIAS Rul&nder, sem
Dortmund keypti frá Werder
Bremen, mun að öllum líkindum
þurfa að leggja knattspyrnuskóna
á hilluna. Hann fór undir hnífinn í
gær - var skorinn upp. Liðbönd og
krossbönd í fæti voru rifin.
■ KLAUS Táuber, miðhetji
Bayer Leverkusen, var einnig á
skurðarborðinu í gær og verður
' hann ffá keppni í fjórar vikur.
'*‘W IVANESCU, landsliðsþjálfari
V-Þýskalands í handknattleik, var
ekki yfir sig hrifinn af keppnisferð
v-þýska liðsins til Sovétríkjanna.
Aðbúnaður í Tbilisi var hörmulegur
að hans sögn — hótel lélegt og
matur varla borðandi. Þá var hann
ekki ánægður með dómara þá sem
dæmdu úrslitaleik Sovétríkjanna
og V-Þýskalands - 22:21. V-
þýska liðið fékk eitt vítakast í leikn-
um, en það sovéska fékk ellefu
vítaköst.
■ KR-ingar fara ekki í keppnis-
ferð til V-Þýskalands um jólin, eins
og fyrirhugað var. Þeir hættu við
keppnisferðina eftir að breytingar
voru gerðar á 1. deildarkeppninni.
M JAN Mölby verður í leik-
mannahópi Liverpool, sem mætir
Everton á Anfield Road á laugar-
daginn. Eins og menn muna þá var
Mölby í fangelsi.
■ KEVIN Keegan, fyrrum
landsliðsfyrirliði Englands, sagði í
viðtali við blað í Englandi, að hann
væri tilbúinn að taka við stjóm
enska landsliðsins. Keegan sagði
að árangur landsliðsins undir stjóm
Bobby Robson væri afspymu slak-
ur. Keegan, sem er 37 ára og bú-
"^ettur á Marbella á Spáni, segist
hafa yfir sömu reynslu að ráða og
Franz Beckenbauer og Michel
Platini, sem þjálfa landslið V-
Þýskalands og Frakklands.
■ GARYShaw, fyrrum leikmað-
ur Aston Villa, hefur gengið til liðs
við austurríska liðið Klagenfurt.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Jón Grétar við hlið
Antony Karls hjá KA?
ÞAÐ getur farið svo að Jón
Grétar Jónsson, landsliðsmið-
herji úr Val, gangi til tiðs við
KA og leiki við hliðina á sínum
gamla félaga úr Val, Antony
Karl Gregory. „Það yrði óneit-
anlega skemmtilegt að leika
aftur við hliðina á Antony Karl,
sagði Jón Grétar í viðtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
Jón Grétar sagði að hann hafi
enn ekki ákveðið félagaskipti úr
Val yfír í KA. „Ég er að velta þessu
fyrir mér og tek ákvörðun fljót-
lega.“
„Ég hef ekki verið sáttur við leik
minn með Valsliðinu - hef ekki náð
mér á skrik. Það gæti því verið
gott að breyta til og skipta um
umhverfi eins og Antony Karl gerði
- hann lék mjög vel með KA-liðinu
sl. keppnistímabil,“ sagði Jón Grét-
ar.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um það að það væri góður
liðsstyrkur fyrir KA að fá Jón Grét-
ar. Hann tæki stöðu Valgeirs
Barðasonar, sem hefur haldið á ný
á Akranes. Þess má geta að KA
hefur áður fengið góðan liðsstyrk.
Ormarr Örlygsson, hinn sókndjarfí
leikmaður úr Fram, hefur gengið
til liðs við sitt gamla félag.
J6n Grétar Jónsson
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Auðveh hjá KR-ingum
MorgunblaðiÖ/Bjarni
Leifur DagfInnsson varði mjög vel
í marki KR.
KR—INGAR þurftu ekki að hafa
mikið fyrir sigri sínum á bar-
áttulausu liði Breiðabliks í
Digranesinu ígær. KR-ingar
gerðu snemma út um leikinn
og þrátt fyrir að aðeins þrjú
mörk hafi skilið liðin að í lokin
var sigur KR-inga öruggur.
Breiðablik byjjaði strax á því
að taka Pál Ólafsson og Alfreð
Gíslason úr umferð. Þegar fimm
mínútur voru til leiksloka bættu
gmH þeir Stefáni Kristj-
SkúliU. ánssyni í hópinn,
Sveinsson tóku þá þijá KR-
skrí,ar inga úr umferð. Það
hafði ekki mikið að
segja þvi þá losnaði um aðra leik-
menn liðsins.
Leikurinn var annars slakur og
bæði lið virtust frekar áhugalaus.
Sóknarleikur Breiðbliks var hug-
myndasnauður og sóknir þeirra
stóðu í 3-4 mínútur en sóknir KR-
inga í 20-30 sekúndur.
Leifur Dagfinnsson, markvörður
KR, varði Qórum sinnum úr dauða-
færi á fyrstu mínútunum og mjög
vel það sem eftir var leiksins. Guð-
mundur Albertsson stóð sig vel í
hominu og Konráð Olavsson gerði
falleg mörk. Hans Guðmundsson
var besti maður Breiðabliks og gerði
10 mörk uppá sitt einsdæmi.
UBK-KR 23 : 26
íþróttahúsið í Digranesi, íslandsmótið í handknattleik, miðvikudaginn 7. desember 1988.
Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 3:9, 5:11, 8:13, 10:14, 12:17, 15:19, 17:21, 22:24, 23:26.
UBK: Hans Guðmundsson 10, Andrés Magnússon 4, Jón Þórir Jónsson 4/4, Kristján
Halldórsson 3, Sveinn Bragason 3. Pétur Amarson, Magnús Magnússon, ólafur Bjöms-
son, Haukur Magnússon, Þórður Davíðsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5. Þórir Sigurgeirsson 4.
Utan vallar: 8 minútur.
KR: Stefán Kristjánsson 8/1, Guðmundur Albertsson 6, Konráð Olavsson 4, Alfreð Gísla-
son 3, Páll Ólafsson (eldri) 2, Páll Ólafsson (yngri) 2, Sigurður Sveinsson 1. FYiðrik
Þorbjömsson, Jóhannes Stefánsson, Einvarður Jóhannsson.
Varin skot: Leifur Dagfinnsson 17/1. Ámi Harðarson.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson. Hafa oft dæmt betur á löngum ferli.
Áhorfendur: 230.
.ekkl (iepPnl G=
Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum
49. LEIKVIKA- 10. DES. 1988 1 X 2
leikur 1. Charlton - Q.P.R.
leikur 2. Coventry - Manch.Utd.
leikur 3. Derby - Luton
leikur 4. Middlesbro - AstonVilla
leikur 5. Newcastle - Wimbledon
leikur 6. Norwich - Arsenal
leikur 7. South.ton - Notth.For.
leikur 8. Tottenham - Millwall
leikur 9. West Ham - Sheff.Wed.
leikur 10. Blackburn - Ipswich
leikur 11. Chelsea - Portsmouth
leikur 12. Leicester - Sunderland
Símsvari hjá getraunum eftir kl á laugardögum er 91-84590 og . 17:15 -84464.
NÚ ER POTTURINN
ÞREFALDUR HJÁ
GETRAUNUM
Einn leikur í
Eyrasundskeppninni
íReykjavík?
Það getur farið svo að
íslenska landsliðið leiki einn
leik ( Eyrasundskeppninni, sem
fer fram í Danmörku og Svíþóð
í janúar, ( Reykjavík. Hand-
knattleikssamband fslands hafa
óskað eftir því við Dani, að leik-
ur íslands og A-Þýskalands,
sem tekur einnig þátt í keppn-
inni ásamt Danmörku og
Svíþjóð, fari fram í Reykjavík.
A-Þjóðveijar koma til Islands
eftir keppnina og leika hér tvo
leiki. HSI hefur farið fram á að
þjóðimar leika ekki í Danmörku
í Eyrasundskeppninni, heldur
verði fyrri leikurinn í Reykjavík
- leikur þjóðanna í mótinu.
Þetta er snjöll hugmynd og er
nær öruggt að Danir og Svíar
samþykki ósk HSÍ.
Forráðamenn Danska hand-
knattleikssambandsins eru mjög
ánægðir með að íslendingar
hafi ákveðið að keppa í Eyra-
sundskeppninni og segja dönsk
blöð frá því að íslendingar hafi
bjargað mótinu á elleftu stundu.
HANDKNATTLEIKUR
Erik Veje bjargaði
Dönum í Sviss
ERIK Veje Rasmussen tryggði
Dönum sigur é alþjóðlegu
handknattleiksmóti sem fór
fram í Sviss um sl. helgi. Hann
skoraði sigurmark Dana, 22:21,
gegn Sviss - þegar aðeins fjór-
ar sek. voru til leiksloka. Danir
og Frakkar urðu jafnir að stig-
um, með fjögur stig, en Danir
voru með betri markatölu.
Danir byijuðu mótið á því að
tapa fyrir Norðmönnum,
20:22, en síðan unnu þeir stórsig-
ur, 22:13, yfir Frökkum. John Ivers-
en, markvörður Dana, sýndi stórleik
gegn Frökkum.
Danir, sem unnu v-þýska liðið
Handewitt, 26:25, í æfingaleik fyrir
mótið, eru bjartsýnir á að þeir end-
urheimti sæti sitt í A-keppninni í
Frakklandi í febrúar, þegar B-
keppnin fer fram. Dönsk blöð segja
að það hafí verið íslendingar sem
skutu Dani út úr A-keppninni í HM
í Sviss 1986.
Frakkar unnu Svisslendinga
14:12 og Norðmenn 21:20. Sviss-
lendingar unnu Norðmenn, 24:20.
ÍÞRÓmR
FOLK
■ ÓLAFUR Ólafsson, sem lék
með Víkingi í 1. deildinni í knatt-
spymu í sumar, hefur ákveðið að
ganga til liðs við 2. deildarlið Sel-
fyssinga. Ólafur hefur reyndar
lítið leikið undanfarin ár vegna
langvarandi meiðsla í hnjám.
B MARK Dennis var rekinn út-
af, er varalið QPR mætti Fulham,
fyrir að hrækja á andstæðing. Þetta
var 13. brottrekstur Dennis á ferl-
inum og eins og allir vita er 13
óhappatala. Þessi brottrekstur mun
heldur ekki færa Dennis mikla
gæfu því hann var á skilorði hjá
aganefnd enska knattspyrnusam-
bandsins.
■ BRIAN McClair hefur skrifað
undir fímm ára samning við Man-
chester United. McClair kom frá
Celtic í fyrra.
H JIM Smith, hinn nýi fram-
kvæmdastjóri Neweastle, hefur
keypt Kevin Brock frá QPR fyrir
100.000 pund. Smith var einmitt
framkvæmdastjóri hjá QPR áður
en hann settist í framkvæmda-
stjórastólinn hjá Newcastle.
■ FRAMARAR hafa ákveðið að
vera með sérstaka Skipa-get-
raunaþjónustu fyrir sjómenn á
hafi úti. Sjómennimir geta haft
samband við Framara, síma 91-
680343, á milli kl. 13-14 alla virka
daga, til að fá upplýsingar um
hvaða leikir em á getraunaseðlin-
um. Á laugardögum taka Framar-
ar svo við spá sjómannanna og
koma þeim inn í kerfi Getrauna.