Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR.8. DESEMBER 1988 ítRÍfniR FOLK ■ MATTHIAS Rul&nder, sem Dortmund keypti frá Werder Bremen, mun að öllum líkindum þurfa að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann fór undir hnífinn í gær - var skorinn upp. Liðbönd og krossbönd í fæti voru rifin. ■ KLAUS Táuber, miðhetji Bayer Leverkusen, var einnig á skurðarborðinu í gær og verður ' hann ffá keppni í fjórar vikur. '*‘W IVANESCU, landsliðsþjálfari V-Þýskalands í handknattleik, var ekki yfir sig hrifinn af keppnisferð v-þýska liðsins til Sovétríkjanna. Aðbúnaður í Tbilisi var hörmulegur að hans sögn — hótel lélegt og matur varla borðandi. Þá var hann ekki ánægður með dómara þá sem dæmdu úrslitaleik Sovétríkjanna og V-Þýskalands - 22:21. V- þýska liðið fékk eitt vítakast í leikn- um, en það sovéska fékk ellefu vítaköst. ■ KR-ingar fara ekki í keppnis- ferð til V-Þýskalands um jólin, eins og fyrirhugað var. Þeir hættu við keppnisferðina eftir að breytingar voru gerðar á 1. deildarkeppninni. M JAN Mölby verður í leik- mannahópi Liverpool, sem mætir Everton á Anfield Road á laugar- daginn. Eins og menn muna þá var Mölby í fangelsi. ■ KEVIN Keegan, fyrrum landsliðsfyrirliði Englands, sagði í viðtali við blað í Englandi, að hann væri tilbúinn að taka við stjóm enska landsliðsins. Keegan sagði að árangur landsliðsins undir stjóm Bobby Robson væri afspymu slak- ur. Keegan, sem er 37 ára og bú- "^ettur á Marbella á Spáni, segist hafa yfir sömu reynslu að ráða og Franz Beckenbauer og Michel Platini, sem þjálfa landslið V- Þýskalands og Frakklands. ■ GARYShaw, fyrrum leikmað- ur Aston Villa, hefur gengið til liðs við austurríska liðið Klagenfurt. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Jón Grétar við hlið Antony Karls hjá KA? ÞAÐ getur farið svo að Jón Grétar Jónsson, landsliðsmið- herji úr Val, gangi til tiðs við KA og leiki við hliðina á sínum gamla félaga úr Val, Antony Karl Gregory. „Það yrði óneit- anlega skemmtilegt að leika aftur við hliðina á Antony Karl, sagði Jón Grétar í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Jón Grétar sagði að hann hafi enn ekki ákveðið félagaskipti úr Val yfír í KA. „Ég er að velta þessu fyrir mér og tek ákvörðun fljót- lega.“ „Ég hef ekki verið sáttur við leik minn með Valsliðinu - hef ekki náð mér á skrik. Það gæti því verið gott að breyta til og skipta um umhverfi eins og Antony Karl gerði - hann lék mjög vel með KA-liðinu sl. keppnistímabil,“ sagði Jón Grét- ar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að það væri góður liðsstyrkur fyrir KA að fá Jón Grét- ar. Hann tæki stöðu Valgeirs Barðasonar, sem hefur haldið á ný á Akranes. Þess má geta að KA hefur áður fengið góðan liðsstyrk. Ormarr Örlygsson, hinn sókndjarfí leikmaður úr Fram, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag. J6n Grétar Jónsson HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Auðveh hjá KR-ingum MorgunblaðiÖ/Bjarni Leifur DagfInnsson varði mjög vel í marki KR. KR—INGAR þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri sínum á bar- áttulausu liði Breiðabliks í Digranesinu ígær. KR-ingar gerðu snemma út um leikinn og þrátt fyrir að aðeins þrjú mörk hafi skilið liðin að í lokin var sigur KR-inga öruggur. Breiðablik byjjaði strax á því að taka Pál Ólafsson og Alfreð Gíslason úr umferð. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu gmH þeir Stefáni Kristj- SkúliU. ánssyni í hópinn, Sveinsson tóku þá þijá KR- skrí,ar inga úr umferð. Það hafði ekki mikið að segja þvi þá losnaði um aðra leik- menn liðsins. Leikurinn var annars slakur og bæði lið virtust frekar áhugalaus. Sóknarleikur Breiðbliks var hug- myndasnauður og sóknir þeirra stóðu í 3-4 mínútur en sóknir KR- inga í 20-30 sekúndur. Leifur Dagfinnsson, markvörður KR, varði Qórum sinnum úr dauða- færi á fyrstu mínútunum og mjög vel það sem eftir var leiksins. Guð- mundur Albertsson stóð sig vel í hominu og Konráð Olavsson gerði falleg mörk. Hans Guðmundsson var besti maður Breiðabliks og gerði 10 mörk uppá sitt einsdæmi. UBK-KR 23 : 26 íþróttahúsið í Digranesi, íslandsmótið í handknattleik, miðvikudaginn 7. desember 1988. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 3:9, 5:11, 8:13, 10:14, 12:17, 15:19, 17:21, 22:24, 23:26. UBK: Hans Guðmundsson 10, Andrés Magnússon 4, Jón Þórir Jónsson 4/4, Kristján Halldórsson 3, Sveinn Bragason 3. Pétur Amarson, Magnús Magnússon, ólafur Bjöms- son, Haukur Magnússon, Þórður Davíðsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5. Þórir Sigurgeirsson 4. Utan vallar: 8 minútur. KR: Stefán Kristjánsson 8/1, Guðmundur Albertsson 6, Konráð Olavsson 4, Alfreð Gísla- son 3, Páll Ólafsson (eldri) 2, Páll Ólafsson (yngri) 2, Sigurður Sveinsson 1. FYiðrik Þorbjömsson, Jóhannes Stefánsson, Einvarður Jóhannsson. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 17/1. Ámi Harðarson. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson. Hafa oft dæmt betur á löngum ferli. Áhorfendur: 230. .ekkl (iepPnl G= Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 49. LEIKVIKA- 10. DES. 1988 1 X 2 leikur 1. Charlton - Q.P.R. leikur 2. Coventry - Manch.Utd. leikur 3. Derby - Luton leikur 4. Middlesbro - AstonVilla leikur 5. Newcastle - Wimbledon leikur 6. Norwich - Arsenal leikur 7. South.ton - Notth.For. leikur 8. Tottenham - Millwall leikur 9. West Ham - Sheff.Wed. leikur 10. Blackburn - Ipswich leikur 11. Chelsea - Portsmouth leikur 12. Leicester - Sunderland Símsvari hjá getraunum eftir kl á laugardögum er 91-84590 og . 17:15 -84464. NÚ ER POTTURINN ÞREFALDUR HJÁ GETRAUNUM Einn leikur í Eyrasundskeppninni íReykjavík? Það getur farið svo að íslenska landsliðið leiki einn leik ( Eyrasundskeppninni, sem fer fram í Danmörku og Svíþóð í janúar, ( Reykjavík. Hand- knattleikssamband fslands hafa óskað eftir því við Dani, að leik- ur íslands og A-Þýskalands, sem tekur einnig þátt í keppn- inni ásamt Danmörku og Svíþjóð, fari fram í Reykjavík. A-Þjóðveijar koma til Islands eftir keppnina og leika hér tvo leiki. HSI hefur farið fram á að þjóðimar leika ekki í Danmörku í Eyrasundskeppninni, heldur verði fyrri leikurinn í Reykjavík - leikur þjóðanna í mótinu. Þetta er snjöll hugmynd og er nær öruggt að Danir og Svíar samþykki ósk HSÍ. Forráðamenn Danska hand- knattleikssambandsins eru mjög ánægðir með að íslendingar hafi ákveðið að keppa í Eyra- sundskeppninni og segja dönsk blöð frá því að íslendingar hafi bjargað mótinu á elleftu stundu. HANDKNATTLEIKUR Erik Veje bjargaði Dönum í Sviss ERIK Veje Rasmussen tryggði Dönum sigur é alþjóðlegu handknattleiksmóti sem fór fram í Sviss um sl. helgi. Hann skoraði sigurmark Dana, 22:21, gegn Sviss - þegar aðeins fjór- ar sek. voru til leiksloka. Danir og Frakkar urðu jafnir að stig- um, með fjögur stig, en Danir voru með betri markatölu. Danir byijuðu mótið á því að tapa fyrir Norðmönnum, 20:22, en síðan unnu þeir stórsig- ur, 22:13, yfir Frökkum. John Ivers- en, markvörður Dana, sýndi stórleik gegn Frökkum. Danir, sem unnu v-þýska liðið Handewitt, 26:25, í æfingaleik fyrir mótið, eru bjartsýnir á að þeir end- urheimti sæti sitt í A-keppninni í Frakklandi í febrúar, þegar B- keppnin fer fram. Dönsk blöð segja að það hafí verið íslendingar sem skutu Dani út úr A-keppninni í HM í Sviss 1986. Frakkar unnu Svisslendinga 14:12 og Norðmenn 21:20. Sviss- lendingar unnu Norðmenn, 24:20. ÍÞRÓmR FOLK ■ ÓLAFUR Ólafsson, sem lék með Víkingi í 1. deildinni í knatt- spymu í sumar, hefur ákveðið að ganga til liðs við 2. deildarlið Sel- fyssinga. Ólafur hefur reyndar lítið leikið undanfarin ár vegna langvarandi meiðsla í hnjám. B MARK Dennis var rekinn út- af, er varalið QPR mætti Fulham, fyrir að hrækja á andstæðing. Þetta var 13. brottrekstur Dennis á ferl- inum og eins og allir vita er 13 óhappatala. Þessi brottrekstur mun heldur ekki færa Dennis mikla gæfu því hann var á skilorði hjá aganefnd enska knattspyrnusam- bandsins. ■ BRIAN McClair hefur skrifað undir fímm ára samning við Man- chester United. McClair kom frá Celtic í fyrra. H JIM Smith, hinn nýi fram- kvæmdastjóri Neweastle, hefur keypt Kevin Brock frá QPR fyrir 100.000 pund. Smith var einmitt framkvæmdastjóri hjá QPR áður en hann settist í framkvæmda- stjórastólinn hjá Newcastle. ■ FRAMARAR hafa ákveðið að vera með sérstaka Skipa-get- raunaþjónustu fyrir sjómenn á hafi úti. Sjómennimir geta haft samband við Framara, síma 91- 680343, á milli kl. 13-14 alla virka daga, til að fá upplýsingar um hvaða leikir em á getraunaseðlin- um. Á laugardögum taka Framar- ar svo við spá sjómannanna og koma þeim inn í kerfi Getrauna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.