Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 08.12.1988, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 75 KNATTSPYRNA / ENGLAND Guðni Bergsson skrifar undir hjá Töttenham Terry Venables vill að hann leiki með aðalliðinu á laugardag en Guðni erekki tilbúinrT"' „MÉR líst ágætlega á tilboð Tottenham og geri ráð fyrir að samningar verði undirritaðir á morgun eða föstudag," sagði Guðni Bergsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Guðni, sem hefur æft og leikið með varaliði Tottenham í rúm- ar tvær vikur, vildi ekki tjá sig um peningamálin, en sagðist vera ánægður með það sem boðið væri. Tottenham bauð Guðna samning til fjögurra og hálfs árs, en Guðna fínnst það frekar langur tími og vill frekar semja um styttra tíma- bil. „Kaup og kjör eru einkamál hvers og eins og auk þess hefur ekki enn verið samið,“ sagði hann. „En tilboðið er gott og samningam- ir eru í burðarliðunum. Við sofum á þessu i nótt, en á þessari stundu er 90% öruggt að samningar takast." Með aðalllðinu á laugardag? Terry Venables, stjóri Totten- ham, og aðstoðarþjálfarar hans eru mjög ánægður með Guðna og í gær sagðist Venables vilja sjá Guðna með aðaiiiðinu á laugardag gegn Millwall. „Ég fékk atvinnuleyfí í fjórar vikur og Venables vill að ég spili sem mest á þessum tíma. Það hefur gengið æ betur með varalið- inu og ég hef styrkst með hvetjum deginum; en engu að síður er ég ekki tilbúinn í leikinn á laugardag," sagði Guðni. „Ég hef einfaldlega ekki nægjanlegt úthald til þess,“ bætti hann við. Náist samningar verður næsta skrefíð að fá atvinnuleyfí og sagði Guðni að það gæti hugsanlega sett strik í reikninginn, en Venables teldi það ósennilegt. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Unnin staða Víkinga lór fyrir lítið VÍKINGUR sýndu vítavert kæruleysi á lokasprettinum gegn Fram f gærkvöldi, glo- pruöu niður gjörunnum leik og máttu síðan þakka fyrir að hirða annað stigið í leik hína mörgu marka og enn fleiri mis- taka. Reyndar var þetta spenn- andi á lokamínútunum, þannig fengu Víkingart.d. óverðskul- dað víti á síðustu sekúndunum, en Karl Þráinsson steig á línuna og gerði það ógiltl Loka- tölurnar 29-29. Fyrri hálfleikurinn var afar laus í reipunum, mikið skorað og fátt um vamir , lengst af var um að ræða mark á mínútu, eins og í svo mörgum leikjum Guðmundur Víkings í vetur. Guöjónsson Fyrstu mínútur skrífar síðari hálfleiks voru hálf undariegar. Það var engu líkara en að Framarar hefðu ekki skilið að leikurinn væri hafinn á ný og staðan breyttist úr 14-16 fyrir Víking í 15-22 á undur- skömmum tíma. En þá gerðist hitt og þetta í senn. Víkingar gerðust kærulausir, en þær breytingar voru gerðar á liði Fram um leið, að Eg- ill fór að spila sókn en ekki bara vöm, og Jens Einarsson fór í mark- ið og varði eins og berserkur, m.a. vítakast á mikilsverðu augnabliki. Framarar áttu stigið skilið fyrir það eitt að gefast ekki upp þótt staðan virtist vonlaus, samspil bar- áttu þeirra og kæruleysis mótheij- anna gaf ríkari uppskem en horfur voru á. Birgir Sigurðsson var yfír- burðamaður í liðinu og með ólíkind- um hve dijúgur hann er að veiða boltann í darraðardansi á línunni. „Gamla kempan" Jens Einarsson kom í Fram-markið um síðir og sýndi að hann er enn snjall mark- vörður. Hjá Víkingi var Sigurður Jensson snjall í markinu og Guð- mundurGuðmundsson átti ljómandi spretti. Aðrir gerðu laglega hluti annað slagið en settu ótrúleg mis- tök á vogaskálina á móti. undir samnmg „Ismaðurinn til Spurs" Tvö ensk blöð, Today og The Post greindu frá samningaviðræðum Tottenham og Guðna Bergssonar í gær. Blöðin sögðu að Guðni hefði hrifíð þjálfara Spurs og'Terry Venables hefði loks fundið miðvörð. The Post sagði að „ísmaðurinn kæmi inn úr kuldanum tii Spurs" og Today sagði að þar sem miðvörður íslenska landsliðsins kæmi frá áhugamannaliði þá kost- aði hann ekki neitt. Guðnl Bergsson skrifar sennilega Tottenham í dag eða á morgun. Fram-Vikingur 29 HANDKNATTLEIKUR Markvarsla Axels stóð upp úr — KA vann fremur átakalítinn sigur á ÍBV í í. deildinni á Akureyri í gærkvöldi, 24:19 og var það á.fyrstu 20 mínútum seinni hálfleiks sem liðið stakk-IBV af, en fram að því hafði KA rejmdar leitt, en ekki með mörgum mörkum. Magnús Getumunur var töluverður á liðunum Márskrífar og hæst bar því einstök frammistaða fráAkureyrí leikmanna eins og Axels Stefánsson- ar markvarðar KA sem átti enn einn stórleikinn og lokaði markinu á köflum. KA-menn sáu til þess að Sigurður Gunnarsson gat vart um fíjálst höfuð strokið, en hann reif sig samt upp nokkrum sinnum og skoraði glæsileg mörk. í seinni hálfleik tóku heimamenn sig saman i andlitun- um og léku snjallan vamarleik með góðri mar- kvörslu i 23 mínútur. Skoruðu Eyjapeyjar þá aðeins flögur mörk, en KA seig fram úr. Kæruleysi á loka- sprettinum hjá KA varð til þess að munurinn minnk- aði á ný, en sigurinn var aldrei í hættu. KA—ÍBV ^ 24 : 19 Akureyri, 7. desember 1988. íslands- mótið í handknattleik, 1. deild: Gangnr leiksins: 1:0, 4:4, 8:6, 10:8,12:10, 15:10, 18:13, 22:14, 23:16, 24:19. KA: Erlingur Kristjánsson 7/4, Guð- mundur Guðmundsson 5, Friðjón Jóns- son 4, Jakob Jónsson 3, ólafur Hilm- arsson 2, Pétur Bjarnason 1, Haraldur Haraldsson 1, Sigurpáll Arni Aðal- steinsson 1, Svanur Valgeirsson og Þorleifur Ananíasson. Varin skot: Axel Stefánsson 21/3, Sigfús Karlsson 2. ÍBV: Sigurður Gunnarsson 6, Sigurður FYiðriksson 6/3, Óskar Brynjarsson 3, Jóhann Pálsson 3, Tómas Tómasson 1, Sigbjöm Óskarsson, Guðfinnur Kristmannsson , Sigurður FYiðriksson, Elliði Hafsteinsson og Sigurður ólafs- son. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 13 skot, Ingólfur Amarsson Utan vallar: KA í 2 mínútur. Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Steinþór Baldursson og stóðu þeir sig þokkalega. Áhorfendur: 600. Siguröur Ragnarsson, leikmaðurinn sést hér skora gegn Fram. Morgunblaðiö/Bjarni efnilegi hjá Víkingi, Laugardalshöllin, 7. desembcr, 1988. tslandsmótíð í handknattleik 1. deild: Gangur leiksins: 2:2, 7:7, 12:10, 12:12, 14:14, 14:16, 15-22, 19:24, 20:26, 24:29, 29:29. Fram: Birgir Sigurðsson 9, Agnar Sigurðsson 5, Július Gunnarsson 4, Tryggvi Tryggvason 3, Hermann Bjömsson 3/2, Egill Jóhannesson 2, Gunnar Andrésson 1, Ragnar Hilmarsson 1, Sigur- ur Rúnarsson og Jason Ólafsson. Varin skot: Jens Einarsson 7, Guðmundur A. Jónsson 3. Vtkingur: Guðmundur Guðmundsson 7, Ámi Friðleifsson 6/3, Sigurður Ragnarsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Jóhann Samúelsson 3, Siggeir Magnússon 2, Karl Þráinsson 2, Einar Jóhannes- son, Eirikur Benónýsson og Ingi Þór Guðmundsson. Varin skot: Sigurður Jensson 13, Heiðar Gunnlaugsson kom ekki inn &. Ut&n vallar: Vflcingar í 6 mínútur, Fram í 2 mínútur. Dómarar: Guðjón H. Sigurðsson og Hákon Sigurþórsson. Áhorfcndur: 80 til 90.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.