Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 14
5114
88Moaa©wB£a®is, sFtooDxeá®
Morgunblaðið/Magnús Sigurðsson
Sovéskir skriðdrekar á götum Prag að morgni innrásar herja Varsjárbandalagsins 21. ágnst 1968. Jiri Pelikan segir að einhver mesta
hætta sem steðjað geti að Míkaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga og umbótastefiiu hans, „perestrojku", sé sú að yfirmenn sovéska hersins telji
upplausnarástand og þjóðernisróstur ógna ríkinu og ákveði því að taka völdin í eigin hendur.
Jiri Pelikan, ítalskur þingmaður sem áður var tékkneskur sjónvarpsstjóri:
„Stjórnvöld í Prag gætu
neyðst til að trufla sov-
éskar útvarpssendingar“
ingahaturssamtökin Pamjat fá mest
fylgi. Því oftar sem Gorbatsjov not-
ar hervald til-að bæla niður óeirðir
eins og í Armeníu og Azerbajdzhan
þeim mun meiri verða pólitísk áhrif
hersins, sem nýtur enn gífurlegs
álits fyrir að sigra nazista í stríðinu,
þrátt fyrir áfallið í Afganistan.
Ógerlegt er að spá um það' hvort
Gorbatsjov nær sínu fram. Hann
hefur sýnt mikil pólitísk hyggindi
fram til þessa og ég vona að honum
takist ætlunarverk sitt.
Tekur herinn völdin?
- Hversu sterkt stjórnmálaafl
er sovéski herinn? Er hægt að tala
um sovésk „hagsmunasamtök hers
og iðnaðar“ (military industrial
complex), eins og það er nefnt í
Bandaríkjunum, er ýti undir
vígbúnaðarkapphlaupið?
Já það er um álíka hagsmuna-
vörslu að ræða í Sovétríkjunum.
Fyrirtæki í hergagnaiðnaði njóta
ýmiss konar foréttinda. Þau fá að
kaupa vestrænan tæknibúnað, laun
eru hærri en í annars konar iðnaði
og snjöllustu vísindamennirnir
starfa fyrir þau. Munurinn á Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum í þess-
um efnum er sá að í fyrmefnda
ríkinu á sér stað þróun í hvers kyns
framleiðslu en í Sovétríkjunum er
hlaðið gífurlega undir vopnafram-
leiðsluna. Sumir af foringjum sov-
éska hersins eru meira að segja
famir að átta sig á því að ekki er
hægt til lengdar að svelta aðrar
framleiðslugreinar.
- Hvernig bregðast leiðtogar
annarra Varsjárbandalagsríkja við
framvindu mála í Sovétríkjunum?
Við verðum alltaf að hafa í huga
að Sovétríkin em eitthvert íhald-
samasta ríki veraldar og viðbrögð
andstæðinga Gorbatsjovs, sem em
við völd m.a. í Austur-Þýskalandi
og Tékkóslóvakíu, em athyglisverð.
Þeir þybbast við og bíða átekta í
von um að Gorbatsjov verði annað-
hvort steypt af stóli eða þvingaður
til að taka aftur upp harðlínu-
stefnu. Málið er greinilega ekki
Sprengjutilræði, heiftarlegar árásir í austur-
evrópskum fjölmiðlum, jafiivel ásakanir um sam-
vinnu við nazista á stríðsárunum, ekkert hefur
bugað baráttuþrek fremur lágvaxins, þrekins,
hvíthærðs manns með svartar augnabrýr er dvaldi
hér á íslandi um síðustu helgi. Jiri Pelikan gekk
sextán ára gamall til iiðs við andspyrnuhreyfingu
tékkneskra kommúnista á striðsárunum og nazist-
ar létu myrða móður hans. Hann var sjónvarps-
stjóri og þingmaður í Tékkóslóvakiu 1968 þegar
Sovétmenn, með aðstoð nokkurra bandamanna
sinna i Varsjárbandalaginu, gerðu innrás i landið
til að kveða niður „Vorið í Prag,“ umbótastefiiu
Alexanders Dubceks og skoðanabræðra hans i
kommúnistaflokki landsins. Sovétmenn sögðu
innrásina „bróðurlega aðstoð." Umbótatilraunir
Dubceks í efiiahags- og stjórnmálum voru án for-
dæma í kommúnistaríkjum og Kremlverjar töldu
þær stofiia í voða þvi einræðiskerfi sem þeir
byggðu upp i Austur-Evrópu eftir stríð. Pelikan
Hvað er sameiginlegt
með stefnu Alexanders
Dubceks í Tékkóslóv-
akíu 1968 og Míkaíls
Gorbatsjovs í Sov-
étríkjunum 1988 og hvað skilur á
milli?
Það sem er sameiginlegt er sú
fullvissa Dubceks og Gorbatsjovs
að stalínisminn hafi leitt ríkin út í
svo miklar efnahagslegar, pólitískar
og siðferðislegar ógöngur að ekki
verði komist hjá róttækum breyt-
ingum. Dubcek stefndi þó ekki að
því að koma á vestrænu lýðræði
1968 og hið sama gildir um Gorb-
atsjov nú.
Aðstæður í Sovétríkjunum 1988
eru að mörgu leyti ólíkar aðstæðum
í Tékkóslóvakíu 1968. Tékkóslóv-
akía er tiltölulega lítið ríki, að mestu
byggt tveim náskyldum þjóðum sem
ekki er neinn teljandi krytur á
milli. í landinu ríkti vestrænt lýð-
ræði á millistríðsárunum og þrátt
fyrir smæð þjóðarinnar var landið
þá í hópi tíu mestu iðnríkja heims.
Þess ber líka að' geta að mennta-
og listamenn höfðu um árabil leynt
og ljóst mótað og barist fyrir um-
bótastefnu í Tékkóslóvakíu áður en
Dubcek tók völdin 1968; kjör hans
var svar kommúnistaflokksins við
þrýstingi verulegs hluta þjóðarinnar
og allur þorri hennar snerist síðan
á sveif með umbótasinnunum. Loks
var kjörinn í miðstjórn kommúnistaflokksins á
leynilegum fúndi nokkrum dögum eftir innrásina
en var fljótlega sviptur stöðu sinni hjá sjónvarpinu
að kröfii Sovétmanna og sendur til starfa í tékk-
neska sendiráðinu i Róm. Hann hélt þingsæti sínu
en er hann árið 1969 neitaði að iðrast opinberlega
vegna „Vorsins“ var hann rekinn af þingi og úr
flokknum. Ríkisborgararéttur hans var einnig
tekinn af honum. Síðan hefúr hann búið á Ítalíu,
varð italskur borgari 1977 og var kjörinn á þing
Evrópubandalagsins 1979 fyrir ítalska Sósialista-
flokkinn. Pelikan fiutti fyrirlestur á hádegisverð-
arfúndi Varðbergs og Samtaka um vestræna sam-
vinnu um þróun mála i Austantjaldsríkjunum
siðustu 20 árin en hann hefúr undanfarin ár kynnt
málstað tékkneskra andófsmanna og flutt fyrir-
lestra í öllum Vestur-Evrópulöndum að íslandi
einu undanskildu. Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við hann eftir fúndinn og fer viðtalið hér
á eftir.
gegn auknum réttindum til handa
þeim 30.000 sjálfstæðu félögum og
samtökum af öllu tagi sem sprottið
hafa upp í Sovétríkjunum síðastliðin
ár. Tvö grundvallaratriði munu
skipta sköpum um framtíð umbóta-
stefnunnar. Annars vegar hvemig
áðumefiidum félögum og samtök-
um famast; ef þau fengju aukin
réttindi gætu þau þrýst á stjórnvöld
og tryggt þannig áframhald umbót-
anna. Hins vegar er aukið tjáning-
arfrelsi í fjölmiðlum brýn nauðsyn
til að fólk öðlist möguleika á að
mynda sér sjálfstæðar skoðanir. Ég
minnist þess að Brezhnev skamm-
aði á sínum tíma Dubcek fyrir að
fylgjast ekki með allri gagnrýni sem
birtist í tékkneskum fjölmiðlum.
Hann vitnaði jafnvel í opinskáar
umræður í litlum landsbyggðarblöð-
um og sagði að þetta sýndi hve
stutt væri í gagnbyitingu kapítal-
ista!
- Gorbatsjov segir að ekki verði
aftur snúið af vegi umbótastefn-
unnar héðan af. Ertu sammála?
Sjálfur er ég ekki sannfærður
um að þetta sé rétt en ekki má þó
gleyma að Gorbatsjov á að einu
leyti léttara um vik en Dubcek
1968. Hann þarf ekki að óttast að
erlendir (t.d. tékkneskir!) skriðdrek-
ar kæfi umbótastefnuna. Hins veg-
ar getur svo farið að sovéski herinn
taki það hlutverk að sér ef hann
má geta.þess að efnahagsástandið
var miklu skárra í Tékkóslóvakíu
1968 en í Sovétríkjunum 1988.
Umbótastefna Gorbatsjovs, per-
estrojka, byggist að mestu á per-
sónuleika hans sjálfs, lýðræðishefð
er ekki til í landinu, flölmargar þjóð-
ir byggja landið og víða er óvild
milli þeirra, andstaða við breytingar
er mikil meðal skrifkeranna og þótt
margir menntamenn styðji per-
estrojku og glasnost þá er almenn-
ingur yfirleitt áhugalítill og skortir
það frumkvæði sem tékkneskt al-
þýðufólk sýndi 1968. Kremlveijar
hafa á löngum valdaferli sínum fyr-
irgert öllu trausti hjá sovéskum al-
menningi og viðbrögð flestra þegn-
anna við umbótastefnunni eru þau
að krefjast sýnilegs árangurs, eink-
um betra matvælaástands, strax.
Ýmsar af tillögum Gorbatsjovs,
t.d. varðandi breytingar á stjómar-
skránni, eru auk þess mótsagna-
kenndar og stefna jafnvel til auk-
innar miðstýringar.
Skrifkerar í veginum
— / Tékkóslóvakíu var komið á
ýmsum mannréttindum t.d. prent-
frelsi á fáeinum mánuðum vorið
1968 en þessi sömu réttindi voru
síðan afnumin í kjölfar innrásarinn-
ar. Hvert stefnir i þessum málum
núna í Sovétríkjunum?
Skrifkeraveldið reynir að vinna
Morgunblaðið/Sverrir.
Jiri Pelikan: „[Afturhaldssinnar í Austur-Evrópu] þybbast við og
bíða átekta í von um að Gorbatsjov verði annaðhvort steypt af stóli
eða þvingaður til að taka aftur upp harðlínustefnu."
telur að allt sé að fara úr böndun-
um. Þá verður vafalaust reynt að
leika á strengi stórrússneskrar þjóð-
emisstefnu.
Rússar em um helmingur íbúa
alls ríkisins og aðstæður þeirra eru
mjög sérstæðar sé horft um öxl til
nýlenduvelda fyrri tíma. Þeir eru
ráðandi þjóð í Sovétríkjunum en
lífskjör þeirra eru verri en þeirra
Sovétþjóða sem nú krefjast aukins
sjálfstæðis, ekki síst Eystrasalts-
þjóðanna. Þessar aðstæður hafa
valdið eins konar messíasaráráttu
hjá Rússum; þeir líta svo á að þeir
hafi sjálfir fómað sér fyrir hinar
þjóðimar og þær séu vanþakklátar.
Kunningi minn, sem þekkir vel til
í Sovétríkjunum, segir að ef ftjálsar
kosningar fæm fram í Rússlandi
núna myndu þjóðrembu-og gyð-
útkljáð í þeirra augum. Það er mis-
skilningur að kerfíð njóti einskis
stuðnings hjá verkamönnum. í Sov-
étríkjunum og fleiri kommúnista-
ríkjum er fjöldi launþega sem hefur
aðlagast þjóðfélagi þar sem ekki
er krafist neinna vemlegra afkasta
eða fmmkvæðis (og launin að vísu
eftir því). Margir stela öllu steini
léttara á vinnustaðnum og nota til
að dytta að hlutum í heimahúsum
eða byggja sér sumarbústaði.
- Hafa afturhaldsmenn í Ausb-
ur-Evrópuríkjunum samband við
skoðanabræður sína f Sovétríkjun-
um?
Yfírmenn leynilögreglunnar í ein-
stökum Varsjárbandalagsríkjum
hafa að sjálfsögðu samband sín í
milli og hjá þeim fá afturhaldssegg-
imir greinagóðar upplýsingar um