Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 15
8*MO»SÍ}«$iA?>IÐ, iFÖSXUDAGUE ai®ESEMBSR' 1988 &fI5 andstöðuna gegn Gorbatsjov. Ég held að framtíð perestrojku muni ráðast á næstu tveim árum. Fólkið heimtar brauð - Hver er mesta hættan sem steðjar að Gorbatsjov, önnur en þjóðemisólgan? Hroðalegt efnahagsástand sem fer síversnandi. Það er að sjálfsögðu ekki Gorbatsjov sjálfum að kenna heldur fyrirrennurum hans sem létu allt reka á reiðanum. Takist honum ekki að ráða á þessu einhvetja bót innan eins eða tveggja ára hygg ég að flendur hans muni nota það gegn honum, nota óánægju almenn- ings sem vopn gegn honum. Glasnost-stefnan, aukið upplýs- ingastreymi og ftjálsari umræða, opnar upp á gátt fyrir umræðu um vandamál og margs konar óréttlæti sem þagað hefur verið um áratug- um saman. Gorbatsjov vill leysa þessi mál stig af stigi en stendur andspænis þróun sem erfítt er að hemja, í Eystrasaltslöndunum og Kákasus. - Geturðu lýst stöðu Austur- Evrópurikjanna eins og hún kemur þér fyrir sjónir núna? Varsjárbandalagið er ekki lengur sá pólitíski eindrangur sem það var áður. í Austur-Þýskalandi, Tékkó- slóvakíu, Rúmeníu og Búlgaríu eru við völd stjómir sem vilja e.t.v. framkvæma einhvetjar efnahags- legar umbætur en þær vilja alls ekki hrófla við sjálfu kerfínu, flokkseinræðinu. Leiðtogar fyrr- nefndra ríkja komust til valda á Brezhnev-tímanum og óttast um völd sín ef slakað verði á pólitískum hömlum. í Póllandi eru aðstæður með einstökum hætti. Þar er t.d. algert prentfreisi og áhrif kaþólsku kirkjunnar eru svo mikil að segja má að flokkurinn deili völdum með henni. Efnahagsóreiðan og deilan við Samstöðu hafa á hinn bóginn lamað landið og allt hjakkar í sama farinu. Ungvetjar hafa tekið Gorb- atsjov á orðinu og þar er varla reynt að leyna þvi að stjómvöld hafa gef- ið kommúnismann upp á bátinn. Leiðtogar landsins hafa auk þess betra samband við þegnana en nokkur önnur Austantjaldsstjóm. Austur-Þjóðveijar standa skár að vígi efnahagslega en hinar þjóð- imar og þess ber að geta að vegna gagnkvæmra samninga þeirra og Vestur-Þjóðveija era Austur-Þjóð- verjar þegar með annan fótinn fyr- ir innan hlið Evrópubandalagsins. Austur-þýskir leiðtogar virðast staðráðnir í að reyna að spoma við „ævintýramennsku" Gorbatsjovs og hafa m.a. bannað umbótasinnað sovéskt tímarit. Einnig var nýlega hætt við að sýna fímm hættulegar sovéskar kvikmyndir og 7Krókódfla-Dundee“ sýnd í staðinn! Onnur ríki Varsjárbandalagsins era svo háð Sovétríkjunum að þau geta varla fylgt andsovéskri stefnu til lengdar. Haldi Gorbatsjov sínu striki hlýtur að koma til þess að þessi ríki taki einnig upp umbóta- stefnu. Óvæntur vandi í Tékkóslóvakíu - Hvernig útskýra tékkneskir leiðtogar stefnu Gorbatsjovs? Þeir harðneita að þetta eigi nokk- uð skylt við umbótastefnu okkar 1968! Auðvitað gera þeir sér grein fyrir því að völd þeirra era í hættu ef stefna Gorbatsjovs heldur innreið sína í landið. Þeir hafa í orði tekið undir sumar efnahagstiilögur sov- éska leiðtogans en lítið orðið úr framkvæmdum. Enn ráða undir- málsmenn ferðinni í bókmenntum og listum, enda dauðhræddir við samkeppni manna eins og t.d. Vacl- avs Havels sem ekki fær bækur sínar gefnar út. Bókum og blöðum, einkum trúarritum, er sniyglað í miklum mæli frá Póllandi, þrátt fyrir viðtæka leit sem gerð er í jám- brautarlestum og bflum á landa- mærunum. Ekki má gleyma því að mörg hundruð blöð eru gefín út af andófshópum þótt upplagið sé yfír- leitt lítið. Meðal erfíðustu vandamála aft- urhaldsstjómarinnar era útsending- ar sovéskra útvarps- og sjónvarps- stöðva en margir Tékkar ná þeim auðveldlega og geta fylgst með opinskárri umræðu austur þar. Stjómvöld í Prag gætu neyðst til að trafla sovéskar útvarpssending- ar! - Hvemig er sambúðin við sov- éska hernámsliðið? Líklega hafa margir samúð með óbreyttum dátavesalingum sem ekkert kaup fá og era jafnvel barð- ir af yfirmönnum sínum ef þeim verður eitthvað á. Tékkneskir her- menn, setii kynnst hafa aðbúnaði í herbúðum Sovétmanna, segjast aldrei myndu sætta sig við annað eins. Fátækt Sovét-dátanna er svo mikil að tékkneskir krárgestir gera sér leik að því að bjóða þeim bjór gegn ákveðnu gjaldi; dátamir verða að segja þrisvar sinnum hátt og skýrt:„Ég er á móti innrás Sov- étrfkjanna í Tékkóslóvakíu!" Annars er það ljóst að „Vorið í Prag“ verður aldrei beinlínis endur- tekið. Ungt fólk er ekki aðeins búið að missa alla trú á leiðtogum kommúnistaflokksins heldur líka sósfalfskum hugmyndum. í kröfu- göngum nýlega, er fólk minntist þess að 20 ár vora liðin frá innrás- inni, heimtaði unga fólkið „frelsi fyrir alla án tillits til trúar- eða stjómmálaskoðana." Margir hafa hallað sér að trúarbrögðunum en þverpólitísk mannréttindasamtök á borð við Carta 77 era þó í fullu Qöri. Kommúnisminn er dauður - Þú starfaðir í kommúnista- flokki Tékkóslóvakíu í þijátiu ár. Á Ítalíu ertu nú virkur félagi í Sósíal- istaflokknum [Jafnaðarmanna- flokki. Innskot Morgunblaðsinsj. Ertu þá ekki lengur kommúnisti? Ég gekk í kommúnistaflokkinn í upphafi heimsstytjaldarinnar síðari af því að ég vildi betjast gegp hemámi Þjóðvetja og kommúnista- flokkurinn var eini stjómmálaflokk- urinn sem neitaði að gefast upp. Ég var aðeins sextán ára gamall og byggði ákvörðun mína frekar á tilfínningum en því að ég væri vel að mér í fræðunum. Eftir „leyniræðu" Khrústsjovs 1956, þegar hann fletti ofan af glæpum Stalíns, er hægt að segja að barátta flestra yngri flokks- manna hafí beinst að því að koma á lýðræðislegum sósfalisma, við voram í raun sósíaldemókratar. Dubcek nefndi þetta „sósfalisma með mannlegri ásjónu" því að ekki var vogandi að nefna þetta réttu nafni. Líklega vorum við, umbóta- sinnamir árið 1968, síðustu sann- trúuðu sósíalistamir í Austur- Evrópu, í þeim skilningi að við vor- um þeir síðustu sem töldu mögulegt að endumýja kenningamar og framkvæma þær, hverfa af óheilla- brautinni. Sjálfur tel ég núna að kommún- isminn sé hugmyrid um staðleysu (útopiu) sem aldrei verði hægt að framkvæma. Ég er því ekki komm- únisti. Ég vil lýðræðislegan sósíal- isma og er andvígur öllum öfgum, hvort sem þær era til hægri eða vinstri. Kommúnisminn er dauður í Austur-Evrópu. Meira að segja leiðtogamir trúa ekki lengur á slag- orðin sfn, þeirra takmark er fyrst og fremst að halda í eigin völd. Karoly Grosz í Ungvetjalandi hælir efnahagsstefnu Margaret Thatcher í Bretlandi á hvert reipi og það mætti segja mér að Gorbatsjov væri sama sinnis! Hugmyndir Gorbatsjovs um auk- ið lýðræði innan einsflokkskerfísins era reyndar leikur að orðum; fólk verður að fá að stofna sjálfstæða stjómmálaflokka, annars er lýðræð- ið yfirskinið eitt. Nýtt líf á Ítalíu - Þú gekkst til liðs við Sósial- istaflokkinn á Ítalíu, ekki kommún- ista, sem gagnrýndu innrásina þó harðlega... Já það er rétt. Ég átti marga vini í ftalska kommúnistaflokknum. Þeir vora skilningsríkir í garð okkar útlaganna en þeir báðu okkur að ráðast ekki opinberlega gegn tékkneskum yfírvöldum því að það gætu andstæðingar kommúnista notfært sér. í reynd vora þeir okk- ur lítil stoð. Sósíalistar, einkum núverandi formaður flokksins, Bett- ino Craxi, vildu allt fyrir mig gera. Þeir hjálpuðu mér að fá vinnu sem blaðamaður og veittu mér og öðram ýmiss konar aðstoð við að koma út tímariti tékkneskra sósíalista f útlegð, Listy. Síðar hafa ítalskir kommúnistar reyndar tekið framföram. Þeir áttu Ld. þátt í því að Dubcek fékk að fara í heimsókn til ítalfu nýlega þar sem hann tók á móti heiðursnafn- bót við háskólann í Bologna og hlaut alls staðar stórkostlegar mót- tökur. Ótti við hefndaraðgerðir Prag-stjómarinnar gegn Dubcek vegna gagnrýni hans á tékknesk stjómvöld reyndist til allrar ham- ingju ástæðulaus. Það er erfítt að útskýra hvers vegna hann fékk loksins ferðaleyfi, þar getur margt legið að baki. Atlantshafsbandalagið nauðsynlegt - Hver er afstaða þín til af- vopnunarmála? Ertu andvígur NATO? Ég styð NATO eindregið vegna þess að það er óhjákvæmileg nauð- sjm að lýðræðisríkin geti varist mögulegum árásum að austan. Ein- hliða afvopnun, hvort sem er á ákveðnu sviði vopnabúnaðar eða einstaks ríkis, er fírra. Ég vil að reynt sé að semja við leiðtoga Sov- étríkjanna, einnig um afvopnunar- mál, þótt lýðræðissinnar á Vestur- löndum eigi *að einbeita sér að því að rækta tengslin við lýðræðissinn- aða hópa og einstaklinga í kommún- istaríkjunum. Jafnvel þótt komm- únistaforkólfar svari aðfínnslum með hefðbundnum útúrsnúningum er aldrei hægt að vita hvað er að gerast í kollinum á þeim. Þess vegna er rétt áð ræða líka við for- herta stalínista, allir geta breyst, jaftivel gamlir nazistar! - Hvað finnst þér um hugmynd- ir eins og „Kjamavopnalaus Norð- urlönd“? Ég get ekki séð að slíkt sé fram- kvæmanlegt. Ef til kjamorkustríðs kemur þá verður ekki spurt um landamæri. Sem stendur álít ég að Vesturveldin eigi að leggja mesta áherslu á fækkun í hefðbundnum vopnabúnaði, á því sviði hafa Sovét- menn allt of mikla yfírburði. Loka- takmarkið er auðvitað afvopnun og ef til vill kemur að því að bæði hemaðarbandalögin í Evrópu verði lögð niður samtfmis. Með kveðju frá Prag - 1975 fórst þú að skrifa bækur um ástandið í Tékkóslóvakíu og öðm áróðursstarfi þínu fyrir mál- stað þarlendra andófsmanna óx enn ásmegin. Hvað rekur þig áfram? Eftir útlegðardóminn varð ég stanslaust fyrir alls kyns óþægind- um og ofsóknum af hálfu útsendara Prag-stjómarinnar. 1975 kastaði þó fyrst tólfunum er mér barst bókasending frá manni í Mflanó. (Lögreglan komst að því síðar að nafnið var tilbúningur). Mér fannst áritunin á pakkanum einkennileg, fór því varlega þegar ég tók utan af honum og tókst á síðustu stundu að fleygja honum út um glugga áður en hann sprakk. Aldrei tókst að fínna sendandann en sjálfur þurfti ég ekki að velkjast f vafa. Þegar árið 1969 hafði ég ákveðið að eina markmiðið með pólitfsku starfí útlaga hlyti að vera aðstoð við þá sem berðust gegn kúguninni heima fyrir. Sprengjusendingin hvatti mig enn frekar til dáða. Of- sóknunum, m.a. með hótunarbréf- um, var haldið áfram en lauk skyndilega 1979 er ég var kosinn á þing Evrópubandalagsins. — Ertu bitur út í valdhafana í Prag? Það held ég ekki, vona ekki, það er svo ófijótt að vera bitur og hata andstæðinga sína. Verði lýðræði komið á í Tékkóslóvakíu fínnst mér að sjálfsögðu rétt að þeir sem grun- aðir era um afbrot, t.d. pyntingar á andófsmönnum, verði dregnir fyr- ir rétt, en Jakes [Leiðtogi landsins. Innskot Morgunblaðsins] og félagar hans, sem auðvitað velta þá úr valdasessi, verða að fá leyfi til að reka pólitfska baráttu, rétt eins og aðrir borgarar. Viðtal: Kristján Jónsson Jólagleði í Þórscafé er í mörgum fyrirtækj- um og hópum árviss viðburður. í ár bjóðum við í huggulegum salarkynnum okkar jólaglögg, piparkökurog pinnamat á verði sem slær allt annað út.... Hafið samband og kynnið ykkur málið. Minnum einnig á að nú fer hver að verða síðastur að bóka jólaball barnanna. /I/H/IDELS ÞCRSC/HrÉ Brautarholti 20, símar: 23333 & 23335. metsölubœkur hjá 1. Á miðjum vegi í mannsaldur Guðmundur Daníeisson 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. J Sigurbjörn Biskup Sigurður A. Magnússon Þjóð i hafti Jakob F. Ásgeirsson Markaðstorg Guðanna Ólafur Jóhann Ólafsson íslenskir nasistar lllugi og Hrafn Jökulssynir Úr eldinum til íslands Einar Sanden/Þorsteinn Sigurlaugsson Ástkær Toni Morrison Gengið i Guðshús Sr. Gunnar Kristjónsson Vist er ég fullorðin Iðunn Steinsdóttir Bryndís Ólína Þorvarðardóttir 1&M Ý*L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.