Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 37
Jólahlaðborð í Naustinu:
Morgunblaðið/Þorkell
í jólahlaðborði Naustsins kennir ýmissa grasa. Þar má fínna steikur, síldarrétti og laufabrauð, sem
starfsfólkið skar og steikti sjálft.
Laufabrauð og jólagrautur
VEITINGAHÚ SIÐ Naust býður
nú gestum sínum upp á jólahlað-
borð bæði i hádeginu og á kvöld-
in alla daga. Þar kennir margra
grasa, meðal annars má þar
fínna heimabakað laufabrauð,
hrísgijónagraut með kirsubeija-
sósu, jólaköku með ijóma, graf-
inn og reyktan lax, síld, skinku
og mikið úrval af öðrum heitum
réttum og köldum.
Að sögn Sturlu Péturssonar, veit-
ingastjóra á Naustinu, er ætlunin
að hafa jólahlaðborðið á boðstólum
fram á Þorláksmessu. „Þá verður
það hin víðfræga Þorláksmessu-
skata okkar sem verður borin
fram,“ sagði Sturla. Hann sagði að
sú hefð hefði skapast hjá Naustinu
að bjóða upp á svona hlaðborð fyr-
ir jólin vegna þess að það væri fljót-
legt og ódýrt. Fyrirtæki sæktust
mikið eftir því að fara með starfs-
fólkið út að borða fyrir jólin og einn-
ig væru margir sem vildu geta hvílt
sig frá jólaamstrinu og fengið góð-
an mat á sem skemmstum tíma.
Sturla sagði að í borðinu væru
bæði þjóðlegir og erlendir jólaréttir,
þetta væri_ eiginlega alþjóðlegur
matseðill. Afram verður boðið upp
á „a la carte“-matseðil hjá Naustinu
fram að jólum.
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja:
Vandi skípasmíðaiðnaðar
er ekki óyfírstíganlegur
VANDI skipasmíðaiðnaðarins,
sem stafar bæði af innri og ytri
orsökum, er ekki óyfírstíganleg-
ur, segir í ályktun aðalfúndar
Félags dráttarbrauta og skipa-
smiðja.
í ályktuninni segir einpig, meðal
annars: Taka verður tillit til hinna
miklu árstíðarbundnu sveiflna í
verkefnum. Langtímamarkmið
verði einkum höfð að leiðarljósi en
ekki einblínt á stundarhagsmuni.
Viðurkennt verði að þótt erlendum
styrktaraðgerðum verði ekki svarað
með sambærilegum styrkjum inn-
anlands sé eðlilegt að einhverjar
óbeinar aðgerðir komi þar á móti.
Mismunur lánshlutfalla á skipum,
smíðuðum hérlendis annars vegar
og erlendis hins vegar, verði auk-
inn. Skip, sem smíðuð eru innan-
lands, fái hærri kvóta en innflutt
og að skipasmíðaiðnaðurinn fái full-
trúa í stjórn Fiskveiðasjóðs.
Vaxtarræktarverslim flutt
VERSLUN Vaxtarræktarinnar
hefúr flutt aðsetur sitt í nýtt
húsnæði í Skeifúnni 19.
Nýlega urðu eigendaskipti á
fyrirtækinu. Nýir eigendur eru
bræðumir Þórhallur, Sigvaldi og
Eggert Jónssynir.
(Fréttatilkynning)
Ein mynda Jóhönnu, Minning um hest.
Viimustofusýning Jóhönnu
Jóhönnu Bogadóttur heldur
vinnustofusýningu föstudag til
mánudags, 10.—12. desember, á
Hjarðarhaga 48, 4. hæð t.v.
Þar verða sýnd málverk, teikn-
ingar og grafíkmyndir unnar með
blandaðri tækni, flest unnið á þessu
ári.
Jóhanna er nú á starfslaunum
sem borgarlistamaður og verður
með sýningu á Kjarvalsstöðum á
næsta hausti.
Sýningin eropin kl. 15.00—22.00
alla dagana.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 8. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 50,00 30,00 37,86 3,129 118.466
Smáþorskur 30,00 22,00 25,01 1,954 48.876
Ýsa 80,00 43,00 69,361 1,943 134.792
Ýsa(ósl.) 69,00 69,00 69,00 0,782 53.958
Smáýsa 15,00 15,00 15,00 0,182 2.738
Karfi 26,00 26,00 26,00 4,250 110.504
Ufsi 25,00 25,00 25,00 1,784 44.612
Langa 31,00 27,00 28,89 8,341 240.939
Lúöa 255,00 160,00 190,63 0,464 88.471
Grálúöa 20,00 20,00 20,00 0,094 1.898
Steinbítur 40,00 25,00 37,85 1,306 49.462
Keila 14,00 14,00 14,00 0,313 4.382
Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,120 2.400
Skötuselur 130,00 130,00 130,00 0,017 2.210
Samtals 36,61 24,682 903.708
Selt var aðallega úr Víöi HF, Guörúnu Björgu ÞH, fró Hleiöra hf.
í Hafnarfirði, Magnúsi Snorrasyni í Bolungarvík og Færabaki hf.
ó Stöövarfirði. ( dag veröa meöal annars seld 50 tonn af þorski
og 3 tonn af ýsu úr Núpi ÞH, 15 tonn af þorski úr Fanney ÞH
og óákveöiö magn af blönduðum afla úr Lómi SH og fleiri bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 69,00 65,00 66,28 1,334 88.448
Samtals J 66,28 1,334 88.448
Selt var úr Ásgeiri RE.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
í dag veröur selt óákveöið magn úr Aöalvík KE. Selt veröur úr
dagróörabátum ef á sjó gefur.
ísafjörður:
Björgunar-
báturinn
sækir slasað-
an sjómann
Björgunarsveitimar Tindur og
Skutull sóttu í fyrradag slasaðan
sjómann af vélbátnum Orra ÍS 20
í Horavík á nýjum björgunarbáti,
Daníel Sigmundssyni, sem þær
keyptu sl. sumar. Ferðin tókst vel
og reyndist báturinn hið besta,
þrátt fyrir 8—10 vindstiga mót-
vind á heimsiglingunni. Sjómað-
urinn reyndist ekki alvarlega slas-
aður.
Að sögn Jóseps Vemharðssonar,
sem stjómaði leiðangrinum, barst
beiðni um að sækja slasaðan sjó-
mann um borð í vélbátinn Orra um
hádegið og var þá strax bmgðist
við. Orri var þá staddur að veiðum
um 35 mílur norðvestur af Homi,
en sigldi frá veiðarfærunum inn á
Hornvík þar sem hinn slasaði var
fluttur um borð í björgunarbátinn.
í upphafi heimsiglingarinnar skall á
stormur og haglél og tók ferðin heim
um helmingi lengri tíma en ella sak-
ir veðurs. Læknir var ekki með í
förinni þar sem skipstjómarmenn á
Orra töldu þess ekki þörf, en sjómað-
urinn var álitinn vera handleggs-
brotinn.
Félag um
mannspeki
Stofíifúndur félags áhuga-
fólks um mannspeki (antrópó-
sófí) verður haldinn laugardag-
inn 10. desember kl. 13.00 í mat-
stofúnni „Á næstu grösum",
Laugavegi 20b.
Antrópósófí er grískt orð og þýð-
ir mannspeki. Antrópósófísk starf-
semi er þekkt um allan heim, m.a.
fyrir Waldorf-uppeldisfræði,
lífræna ræktun, arkitektahús,
læknisfræði, listir og vísindi.
(Fréítatilkynning)
Þórhallur Jónsson, einn eigenda Vaxtarræktarinnar, í nýju húsnæði
fyrirtækisins í Skeifúnni 19.
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNi:
Þjófnaðir á o g úr bílum
Þjófnaðir (nytjastuldir) á ökutækjum hafa aukist jafnt og
þétt hin síðari ár. Oftar en ekki er um réttindalausa unglinga
og ölvað fólk að ræða og hafa afleiðingar þessa á stundum
verið hörmulegar. Þá hafa þjófnaðir úr og af ökutækjum aukist
að sama skapi. Oft er fólki gert auðvelt um vik og virðist al-
menningur vera allkæmlaus í viðskilnaði ökutækja sinna.
Fjórar megintegundir þjófnaða tengdum ökutækum eru:
A. Lauslegum verðmætum stolið úr ökutækjum, s.s.
myndavélum, veslqum, töskum, radarvörum o.fl.
B. Festum hlutum stolið úr ökutækjum, s.s. útvörpum,
segulböndum, talstöðvum, símum o.fl.
C. Hlutum stolið af ökutækjum, s.s. hjólkoppum, felgum,
hjólbörðum, luktum og skrauti ýmis konar.
D. Ókutækinu stolið.
Eigendur eða umráðamenn ökutækja geta gert varúðarráð-
stafanir til þess að draga úr líkum á afbrotum af þessu tagi
og skulu hér nefnd nokkur atriði:
1. Takið alltaf lykilinn úr kveikjulásnum þegar ökutæk-
ið er jrfírgefíð. Það skiptir ekki máli hvort um lengri dvöl eða
skemmri er að ræða.
2. Skiljið aldrei verðmæti eftir sýnileg í ökutækinu. Ef
það reynist nauðsynlegt einhverra hluta vegna; leggið þau í
læsta hirslu eða breiðið yfír þau.
3. Læsið alltaf ökutækinu. Gangið úr skugga um að
allar hurðir séu læstar og gluggar dregnir upp.
4. Reynið að leggja ökutækinu á vel upplýstu svæði.
5. Peninga, ávísanahefti, greiðslukort eða önnur slík
verðmæti á aldrei að skilja eftir í ökutækjum.
6. Gangið þannig frá kveikjuláslyklum að óviðkomandi
geti ekki komist yfir þá.