Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 09.12.1988, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 - segir Kristján Jóhannesson skólastjóri Morgunblaðið/Þorkell Þjálfunarskóli ríkisins flytur í nýtt húsnæði: Gjörbreytir allri aðstöðu til kennslu í dag verður formlega tekið í notkun nýtt húsnæði Þjálfunar- skóla rikisins að Blesugróf 27 í Reykjavik. í skólanum fer fram kennsia á framhaldsskólastigi fyrir þroskahefta nemendur 18 ára og eldri, og fer hún að mestu fram í námskeiðsformi, en i vetur er reiknað með að um 130 nemendur komi til með að sækja hvert námskeið í skólanum. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, skóla- stjóra Þjálfiinarskóla ríkisins, gjörbreytir hið nýja húsnæði allri aðstöðu varðandi kennslu í skólanum, auk þess sem viðunandi starfraðstaða hefúr nú fengist fyrir kennara skólans. „Þetta húsnæði stuðlar að því að nemendumir nái betri árangri, þar sem bæði nemendum og kenn- urum líður betur í jafti vistlegu og rúmgóðu húsnæði sem þessu. Hér era allar kennsluaðstæður miðaðar við að þær séu sem líkast- ar þvi sem nemendur gætu haft heima hjá sér, og markmiðið er að þeim líði vel á meðan þeir era í skólanum. Áður en við fengum þetta hús til afnota voram við í miklu húsnæðishraki, en síðastlið- in sex ár var skólinn til húsa á Læk. Húsnæðið þar var mjög þröngt og setti okkur miklar skorður varðandi alla starfsemi," sagði Kristján Jóhannesson í sam- tali við Morgunblaðið. Markmið að auka starfshæfui nemenda „Ég geri ráð fyrir að hér 1 skól- anum séu um 70% af þeim þroska- heftu nemendum sem á annað borð fá einhveija kennslu á fram- haldsskólastigi. Það hefur ætíð verið ákveðinn þrýstingur frá þjóðfélaginu að þroskaheftir ein- staklingar gætu orðið nýtir þjóð- ■_ féiagsþegnar, en þeir geta að sjálfsögðu einnig verið nýtír. á þann hátt að þeir geti hugsað meira um sig sjálfa og séu síður háðir öðram. Kennslan hefur með- al annars miðað að því að þeir verði starfshæfari og geti betur séð um sig sjálfír á eigin heimilum og geti komist ferða sinna án aðstoðar. Eftir því sem nemend- urnir finna að þeir geta sjálfir gert hlutina, þá vex þeim sjálf- straust, og þá verður jafnframt auðveldara að koma fræðslunni til skila. Tilgangurinn með kennsl- unni er þó ekki sá að gera ein- staklingana einangraða úti í þjóð- félaginu, heldur að þeir verði sem mest sjálfbjarga, en geti þó alitaf fengið þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. í Þjálfunarskólanum eram við einnig að kenna nemendunum hluti sem nemendur í almennum skólum læra af sjálfu sér eða af ,öðram. Þroskahefta einstaklinga skortir að geta tengt þetta sam- an, og þeir verða oftast að taka námið í litlum skrefum í einu. Oft kemur fyrir að þegar þeir hafa náð ákveðnum skrefafjölda þá geta þeir tekið stórt framfara- stökk, en yfirleitt eru framfarim- ar hér þó mun hægari en gengur og gerist í hinu almenna skóla- kerfí. Kennslan í skólanum fer bæði fram að degi til og á kvöldin, en það er gert til þess að gefa þeim sem starfa á vemduðum vinnu- stöðum eða á almennum vinnu- markaði kost á að sækja skólann að afloknum vinnudegi. Við rejm- um að starfa í sem nánustum tengslum við aðra framhaldsskóla og stefnan er sú að reyna að styðja þá nemendur sem hugsan- lega gætu nýtt sér að hluta til einhvem þátt í þeirri kennslu sem boðið er upp á í öðram fram- haldsskólum," sagði Kristján. Áfangaskipt nám og símenntun Kennsla í Þjálfunarskóla ríkis- ins fer aðallega fram í námskeiðs- formi, en einnig gefst nemendum kostur á að taka þátt í hóp- kennslu, og fer sú kennsla fram á viðkomandi stofnunum. Skólinn skiptist í tvær deildir, og er ann- ars vegar um áfangaskipt nám að ræða, en hins vegar símennt- un. Áfangaskipta námið er ætlað sem undirbúningur undir starf á almennum vinnumarkaði, vem- duðum vinnustað eða á eigin heimili. Það skiptist í ákveðnar námsbrautir, sem era starfsbraut, bóknáms- og félagsbraut, hús- stjómarbraut, íþrótta- og leiklist- arbraut og list- og verkgreina- braut. AHar þessar námsbrautir bjóða upp á námstilboð í símennt- un, en hún er fólgin í námskeið- um, sem haldin era í samvinnu í rúmgóðu eldhúsi Þjálfúnarskólans í Blesugróf er nemendum skólans kennd matreiðsla, en þar hefúr undanfarið staðið yfir námskeið í jólabakstri. við alla þá er hafa með símenntun fullorðinna að gera, og er áhersla lögð á að kennslan fari fram við sem eðlilegastar aðstæður. Skólanum er ætlað að annast kennslu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda, og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Áhersla er lögð á bjóða nemendum upp á nám, sem hefur það að meginmarkmiði að búa þá undir ýmis störf í þjóðfélaginu, og stuðla að auknu sjálfstæði þeirra á heim- ilum. í samvinnu við alla þá er hafa með atvinnu og búsetumál fatlaðra að gera er skólanum ætl- að að tengja verknám atvinnulíf- inu og kjmna það meðal atvinnu- rekenda. Þá beítir skólinn sér fyr- ir fræðslu í öllum framhaldsskól- um og öðrum sérskólum um mál- efni og stöðu þroskaheftra í þeim tilgangi að koma á auknu sam- starfi við þá. Kennslan fer fram á mörgum stöðum Kennsla í Þjálfunarskólanum hófst fyrir um 16 áram, en þá vora eingöngu vistmenn í Bjarkar- ási nemendur skólans, og einn kennari starfaði við skólann. Nemendum fjölgaði er Styrktarfé- lag vangefinna hóf starfsemi í Lækjarási, og urðu enn fleiri er vinnustofan Ás komst á laggim- ar, en það er vemdaður vinnustað- ur í Brautarholti 6. Kennslan fór í fyrstu fram í þessum stofnunum, en síðan á Læk, sem er 80 fer- metra hús við Stjömugróf. Hið nýja húsnæði Þjálfunar- skóla ríkisins að Blesugróf 27 er 570 fermetrar að stærð, og hefur mikill hluti þess þegar verið tekinn í notkun. Kennsla í skólanum fer einnig fram í Bjarkarási, Lækjar- ási, vinnustofunni Ási, Skálatúni, á sambýlum, sundlaug Sjálfs- bjargar og enn fremur í Líkams- ræktinni Borgartúni og á almenn- um sundstöðum í Reykjavík. Tólf stöðugildi era nú við skólann í Reykjavík, en skólinn hefur einnig útibú að Sólheimum í Grímsnesi og í Tjaldanesi. Áætlaður fjöldi nemenda skól- ans í vetur er 130 á hverju nám- skeiðstímabili, en námskeiðstíma- bilin era flest 6-8 vikna löng. Skólann sækja nemendur sem tengdir era stofnunum Styrktar- félags vangefinna í Reykjavík, einstaklingar er starfa á almenn- um vinnumarkaði, í heimahúsum, í sambýlum f Reykjavík og ná- grenni, og einstaklingar frá Skál- atúni. Nemendur era auk þess í vinnuþjálfun í Bjarkarási, Lækjar- ási, Vinnustofunni Ási, Skálatúni og Sólheimum. Morgunblaðið/Sverrir Kristján Jóhannesson, skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins, er hér staddur í vinnuherbergi þar sem verið er að kenna nemendum skólans að búa til jólaskreytingar. Hið nýja húsnæði Þjálfúnarskóla rikisins að Blesugróf 27. Blindrafélagið: Hljóðbókagerð tekin til starfa HLJÓÐBÓKAGERÐ Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 tók til starfa á þriðjudaginn. Útleigu á hljóðveri og Qölföldun er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði hennar, að sögn Gísla Helgasonar forstöðu- manns hljóðbókagerðarinnar. „í hljóðbókagerðinni er sérhannað hljóðver til hljóðritunar á lesnu máli. Þar er aðstaða til hvers kyns hljóðvinnslu á venjuleg segulbönd, snældur og stafrænt form,“ sagði Gísli Helgason í samtali við Morgunblaðið. „Hljóðbókagerðin tekur einnig að sér fjölföldun á snældum,“ sagði Gfsli. „Tilgangurinn með hljóðveri Blindrafélagsins er að auka útgáfu á lesefni fyrir blinda og sjónskerta, til dæmis tímarita, vinna alls kyns hljóðritunarverk- efni fyrir aðra aðila og framleiða hljóðbækur sem seldar verða á almennum markaði. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt Blindrafélagið til að koma hljóðverinu á fót, til dæmis Öryrkjabandalag íslands, Blindra- vinafélag íslands, Lionsklúbburinn Njörður, Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri og frú Margrét Ólafsson,“ sagði Gísli Helgason. .. Mor&unbl&ðið/Bjarni Markús Orn Antonsson, útvarpssfjóri, og Gísli Helgason, forstöðu- maður Hljóðbókagerðar Blindrafélagsins, í hljóðveri félagsins í Hamrahlíð 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.