Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 - segir Kristján Jóhannesson skólastjóri Morgunblaðið/Þorkell Þjálfunarskóli ríkisins flytur í nýtt húsnæði: Gjörbreytir allri aðstöðu til kennslu í dag verður formlega tekið í notkun nýtt húsnæði Þjálfunar- skóla rikisins að Blesugróf 27 í Reykjavik. í skólanum fer fram kennsia á framhaldsskólastigi fyrir þroskahefta nemendur 18 ára og eldri, og fer hún að mestu fram í námskeiðsformi, en i vetur er reiknað með að um 130 nemendur komi til með að sækja hvert námskeið í skólanum. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, skóla- stjóra Þjálfiinarskóla ríkisins, gjörbreytir hið nýja húsnæði allri aðstöðu varðandi kennslu í skólanum, auk þess sem viðunandi starfraðstaða hefúr nú fengist fyrir kennara skólans. „Þetta húsnæði stuðlar að því að nemendumir nái betri árangri, þar sem bæði nemendum og kenn- urum líður betur í jafti vistlegu og rúmgóðu húsnæði sem þessu. Hér era allar kennsluaðstæður miðaðar við að þær séu sem líkast- ar þvi sem nemendur gætu haft heima hjá sér, og markmiðið er að þeim líði vel á meðan þeir era í skólanum. Áður en við fengum þetta hús til afnota voram við í miklu húsnæðishraki, en síðastlið- in sex ár var skólinn til húsa á Læk. Húsnæðið þar var mjög þröngt og setti okkur miklar skorður varðandi alla starfsemi," sagði Kristján Jóhannesson í sam- tali við Morgunblaðið. Markmið að auka starfshæfui nemenda „Ég geri ráð fyrir að hér 1 skól- anum séu um 70% af þeim þroska- heftu nemendum sem á annað borð fá einhveija kennslu á fram- haldsskólastigi. Það hefur ætíð verið ákveðinn þrýstingur frá þjóðfélaginu að þroskaheftir ein- staklingar gætu orðið nýtir þjóð- ■_ féiagsþegnar, en þeir geta að sjálfsögðu einnig verið nýtír. á þann hátt að þeir geti hugsað meira um sig sjálfa og séu síður háðir öðram. Kennslan hefur með- al annars miðað að því að þeir verði starfshæfari og geti betur séð um sig sjálfír á eigin heimilum og geti komist ferða sinna án aðstoðar. Eftir því sem nemend- urnir finna að þeir geta sjálfir gert hlutina, þá vex þeim sjálf- straust, og þá verður jafnframt auðveldara að koma fræðslunni til skila. Tilgangurinn með kennsl- unni er þó ekki sá að gera ein- staklingana einangraða úti í þjóð- félaginu, heldur að þeir verði sem mest sjálfbjarga, en geti þó alitaf fengið þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. í Þjálfunarskólanum eram við einnig að kenna nemendunum hluti sem nemendur í almennum skólum læra af sjálfu sér eða af ,öðram. Þroskahefta einstaklinga skortir að geta tengt þetta sam- an, og þeir verða oftast að taka námið í litlum skrefum í einu. Oft kemur fyrir að þegar þeir hafa náð ákveðnum skrefafjölda þá geta þeir tekið stórt framfara- stökk, en yfirleitt eru framfarim- ar hér þó mun hægari en gengur og gerist í hinu almenna skóla- kerfí. Kennslan í skólanum fer bæði fram að degi til og á kvöldin, en það er gert til þess að gefa þeim sem starfa á vemduðum vinnu- stöðum eða á almennum vinnu- markaði kost á að sækja skólann að afloknum vinnudegi. Við rejm- um að starfa í sem nánustum tengslum við aðra framhaldsskóla og stefnan er sú að reyna að styðja þá nemendur sem hugsan- lega gætu nýtt sér að hluta til einhvem þátt í þeirri kennslu sem boðið er upp á í öðram fram- haldsskólum," sagði Kristján. Áfangaskipt nám og símenntun Kennsla í Þjálfunarskóla ríkis- ins fer aðallega fram í námskeiðs- formi, en einnig gefst nemendum kostur á að taka þátt í hóp- kennslu, og fer sú kennsla fram á viðkomandi stofnunum. Skólinn skiptist í tvær deildir, og er ann- ars vegar um áfangaskipt nám að ræða, en hins vegar símennt- un. Áfangaskipta námið er ætlað sem undirbúningur undir starf á almennum vinnumarkaði, vem- duðum vinnustað eða á eigin heimili. Það skiptist í ákveðnar námsbrautir, sem era starfsbraut, bóknáms- og félagsbraut, hús- stjómarbraut, íþrótta- og leiklist- arbraut og list- og verkgreina- braut. AHar þessar námsbrautir bjóða upp á námstilboð í símennt- un, en hún er fólgin í námskeið- um, sem haldin era í samvinnu í rúmgóðu eldhúsi Þjálfúnarskólans í Blesugróf er nemendum skólans kennd matreiðsla, en þar hefúr undanfarið staðið yfir námskeið í jólabakstri. við alla þá er hafa með símenntun fullorðinna að gera, og er áhersla lögð á að kennslan fari fram við sem eðlilegastar aðstæður. Skólanum er ætlað að annast kennslu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda, og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Áhersla er lögð á bjóða nemendum upp á nám, sem hefur það að meginmarkmiði að búa þá undir ýmis störf í þjóðfélaginu, og stuðla að auknu sjálfstæði þeirra á heim- ilum. í samvinnu við alla þá er hafa með atvinnu og búsetumál fatlaðra að gera er skólanum ætl- að að tengja verknám atvinnulíf- inu og kjmna það meðal atvinnu- rekenda. Þá beítir skólinn sér fyr- ir fræðslu í öllum framhaldsskól- um og öðrum sérskólum um mál- efni og stöðu þroskaheftra í þeim tilgangi að koma á auknu sam- starfi við þá. Kennslan fer fram á mörgum stöðum Kennsla í Þjálfunarskólanum hófst fyrir um 16 áram, en þá vora eingöngu vistmenn í Bjarkar- ási nemendur skólans, og einn kennari starfaði við skólann. Nemendum fjölgaði er Styrktarfé- lag vangefinna hóf starfsemi í Lækjarási, og urðu enn fleiri er vinnustofan Ás komst á laggim- ar, en það er vemdaður vinnustað- ur í Brautarholti 6. Kennslan fór í fyrstu fram í þessum stofnunum, en síðan á Læk, sem er 80 fer- metra hús við Stjömugróf. Hið nýja húsnæði Þjálfunar- skóla ríkisins að Blesugróf 27 er 570 fermetrar að stærð, og hefur mikill hluti þess þegar verið tekinn í notkun. Kennsla í skólanum fer einnig fram í Bjarkarási, Lækjar- ási, vinnustofunni Ási, Skálatúni, á sambýlum, sundlaug Sjálfs- bjargar og enn fremur í Líkams- ræktinni Borgartúni og á almenn- um sundstöðum í Reykjavík. Tólf stöðugildi era nú við skólann í Reykjavík, en skólinn hefur einnig útibú að Sólheimum í Grímsnesi og í Tjaldanesi. Áætlaður fjöldi nemenda skól- ans í vetur er 130 á hverju nám- skeiðstímabili, en námskeiðstíma- bilin era flest 6-8 vikna löng. Skólann sækja nemendur sem tengdir era stofnunum Styrktar- félags vangefinna í Reykjavík, einstaklingar er starfa á almenn- um vinnumarkaði, í heimahúsum, í sambýlum f Reykjavík og ná- grenni, og einstaklingar frá Skál- atúni. Nemendur era auk þess í vinnuþjálfun í Bjarkarási, Lækjar- ási, Vinnustofunni Ási, Skálatúni og Sólheimum. Morgunblaðið/Sverrir Kristján Jóhannesson, skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins, er hér staddur í vinnuherbergi þar sem verið er að kenna nemendum skólans að búa til jólaskreytingar. Hið nýja húsnæði Þjálfúnarskóla rikisins að Blesugróf 27. Blindrafélagið: Hljóðbókagerð tekin til starfa HLJÓÐBÓKAGERÐ Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 tók til starfa á þriðjudaginn. Útleigu á hljóðveri og Qölföldun er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði hennar, að sögn Gísla Helgasonar forstöðu- manns hljóðbókagerðarinnar. „í hljóðbókagerðinni er sérhannað hljóðver til hljóðritunar á lesnu máli. Þar er aðstaða til hvers kyns hljóðvinnslu á venjuleg segulbönd, snældur og stafrænt form,“ sagði Gísli Helgason í samtali við Morgunblaðið. „Hljóðbókagerðin tekur einnig að sér fjölföldun á snældum,“ sagði Gfsli. „Tilgangurinn með hljóðveri Blindrafélagsins er að auka útgáfu á lesefni fyrir blinda og sjónskerta, til dæmis tímarita, vinna alls kyns hljóðritunarverk- efni fyrir aðra aðila og framleiða hljóðbækur sem seldar verða á almennum markaði. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt Blindrafélagið til að koma hljóðverinu á fót, til dæmis Öryrkjabandalag íslands, Blindra- vinafélag íslands, Lionsklúbburinn Njörður, Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri og frú Margrét Ólafsson,“ sagði Gísli Helgason. .. Mor&unbl&ðið/Bjarni Markús Orn Antonsson, útvarpssfjóri, og Gísli Helgason, forstöðu- maður Hljóðbókagerðar Blindrafélagsins, í hljóðveri félagsins í Hamrahlíð 17.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.