Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 66

Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 66
66 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR POSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 GOLF Með Hvammsvíkur- kylfingum í úrslita- keppni í Englandi VERÐLAUN fyrir árangur í golfmótum verða stöðugt fjölskrúðugri og jafnframt glæsilegri. Til mikils er að vinna fyrir þá sem bezt standa sig og eins og keppni í golfi er upp byggð eiga flest- ir möguleika. Á dögunum fór fram á golfvöllunum í Sundridge Park í Bromley, skammt fyrir sunn- an London, úrslitakeppnin í Ensk-íslensku meistarakeppninni (Anglo lcelandic). Enskt mót eða hvað og enskir keppendur? Nei alls ekki. Þarna mættust þeir kappar sem best stóðu sig á móti með sama nafni á golfvellinum í Hvammsvík í Hvalfirði í sumar, en þar hafa Ólafur Skúlason og þeir Laxalónsmenn gert golfvöli af myndarskap. Forkeppnin fór fram í Hvamms- víkinni og gátu keppendur keppt hvenær sem var á þriggja mánaða tímabili í sumar. Reyndar ■■■■■■ máttu kylfingar Ágústlngi gera tvær atlögur Jónsson að verðlaununum og leika tvisvar sinnum 18 holur. F]órir beztu í hvorum flokki, með og án forgjafar, kepptu síðan í úrslitunum í Englandi 23. október og auk bik- ara úr ýmsum góðmálmum var Englandsferðin keppendunum að kostnaðarlausu. Þeir Jóhann Sigurðsson, fyrrum forstjóri Flugleiða í London, sem nú rekur eigið fyrirtæki (Anglo Ice- landic Business and Travel Consult- ants), er meðal annars skipuleggur golfferðir á_ milli fslands og Eng- lands, og Ólafur Skúlason, fram- kvæmdastjóri í Laxalóni, eru helstu hvatamenn að þessu móti. Einnig hafa Flugleiðir, ferðaskrifstofan Urval, Sveinn Egilsson og síðast en ekki sízt golfklúbburinn í Sundridge Park sýnt málinu áhuga. Gott par hjá Ragnarl Átta keppendur tóku þátt í úr- slitakeppninni í Sundridge Park. Án forgjafar léku þeir Ragnar Ól- afsson, Sigurður Hafstéinsson, Gunnar Sigurðsson og Helgi Ólafs- son, allir't Golfklúbbi Reykjavíkur. Leikinn var 18 holu höggleikur og tóku keppendur með sér árangurinn á mótinu í Hvammsvík. Svo fór að Ragnar Ólafsson bar sigur úr být- um, Gunnar varð annar, Sigurður þriðji og Helgi fjórði. Þeir fengu fallega farandbikara afhenta í hófi sem haldið var á heimili . Jóhanns Sigurðssonar, en einnig minni gripi til eignar. Ragnar Ólafsson er ekki óvanur því að vinna til góðmálma fyrir árangur í golfi; íslandsmeistari 1981 og margfaldur sigurvegari í öðrum mótum. 1 ár gat Ragnar ekki beitt sér sem skyldi í golfinu^. þar sem honum og konu hans, Hólmfríði Guðmundsdóttur, fædd- ust tvíburar í sumar og tóku þeir eðlilega mikið af tíma kylfíngsins. í Sundridge Park og á íslan^smót- inu í sveitakeppni í Vestmanplfeyj- um síðsumars sýndi Ragnar þó hvers hann er megnugúr. Talandi um tvíburana hlýtur að vera í Iagi að láta fljóta með setningu, sem höfð er eftir ömmu Ragnars er hún frétti að tvíburamir, strákur og stelpa, væru komnir í heiminn. „Sko til, þetta var sannarlega gott par hjá Ragnari." Keppnin með forgjöf var með alþjóðlegu yfirbragði. Þar léku til úrslita Stefán Halldórsson, GR, Gunnlaugur Axelsson úr Vest- mannaeyjum, Erling Pedersen, Dani, sem leikur fyrir GR, og Lee Tian Choi, Malasíumaður, en nú íslenzkur ríkisborgari, einnig GR. Svo fóru leikar að Stefán Halldórs- son sigraði. Hann lék mjög vel, hefði reyndar unnið til verðlauna í keppninni án forgjafar. Gunnlaugur varð annar og Erling þriðji. Þeir gömlu stóAu fyrlr sínu Æfíngahringir voru leiknir á föstudegi, úrslitin í Hvammsvíkur- mótinu fóru fram á sunnudegi, en á laugardag var keppni milli íslenzka hópsins og sveitar frá Sundridge Park golfklúbbnum. Veðrið í Englandi þessa daga lék við kylfingana, sólskin og um 20 stiga hiti, betri dagar en nýliðið íslenzkt sumar bauð upp á. Til við- bótar þeim kylfingum, sem léku í fyrmefndri úrslitakeppni, léku John Drummond, sem sigraði í keppni atvinnumanna á íslandsmótinu í sumar, Ólafur Skúlason, Jóhann Sigurðsson og fleiri í sveit íslend- inganna. Miðað við forgjöf voru sveitimar áþekkar, en miðað við aldur töldu Islendingamir að sigur þeirra yrði næsta auðveldur. Svo fóru þó leikar að Englending- amir sigruðu með 3‘/2 vinningi gegn 2V2. Sannaðist þar að í golfi er ekkert öruggt og sú vegalengd sem skiptir mestu máli er bilið á milli eymaftma eins og vís maður sagði. Sigr^r íslendinganna voru báðir naumir, en tvo af leikjum sínum unnu Bretamir 5:0. Mikill aldursmunur var á _ kylfíngum í þessum sveitum. íslendingamir voru flestir frísklegir strákar á „bezta aldri", en Englendingamir flestir til muna eldri, tveir þeirra til dæmis um sjötugt. Laxalón gaf verðlaun f þessu móti og vom þau afhent í mikilli veizlu í klúbbhúsinu á golfvellinum í Sundridge Park að keppni lok- inni. Laxalón lagði til reyktan regn- bogasilung, sem gagngert var kom- ið með að heiman, og kona Jóhanns Sigurðssonar, Dorothy, bauð upp á heimabakaða eplaköku. Meðlimir í golfklúbbnum opnuðu dyr klúbbs síns upp á gátt fyrir íslenzku gest- ina og kynntust menn á skemmti- legan hátt siðum og hefðum enskra golfklúbba. Vald formanns klúbbs- ins var algjört og borðhaldið að keppni lokinni fór fram eftir ára- tuga gömlum reglum. Þó maturinn væri íslenzkur var borðhaldið sann- arlega enskt, upprunnið í golfklúbb- um aðalsmannanna. Um leið og einstaklingar kynnast á golfvellinum eru þessi samskipti hin ágætasta íslandskynning, sem menn gera sér vonir um að skili auknum íslandsferðum frá þessu svæði þegar fram í sækir. í sumar hafa nokkrir hópar ís- lendinga farið á vegum Jóhanns Sigurðssonar til Englands og leikið á golfvöllunum í Bromley. Margir golfvellir eru á þessu svæði og hafa menn getað sameinað golfið öðrum áhugamálum og verslun í Eng- landi. Ráðamenn golfklúbbsins í Sundridge Park hafa verið velviljað- ir Islendingunum og til dæmis voru nokkrir af efnilegustu íslenzku kylf- ingunum í æfíngabúðum hjá Bob Cameron golfkennara Sundridge Park um tíma í sumar. Bjuggu kylfíngarnir þá á heimilum félags- manna. Jóhann Sigurðsson er með- limur í golfklúbbnum og lykillinn að þessum samskiptum. Útivistarsvaaðl í Hvammsvfk Anglo Icelandic-golfmótið verður haldið með svipuðu sniði í Hvammsvík á næsta sumri og bind- ur Ólafur Skúlason þá vonir við að þátttaka verði meiri en var í ár. Golfvöllurinn þar er í eigu þeirra Laxalónsmanna og greinilegt að aðstaða þama hefur þegar unnið sér sess hjá fólki. í sumar nýttu hátt í 10 þúsund manns sér aðstöð- una þama. Hann segist ekki vera í nokkrum vafa um að vinsæidir staðarins eigi enn eftir að aukast enda er Hvammsvíkin ekki nema um hálftíma akstur frá borginni. Þar er hægt að iðka golf og veiða í vatninu auk ýmissa annarra mögu- leika, sem Ólafur segir landið bjóða upp á. Varðandi golfvöllinn hefur þegar mikið starf verið unnið, en það er þó aðeins byijunin að sögn Ólafs. „Ég hef oft hugsað um það hvort bændumir sem þama bjuggu og ræstu fram landið hafi gert það með golfvöll í huga,“ segir Ólafur Skúlason í Laxalóni. „Skurðirnir Stefán Halldórsson og Ólafur Skúlason fyrir leikinn gegn öldungunum frá Sundridge Park, Lesley Wilson og Victor Sturdie. Svo fóru leikar að þeir eldri gáfu sig hvergi og héldu jöfnu í leiknum. Á golfvellinum í Hyammsvík, frá vinstri Jóhann Sigurðsson, Sveinn Snorrason, Victor Sturdie, Lesley Wilson, fyrrum formaður golfklúbbsins í Sundridge Park, Ron Patterson, formaður f Sundridge, og Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. em þannig gerðir að þeir afmarka brautimar vel og ég þurfti nánast engin önnur tæki en sláttuvélina áður en ég gat opnað golfvöllinn. Næsta sumar er fyrirhugað að gera 300 metra langt æfíngasvæði þama. Einhvem tímann þyrfti að laga halla á nokkrum flatanna og nokkrar glompur skemmdu ekki, en völlurinn kallar ekki á neinar stórframkvæmdir. Næsta sumar verður aðstaðan fyrir yngstu kyn- slóðina bætt og framtíðaráform eru að bora þama eftir heitu vatni, en tilraunaholur á svæðinu voru mjög jákvæðar. Heita vatnið mætti síðan nota bæði við fískeldið og útivistar- svæðið. Næsta sumar er ákveðið að heimsþekktur golfkennari verði hjá okkur um tíma og ýmislegt annað verður um að vera í golfinu. Stór- mótið okkar verður á dagskrá og standa sömu aðilar að því og áður. Vel getur verið að við breytum fyrir- komulaginu eitthvað, en verðlaun verða síst lakari en áður," sagði Ólafur Skúlason að lokum. Islenzki hópurinn sem keppti í Bromley, Gunnar Sigurðsson, Stefán Halldórs- son, Lee Tian Choí, Ólafiir Skúlason, Helgi Ólafsson, Erling Pedersen, Gunnlaug- ur Axelsson, Sigurður Hafsteinsson, Ragnar Ólafsson, John Drummond og Jóhann Sigurðsson. Til hliðar færir ólafur Skúlason Stefán Halldórsson f „græna jakkann", en Stefán og Ragnar Ólafsson sigruðu í „ensk-íslenzku meistarakeppn- inni“. ít.L', L> f £ c .ÍIíiVIJVlÖÍ Ö9ÍÍI UIOV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.