Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 16

Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Metsölubœkurnar hjá EYMUNDSSON Endurminninqar oq fróóleikur 1. Ein á forsetavakt Steinunn Sigurðardóttir 2. íslenskir nasistar IJIugi og Hrafn Jökulssynir 3. íslandsævintýri Himmlers Þór Whitehead 4. Sigurbjörn biskup Sigurður A. Magnússon 5. Bryndís Ólína Þorvarðardóttir 6. Og þá flaug hrafninn Ingvi Hrafn Jónsson 7. Þjóð í hafti Jakob F. Ásgeirsson 8. Býr íslendingur hér Garðar Sverrisson 9. Úr eldinum til íslands Einar Sanden/Þorsteinn Sigurlaugsson 10. Minna Helga Thorberg Barna oq unglingabœkur 1. Gauragangur Ólafur Haukur Símonarson 2. Fimm á Dimmudröngum Enid Blyton 3. Fimm — Ráðgátan á Rofabæ Enid Blyton 4. Nonni Jón Sveinsson 5. Anna í Grænuhlíð L. M. Montgomery 6. Víst er ég fullorðin Iðunn Steinsdóttir 7. Hesturinn og drengurinn hans C. S. Lewis 8. Ég veit hvað ég vil Andrés Indriðason 9. Alveg milljón Andrés Indriðason 10. Jálagjöfin Lars Welinder og Harald Soneson Fagurbókmenntir 1. Markaðstorg guðanna Ólafur Jóhann Ólafsson 2. Að lokum Ólafur Jóhann Sigurðsson 3. Leitin að dýragarðinum Einar Már Guðmundsson 4. Dagur af degi Matthías Johannessen 5. Mín káta angist Guðmundur Andri Thorsson 6. Káinn Tómas Guðmundsson sá um útgáfuna 7. Ljáð námu menn Sigurður Pálsson 8. Ferskeytlan Kári Tryggvason valdi 9. Reimleikar í birtunni Hrafn Gunnlaugsson 10. Ljóðaárbók 1988 AÖrar bœkur 1. Öldin okkar 2. Mamma! Hvað á ég að gera? Jón Karl Helgason 3. Gengið í guðshús Gunnar Kristjánsson 4. Reykjavík sögustaður við sund Páll Líndal 5. Minningarmörk í Hólavallagarði Björn Th. Björnsson 6. íslensk orðsnilld Ingibjörg Haraldsdóttir ritstýrði 7. Fegurð Islands og fornir sögustaðir W. G. Collingwood 8. Tónlistarsaga æskunnar Kenneth og Valerie McLeish 9: Hver er ég? , ’ Gunnlaugur Guðmundsson 10. Stelpnafræðarinn Miriam Stoppard ★ Samkvæmt sölutölum vikuna 5.-10. des. *SjSt0 BS*08! ML Vænlega er vaktin staðin Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Steinunn Sigurðardóttir: Ein á forsetavakt. Dagar í lífi Vigdís- ar Finnbogadóttur: Útg. Iðunn 1988. Embætti forseta íslands hefur frá öndverðu skipað sérstakan sess í þjóðarhuganum. Hlutverk forset- ans er umfram öðru að vera sam- einingartákn inn á við sem út á við og ekki leikur vafi á að þeir sem hafa gegnt starfinu hafa ver- ið svo lánsamir að þeir hafa búið yfir þeim eiginleikum, sem hafa dugað þeim til að ráða við þetta verkefni. Það segir sig sjálft að eðli for- setaembættisins hlýtur engu að síður að taka breytingum með hveijum nýjum forseta, nýir siðir koma með nýjum herrum og það höfum við einnig séð að gerst hef- ur síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við þessu starfi, eftir harða en drengilega keppni við þijá karl- menn sem sóttust einnig eftir embættinu á sínum tíma. Vigdís Finnbogadóttir hefur án efa verið meira áberandi í þessu starfi en fýrirrennarar hennar, en þar ræður ekki aðeins atbeini hennar, heldur hafa tímamir beinlínis krafist þess og ijölmiðlar ráðið þar miklu, enda hefur það sýnt sig að menn hafa áhuga á að fylgjast vel með forsetanum, á opinberum ferðum erlendis og hér heima. Fjölmiðlar hafa uppfýllt þessa þörf af dugnaði. Vigdís hefur verið ósérhlífin og áhugasöm um allt sem hún tekur sér fyrir hendur, hún sækir fundi og ráðstefnur, hefur reynst bón- Steinunn Sigurðardóttir góð í alls konar kvabbi þegar til hennar er leitað og hefur verið óþreytandi í gestgjafastarfinu á Bessastöðum. I ræðum og skrifum hvetur hún jafnan til að menn haldi vöku sinni hvað varðar tung- una og menningararfleifðina og á öllum tímum, ekki síst nú um stundir, verður slíkt varla nógsam- lega brýnt fyrir fólki. í bók Steinunnar Sigurðardótt- ur sem hún kýs að setja upp sem vikudaga og rekja ákveðna atburði og störf hvers dags, er gerð með ýmsu móti grein fyrir athöfnum forseta. Heimsókn í Húnavatns- sýslu, ferð til vínbænda í Frakkl- andi, sagt frá opinberri heimsókn á Ítalíu, kvennaboði á Bessastöð- um svo að nokkuð sé nefnt. Þá er sagt frá er forseti sækir ráð- stefnur og málþing um ýmislegt það er tengist starfi og áhugamál- um hennar í senn. Frásögn Steinunnar er í hvívetna greinargóð, en mér þykir hún gera fullmikið af því að taka fram ýmsa smálega hluti, sem eiga að sýna hvað það sé langt frá því tekið út með sitjandi sældinni að gegna þessu starfi. Það ætti að liggja alveg nægilega í augum uppi við lestur bókarinnar. Og auðvitað er einnig rétt að hafa í huga að þessu starfi gegnir maður ekki af nauðung, heldur hefur verið eftir því sóst. Steinunn hefði einnig mátt gæta meiri sparnaðar í notkun lýsingarorða . Forseta er ekki greiði gerður með oflofi. Þessi bók er ágætis upplýsinga- bók um starf forseta íslands eins og því er gegnt. Frásagnir af opin- berum heimsóknum eru góðar og gildar, en fulllangdregnar og ná- kvæmar, einkum með það í huga að fjölmiðlar gera alltaf slíkum ferðum mjög rækileg skil, og í frásögninni hér er litlu við bætt. Ég hygg að það hefði gert þessa bók forvitnilegri ef Steinunn gerði meira af því að fá skoðanir forset- ans skýrar fram, og þar með hefði persóna forsetans orðið í meiri nánd við lesanda. Þó svo að opin- berar heimsóknir til útlanda og veisluhöld séu af skiljanlegum og sjálfsögðum ástæðum fyrirferðar- mikill þáttur í starfi forsetans og sjálfsagt að gera þeim skil, er allt best í hófi. Stuttar og hlýjar frá- sagnir er forseti og bókarhöfundur fara í fuglaskoðun um Álftanes, spjall um uppeldismál og upprifjun bernskustunda eru að mínum dómi langtum læsilegri og í þeim vottar fyrir þeirri nánd sem ég held að hefði gefið bókinni persónulegra yfirbragð og það sem mér hefur virst að hugur höfundar hafi stefnt til. Þá hefði verið meiri fengur að bókinni í því, þótt þessi frásögn sé tvímælalaust lipur og aðgengi- leg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.