Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 17
MORÖUNÖtAÐIÖ,! FÖSÍTtJÖXgÖR ‘ lé' IfiÉdStóöM' Í988 Sturlustefna Bókmenntir ErlendurJónsson STURLUSTEPNA. Ritstj. Guð- rún Asa Grímsdóttir, Jónas Kristjánsson. Stofiiun Árna Magnússonar. Reykjavík, 1988. Árið 1984 minntist Stofnun Árna Magnússonar sjö hundruð ára ártí- ðar Sturlu Þórðarsonar með mál- stefnu sem haldin var að frum- kvæði Hermanns Pálssonar. Erindi, sem flutt voru á málstefnunni, níu talsins, hafa nú verið gefin út auk ritgerðar um Sturlu. Fróðleg eru þau í fyllsta máta enda vélt um af mönnum sem eru hnútum kunnug- ir. Og eins og venja er á þess hátt- ar fræðilegum málþingum er leitast við að skoða viðfangsefnið frá ýms- um hliðum. Eitt erindið ber t.d. yfírskriftina: Var Sturla Þórðarson þjóðfrelsishetja? Öðru er valin fyrir- sögnin: Drottinsvik Sturlu Þórðar- sonar. Má með sanni segja að þar sé velt upp gagnstæðum flötum. Sturlu Þórðarsyni tókst að halda lífí og limum í róstum aldarinnar og hefur löngum þótt merkilegt. Átti hann það kænsku sinni að þakka? Eða var það einskær heppni? Heppni fyrir íslenskar bókmenntir að minnsta kosti. Því að sjálfsögðu er það rithöfundurinn, sagnfræð- ingurinn sem verið er að minnast þó höfðinginn komi einnig inn í dæmið. Sumir málþingsmanna taka fyrir afmörkuð svið eins og Guðrún Ása sem nefnir erindi sitt Um sára- far í íslendinga sögu Sturlu Þórðar- sonar. Fróðlegt getur það verið út af fyrir sig enda mundi seint miða rannsóknum ef allir leituðust við að rannsaka allt í einu! Eigi að síður Jónas Kristjánsson er nauðsynlegt að efnið sé líka skyggnt af háum sjónarhóli; þannig fæst yfírsýnin. En í þá veru er er- indi Jónasar Kristjánssonar: íslend- ingasögur og Sturlunga. Saman- burður nokkurra einkenna og efnis- atriða. Jónas Kristjánsson víkur að skoðunum fræðimanna á íslend- ingasögum og getur þess að »á síðustu áratugum hefur tvennt gerst í senn: Fræðimenn hafa tekið að rengja heimildargildi þeirra, en í staðinn litið á þær sem nokkurs- konar skáldbókmenntir; og þegar búið er að slíta þær úr jarðvegi íslenskra arfsagna er reynt að gróð- ursetja þær að nýju innan um ýms- ar tegundir bókmennta úti í Evr- ópu.« í framhaldi af þessu segir nokkru síðar að »rannsakendur íslendinga- sagna á vorum dögum, bæði hér- lendir og erlendir, sem hvarvetna þykjast sjá ánrif frá evrópskum miðaldabókmenntum, vanrækja mjög að skoða sögumar í samhengi við aðrar greinar íslenskra bók- mennta, aðra þætti íslenskrar menningar.« Þarna er sannarlega vikið að einu af stóm atriðunum. Þó fræðimanni beri skylda til að hafa það er sann- ara reynist og þeim, sem umrætt ___________________,v,._ dÁ7 málþing sóttu, sé öllum trúandi til þess getur niðurstaðan orðið tilfinn- ingamál. Og þar sem fornbók- menntimar em í raun hið eina sem við íslendingar höfum lagt til heimsmenningarinnar hlýtur metn- aðurinn og sjálfsvirðingin að spyrja hvort afrekin hafí í sannleika sagt verið unnin hér; eða vora það ein- göngu alþjóðlegir vindar sem blésu höfundum sagnanna í bijóst andríki til að færa í letur þessar stórmerki- legu bækur; vom þær einungis nedskreved pa Island eins og Danir orðuðu það í handritadeilunni? Um þetta em fræðimenn hreint ekki sammála fremur en fram kemur í erindi Jónasar Kristjánssonar. Þar sem fjallað er um löngu liðn- ar aldir í erindum þessum er ekki að furða þótt orðum eins og líklegt og sennilegt bregði fyrir. Fræði- maður kemst ekki langt nema hann sé einnig brot af skáldi. En það gerir bók þessa að mínu viti áhuga- verða að menn leyfa huganum að reika en binda sig ekki einvörðungu við bókstafínn. SPNG- OG VlANÓBÓK BARNANNA ftöV'm w >- meö Wjbmbc «mHapgÁ«*Á' Ulöí;«'m .iUir\nW)a SPENNA,ÁTÖK OG ÁSTIR ÞROSKANDIBÆKUR FYRIR BÖRNIN Hvað er hlukkan? Hvemig líta þau út? Hvar eiga þau heima? Bókin svarar þessum og fjölmörgum öðmm spurningum á einfaldan og skemmtilegan hátt, með fjörlegum, fræðandi texta og glæsilegum litmyndum í hundraðatali. Þýðing; Óskar Ingimarsson KLUKKUBÓKIN Þessi vinsæla bók, sem nú er endurútgefin, á eftir að auðvelda mörgum ungum lesendum að læra á klukku. Bókina prýða fallegar myndir, textinn er einfaldur og síðast en ekki síst eru í bókinni hreyfanlegir klukkuvísar, sem gera lesturinn enn skemmtilegri. , RobertLudlum: OVÆNT ENDAIOK Frammi fyrir byssukjöftum ofstækisfullra hermdarverkamanna bíða 236 konur, karlar og böm dauða síns. Friðsamur öldungadeildarþingmaður bíður fram aðstoð sína við að leysa þetta skelfilega mál með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. ÓVÆNT ENDALOK er bók magnþmngin spennu sem gagntekur lesendur um heim allan eins og önnur verk ROBERT LUDLUMS. ## Danielle Steel: ORLAGAÞRÆÐIR ÁSTARINNAR Þegar ástin og hamingjan em allsráðandi í lífi söguhetjunnar Bemie, taka örlögin í taumana. Hann þarf nú að horfast í augu við nístandi sorg en um leið heyja baráttu til að halda fjölskyldunni saman. En tekst honum að sigra? Að hætti DANIELLE STEEL eru ÖRLAGAÞRÆÐIR ÁSTARINNAR saga mikilla átaka og tilfinninga. Sá sem les þessa bók, finnur skjótt hvers vegna höfundur hefur sldpað sér á bekk metsöluhöfunda Evrópu og Ameríku. SÖNG- OG PÍANÓBÓK BARNANNA Ámi Elfar útsetti og valdi lögin. í þessari sérstæðu bók em tólf þekkt íslensk lög, sem allir geta spilað og sungið. Bókin er með hljómborði, sem hægt er.að leika á. Sérstæð og skemmtiieg bók.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.