Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 32

Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 32
■I.JÓTT 32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Blóma- salur Jólapakkakvöld Jólapakkakvöldin okkar hafa notið mikilla vinsælda undan- farin ár. Nú endurtökum við þau laugardagskvöld og sunnu- dagskvöld. Matseðill Reyksoðið’kalkúnarbrjóst m/kampavínssósu Laxaseyði með ostakexi Heilsteiktar nautalundir m/rauðvíns- og grænpiparsósu Kiwikrapís Kaffi og konfekt Matseðillinn gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er flugfarseðill til London. Víkingaskipið er sérstaklega skreytt. Ingveldur Hjaltested syngur jólasálma við undirleik Jónínu Gísladóttur. Sigurður Guðmundsson leikur jólalög á píanó." Stjórnandi kvöldsins verður Hermann Ragnar Stefánsson. Módelsamtökin kynna jólafatnað á alla fjölskylduna, börn, unglinga og fullorðna. Borðapantanir í síma 22322 - 22321 Veriö velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIDA ’ HOTEL JÓLALJÓSA- SAMSTÆÐUR úti sem inni með 40 perum Verð frá kr. 1.380 með straumbreyti úr málmi, margir litir. Með perustæði, 3,5m. snúru og kló. Verð frá kr. 650 == l&?QáÍ10f .(,/rSÍWfiM = Reuter Lögreglumaður ræðst gegn verkfallsmönnum í Bilbao er reyna að gæta dyra heildverslunar þar sem ætlunin var að halda áfram viðskiptum þrátt fyrir allsherjarverkfallið á miðvikudag. Sólarhrings allsheijarverkfall á Spáni; Hart lagt að stjórninni að bæta kjör launafólks Madrid. Reuter. TVÖ stærstu verkalýðssambönd Spánar efiidu til allsherjarverkfalls á miðvikudag og tókst þeim að lama samgöngur og iðnað í mestum hluta landsins. Astæða verkfallsins er óánægja með efiiahagsmála- stefiiu sósíalistastjórnar Felipe Gonzalesar sem hamlað hefúr gegn launahækkunum til að halda niðri verðbólgu og gera framleiðslu landsins samkeppnisfæra á mörkuðum Evrópubandalagsins. Spænsk dagblöð telja flest að stjórnin muni neyðast til að slaka eitthvað á gagnvart verkalýðssamböndunum. Annað sambandið er undir stjóm sósíalista en hitt kommúnista. Tals- menn sambandanna sögðu í gær að efnt yrði til fjöldagöngu í dag, föstudag, um götur höfuðborgar- innar, Madrid, til að halda áfram að þrýsta á ríkisstjómina er heldur vikulegan fund sinn í dag. Þess er krafist að eftirlaun verði hækkuð, laun hækki umfram verðbólgu og atvinnuleysisbætur verði hækkaðar í samræmi við þá miklu efnahags- þenslu er orðið hefur á Spáni þar sem mörg fyrirtæki blómstra. At- vinnuleysi er hins vegar mjög mikið í landinu. Manuel Chaves atvinnumálaráð- herra viðurkenndi að allsheijar- verkfallið hefði áhrif en sagði jafn- framt að enginn gæti sett ríkis- stjóm, sem nyti stuðnings meiri- hluta kjósenda, stólinn fyrir dymar. Fjármálaráðherrann, Carlos Solc- haga, er mjög hefur sætt ámæli verkalýðsforingja vegna aðhalds- stefnu sinnar í launamálum, hvatti til þess að menn færu varlega í sakirnar og hugsuðu sig vandlega um. Gonzales forsætisráðherra hefur lagt mikla áherslu á að Spánveijar treysti undirstöður efnahags lands- ins áður en sameiginlegur markað- ur EB kemst á 1992. Spánveijar vom lengi eftirbátar annarra Vest- urlandaþjóða í efnahagsmálum og enn er fátækt þar meiri en í flestum öðmm aðildarlöndum EB. „Spánn á mikla möguleika...Það er ekki víst að við fáum ný tækifæri,“ sagði Gonzales nýlega. Flestir athafna- menn og hagfræðingar telja þó að hann neyðist til að láta undan ein- hveijum kröfum verkalýðssam- bandanna t.d með því að bæta hag atvinnulausra ungmenlna. Jólakorta- herferð gegn oflbeldi ERA- skæruliða Dyflinni. Reuter. ÞRÍR írskir þingmenn hvöttu í gær allar fjölskyldur í írl- andi til að senda jólakort til Írska lýðveldishersins, IRA, með boðskapnum: „Hættið drápunum." Þingmennimir sögðu að þetta væri liður i herferð fyrir friði um jólin. „Fjölmargir venjulegir menn hafa sýnt að þeir standa ráðþrota gagnvart ofbeldinu í landinu," sagði einn þingmannanna, David Norris. „Sérhver fjölskylda gæti sýnt óánægju sína á einfaldan hátt með því að bæta einu korti við á jólakortalistann og senda það til Sinn Fein [stjómmálaarms írska lýðveldishersins] í 44 Pamell Square, Dublin 1, með skilaboðunum: „Vinsamlegast hættið drápunum." Norris og hinir þingmennim- ir tveir, Shane Ross og John Murphy, sögðust vongóðir um að herferðin yrði til þess að félagar í IRA breyttu afstöðu sinni til ofbeldis. Hartnær 3.000 manns hafa týnt lífi og 30.000 særst undanfama tvo áratugi vegna baráttu IRA gegn yfirráðum Breta yfir Norður-írlandi. JÓLAGJÖFIN SEN REIKMÐ ER MEÐ Úrval fallegra og vandaðra borðreiknivéla, tilvaldar í jólapakkann. Verð frá kr. 2.803,- stgr. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 68-69-33 ifiæmimftmmememtmtmeimæi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.