Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 35 Yasser Arafat, leiðtogi PLO, ræðir við Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastj óra Sameinuðu þjóðanna, í Genf. Signr fyrir sænsku utanríkisþj ónustuna Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR embættismenn kváð- ust í gær líta svo á að sænskir stjómarerindrekar hefðu gegnt lykilhlutverki við að miðla mál- um í deilu Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO) og Bandaríkja- manna. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti tilkynnti á miðviku- dagskvöld að Frelsissamtökin hefðu fullnægt öllum þeim skil- yrðum sem sett hefðu verið fyr- ir beinum viðræðum Bandaríkja- stjórnar við fulltrúa samtak- anna. Pierre Schori, aðstoðarutanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í samtali við fréttamann jReuters-fréttastof- . unnar að þessi niðurstaða sýndi og sannaði mikilvægi þeirra starfa sem stjómarerindrekar hefðu með höndum. „Þetta er einnig mikill sigur fyrir utanríkisráðherra okkar, Sten Anderson, og sænsku utanrík- isþjónustuna," bætti hann við. I síðustu viku átti Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, fund með nokkr- um helstu leiðtogum bandarískra gyðinga í Stokkhólmi. Birt var sameiginleg yfirlýsing í lok fundar- ins og þótti Arafat ganga lengra en nokkru sinni í þá átt að hafna með öllu hryðjuverkum og viður- kenna tilverurétt Ísraelsríkis. Fyrmefndir embættismenn sögðu Sten Anderson hafa þrýst mjög á Arafat að ganga skréfið til fulls til að unnt yrði að koma á beinum viðræðum Bandaríkja- manna og PLO. Þetta hefði borið árangur eins og fram hefði komið er Arafat ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í Genf á þriðjudag og á blaðamannafundi hans á miðvikudag. Sömu heimild- armenn sögðu að fundinum hefði verið frestað um átta klukkustund- ir til þess að sænskir embættis- menn gætu farið yfír yfirlýsingu PLO með Arafat og rætt orðalag hennar. Pierre Schori sagði að Svíar hefðu undanfarin fimm_ ár reynt að miðla málum í deilu ísraela og Arabaríkjanna. Minnti hann á að Olof Palme, þáverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, hefði boðið Arafat til Stokkhólms árið 1983. Bandaríkjastjórn hyggst taka upp viðræður við PLO: Stjórn Arafats á samtök- unum mun skipta sköpum Genf, Amman. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), steig skrefið til fulls á blaðamannafundi sínum á miðvikudagskvöld er hann skýrði frá því að PLO höfiiuðu hvers konar hryðjuverk- um og ítrekaði rétt ísraela og Palestínumanna til að búa í friði innan öruggra landamæra. Nokkrum klukkustundum síðar skýrði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því að hann hefði veitt sendiherra Bandaríkjastjórnar í Túnis umboð til að hefja beinar viðræður við fulltrúa PLO en undanfarin 13 ár hafa Bandaríkjamenn neitað að viðurkenna samtökin sem fulltrúa palestínsku þjóðarínnar og sakað þau um skipulega hryðjuverka- starfsemi. Viðmælendur Reuters-írétta,- stofunnar voru á einu máli um að árangur í viðræðunum væri undir því kominn að Arafat tækist að hafa hemil á öfgafullum Palestínu- mönnnum og lögðu jafnframt áherslu á að ekki væri ljóst hvem- ig Bandaríkjamenn hygðust fá stjómvöld ísrael til að taka þátt í þeim. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði að hann myndi freista þess að koma á alþjóðlegri friðar- ráðstefnu og Sovétmenn hvöttu til þess að þegar í stað yrði hafist handa við undirbúning hennar. Staða Arafats Fréttaskýrendur kváðust í gær telja að staða Arafats kynni að reynast sterk ef haldin yrði al- þjóðleg ráðstefna um leiðir til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Bentu þeir á að Arafat hefði í yfir- lýsingu sinni á blaðamannáfundin- um lagt áherslu á að uppreisn Palestínumanna á hemámssvæð- um ísraels myndi ekki ljúka fyrr en stigin hefðu verið „raunhæf skref“ til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar. í annan stað var á það bent að Þjóðarráð Palestínu hefði ekki skilgreint landamæri hins nýstofnaða ríkis Palestínu- manna á fundi sínum í Algeirsborg í síðasta mánuði. Nokkrir háttsett- ir embættismenn innan PLO hafa sagt að landamæri ríkissins muni miðast við svæði þau er ísraelar hertóku árið 1967 þ.e.a.s. vestur- bakka Jórdanár og Gaza-svæðið. Aðrir líta hins vegar svo á að yfir- lýsingin hafí verið grundvölluð á ályktun Öryggisráðs Sþ númer 181 frá árinu 1947 þar sem gert er ráð fyrir því að landsvæðinu umdeilda ERLENT verði skipt í tvennt. Þar með yrði ríki Palestínumanna tvöfalt stærra. Talsmaður PLO sagði er fundi Þjóðarráðsins lauk í Alsír að ákveðið hefði verið að fresta því að skilgreina landamærin þar til samningaviðræður hæfust. Hófleg bjartsýni Embættismenn í Arabaríkjum fögnuðu því í gær að Bandaríkja- menn hefðu loks fallist á að eiga viðræður við PLO og kváðust telja að árangur þeirra væri undir þvi kominn að Arafat tækist að hafa taumhald á öllum þeim fjölda fylk- inga sem heyra samtökunum til. Tiltóku þeir einkum nauðsyn þess að komið yrði í veg fyrir hvers konar hryðjuverk. Þá lögðu þeir hinir sömu áherslu á að Sovétmenn þyrftu að þrýsta á Sýrlendinga um að ganga til frið- arviðræðnanna. Líkt og Líbýu- menn og Líbanir hafa Sýrlendingar enn ekki tekið upp stjórnmálasam- band við Egypta auk þess sem róttækir Palestínumenn hafa átt öruggt skjól í Sýrlandi. Sögðu við- mælendur Jteufers-fréttastofunnar einingu meðal stjómvalda í Ara- baríkjunum og Palestínumanna vera skilyrði fyrir því að unnt yrði að koma á friði í þessum heims- hluta. Vöruðu þeir við of mikilli bjartsýni og bentu jafnframt á að ekki væri ljóst hvernig Bandaríkja- menn hygðust fá ísraela að samn- ingaborðinu. Gangan væri hafin en hún myndi reynast löng og ströng. FRAMTIÐARKORT: Hvað gerist nsastu tóif mánuði? Framtíðarkortið segir frá hverjum mán-1 uði, bendir á jákvæða möguleika og varasama þætti. Hjálpar okkur að vinna I með lífið á uppbyggilegan hátt og finna | rétta tímann til athafna. PERSONUKORT: Lýsir persónuleikanum m.a.: Grunn- tóni, tilfinningum, hugsun, ást og vináttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfi- leika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. SAMSKIPTAKORT: Samanburður ð kortum tveggja einstaklinga Hvernig er samband þitt við maka þinn og nána vini? Ertu viss um að þú þekkir þarfir fólksins, sem þú umgengst \ mest í daglegu lífi? Samskiptakortið er eitt kort, sem lýsir sambandi tveggja ein- staklinga - bendir á kosti og galla og hjálpar þeim að skilja og virða þarfir hvors annars. Við bjóðum einnig: Bækur: Allar nýjustu íslensku bækurnar um sjálfs- ræktm.a. sálfræði, heilsurækt, mataræði o.fl. Aukþess fjöldi nýrra erlendra bóka um stjörnuspeki og jákvæðan lífsstíl. Kassettur: Tónlist til afslöppunar og spennulosunar. STJ0RNUSFEKI >STÖEfIN I LAUGAVEGI 66 SIMI 10377 1 Öll kortin okkar eru unnin af Gunnlaugi Guðmunds- syni, stjörnuspekingi, og miðast við reynslu af íslenskum aðstœðum. Hver er ég? Bókin um stjörnuspeki 10% höfundar- afsláttur hjá okkur. + + + Líttu við eða hringdu í síma 10377 og pantaðu kort! Opið alla virka daga frá kl. 10-18 e.h. og laugardag kl. 10-22. Kortin eru afgreidd innan sólarhrings. Sendum í póstkröfu. ■ Falleg gjöf, sem vekur til umhugsunar VIÐ BJÓÐUM ÞÉR ÞRJÁR TEGUNDIR AF STJÖRNUKORTUM MEÐ ÖLLUM KORTUNUM FYLGIR SKRIFLEGUR TEXTI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.