Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Saumavélasala mun minni í ár en í fyrra: • FERSKLEIKI ER OKKAR FAG Metsölublað á hverjum degi: — segir varaformaður Félags raftækjasala SALA Á saumavélum hefur dregist verulega saman á þessu ári miðað við fyrri ár. Kristmann Magnússon varaformaður Félags raf- tækjasala segir að þessi samdráttur stafi af því, að 17,5% vörugjald var lagt á saumavélar um síðustu áramót til að afla tekna, og að ríkissjóður hafi orðið af verulegum tekjum vegna vörugjaldsins í stað þess að afla þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, sem Kristmann hefur aflað, seldust fyrstu 8 mánuði þessa árs 547 heimilissaumavélar. Fyrstu 9 mánuði ársins 1987 seldust hins vegar 2.357 saumavélar, og 4.141 saumavél allt árið. Árið 1986 seld- ust alls 2.800 saumavélar, árið 1985 seldust 3.389 saumavélar og árið 1984 seldust 2.011 saumavél- ar. Tíu ár þar á undan seldust að jafnaði milli 2.000 og 2.500 sauma- vélar árlega. Kristmann sagði að framreiknað cif-verð þeirra 2.357 saumavéla, sem seldust fyrstu 9 mánuðina í fyrra, væri tæpar 27 milljónir króna. Á það verð bættist 50% vegna bankakostnaðar, uppskipun- ar, heildsölu- og smásöluálagningar auk ábyrgðar- og þjónustugjalda sem gerði rúmar 13 milljónir þann- ig að útsöluverð án söluskatts hefði verið um 40 milljónir. 25% sölu- skattur af því þýddi að 10 milljónir króna hefðu runnið í ríkissjóð og heildartelq'ur ríkisins af söluskatti á saumavélar hefði á síðasta ári verið tæpar 19 milljónir króna. Cif-verð þeirra 547 saumavéla, sem selst hafa fyrstu mánuði þessa árs, sagði Kristmann að væri rúmar 5 milljónir. 17,5% vörugjald af því gerði 953 þúsund krónur, og 50% kostnaður legðist því á 6,3 milljóna innkaupsverð. Söluverð saumavél- anna án söluskatts hefði því verið um 9,4 milljónir, og 25% söluskatt- ur á það hefði fært ríkissjóði 2,35 milljónir. Tekjur ríkissjóðs af saumavélasölu hefði því verið sam- tals 3,3 milljónir eða þriðjungur af tekjum ársins á undan miðað við svipað tímabil. „Þessi samdráttur í saumavéla- sölu er ekki vegna þess að markað- urinn er mettaður, eins og sölutölur fyrri ára gefa raunar til kynna, heldur er þetta enn eitt dæmið um það að ofsköttun skilar ríkissjóði ekki þeim tekjum sem búist er við,“ sagði Kristmann Magnússon. ... blóm og gjafir Melanóra vid Eiðistorg Formaður BSRB: Fylgjandi há- tekjuskatti „VIÐ VILJUM sjá þennan pakka allan áður en víð tökum afstöðu til hans. Við erum fylgjandi há- tekjuskatti, en viljum hækka skattleysismörkin,“ sagði Og- mundur Jónasson, formaður BSRB, um áætlanir ríkisstjórnar- innar að hækka tekjuskatt úr 35,2% í 37,2%. Ögmundur sagði að BSRB hefði ekki tekið afstöðu til þessara hug- mynda um hækkun tekjuskatts. Hann kvaðst hafa meiri áhyggjur af hækkun vörugjalds, sérstaklega á vörur til heimilisnota. „Við viljum greina á milli nauðsynjavöru og annarra vöruflokka." Hann nefndi meðal annars heimilistæki og bygg- ingavörur sem dæmi um slíka vöru- flokka sem þarf til reksturs heimila. Tekjur ríkisins af saumavél- um minnka vegna vörugjalds Morgunblaðiö/bvemr íslenski jassballettflokkurinn og stjórnandi hans, Bára Magnúsdótt- ir, hyllt í lok frumsýningar á „Þvílíkum jass“ á Hótel íslandi í síðustu viku. Þvílíkurjass á Hótel Islandi ÍSLENSKI jassballettflokkurinn sýnir um þessar mundir „Þvílíkan jass“ (All that jazz) á Hótel íslandi. Frumsýning var fimmtudaginn 8. desember og er önnur sýning í dag, föstudaginn 16. desember. Islenski jassballettflokkurinn var stofnaður 13. september 1987 og er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, sem sjálfstæður dansflokkur og án opinberra styrkja, segir í frétt frá flokknum. Dansarar flokksins höfðu þó æft árum saman áður en flokkurinn var stofnaður. Karl Barbie er höfundur verksins sem flokkurinn sýnir nú og hefur hann sótt sér efnivið í kvikmyndina „All that jazz" eftir Bob Fosse og er sýningin tileinkuð honum. Þetta er fyrsta verkefni vetrarins hjá flokknum en síðasta vetur setti flokkurinn upp þijár boðssýningar til kynningar og öflunar styrktar- meðlima sem nú telja um 200.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.